Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2002, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2002, Blaðsíða 19
19 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2002 PV__________________________________________________________________________________________________Menning Hnitmiðað sköpunarstarf Vladimir Bouchler setur upp Hversdagslegt kraftaverk á Akureyri og varð fyrir hversdagslegu kraftaverki Vladimir Bouchler leikstjóri Hæstánægöur meö leikhúsfólk á Akureyri. „Þetta gengur alveg ótrúlega vel og ég er dnœgóur meö allt, leikarana mína, sem eru duglegir og skap- andi, sviösmyndina og búningana og hönnuöi þeirra, samstarfiö viö allt þetta fólk hefur verið einstaklega ánœgjulegt. Þetta er eitt af mínum uppáhaldsleikritum en ég kom ekki hingað meö neitt tilbúiö eöa unniö fyr- ir fram, allt sem veröur boðiö upp á er ný sköpun. “ Það er rússneski leikstjórinn Vladmiir Bouchler sem var svona hjartanlega glaður tveimur dögum fyr- ir frumsýningu á leikritinu Hversdagslegt kraftaverk eftir Évgení Schwarz hjá Leikfélagi Akureyrar. Sú frumsýning er í kvöld og við treystum því að hann sé enn þá jafnánægður. Enginn tími til að láta sér leiðast íslendingar þekkja Schwarz af ýmsum ævintýra- leikjum sem hér hafa verið settir á svið; hið kunnasta er líklega Drekinn sem a.m.k. tveir framhaldsskólar hafa sýnt með eftirminnilegum árangri. Hversdags- legt kraftaverk samdi Schwarz 1954, fjórum árum fyr- ir dauða sinn. Það er hans frægasta verk í heimaland- inu, Rússlandi, og hefur verið sviðsett ótal sinnum og kvikmyndað tvisvar. En af einhverjum undarlegum orsökum hefur það ekki verið þýtt á önnur tungumál fyrr en á þessu ári og þá á þrjár höfuðtungur, frönsku, ensku og íslensku. ís- lendingar eru fyrstir tii að setja það upp og er það ekki lítilL vegsauki fyrir Leikfélag Akur- eyrar. „Akureyri er fyrsti bærinn af þessari stærð sem ég vinn í,“ segir Vladimir Bouchler, „og mér fannst það æðislegt. Þráinn Karlsson í Hvers- Þessi bær er í raun og dagslegu kraftaverki. veru gimsteinn. Eigin- lega get ég sagt að ég hafi orðið fyrir „hversdagslegu kraftaverki" hér á Ak- ureyri. Ég vissi það fyrir að íslensk náttúra væri sér- kennileg og falleg og ég hef skoðað Mývatn og ótal fossa, en það sem stendur upp úr eftir þessa tvo mán- uði er hið hnitmiðaða sköpunarstarf sem hér var unnið af fullkomnú fagfólki. Nú spyr fólk mig hvort mér hafi ekki leiðst þessa mánuði en ég þvertek fyr- ir það. Mér leiddist aldrei! Það var enginn tími til slíks.“ Getur kraftaverk veríö hversdagslegt? Bouchler fullyrðir að Hversdagslegt kraftaverk sé besta leikrit Schwarz en hann er ákaflega tregur til að segja nokkuð um efni þess. „Þetta er ævin- týri fyrir böm, unglinga og full- orðna, og það fjall- ar um ast,“ segir hann. „Ég gæti vel sagt þér nákvæm- lega hvað gerist í því en ég vil það ekki, það er miklu skemmtilegra að sjá sýninguna ef maður veit ekki neitt. Þó get ég sagt þér að við reyndum að leggja áherslu á að sýna hvemig unglingar þroskast og læra að koma sínum málum fram.“ - En hvernig er það? „Hvemig? Ég get sagt þér það. Það er einfalt og flókið, fyndið og djúphugs- að. Það segir frá hversdagslegu kraftaverki - en ég spyr: Getur kraftaverk verið hversdagslegt?" - Gætirðu hugsað þér að koma aftur til íslands? „Já, endilega! En ekki á næstunni. Ég er bókaður allt næsta ár. En næst langar mig að koma að sumar- lagi því nú hef ég upplifað ísland að vetri til. Ég veit að það er lítið um leikhús á sumrin hér en ég gæti kannski unnið að kvikmynd." Varla fer hjá því að frumsýningin gangi vel hjá svona bjartsýnum manni en til öryggis óskum við honum allra heilla. Gaman er að geta þess að Leikfé- lag Akureyrar býður bömum tólf ára og yngri frítt í leikhúsið í fylgd með fullorðnum yfir hátíðamar þannig að nú fer fjölskyldan saman. Tilboðið stendur til 6. janúar. Ævintýri fyrir alla Kötturinn og Kölski Bjartur hefur gefið út bókina Kötturinn og Kölski eftir James Joyce handa litlum bókaormum. Joyce samdi sög- una upphaflega handa afastrákn- um sínum, Stefáni Joyce, og sendi honum hana í bréfi, en Bjartur hefur fengið Kristínu Amgrímsdóttur til að skreyta hana fjölda mynda og Óskar Árna Óskarsson til að þýða hana. Sagan gerist í þorpinu Góðeyri við fljótið Leiru í Frakklandi. Á þessum stað er fljótið geysilega breitt og þorpsbúar höfðu ekki efni á að brúa það þannig að þeir fóru yfir ána á bát sem auðvitað var tímafrekt og um- hendis. Þá sér Kölski sér leik á borði og býðst til að brúa ána á einni nóttu gegn því að eignast þann sem fyrstur fari yfir hana. Þetta samþykkir bæj- arstjórinn, Kölska til mikillar gleði. En bæjarstjórinn ætlar sér að plata Kölska - spumingin er bara hvort honum tekst það ... Spurningabókin í Spurningabók- inni 2002 er spennandi efni í marga spuminga- leiki fyrir alla fjöl- skylduna. Spurn- ingarnar eru flokkaðar eftir erf- iðleikastigi, eins og segir í formála, og þær eru settar þannig upp að spurningin er vinstra megin á opn- unni en svarið hægra megin. Einfalt og þægilegt! Þið þurfið bara að skipta í lið... Hólar gefa bókina út. BORGARLEIKHÚSIÐ leikfélag Reykjavikur | STÓRA SVIÐ SÖNGLEIKURINN SÓL & AAÁNI eftir Sálina og Karl Agúst Úlfsson Frumsýning lau. 11/1. UPPSELT 2. sýn. su. 12/1, gul kort 3. sýn. fö. 17/1, rauð kort 4. sýn. lau. 18/1, græn kort SÖLUMAÐUR DEYR | e. Arthur Miller Lau. 28/12 kl. 20 Su. 29/12 kl. 20 SÝNINGUM FER FÆKKANDI HONKl UÓTI ANDARUNGINN e. George Stiles ogAnthony Drewe Gamansöngleikurfyrir allafjölskylduna. ! Su 29/12 kl. 14________________ NÝJASVIÐ JÓN OG HÓLMFRÍÐUR Frekar erótískt leiktrit t þrem þáttum e. Gabor Rassov Su. 29/12 kl. 20 . JÓLAGAMAN BORGARLEIKHÚSSINS Jólasveinakvaði Jóhannesar úr Kötlum í leikbúningi o.fJ. Lau. 14/12 kl. 15.00 - Aðeins kr. 500 Su. 15/12 kl. 15.00 ELEGIA-FJÖGUR DANSVERK Pars pro toto - Rússíbanar - Benda í kvöld 20 Lau 14/12 kl 20 þwðjahæðIn HERPINGUR eftirAuðiHaralds HINN FULLKOMNI MAÐUR eftir MikaeJ Torfason (SAMSTARFl VIÐ DRAUMASMIÐJUNA Lau. 28/12 kl. 20, Fö. 10/1 kl. 20 _ RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare I SAMSTARFI VIÐ VESTURPORT Lau. 14/12 kl. 20 Má. 30/12 kl. 20. UPPSELT Fö. 3/1 kl 20 GJAFAKORT í LEIKHÚSIÐ - FRÁBÆR JÓLAGJÖF Sól & Máni - Nýr íslenskur söngleikur eftir Sálina hans Jóns míns og Karl Ágúst Úlfsson FORSALA AÐGÖNGUMIÐA STENDUR YFIR. GJAFAKORT Á TIIBOÐSBERÐI TIL JÓLA Frumsýning 11. janúar SlNFÓNÍUHLjÓMSVEIT ÍSLANDS Jólatónleíkar fjölskyldunnar íHáskólabíóí 14.desember kl: 15.00 Hljómsveitarstjóri: Bernharður Wilkinson Kórstjóri: Jón Stefánsson Einleikarar: Nemendur úr Allegro Snzuki- skólanum Kór: Graduale nobili Kynnir, sögumaður o.fl.: Atli Rafn Sigurðarson Á boðstólum verður m.a. tónlist úr myndinni um töfrastrákinn Harry Potter og heimsþekkt jólalög. Hin smyrjQndi Jómfrú Nærandi leiksýning fyrir líkama og sól. Sýnt íIðnó: Síðdegissýnmg Sun. 14. des. kl. 15.00 Kvöldsýning Sun. 14. des. kl. 20.00 Síðdegissýning Sun. 12. jan. kl. 15.00 Kvöldsýning Sun. 12. jan. kl. 20.00 lnpatnnttan eoAQmcu «•> pvtt /vmm traáH* rvÞajiki' S\Tit t lciiá Hin smyrjandi Jómfrú ■ i:r,eaius.’.'uit'ijuE.vau.ii.'ám li,.‘ „Til að kóróna herlegheitin er boðið upp á Ijúffengt smurbrauð fyrir sýningu og því óhœtt lofa þeim sem taka allan pakkann nœrandi kvöldstund fyrir sál og líkama.“ H.F., DV 50. sýning á Veislunni Veislan eftir Thomas Vinterberg og Mogens Rukov hefúr nú veriö sýnd fyrir fuilu húsi é Smíöaverkstæöinu sTöan í aprfl í vor, og annaö kvöld veröur 50. sýning. Sýningamar í kvöld og annaö kvöld eru þær síöustu týrir jól. Verkiö gerist í sextugsafmæli Helga þar sem ættingar hans og vinir fagna tímamótunum meö viöhöfn. Þegar veislan stendur sem hæst tekur atburöarásin skyndilega ðvænta og ógnvænlega stefnu. Leikiö er viö stórt veisluborö og á hluti áhorfenda þess kost aö sitja viö boröiö og njóta þrfréttaörar veislumáltíöar. "Þaö er ekki síst mikil nálægö viö leikendur sem gerir Veisluna aö jafn magnaöri leikhúsupplifun og raun ber vitni." HF, DV Söngleikurinn * • sól&máni * eftir Sálina hans Jóns míns og Karl Ágúst Úlísson Frumsýning 11. janúar Leikfélag Reykjavíkur • Islenski dansflokkurinn • BORGARLEiKHUSIÐ Miðaverð f forsölu 2.800 kr. MUNIÐ GJAFAKORTIN! Frábær jólagjöf;) ikfélag^|;vr^vikur • Listabraut 3 • 103 Keykjavik iðasala 56^8000 • www.borgarleikhus.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.