Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2002, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2002, Blaðsíða 14
14 Útlönd FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2002 xyxr Cherie Blair Bresku blööin hafa ekki enn lokiö umfjöllun sinni um fasteignakaup hennar og eftirleikinn óguriega. Svikahrappurinn reyndi að græða á Cherie Blair Breska æsifréttablaðiö Sun held- ur því fram að ástralski svikahrapp- urinn Peter Foster hafi reynt að selja frásögn af samskiptum sínum viö forsætisráöherrafrúna Cherie Blair fyrir þúsundir punda. Blaðið hefur birt útprent á því sem það segir vera símtöl milli Fosters og móöur hans. Ekki var greint frá því hvernig blaðið komst yfir upplýsingarnar. Peter Foster, sem er margdæmd- ur fyrir viðskiptasvik, aðstoðaði Cherie Blair við fasteignakaup fyrir stuttu og hafa breskir fjölmiðlar far- iö hamfórum gegn forsætisráð- herrafrúnni síðan það spurðist út og hún reyndi í fyrstu að bera á móti því. Fréttin í Sun virðist einnig renna stoðum undir fullyrðingar blaðs í gær um aö Cherie hefði lesið skjöl varðandi kröfu breskra stjórnvalda um brottvísun Fosters úr landi. Það er gott að gefa vatn! Hjálparstarf kirkjunnar www.help.is UPPBOÐ Uppboö munu byrja á skrifstofu embættisins aö Skógarhlíð 6, Reykjavík, sem hér segir á eftir- _______farandi eignum:_____ Ásvallagata 19, 0101, verslunarrými á 1. hæð, Reykjavík, þingl. eig. Kristján Aðalbjörn Jónasson, gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, þriðjudaginn 17. desember 2002, kl. 10.00. Dofraborgir 13, Reykjavík, þingl. eig. Petra Jónsdóttir, gerðarbeiðendur íbúðalánasjóður og þb. Kristjáns J. Karlssonar, þriðjudaginn 17. desem- ber 2002, kl. 10.00. ______ Tjarnargata lOb, 0201,2. hæð, Reykja- vík, þingl. eig. Monique Jacquette, gerðarbeiðendur Búnaðarbanki ís- lands hf., Lífeyrissjóðurinn Framsýn og Orkuveita Reykjavíkur, þriðjudag- inn 17. desember 2002, kl. 10.00. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eign veröur háö á henni sjáifri _______sem hér segir: _____ Miklabraut 78,0201, Reykjavík, þingl. eig. Júlía Sigríður Olsen, gerðarbeið- andi íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 17. desember 2002, kl. 11.00. SÝSLUMAÐURINN f REYKJAVÍK Stækkun Evrópusambandsins: Búist við að samn- ingar náist í dag Leiðtogar Evrópusambandsland- anna sem nú funda í Kaupmannahöfn hafa komist að samkomulagi um loka- tilboð til handa inngöngulöndunum tiu sem boðin hefur verið innganga í sambandið vorið 2004 og er vonast til þess að formlegt samkomulag við öll löndin verði undirritað í dag eftir strangar viðræður og hrossakaup á fyrri degi leiðtogafundarins í gær. Lokatilboðið hljóðar upp á 40,5 billj- ónir evra til næstu þriggja ára og er það 1,5 billjónum hærra en fyrra til- boð sem Evrópusambandið bauð inn- göngulöndunum í október. Anders Fogh Rasmussen, forsætis- ráðherra Danmerkur, sem fer með forsætið í ESB fram að áramótum, skoraði í gær á inngöngulöndin að samþykkja tilboðið og varaði um leið við því að annars gæti stækkunarferl- ið tafist um ófyrirséöan tíma og aðild jafnvel ekki orðið að veruleika fyrr en árið 2007 í stað 2004. Meira fjármagn væri ekki tO ráðstöfunar innan ESB Anders Fogh Rasmussen. og því annaðhvort að hrökkva eða stökkva. Flest inngöngulandanna tíu höfðu þegar fyrir Kaupmannahafnarfundinn lýst yfir vilja sínum um að ganga að tilboðinu og hafa þrjú þeirra, Kýpur, Eistland og Slóvakía þegar lokið form- legum viðræðum. Pólverjar, sem eru fjölmennasta inngönguþjóðin, höfðu aftur á móti farið fram á hækkuð framlög, aðallega til landbúnaðamiðurgreiðslu og lýst því yfir að þeir myndu reyna fram á síðustu mínútu, en búist er við að þeir muni ná samkomulagi í dag eftir fund Rasmussens með Leszek Miller, for- sætisráðherra Póllands, sem fyrirhug- aður var í morgun. í gær var einnig ákveðið að aðildar- viðræður við Tyrki gætu ekki hafist fyrr en eftir tvö ár og urðu það mikil vonbrigði fyrir Tyrki sem höfðu von- ast til að viðræður gætu hafist mun fyrr, jafnvel strax á næsta ári. Bæði Frakkar og Þjóðverjar höfðu áður lýst þeirri skoðun sinni að við- ræður við Tyrki gætu í fyrsta lagi hafist árið 2005, að uppfylltum kröfum um umbætur í efhahags- og mann- réttindamálum, en í gær var á síðustu stundu komist að málamiðlum um að þeim yrði boðið að hefja viðræður í desember árið 2004. REUTERSMYND Olíufugl á ströndlnni Olía úr olíuflutningaskipinu Prestige heldur áfram aö menga fugla viö strendur Galiciu-héraös á norövestanveröum Spáni. Prestige sökk undan Spánarströndum í síöasta mánuöi meö tugi þúsunda tonna af olíu um borö. Hollenskt björgunarfyrirtæki hefur áhuga á aö leggja fram tillögur um björgun olíunnar úr flakinu. Noröur-Kórea fer fram á afsökun Stjórnvöld i Norður-Kóreu hafa far- ið fram á afsökunarbeiðni frá Banda- ríkjaríkjamönnum vegna hertöku vopnaflutningaskipsins So San á Ar- abíu-flóa fyrr í vikunni og kalla þeir aðgerðimar ófyrirgefanlegt sjórán. Þeir fara einnig fram á það að fá greiddar skaðabætur vegna skemmda sem urðu á skipinu þegar skotið var á það frá spænska herskipinu sem elti það uppi að beiöni Bandaríkjamanna. Að kröfu Jemena, sem eru eigendur vopnafarmsins sem ma. innihélt fimmtán Scud-flugskeyti, fékk skipið að halda áfram ferð sinni eftir að jem- ensk stjórnvöld höfðu sannfært stjórn- völd í Bandaríkjunum um að flaug- amar yrðu aðeins notaðar í varnar- skyni. Þessar ásaknir Norður-Kóreu- manna koma fram aðeins degi eftir að þeir höfðu angrað bandarísk stjórn- völd með því að tilkynna þá ákvörðun sýna að hefja aftur kjamorkuvinnslu í kjarnorkuveri sem lokað hafði verið eftir friðarsamkomulag náðist milli þjóðanna árið 1994. Donald Rumsfeld, land- varnaráðherra Bandaríkj- anna, sagði í arabíska furstadæminu Katar í gær að ekki léki nokkur vafi á að írakar ættu gjöreyðing- arvopn. „Málið snýst um það hvort írösk stjómvöld hafi komist að þeirri niður- stöðu að leiknum sé lokið og að þau ætli að fara að ályktunum Sameinuðu þjóðanna og losa sig við slík vopn,“ sagði Rumsfeld. Vopnaeftirlitsmenn SÞ leituðu í gær á að minnsta kosti sex stöðum til að reyna að ganga úr skugga um sannleiksgildi yfirlýsinga íraka um að þeir eigi engin gjöreyðingarvopn. Bandarikjamenn og Bretar halda hinu gagnstæða fram. Eftirlitsmennirnir leit- uðu meðal annars í verk- smiðju í úthverfi Bagdad sem einu sinni á að hafa framleitt breyttar Scud- flaugar. Háttsettur íraskur her- foringi vísaði í gær á bug fréttum um að írakar hefðu látið íslömskum öfgamönnum með tengsl við al-Qaeda hryðjuverka- samtökin í té efnavopn. Bandaríska dagblaðið Washington Post sagði í gær að bandarísk stjómvöld hefðu fengið trúverðugar upplýsingar þar um. íraksi herforinginn Hussam Mo- hammed Amin sagði fréttina fárán- lega og að írakar hefðu losað sig viö efnavopn sín snemma á tíunda ára- tug síðustu aldar. Donald Rumsfeld í K^tar: Alveg klárt að Irakar eiga gjöreyðingarvopn Donald Rumsfeld. Þrýst á kardínála að fara Kardínálinn Bernard Law í Boston er nú undir miklum þrýstingi að segja af sér emb- ætti vegna ásakana um að hann hafi reynt að breiða yfir kynferðisglæpi presta í umdæmi sínu. Law hefur rætt hugsanlega afsögn við háttsetta í páfagarði. Seinkun á jólapósti Nokkrar tafir hafa orðið á póst- sendingum frá Danmörku til Græn- lands síðustu daga vegna slæms veðurs á Grænlandi. Níu manns drepnir í gær Sjö Palestinumenn og tveir ísra- elskir hermenn féllu í átökum á Gaza og Vesturbakkanum í gær. Á sama tíma ræddi bandarískur emb- ættismaður við leiðtoga Israels um hugsanlegt stríð við írak. Bóiusetning í bígerð George W. Bush Bandarikjafor- seti áformar að kynna í dag áætlan- ir stjórnvalda um að bólusetja her- menn og almenna borgara gegn bólusótt, sjúkdómi sem var útrýmt fyrir 30 árum. Friðsamleg kjarnorka írönsk stjórnvöld gerðu í morgun lítið úr áhyggjum Bandaríkjamanna af því að tvö ný kjarnorkuver kynnu að vera notuð til vopnafram- leiðslu, verin væru eingöngu til friðsamlegra nota. Chavez rekur menn Hugo Chavez, for- seti Venesúela, lét reka í gær leiötoga verkfallsins sem hefur nær lamað ol- íuiðnað landsins og nær alveg komið í veg fyrir útflutning olíu undanfarna ell- efu daga. Allsherjarverkfalli í land- inu er beint gegn forsetanum til að knýja hann til afsagnar. ESB vill til Bosníu Evrópusambandið ætlar að bjóð- ast til þess í dag að taka við hernað- arþætti friðargæslunnar í Bosníu af sveitum NATO undir forystu Bandaríkjamanna. Ætlar að efla NATO George Robert- son, framkvæmda- stjóri NATO, sagði í gær að fylgja þyrfti eftir heitstrenging- um þeim um efl- ingu bandalagsins' sem gerðar voru á leiðtogafundi þess í Prag í Tékklandi í síðasta mánuði. Tilgangurinn er að slá á gagnrýni efasemdarmanna í Washington. Réttarhöldin ákveðin Ákveðið hefur verið að réttar- höldin yfir leyniskyttunni og morð- ingjanum John Allen Muhammad verði eftir tíu mánuði. Lott fær skömm í hattinn George W. Bush Bandaríkjafor- seti sagði i gær að það væri bæði móðgandi og rangt af Trent Lott, leiðtoga repúblikana i öldungadeild- inni, að segja að betur væri komið fyrir landinu ef aðskilnaðarsinninn Strom Thurmond hefði veriö kjör- inn forseti 1948.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.