Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2002, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2002, Blaðsíða 32
L BÍLAMÁLUN 1 H LAKKHÚSIÐ Smlfiiuveai 48 IRaufi aata! - Kódsvooí «SÉL. Tjónaskoöun Vönduð vinna - aöeins unnin af fagmönnum FRJALST, OHÁÐ DAGBLAÐ Viðbótarlífeyrissparnaður Allianz m Loforð er loforð ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2002 Ný brú yfir Jöklu að virkjunarsvæðinu eystra: Vígð af 60 tonna trukki Starfsmenn Malarvinnslunnar lögðu síðustu hönd á gerð nýrrar brúar yfir Jöklu ofan Kárahnjúka í byrjun desember en hún liggur að virkjunarsvæðinu. Kárahnjúkaveg- ur og brúin voru vígð með viðhöfn og táknrænu handabandi oddvita Fljótsdalshrepps og Norður-Héraðs í Végarði. Starfsmenn efra „vígðu“ brúna á sinn hátt, með því að aka yfir hana Metsölulisti DV: Tilhugalíf efst Tilhugalíf Jóns Baldvins Hanni- balssonar eftir Kolbrúnu Bergþórs- dóttur er efst á metsölulista DV yfir bóksöluna 2.-8. desember. Brauðbók Hagkaupa er næst i 2. sæti og Rödd Arnalds Indriðasonar í 3. sæti. -hlh Sjá nánar á bls. 2 Stokkseyri: Stal skiptimynt Brotist var inn í veitingahúsið Fjöruborðið á Stokkseyri um sexleyt- ið í morgun. Þjófavamarkerfi í hús- inu fór í gang og bar lögreglumann að garði skömmu síðar. Þjófurinn haíði spennt upp glugga og komist þannig inn. Styggð virðist hafa komið að hon- um þegar þjófabjöllur hófu að glymja og náði hann einvörðungu að grípa skiptimynt úr peningakassa áður en hann lagði á flótta. Rannsóknardeild lögreglunnar á Selfossi fer með rann- sókn málsins. -aþ dagar til jóla Yfir 150 fyrirtæki KvtKa(e>sj\ * lío/a !R Mifl/RUl fíRIR JflilN MA MAÐUR NOKKUf? 5EGJA? flutningabíl með farmi, svokallaðri kollu, sem vegur um 60 tonn með fullan farm og jarðýtu að auki. Brú- in reyndist vel og á eftir að standa um langan aldur að mati manna. Vinna við nýju brúna hófst seint en brúarsmiðir Malarvinnslunnar og eftirlitsmenn Hönnunar á Egils- stöðum nutu hlýs veðurs og tókst að skila verkinu á tíma. Framkvæmdir eru fyrir alllöngu hafnar við virkjunina í Kárahnjúk- um, áður en fullkomlega er gengið frá samningum við Alcoa. í dag verður byrjað að sprengja fyrir að- komugöngum virkjunarinnar við Fremri Kárahnjúk. Það eru íslensk- ir aðalverktakar og NCC, sænskt og norskt fyrirtæki, sem hætti við að vera með í aðalútboði virkjunarinnar, sem gera göngin en þau verða 6 metr- ar í þvermál og 700 metra löng. Fram- kvæmdinni er flýtt til að tryggja að tímaáætlun standist. -JBP DV-MYND SVEINN JÓNSSON Fulllestuð „kolla“ Hér er vígsluathöfnin - brúin fær sína manndómsvígsiu, mikinn þunga, trukk- urinn er víst ein 60 tonn meö farminum. Ný könnun ESB sýnir allt að 39 prósenta launamun milli kynja: Munum krefja ráöherra svara - segir þingflokksformaður Samfylkingarinnar „Við munum krefja fjármálaráð- herra svara um hvaða stefhu hann reki til að eyða þessum launamun," sagði Bryndís Hlöðversdóttir alþingis maður vegna niðurstöðu nýrrar könn- unar um launamun kynjanna sem gerð hefur verið á vegum Evrópusam- bandsins. Niðurstöður sýna að launa- munur íslenskra karla og kvenna er með því mesta sem þekkist í sex aðild arríkjum Evrópska efnahagssvæðis ins. Könnunin náði til sex landa, Dan merkur, Noregs, Bretlands, Grikk lands, Austurríkis og íslands. Kann aður var launamunur þriggja stétta þ.e. hjá verkfræðingum, framhalds skólakennurum og fiskvinnslufólki Niðurstöður eru þær helstar að í til teknum starfsstéttum hjá hinu opm bera er 39 prósenta launamunur hér á landi, en 6-14 prósent í samanburðar- Bryndís Hlööversdóttir. löndunum. Á al- mennum vinnu- markaði eru karl- ar með 27 pró- senta hærri laun heldur en konur. í öðrum löndum er launamunurinn 16-27 prósent. Samfylkingin bað í morgun um utandagskrárum- ræðu á Alþingi um þessar niðurstöð- ur. „Hver sem Sstæðan fyrir þessu er þá bera stjómvöld hverju sinni ábyrgð á svona tölum og þuifa að svara fyrir þær,“ sagði Bryndís. „Maður hlýtur að spyija sig að því hvaða stefnu stjóm- völd reki gagnvart launamun kynj- anna. Þetta eru opinberir aðilar og þar hljóta menn að gera þær kröfur að uppi séu virkar aðgerðir til að spyma gegn slíkri þróun.“ „Þetta kemur ekkert á óvart því það hefur verið viðvarandi 12-15 prósenta launamunur milli kynja," sagði Ásta Möller alþingismaður. „Hvað varðar þessa körrnun spyr maður sig hver hinn raunverulegi munur sé þegar búið er að taka frá þessa tilteknu þætti sem skilja á milli, þ.e. lengri vinnutími o.fl. Hins vegar hefur reynslan í ná- grannalöndunum sýnt að þegar miðstýrðir samningar voru lagðir af og launaákvörðun færð út í stofnan- irnar þá jókst launamunur karla og kvenna. Markmið stjómvalda er að minnka þennan mun og það þyrfti að gera könnun á áhrifum þessa launakerfis hér.“ -JSS Þetta er ekkert annað en rasismi - segir formaður Garðar Sverrisson, formaður Ör- yrkjabandalagsins, gagnrýndi opin- bera umræðu um „venjulegt fólk og öryrkja" harkalega í þætti Egiis Helgasonar á Skjá einum um helg- ina og sagði þar meðal annars: „Þetta er aiveg sama terminólógía og nasistamir notuðu á sínum tíma þegar þeir voru að sá fræjum tor- tryggni í garð gyðinga." Garðar segir að tilefni þessara ummæla séu ummæli þeirra Hall- gríms Helgasonar og Stefáns Hrafns Hagallns í fjölmiðlum undanfarið, ÖBÍ um tal um Garðar Sverrisson. sér,“ segir Garðar. „Viö getum látið vera að þessir venjulegt fólk og öryrkja“ samfé- rithöfundar séu á þreföldum ör- orkubótum við að skrifa, en þetta er ekkert annað en rasismi, þótt með breyttum formerkjum sé. Hér höf- um við allt of fáa gyðinga til að gefa þessu svokallaða venjulega fólki sjálfsmynd og þá er þetta notað. Þetta er afskaplega ógeðfelldur mál- flutningur. Svona tal þekkist erlend- is, en það kemur allra síst frá menntafólki. Og ég held að ekki einu sinni fulltrúar Framfaraflokks- ins tali svona hreint út,“ segir Garð- ar. - ÓTG 55 þar sem laginu hafi verið skipt í hópa: „Annars vegar væri ‘venjulegt fólk’, ungt og menntað, og hins vegar öryrkjar. Annar þeirra tal- aði sérstaklega um bótaþega sem væru að fjölga Ofbeldistölvuleikir: A ábyrgð foreldra? í ljós hefur komið að ofbeldis- fullir tölvuleikir, sem erlendis eru bannaðir börnum innan 18 ára, eru til staðar í tölvuleikjasölum og seldir í verslunum. Eftir að um- boðsmaður barna vakti athygli á þessu hefur skapast umræða um hvort rétt sé að koma á eftirliti með slíkum leikjum, eftirliti sem væri í líkingu við kvikmyndaeftir- litið. AUir tölvuleikir eru fluttir inn eftirlitslaust og það er því á ábyrgð foreldra hvort þeir leyfi bömum sinum að leika sér í slík- um leikjum. í lögum um skoðun kvikmynda og bann við ofbeldiskvikmyndum frá árinu 1995 er heimild fyrir menntamálaráðherra til að setja reglur um skoðun tölvuforrita sem hafa að geyma leiki sem eru ekki í samræmi við tilgang laganna. Slík regiugerð hefur ekki verið samin. Að sögn forráðmanna hjá Noröur- ljósum, sem er einn stærsti innflytj- andi tölvuleikja, er 16 ára aldurstak- mark viðmiðun sem afgreiðslu- menn hafa við sölu á ýmsum íeikj- um og er þá krafist skilríkja. -HK Ákærður fyrir djúpa hnífstungu Tvítugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir að hafa stungið 16 ára pilt djúpu stungusári með hnif á Laugavegi við Vatnsstíg aðfaranótt 24. ágúst síðastliðins. Hnífslagið kom í brjósthol. Einnig er árásarmanninum gefið að sök að hafa við sama tækifæri veitt piltinum 12 sentímetra langan skurð á vinstri kinn og náði sárið nið- ur að vöðvalögum, einnig skurð á eyra og á hægri framhandlegg. Pilturinn var fluttur á sjúkrahús með hraði eftir árásina þar sem læknar gerðu að sár- um hans. Hann krefur árásarmanninn um 1 milljón króna í skaðabætur. Ríkissaksóknari ákærir ekki fyrir tilraun til manndráps en mun sækja málið fyrir dómi með tilliti til þess að líkamsárásin hafi verið alvarleg með hættulegu vopni. Samkvæmt upplýsingum DV hefur árásarmaðurinn áður komið við sögu ofbeldismála hjá lögreglunni þar sem nokkur mál hafa verið rannsökuð.-Ótt Sjálfvírk slökkvitæki fyrír sjónvörp Sími 517-2121 H. Blöndal ehf. Auðbrekku 2 - kópavoqi Innflutnlngur og sata - www.hblondal.com SECURITAS VELDU ÖRYGGI í STAÐ ÁHÆTTU! Sími 580 7000 | www.securitas.is 112 EINN EINN TVEIR NEYÐARLÍNAN LÖGREGLA SLÖKKVILIÐ SJÚKRALIÐ 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.