Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2002, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2002, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2002 FÖSTUDAGUR 13 DESEMBER 2002 Utgáfufélag: Útgáfufélagið DV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson A&alritstjóri: Óii Björn Kárason Ritstjórí: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aöstoöarritstjórí: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Skaftahliö 24,105 Rvik, simi: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5749 Ritsffórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerö og prentun: Árvakur hf. DV Sskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fýrir myndbirtingar af þeim. Stytting hringvegar Eitt brýnasta byggðamál landsins er að stytta hring- veginn. Það kemur öllum landsmönnum til góða, ekki síst íbúum á höfuðborgar- svæðinu sem ferðast æ meira um landið. Umræða um þessar vegabætur hefur ekki notið þeirrar athygli sem hún á skilið enda hefur hún undarlega oft verið afgreidd sem hvert annað landsbyggðarraus. Nú er hins vegar nokkur von til þess að löggjafinn taki við sér i þessum efn- um eftir að nokkrir þingmenn, með forseta Alþingis í far- arbroddi, hafa vakið athygli á því. Alkunna er hvað hringvegurinn um ísland er hlykkjótt- ur. Á köflum líkist hann fremur þrautabraut fyrir rallöku- menn en þjóðvegi á milli tveggja staða. Hann hlykkjast yfir ása og mela og fyrir stapa og fjöll og finnst mörgum, ekki sist útlendingum, eins og þeir fari um í rússíbana þegar bifreið þeirra brunar um landið. Víða hafa verstu beygjumar verið sniðnar af þjóðveginum og nokkurt átak hefur verið gert í því að breikka brýr. Enn er þó vegurinn ótrúlega sveigður. Og allt of langur. Samgöngubætur á borð við styttingu hringvegarins hafa oft á tiðum strandað á hagsmunagæslu heima í hér- aði. Þar eru það sjoppurnar sem ráða för. Og vegurinn skal vera þar sem verslun þrífst. Víða um land hefur ekki mátt minnast á að færa til vegi af þessum sökum - og þvi hefur stór hluti ökumanna sem fer um landið þurft að leggja langa lykkju á leið sína og koma við á stöðum sem hann á ekkert erindi á. Tímaeyðslan og fiárútlátin eru utan marka þess mælanlega. Blönduós er einn þessara staða. Þangað fara allir öku- menn á leið sinni á milli tveggja þéttbýlustu svæða lands- ins. Þeir eiga ekki annan kost en lélegan sveitaveg um Svínavatn sem er augljósasta vegastæðið ef fara á þvert yfir héraðið. í stað þess að aka beint austur Svinvetninga- braut þegar komið er fyrir Vatnsdalsfiall verða menn að beygja i norður og taka undarlegan krók út að ósum Blöndu og beygja þaðan suður Langadal. Og þannig hefur það verið um áratugaskeið. Ein arðsamasta vegabót á landinu er stytting hringveg- arins í Húnaþingi. Hún er mæld í fiárhæðum sem skipta sköpum fyrir fólk og fyrirtæki. Hringvegurinn myndi styttast um fiórtán kílómetra ef vegurinn um Svínavatn yrði byggður upp og ný brú gerð yfir Blöndu við Finns- tungu. Þetta er löngu tímabær framkvæmd og í reynd óskiljanlegt að sveitarfélög og fyrirtæki sem eiga hér mestra hagsmuna að gæta hafi ekki barist af ákafa fyrir þessari mikilvægu samgöngubót. Almenningur gerir sér æ betur grein fyrir mikilvægi vegabóta um land allt. Meðal brýnustu hagsmimamála í byggðum landsins er að bæta vegi svo auðveldara sé að flytja fólk og. ekki síður varning á sem^tystum tíma á milfi staða. Fyrir íbúa höfuðborgarsvæði'^s, sem í aukn- um mæli eru farnir að líta á landsbyggðiþa sem leikvang sinn í frístundum, er það sömuleiðis spur'nmg úm tima og ekki síður öryggi og ánægju að komast auðveldlega út úr amstri borgarinnar. Víst má telja að Hvalfiarðargöng hafi bylt viðhorfi landsmanna til samgöngumála. Þau göng eru glæsilegur vitnisburður um vegalagningu nútímans. Hér verður full- yrt að engin önnur samgöngubót hafi breytt ferðavenjum íslendinga meira frá því hringvegurinn var tengdur um sandana miklu fyrir röskum aldarfiórðungi. Með Hval- fiarðargöngum komust landsmenn á lagið. Þeir vilja meira. Og þeir hafa ekki lengur áhuga á að stoppa í öllum sjoppum á ferð um hringveginn. Sigmundur Ernir 21 DV Skoðun Sameinuð standa þau Sigríður Asthildur Andersen lögfrædingur Kjallari Líklegt gjaldþrot banda- ríska flugfélagsins United Airlines mun hafa áhrif á margt og marga. Um átta- tíu þúsund starfsmenn þess hafa sjálfsagt oft verið kátari en þeir eru í dag. Viðskiptavinir félags- ins hræðast nú eilífð- arseinkun á flugi sem þeir hafa bókað. Á sama tíma hugsa lánveitendur með hryllingi til þess tíma sem fram undan er í viðræðum um nauða- samninga. - Það væri hins vegar for- vitnilegt að fá að skyggnast inn í hugarheim þeirra sem sjaldan virð- ast átta sig á því að rekstur fyrir- tækja verður stundum þungur róður og að sá möguleiki er fyrir hendi að fyrirtæki verði gjaldþrota þegar illa árar. Þeir sem þó allt þykjast vita og kunna þegar kemur að starfsemi fyr- irtækja kjósa samt að sitja til hliðar við atvinnulífið. Þaðan gefa þeir ekki bara misgóð ráð heldur einnig skipanir um hvemig haga skuli mál- um. Hvað skyldu t.d. samkeppnisyf- irvöld í Bandaríkjunum hugsa þessa dagana? Samruni var helsta ógnin Um mitt árið 2000 datt eigendum United Airlines í hug að kaupa mun minna flugfélag, US Airways, með sameiningu félaganna í huga. Eftir slíkan samruna hefði UA áfram ver- ið stærsta flugfélag heims. En leiðin frá hugmynd að veruleika er gjaman grýtt og í tilvikum sem þessum 'v' *-1;' m£ÆÆÆ£MJ iimMlA „Ári seinna var hins vegar svo komið að UA sá þann kost einan að falla frá samrunanum enda var orðið Ijóst að samkeppnisyfirvöld höfðu tekið þá ákvörðun að koma í vegfyrir hann“ einnig þyrnum stráð, því svona hug- myndir þurfa að falla samkeppnisyf- irvöldum í geð. í hönd fór ómæld vinna, með tilheyrandi kostnaði og verölækkun félaganna, við að kynna samkeppnisyfirvöldum þessa hug- mynd og leita eftir því að þau yrðu ekki Þrándur í Götu þessarar til- raunar til að rétta af rekstur eins stærsta flugfélags heims. Ári seinna var hins vegar svo komið að UA sá þann kost einan að falla frá samrunanum, enda var orð- ið ljóst að samkeppnisyfirvöld höfðu tekið þá ákvörðun að koma í veg fyr- ir hann. Samkeppnisyfirvöld fundu samrunanum allt til foráttu. Hann hefði að þeirra mati leitt til hærra flugverðs, færri flugleiða og verri þjónustu. Samkeppnisyfirvöld báru, aö sögn, hagsmuni neytenda fyrir brjósti þegar þau óformlega lögðust gegn fyrirhuguðum samruna. Gjaldþrot er líka kostur í dag eru bæði UA og US Airways í gjaldþrotameðferð. Það leiðir þó ekki endilega til gjaldþrots þeirra en sýnir hins vegar þá erfiðu stöðu sem flugfé- lögin eru komin í. Það er auðvitað ekki nokkur leið að fullyrða að staðan væri önnur ef þau hefðu fengið að sameinast en það liggur þó fyrir að ekki fékk að reyna á það því opinber- ir starfsmenn sáu ástæðu til að óttast það að flugfélögum fækkaði. - per se! Fækkun félaga með gjaldþrotum virð- ist ekki hafa hvarflað að embættis- mönnum, enda kannski erfítt fyrir starfsmenn hins opinbera að sjá fyrir sér að starfsemi leggist sjálfkrafa af. Hver biður um samrunann? í þessu máli, eins og í flestum sam- runamálum, sem samkeppnisyfír- völd láta til sín taka, eru samruna- hugmyndir komnar til vegna þess að þeir sem hagsmuna hafa að gæta telja það vænlegt til árangurs í við- skiptum. Það getur vel verið að í ein- hverjum tilvikum reynist þær hug- myndir óraunhæfar en það er ekki yfirvalda að dæma um þaö. Því má heldur ekki gleyma að krafan um stór og öflug fyrirtæki kemur ekki síst frá neytendum. í flugheiminum t.d. sýnir reynslan að flugfarþegar vilja frekar gera við- skipti við eitt öflugt flugfélag en mörg minni. Með þeim hætti eru oft mestu möguleikarnir á að tengja flug með sem minnstri töf og minnka líkurnar á að tapa farangrinum. Þannig hafa það einnig verið neytendur sem hafa krafist samruna á því sviði. En þetta neita samkeppnisyfírvöld og þeir sem telja sig sérstaka málsvara samkeppn- innar að horfast i augu við. Fækkun fyrirtækja með gjaldþroti virðist á hinn bóginn ekki koma samkeppnis- hugsjóninni neitt við. Gjaldþrot þurfa ekki að vera slæm í sjálfu sér en ef hægt er að koma í veg fyrir þau með skynsamlegum hætti er vert aö reyna það. Samein- ing fyrirtækja er skynsamleg leið ef þeir sem gæta hagsmuna þeirra meta það svo. Hf Eimskipafélag íslands hefur ekki skipt um merki Þorkell Sigurlaugsson framkvæmdastjóri þróunarsviös Hf. Eimskipafélags ísiands Sl. þriðjudag var í DV grein eftir Guðmund Andra Thorsson sem hét „Nýja merkið hjá Eim- skip“. í þessari grein er talað um að Eimskipafé- lagið hafi þegjandi og hljóðalaust skipt um merki. Það er ekki rétt og nauðsynlegt að leið- rétta þann misskilning. Með breytingum á hlutverki Eim- skipafélagsins skiptist rekstur þess nú í þrjár sjálfstæðar rekstrarein- ingar: flutningastarfsemi, fjárfest- ingarstarfsemi og sjávarútvegsstarf- semi. í tengslum við þetta eru stofn- uð sjálfstæð dótturfélög um þessi fyrirtæki, sem eru öll að fullu í eigu Hf. Eimskipafélags íslands. Móður- félagið Hf. Eimskipafélag íslands hefur við þessi tímamót ekki lagt af neitt merki og ekki fengið nýtt merki. Það er hins vegar rétt að í liðlega tvo áratugi hefur félagið ekki mikið notað Þórshamarinn sem merki, heldur nafnið EIMSKIP og ekkert nýtt við það. Nýtt félag með nýtt merki Eitt af þessum sjálfstæðu félögum er Eimskip ehf. sem annast flutn- ingastarfsemi Eimskipafélagsins og hefur nú í tengslum við stofnun þess fengið nýtt merki. Það merki er, eins og Guðmundur vísar til, táknrænt fyrir þann árangur, sam- starf og traust sem Eimskip leggur áherslu á í öllum samskiptum. Merkið er notað í kynningarstarfi flutningafyrirtækisins hér á landi og um allan heim. Grunneining merkisins er bók- stafurinn E sem vísar i heiti fyrir- tækisins, en ekki Evrópusambands- ins. í merkinu eru tvö E sem tengj- ast saman og mynda tákn fyrir gagnvirk tengsl, samband við við- skiptavini þar sem þjónusta fyrir- tækisins og þarflr viðskiptavina falla þétt saman. Merkið endurspeglar megingildin þrjú, ÁRANGUR, SAMSTARF og TRAUST með áherslu á viðskipta- tengsl. Blái liturinn stendur fyrir ís- land, uppruna fyrirtækisins og haf- ið, sem allar samgöngur lands- manna hvíldu á viö stofnun félags- ins. Grái/silfurliturinn stendur fyrir verðmæti og verðmætasköpun Eim- skips og þeirra sem notfæra sér þjónustu fyrirtækisins. Þaö eru verðmætin og viðskiptavinir félags- ins sem eru undirstaðan eða grunn- urinn eins og í merkinu. Tengingin í merkinu stendur einnig fyrir tengingu við annað um- hverfi. Það að tengja saman lönd við lönd, viðskiptavini við birgja, fyrirtæki og viðskiptavini þeirra. Armamir geta staðið fyrir þær meginleiðir í flutningum sem við þekkjum í dag, hafið, landið og loft- ið. Síðasta sérviskan ekki horfin Síðasta sérviskan er því ekki horfm eins og Guðmundur Andri heldur fram. Hann vanmetur ihalds- semi Eimskipafélagsins. Núverandi ráðamenn félagsins, þar með sá sem hér skrifar, og hefur starfað hjá fé- laginu í hátt i þrjá áratugi, eru full- meðvitaðir um söguna og þar með sögu Þórshamarsins. Ég man sjálfur eftir merkinu á gólfi Skúlaskála, í gamla Kveldúlfshúsinu við Skúla- götu, þar sem áformað er að reisa glæsilegar íbúðabygginar. Þar sé ég fyrir mér Kveldúlfstorg til minning- ar um það félag. Það er rétt að Thor :§ Ib iai m m fa Wtlí III f H Jíi Pr» a.- yyi wv n? mh 1 „Þórshamarinn mun áfram prýða höfuðstöðvar Eim- skipafélagshússins og þar verður flaggað með merki félagsins á afmælisdegi þess þann 17. janúar næst- komandi eins og frá byggingu hússins árið 1921“ Jensen lagði merkið fram til óska- barns þjóðarinnar og hefur félagið alla tíð síðan verið leiðandi fyrir- tæki í íslensku atvinnulífi. - Og merkið er ekki laust eins og Guð- mundur Andri ýjar að. Það verður að sjálfsögðu áfram merki Eim- skipafélagsins, móðurfélagsins, sem hefur það sem meginhlutverk að efla íslenskt atvinnulif. Til viðbótar við flutningastarf- semina hefur nú bæst við sjávarút- vegsfélag, það stærsta í úthlutuðum kvóta hér á landi, sem er ánægjulegt þegar horft er til baka þar sem Kveldúlfur var stórveldi í islenskri útgerö, þótt ýmsir, þar á meðal stjórnmálamenn og andstæðingar atvinnurekstrar, hafi farið illa meö það félag á sínum tíma. Draumur Thors Jensens rætist nú innan Eim- skipafélagsins og hann sómir sér því vel á bronsmynd, fremstur með- al jafningja, í stjórnarfundarher- bergi Eimskipafélagsins. Höldum merki Eimskipafélagsins og dótturfélaga hátt á loft! Hlutverk Eimskipafélagsins er og verður að efla atvinnu- og mannlíf til hagsbóta fyrir viðskiptavini, starfsmenn, hluthafa og þjóðfélagið allt. Þórshamarinn mun áfram prýða höfuðstöðvar Eimskipafélags- hússins og þar verður flaggað með merki félagsins á afmælisdegi þess þann 17. janúar næstkomandi eins og frá byggingu hússins árið 1921. Dótturfélögin eiga aftur á móti að hafa sín merki og eiga ekki að lifa í skugga móðurfélagsins. Ég er mjög ánægður og stoltur með hið nýja merki Eimskips ehf., eins og allir starfsmenn félagsins. Við erum sannfærð um að hugsjónir og boð- skapur félagsins mun standa undir nafni um alla framtíð. Sandkom Björgunaraögerðir blaöamanna Alþekkt vandamál hjá fréttamönnum er hvort koma eigi því fólki til bjargar sem mismælir sig í viðtali eöa ummælum á opinberum vettvangi og hvar mörkin skuli liggja í þeim efnum. Fréttamenn á ljósvakamiðlum eru í meiri vanda en blaðamenn þvi að þeir útvarpa jú eða sjónvarpa sjálfum ummælunum í stað þess að hafa þau eftir á prenti. Ljósvaka- fólk þarf því að meta hvort mismælin séu of pínleg til þess að sanngjamt sé gagn- vart viðmælandanum að senda þau út. Stundum má klippa þau burt en stundum er ómögulegt að skúja þau frá því sem fréttnæmast er í viðtalinu eða ummælun- um. Dæmi um þetta var þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði í borgarstjórn á dögunum að ekki væru „öll kurl úti“ varðandi framboð hennar til Alþingis. Þessu var vitanlega útvarpað óbrengluðu en Björn Bjarnason vekur athygli á því á vef sínum að Morgunblaðiö kom borgar- stjóra til bjargar og breytti ummælunum í beinni tilvitnun á þann veg að ekki væri „öll nótt úti enn þá.“ Ummæli Vinsamleg yfirtaka „Fjandsamleg yfirtaka er engan veginn rétt heiti á yfirtökunni á Húsasmiðjunni hf. sl. sumar því kaupin voru þvert á móti gerð í góðri sátt við eigendur félagsins. Því virðist bókartitillinn aðeins vísa til þess að yfirtakan var forstjóranum fyrrverandi ekki að skapi og þannig ■ ‘fjandsamleg’.“ Óðinn t Viðskiptablaðinu, um nýút- komna bók fyrrverandi forstjóra Húsa- smiöjunnar, „Fjandsamleg yfirtaka". Vanstilltur þingmaður „Gífuryrði Ástu Möller og rang- sandkorn@dv.is Framboöiö Ýmsir sem telja sig þekkja til fullyrða að þessum ummælum, sem borgarstjóri hefur lýst sem „gamni“, fylgi M alvara. En hveijir eru möguleikamir? Frambjóð- endur hlutu bindandi kosningu í velflest sæti í prófkjöri á dögunum. Uppstillingar- nefnd getur fræðilega vikið þeim burt sem ekki hlutu bindandi kosningu, en engar likur eru taldar á því. Sagan segir að Ingi- björg vilji heldur taka baráttusæti. Miðað viö úrslit síðustu kosninga fengi Samfylk- ingin 7 þingmenn í Reykjavík og baráttu- sætin eru þá 4. sæti í hvoru kjördæmi borgarinnar. Þau standa hins vegar ekki til boða því þeir Helgi Hjörvar og Ágúst Ólafur Ágústsson hlutu bindandi kosningu í þau með því að hreppa 7. og 8. sæti í próf- kjörinu. Skoðanakannanir hafa hins vegar verið flokknum hagstæðar að undanfórnu og samkvæmt þeim er 5. sæti hvors lista baráttusæti. Það stendur til boða - en er langt í frá öruggt þingsæti. Stefnt er að því að ganga frá listum fyrir jól og þvi skamm- ur tími fyrir borgarstjóra að gera upp á milli gamans og alvöru .... - - hugmyndir bera vott um mikla van- stillingu. Niðurstaða prófkjörsins hef- ur greinilega verið henni sár von- brigði. Hún sóttist eftir 4. sætinu en flokksmenn hennar hafa ekki meira álit á þingstörfum hennar en svo að þeir tóku tvo nýgræðinga fram fyrir hana og kusu hana í 9. sætið. Það er hinn beiski veruleiki sem Ásta Möll- er verður aö horfast í augu við. Og hann hefur ekkert með kyrtferði hennar að gera!“ Jakob F. Ásgeirsson rithöfundur í grein, í Viöskiptablaðinu. Svargrein til Ástu Möller, sem haföi kallaö fýrri grein Jak- obs í Viðskiptablaöinu .eina mastu kvenfyrirlitningar- og karlrembúgféin stöari tíma". Framsókn og fjallagrösin Steingrímur J. Sigfússon formaöur Vinstri- hreyfingarinnar- græns framboðs Þær voru skemmtilegar fréttirnar af Valgerði Sverrisdóttur, iðnaðar- og viöskiptaráðherra, þar sem hún var komin norður á Húsavík til þess að fagna samningum um framleiðslu á fjallagrasamixtúru. í gamla mjólkursamlaginu þar á stáðnum mun matváelagerðin Búbót bæta þessari starfsemi við þá sem fyrir er í samstarfl við fyrirtækiö ís- lensk fjallagrös. Innan sömu veggja, í öðru fyrirtæki, er önnur stórmerk nýbreytni á ferðinni af skyldum toga, sem er framleiðsla á vini úr krækiberjum. Ráðherrann var sem sagt, aldrei þessu vant, ekki að tala, hugsa eða snúast i kring um álver. Nei, ráð- herrann var að fagna enn einum áfanga á þeirri braút að gera verð- mæta söluvöru úr afurðum hinnar vilítu íslensku náttúru. Ekki fer neinum sögum af fjallagrasa- eða hundasúrubröndurum framsóknar- ráðherrans við þetta tækifæri ef marka má fjölmiðla. Fjarri góðu gamni Fátt hefur orðið þeim framsóknar- mönnum oftar tilefni til gamansemi, að eigin áliti að vísu, heldur en brandarar um fólk eða flokk sem vilji að allir lifi á því að tína fjalla- grös. Það höfum við í Vinstrihreyf- ingunni-grænu framboði að sjálf- sögðu aldrei sagt, en við höfum það- an af síður leiðst út í þær ógöngur að tala af fyrirlitningu um slíka starfsemi eins og framsóknarmenn hafa því miður gert þegar álvers- móðurinn hefur borið þá ofurliði. Stundum hafa þeir að vísu, svona til að sýna örlæti sitt, bætt hunda- súrum við, jafnvel hveraörverum, þegar alveg sérstaklega vel liggur á þeim. Guðni Ágústsson, ráðherra, og þingmennirnir isólfur Gylfi Pálmason, Hjálmar Árnason og fleiri hafa beinlínis tekist á loft af ánægju yfir eigin fyndni þegar þeir hafa úr ræðustóli á Alþingi, eða annars staðar, þar sem þeir hafa komið því við, sagt sina alkunnu fjallagrasa- og hundasúrubrandara. En nú var sem sagt Valgerður okkar Sverrisdóttir mætt norður á Húsavík og teygaði fjallagrasamixt- úruna, fékk sér annan snafs svona til að styrkja sig fyrir átök vetrarins og fór hástemmdum orðum um mik- ilvægi þessarar fjallagrasanýtingar fyrir land og þjóð. Fjarri góðu gamni voru brandarakallarnir, Guðni, ísólfur Gylfl og Hjálmar. Fjölbreytni er lykilorðið Vinstrihreyfingin-grænt framboð leggur í atvinnustefnu sinni áherslu á fjölbreytni, nýsköpun, stuðning við tilurð nýrra fyrirtækja og vöxt lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Við höfum bent á alla þá fjölþættu mögu- leika sem fólgnir eru í hugviti og þekkingu, í hráefnum íslenskrar náttúru til lands og sjávar, i landinu sjálfu, sérstöðu þess, sögu og menn- ingu, í sjálfbærri nýtingu orkunnar og í samþættingu þessa alls. Svo fremi sem stjómvöld skapi hagstæð uppvaxtarskilyrði fyrir hvers kyns nýgræðing í atvinnumálum þurfum við engu að kvíða. Gott dæmi um þetta er sú mikla þróun sem á sér stað einmitt í fyrr- nefndum geira, þ.e. að skapa verð- mæti úr hráefnum og eiginleikum hinnar villtu íslensku náttúru, s.s. grösum, berjum, örverum, fiskroði, skeljum og steinum sem og vöxtur í hollustu-, lyfja og snyrtivöruiðnaði hér á landi. Að hlúa að slíku er í anda stefnu okkar, sem gengur út frá fjölbreytni og nýsköpun, stuðn- ingi við ný fyrirtæki ög lítil og með- alstór fyrirtæki í vexti. Það er einnig í okkar anda að hlúa að þeim iðngreinum og því atvinnulífi sem til staðar er í landinu í stað þess að einkavæða það í hel eða láta þaö deyja drottni sínum afskiptalaust í ósanngjamri samkeppni viö erlenda risa. Áburðarframleiðsla heyrir nú sögunni til í landinu, skipaiðnaður- inn er einnig svipur hjá sjón og enn ein iðngreinin, þ.e. sementsfram- leiðslan, berst fyrir lífi sinu þessa dagana. Fjallagrösin skila sínu Svo aftur sé vikið að fjallagrösun- „En nú vár sem sagt Valgerður okkar Sverrisdóttir mœtt norður á Húsavik og teygaði fjallagrasamixtúruna, fékk sér annan snafs svona til að styrkja sig fyrir átök vetrarins. - Fjarri góðu gamni voru brandarakallamir, Guðni, um þá er staöreynd að þau eru nú þegar undirstaða framleiðslu nokk- urra mismunandi afurða hér innan- lands og hafa auk þess verið flutt út óunnin í einhverjum mæli á undan- gengnum árum. Á Húsavík er, eins og áður sagði, að hefjast framleiðsla á hálsmixtúru hjá matvælagerðinni Búbót ehf. og verður sú framleiðsla vonandi raun- veruleg búbót þar á bæ og hjálpar til við að glæða Mjólkursamlagshúsið auknu lífi á nýjan leik. í Borgamesi eru framleiddir fjallagrasasnafsar sem notið hafa vinsælda sem gjafa- vara. Umfangsmest er þó fram- leiðsla Soprano hálstaflna sem fer fram í verksmiðjum Nóa-Síríus í Reykjavík. Þær hafa slegið í gegn m.a. í Eystrasaltsríkjunum og eru aö sögn til sölu í yfir 400 apó- tekum. Einnig eru fjallagrasa- hylki stöðugt vinsælli. Að vinnslu á fjallagrösum koma fjölmargir aðilar á mörgum stöðum á landinu. Grös sem tínd era á Mel- rakkasléttu eða Vestfjörðum era t.d. mulin á Bíldudal, meðhöndluð eða extrakteruð á Blönduósi og fullvinnslan fer síðan fram í Reykjavík, Borgamesi og nú á Húsavík og e.t.v. víðar án þess að greinarhöfundi sé þá kunnugt um. Fróðlegt væri að gerð yrði úttekt á því hversu mörg árs- verk spretta nú þegar, beint eða óbeint, af ýmiss konar framleiðslu og nýtingu á af- urðum og eiginleikum hinnar villtu íslensku náttúru, s.s. grasa, berja, örvera o.s.frv. Þá væri sömuleiðis fróðlegt að sjá mat á vaxtarmöguleikum slíkrar starfsemi á komandi árum. Þaö skyldi nú ekki fara svo að þeir einir verði að lokum hlægilegir í þessari umræðu sem sjálfir ætluðu að vera fyndnir og slá sér upp á bröndurum um hundasúr- ur, hveraörverur og fjallagi’ös. Þeir sem ekki hafa önnur og málefna- legri rök til að glíma við pólitíska andstæðinga sína eiga hvort sem er bágt - og ekki orð um það meir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.