Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2002, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2002, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2002 Sport Það mun mikiö mæða á Litháanum Robertas Pouzolis í liði Hauka gegn Ademar Leon á sunnudag. Hér sést hann í harðri baráttu í leiknum gegn ítalska liöinu Conversano sem Haukarnir slógu út í 3. umferð Evrópukeppni bikarhafa. Vérður Davið ekki með Gróttu/KR? m Að sögn Ágústs Jóhannssonar, þjálfara Gróttu/KR, er óvíst hvort Davíð Ólafsson getur leikið með Gróttu/KR gegn Áiaborg í Evrópu- keppninni í handknattleik í fyrri leik liöanna á nesinu á laugardag. Davíð fer í próf í Háskólan- um eftir hádegi og er tvísýnt hvort hann lýkur því í tæka tíð fyrir leikinn. Þá er ennfremur ljóst að Einar Baldvin Árna- son leikur ekki með vegna meiðsla sem hann hlaut í bikarleiknum gegn Aftureldingu á mið- vikudag. -JKS sson, þjálfari Hauka, hæfilega ir leikinn gegn Ademar Leon: Erfitt kefni Handknattleikslið Hauka hélt í morgun áleiðis til Spánar en á sunnudag mætir liðið spænska liðinu Ademar frá Leon í Baskahéraði í norðurhluta landsins. Víst má telja að erfiður róður bíður Haukamanna en spænska liðið er eitt það sterkasta þar í landi og er í þriðja sætinu í spænsku deildinni. Ciudad Real og Barcelona eru með 24 stig og Ademar kemur í þriðja sæti með 20 stig. Það er skarð fyrir skildi aö Haukarnir leika án Halldórs Ingólfssonar sem átti ekki heimangengt af persónuleg- um ástæðum. Keppikefli Haukaliðs- ins verður að sleppa eins vel frá úti- leiknum og kostur er og láta síðan sverfa til stáls í heimaleiknum sem verður á Ásvöllum um aðra helgi. Haukarnir hafa staðið sig vel í úti- leikjum á Evrópumótum síðustu ár en segja má að þetta verði einn erfið- asti andstæðingurinn sem liðið hefur glímt við í langan tíma. „Við erum búnir að afla okkur þó nokkurra upplýsinga um andstæðing okkar og það er enginn vafi á því að þarna er á ferð mjög öflugt lið. Byrj- unarlið þeirra er skipað sjö landsliðs- mönnum og fjórir aðrir sitja á bekkn- um. Kelling og Hvidt bera spænska liðið uppi Norðmaðurinn Kristian Kelling er prímusmótor liðsins, gífurlega sterk- ur sóknarmaður sem skorar mikið í hverjum leik og segja má að hann beri þetta lið uppi. Við höfum verið að ræða um hvernig við tökum á honum í leiknum en það þarf að hafa sérstakar gætur á honum. í markinu er danski landsliðsmarkvörðurinn Christian Hvidt en hann er lykil- maður liðsins ásamt Kelling. Hvidt hefur verið að verja mark Ademar Leon sérlega vel í vetur og er með þetta 20-30 skot í hverjum leik. Ademar Leon hefur verið að leika vel í deildinni í vetur og það er ekki síst að þakka þeim Kelling og Hvidt,“ sagði Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka, í samtali við DV í gær. Viggó sagði að spænska liðið léki 6-0 vörn og ljóst væri að hans menn yrðu að halda hraðanum niðri í leiknum eins og kostur væri. „Spænsku liðin eru þekkt fyrir mik- inn hraða og skora mikið úr hraða- upphlaupum. Markmið okkar verður að stöðva þau.“ Slæmt aö vera án Halldórs Ingólfssonar „Við gerum okkur alveg grein fyr- ir því að þetta verður mjög erfíður leikur og ekki síst fyrir þær sakir að Halldór Ingólfsson verður fjarri góðu gamni. Hann er búinn að vera okkar sterkasti leikmaður í Evrópuleikjun- um það sem af er í vetur.“ - Það er staðreynd að þið hafið verið að ná hagstæðum úrslitum á útivöllum í Evrópukeppninni? „Já, það er alveg rétt að við höfum verið að leika vel á útivöllum og varla stigið feilspor í þeim. Við fór- um fullir sjálfstraust í leikinn á sunnudag og reynum að halda Spán- verjunum niðri svo við eigum mögu- leika heima í síðari leiknum. Það skiptir öllu að ná fram hagstæðum úrslitum í fyrri leiknum en mark- miðið hjá okkur verður að halda skorinu niðri í leiknum á Spáni. Við verðum að koma heim með góða út- komu og fá fullt hús á Ásvöllum um aðra helgi,“ sagði Viggó. Allir leikmenn Hauka ganga heilir til skógar og sagðist Viggó vera svona hæfilega bjartsýnn fyrir leik- inn. Viðureign Ademar Leon og Hauka hefst klukkan 10.30 að íslensk- um tíma á sunnudagsmorguninn og kemur það til vegna leikja í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu sem verða háðir síðar um daginn. - Þið mættuð Barcelona í fyrra í Evrópukeppninni. Hvernig er Adem- ar Leon í styrkleika samanborið við Barcelona? „Ademar Leon er ekki eins sterkt lið og Barcelona sem er mun reynd- ara lið. Ademar Leon tapaði um síð- ustu helgi á útivelli fyrir Barcelona með sjö marka mun og hefur auk þess líka tapað fyrir Ciudad Real. Ademar var Spánarmeistari og Evr- ópumeistari fyrir tveimur árum,“ sagði Viggó. íþróttahöllin í Leon tek- ur um sex þúsund áhorfendur og er búist við að uppselt verði á leikinn. -JKS Verðum að fylla - Grótta/KR mætir Álaborg í Evrópukeppninni á Seltj Grótta/KR hefur staðið sig vel í áskorendakeppni Evrópu og er komið f 4. umferð þar sem liðið mætir danska liðinu Álaborg og verður fyrri leikur liðanna í íþróttahúsinu á Seltjamarnesi á morgun og hefst klukkan 16.30. Grótta/KR er að taka i fyrsta sinn þátt í Evrópumótinu í handknatt- leik og hefur áður lagt að velli lið frá Úkraínu og Portúgal. Liðið tók mikla áhættu í síðustu umferð að leika báða leikina í Portúgal en gerði sér lítið fyrir og vann þá báða nokkuð örugglega. Brothættir á útivöllum „Það er alveg ljóst að við erum að fara í gríðarlega erfítt verkefni. Við erum að mæta sterku dönsku félagsliði en Álaborgarliðið er í 3.-4. sæti í dönsku 1. deildinni. Það hefur innan sinna vébanda tvo norska landsliðsmenn, miðjumenn og homamann vinstra megin og svo danskan landsliðsmann á lin- unni. Við höfum verið að skoða Álaborgarliðið á myndbandi og þar kemur greinilega fram hvað liðið er sterkt og þá alveg sérstaklega á heimavelli. Það segir nokkuð sína sögu í þeim efnum að í síðustu um- ferð tapaði danska liðið á útivelli með tveimur mörkum en vann síð- an á heimavelli með 17 mörkum. Þetta segir manni að þeir geta ver- ið brothættir á útivelli og okkar markmið hlýtur að vera að vinna þá heima. Við erum ekki að hugsa um að vinna þá með tíu mörkum heldur hreint og beint að vinna þá. Það er ágætt markmið í byrjun til að stefna að en eðlilega reynum við að vinna eins stórt og hægt er eins og við gerum reyndar í öllum leikj- um,“ sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Gróttu/KR, í samtali við DV. - Nú ertu búinn að sjá Álaborg- arliðið. Hvemig er það í saman- burði við þitt lið? „Ég held að það sé ekki spuming að danska liðið er sterkara en viö, en miklu sterkara er það ekki. Ef við náum góðmn leik hér heima, náum einhverju forskoti, þá eru auðvitað alltaf einhverjir mögu- leikar að slá þá út. Það verður hins vegar mjög erfitt en danska liðið leikur flata 6-0 vöm sem virðist vera mjög sterk. Danska liðið skor- ar ennfremur mikið af mörkum úr hraðaupphlaupum og það verðum við með einhverjum hætti að stöðva. Ef það gengur upp eigum við góða möguleika. Við verðum að halda haus í 60 mínútur en við höf- um átt við það vandamál að glíma í siðustu tveimur leikjum í deild- inni hér heima. Við þurfum á öllu okkar að halda og gera betur en við höfum gert upp á síðkastið. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að við ger- um það og með góðum stuðningi áhorfenda eigum við að geta strítt þessu danska liði. Áhorfendur mega ekki liggja á liði sínu og gam- an yrði að fylla húsið á Seltjamar- nesi. Ég ætla að vona að stuðnings- menn okkar sýni okkur þolinmæði þrátt fyrir að við höfum verið að tapa síðustu tveimur leikjum. -JKS Ágúst Jóhannsson, þjálfari Gróttu/KR, segir að sínir menn veröi að halda haus í 60 mínútur gegn Álaborg á morgun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.