Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2002, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2002, Blaðsíða 9
Fréttir 9 FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2002 DV Afleiöingar af bágri stöðu blómabænda: Getur sett að- lögunarsamning- inn í uppnám - helmings samdráttur í paprikuframleiöslu „Blómaframleiðendur standa verst núna,“ sagði Magnús Ágústs- son, garðyrkjuráðunautur hjá garð- yrkjumiðstöð Garðyrkjuskóla ríkis- ins, við DV. Hann kvaðst óttast að sú bága staða sem væri hjá blóma- bændum yrði til þess að þeir flykkt- ust unnvörpum yfir í grænmetis- framleiðslu. Ástæða þessarar stöðu væri sú að þeir hefðu stööugt verið að fá minna og minna fyrir fram- leidda vöru. Samkeppni í heildsölu- geiranum væri búin að vera mikil og hörð. Magnús sagði að taka hefði þurft þann möguleika til athugunar að úrelda blómastöðvar til jafns við garðyrkjustöðvar til að minnka fyr- irsjáanlegan þrýsting á grænmetis- markaðinn. Eins og DV greindi frá í gær er þungt hljóð í grænmetisbændum og hafa þrettán sótt um heildarúreld- ingu á stöðvum sínum. Þrjár græn- metistegundir hafa verið fluttar inn án tolla. Það eru paprika, gúrkur og tómatar. „Ég hef bent á að nú er kominn aðskilnaður milli blómabænda og grænmetisbænda, þannig að hinir síðamefndu eru inni í aðlögunar- samningnum frá því sl. vor um verðmyndun garð- og gróðurhúsa- afurða," sagði Magnús. „Ég óttast að haldi staðan áfram að versna hjá blómabændum fari þeir unnvörpum yfir í grænmetið. Það opnast á bein- greiðslur árið 2004. Ef stjómvöld gera ekkert sé ég ekki annað en að- lögunarsamningurinn sé í uppnámi. Hann er til .tíu ára, með fastar upp- hæðir í beingreiðslur. Ef kemur inn aukið magn á lágu heildsöluverði verða beingreiðslurnar alltaf lægri og lægri á kfló. Blómabændur hafa margir hverjir yfir að ráða mjög góðum húsum og mikilli lýsingu. Þeir hafa því tök á að fara beint yfir í grænmetisframleiðslu. Þá koma þeir inn í samkeppni við hefð- bundna grænmetisframleiðendur." Samkeppnin hörð Hætt er við sú bága staöa sem blómabændur búa nú við veröi til þess aö þeir flykkist unnvörpum yfir í framleiöslu grænmetis. Magnús sagði að stöðugar breyt- ingar væru á markaðnum. Búr ehf. væri farið að flytja inn grænmeti og það væri ekkert launungarmál að flutt hefði verð inn 2. flokks paprika í allt sumar sem hefði verið í sam- keppni við 1. flokks íslenska papriku. Það hefði farið mjög illa með þá framleiðslu, enda væri fyrir- sjáanleg fækkun framleiðenda í þeim geira. Það væri einungis vegna innflutningsms. „Við síðustu samantekt sýnist mér að það verði framleidd paprika á 7-8 þúsund fermetrum sem er um það bU helmings samdráttur frá því í fyrra.“ -JSS Súlnasal Hótel Sögu sunnudaginn 8. des kl. 15.30 -18.00 Fjölbreytt skemmtiatriði frábærra skemmtikrafta: Hljómsveitin Gleöigjafar: SöngvaramirAndréBachmannogHelgaMöller Leikhópurinn Perlan: Leikstjóri Sigríður Eyþórsdóttir Lúðrasveit Verkalýósins: StjórnandiTryggvi M. Baldvinsson Skemmtikraftarnir: Jóki trúður, Jólasveinar, Ruth Regmalds, Magnús Sigursson trúbador, Bjarni Arason, Pétur pókus og Bjarni töframaður, Móeiður Júniusdóttir, Strákarnir á Popp tívi. Barnakór Kársnesskóia stjómandi Þórunn Björnsdóttir Kynnir: Sigmundur Ernir Rúnarsson ritstjóri og skáld Miðaverð: Aðeins kr. 500 Miðasala: Á skrifstofu Styrktarfélags vangefinna Skipholti 50c & við innganginn í Súlnasai kl. 14,30 Sa‘l^:rti>|»okiir frá \óa- Síríiis fyrir liöriiiii Þökkum þessum aðilum veittan stuöning NÖI SÍRÍUS íl> HAPPDRÆTTI HÁSKÓLAISLANDS virtlegiBt til vinmtigí Hotel Saaa við Hagatorg SiS25 9930 Nýtur aðstoöar Mwanaidi, fötluö stúlka sem býr í Dar es Salaam, mun njóta aöstoöar tombólukrakka Rauöa kross íslands. Tombólubörn stóðu sig vel Tombóluböm Rauða krossins sýndu svo sannarlega hvaö i þeim býr á þessu ári því þau hafa safnað rúmlega hálfri milljón króna til hjálparstarfs það sem af er þessu ári. Féð rennur allt til að aðstoða munaðarlaus og fotluð böm í Dar es Salaam í Tansaníu. í þakklætisskyni fyrir framistöðuna hefur Laugarásbíó boðið tombólukrökkum Rauða krossins á kvikmyndina „Pétur og kötturinn 2“ næstkomandi sunnudag. Þór Daníelsson, sendifulltrúi Rauða kross Islands í Tansaníu, heimsótti ný- lega bömin sem ætlunin er aö hjálpa. „Sum bamanna em munaðarlaus en önnur fótluð. Þau em í athvörfum þar sem þau fá mat og húsaskjól. Eldri krakkamir geta unnið fyrir sér, til dæmis með saumaskap, og þess vegna ætlum við að kaupa saumavélar fyrir þá.“ segir Þór. Til viðbótar framlagi tombólukrakka leggst fé sem böm á leikskólanum Norð- urbergi í Hafiiarfirði söfnuðu við þá upphæð sem notuð er til aö aðstoða bömin í Dar es Salaam. -aþ CORSA \ sy VC ggZg:}: Farðu úr bænum á góðum bíl frá Avis - Helgarbíllinn þinn Hringdu i Avis sími 5914000 Knarrarvogur 2 - 104 Reykjavik - www.avis.is Við qerum betur ISLAND-SÆK)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.