Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2002, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2002, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2002 * Sport DV J NBA-DEILDIN Úrslit í nótt: Chicago-Detrolt ...........76-86 Rose 15, Marshall 14 (7 frák.), Fizer 13, Curry 11 - Billups 21, Hamilton 20 (6 frák., 9 stoðs.), Williamson 14 (6 frák.), Robinson 11. Minnesota-Atlanta........113-95 Gamett 21 (8 frák., 9 stoðs.), Hudson 18, Nesterovic 18, Smith 15 - Robinson 21, Abdur Rahim 16 (7 frák.), Davis 14, Terry 12 (7 stoðs.). Utah-New Orleans ..........88-93 Harpring 21 (10 frák.), Malone 18 (13 frák.), Cheaney 16 - Wesley 33, Mashbum 19 (7 frák.), Maglorie 13 (7 frák.), Davis 10 (7 stoðs.). -EK • f UiFA-BIKARINN 3. umferð - seinni leikir Panathinaikos-Slovan Liberec 1-0 1-0 Panagiotis Fyssas (2.). Panathinaikos vann samanlagt, 3-2. Fulham-Hertha Berlin.........0-0 Hertha Berlin vann samanlagt, 2-1. Lyon-Denizlispor.............0-1 0-1 Mustafa Ozkan (3.). Denizlispor vann samanlagt, 1-0. Dynamo Kiev-Besiktas.........0-0 Besiktas vann samanlagt, 3-1. Auxerre-Real Betis ..........2-0 1-0 Teemu Tainio (18.), 2-0 Yann Lachuer (48.). Auxerre vann samanlagt, 2-1. Anderlecht-Bordeaux .........2-2 1-0 Amna Dindane (28.), 2-0 Nenad Jestrovic (67.), 2-1 Jean Claude DarcheviUe (83.), 2-2 Jean Claude Darcheville (89.). Anderlecht vann samanlagt, 4-2. Lazio-Sturm Graz ...........0-1 0-1 Imre Szabics (86.) Lazio vann samanlagt, 3-2. Maccabi Haifa-AEK Aþena . . 1-4 1-0 Walid Badir, víti (5.), 1-1 Kostas Katsouranis (66.), 1-2 Vassilis Lakis (79.), 1-3 Vassilis Lakis (90.), 1-4 Dimitris Nalitzis (90.). AEKAþena vann samanlagt, 8-1. Slavia Prag-PAOK............4-0 1-0 Rudolf Skacel (13.), 2-0 Stepan Vachousek (51.), 3-0 Pavel Kuka (89.), 4-0 Pavel Kuka (90.). Slavia Prag vann samanlagt, 4-1. Stuttgart-Club Bríigge........1-0 1-0 Aleksander Hleb (90.). Stuttgart vann samanlagt, 3-1 Liverpool-Vitesse.............1-0 1-0 Michael Owen (20.). Liverpool vann samanlagt, 2-0. Leeds-Malaga..................1-2 0-1 Julio Cesar Dely Valdes (14.), 1-1 Eirik Bakke (23.), 1-2 Julio Cesar Dely Valdes (80.). Malaga vann samanlagt, 2-1. Celta Vigo-Celtic............2-2 1-0 Mora Nieto Jesuli (24.), 1-1 John Hartson (37.), 2-1 Benny McCarthy (54.). Samanlagt, 2-2. Celtic fór áfram á mörkum skoruðum á útivelli. Lens-Porto...................1-0 1-0 Rigobert Song (28.). Porto vann samanlagt, 3-1. Boavista-Paris St. Germain . . 1-0 1-0 Elpidio Silva, víti (55.). Samanlagt, 2-2, en Boavistafór áfram á mörkum skoruöum á útivelli. -ósk Ronaldo: Leikmaður ársins hjá World Soccer Brasilíski framherjinn Ron- aldo, sem leikur með spænska liðinu Real Madrid, var á dögun- um valinn leikmaður ársins af lesendum knattspymutímarits- ins World Soccer. Meginástæðan fyrir valinu er frammistaða þess snjalla leikmanns í heimsmeist- arakeppninni en þar var hann markahæstur með átta mörk. Þjóðveijinn Michael Baliack, sem var lykiimaður í þýska landslið- inu og Bayer Leverkusen, varð annar og brasiliski bakvörðurinn Reberto Carlos, sem leikur með Real Madrid, varð þriðji. -ósk Friedrich Stickler, forseti aust- urríska knattspyrnusambands- ins, (til vinstri) og Ralph Zloczower. forseti svissneska knattspyrnusamb3ndsins. (til hægri) glaðir í bragði eftir aö Ijóst varö að Austurríki og Sviss verða gestgjafar Evropu- keppninnar 2008. Reuters JUTföOHAU Gestgjafar Evrópukeppninnar 2008 ákveðnir: Austurnki og Sviss - urðu fyrir valinu eftir harða baráttu við umsókn Ungverjalands Það verða Austurríkismenn og Svisslendingar sem halda Evrópu- keppnina í knattspymu árið 2008 en Framkvæmdastjóm Knattspyrnusam- bands Evrópu, hverri Eggert Magnús- son, formaður KSÍ, situr i, valdi gest- gjafana í fundi í Genf í Sviss í gær. Umsókn Austurríkis og Sviss, sem talin var sigurstranglegust frá upphafi, stóð mestur stuggur af umsókn Ung- verja, sem komu mjög sterkir inn á lokasprettinum en hafði þó betur í lokakosningunni. Fjórar umsóknir, frá Austurríki og Sviss, Norðurlöndunum fjórum, Grikk- landi og Tyrklandi og Ungveijalandi, voru valdar í lokakosninguna þar sem Austurríki og Sviss fóru með sigur af hólmi. Lennart Johannsson, forseti Knatt- spymusambands Evrópu, gat þess í ræðu þegar hann tilkynnti hverjir hrepptu hnossið og allar sjö umsókn- imar hefðu verið í hæsta gæðaflokki og sá heiðarleiki og sú vinátta sem ríkti meðal umsækjendanna hefði sannfært hann um að knattspyman í Evrópu væri í góðum höndum. Keppt verður í fjórum borgum, Bem, Basel, Zúrich og Genf, í Sviss, og fjórum borgum, Salzburg, Klagenfurt, Innsbruck og Vín, í Austurríki. Forráðamenn knattspyrnumála í Sviss og Austurríki voru hrærðir yfir sigri sinnar umsóknar og lofuðu að gera sitt besta til að þessi keppni yrði ein samfelld sigurganga. Eggert Magnússon sagði í samtali við DV-Sport í gær að hann væri ekki í nokkrum vafa um að Austurríkis- menn og Svisslendingar myndu halda glæsilega keppni. „Þeir hafa fjármagnið til að gera þetta almennilega en ég set spurn- ingarmerki við það hvemig stemning- in verður á völlunum þar sem lítil knattspymumenning er hjá þessum þjóðum. Að því leytinu til hefði keppn- in verið betur komin hjá Skotum og ír- um sem bókstaflega lifa fyrir knatt- spymu. Eggert sagði einnig að Norðurlanda- umsóknin hefði liðið fyrir fjölda aðila sem stóðu að umsókninni. „Það er klárt að umsóknin sem slík var mjög góð en menn virtust ekki al- veg geta séð fyrir sér fjórar þjóðir sem allar væm gestgjafar. Auk þess þykir mörgum Norðurlandaþjóðimar vera ansi áhrifamiklar innan knattspym- unnar í Evrópu og það var notað gegn umsókninni. Ég held samt að þetta sé framtíðin því að það eru ekki mörg lönd í Evrópu sem hafa bolmagn til að halda slíka keppni eins síns liðs,“ sagði Eggert. Hann sagði jafnframt að umsóknim- ar hefðu verið mjög misjafnar og mik- ill munur verið á þeim bestu og þeim lélegustu. „Það tók hins vegar langan tima fyr- ir framkvæmdastjómina að komast að því hvaða umsóknum ætti að hafna strax. Þegar það var búið var ljóst að lýðræðið myndi ráða og þó að ein- hverjir séu fúlir þá þýðir það ekkert. Menn læra að sætta sig við þetta með tíð og tíma,“ sagði Eggert Magnússon að lokum i samtali við DV-Sport. -ósk 3. umferð Evrópukeppni félagsliða: Versti óvinur Venables - Dely Valdes gerði út af við Leeds Hafi vandræði Terry Venables, knattspymustjóra Leeds, ekki ver- ið næg fyrir gærkvöldið þá jukust þau til mikilla muna þegar liðið datt úr úr Evrópukeppni félagsliða eftir tap gegn Malaga á Elland Road, 2-1. Það var Panama-búinn Julio Cesar Dely Valdes sem gerði bæði mörk Malaga í leiknum og rak, kannski ekki þann síðasta en í það minnsta einn nagla í stjóralíkkistu Terry Venables. Owen skoraði aftur Tvö mörk frá Michael Owen, eitt í hvorum leik gegn hollenska liðinu Vitesse, dugðu til að koma liðinu áfram í fjórðu umfterð Evr- ópukeppninnar. Gerard Houllier, knattspymu- stjóri Liverpool, viðurkenndi að knattspyman sem spiluð hefði ver- ið í gær hefði ekki verið glæsileg en það væri mikilvægast að kom- ast áfram í næstu umferð. „Þegar gengið hefur illa þá þigg- ur maður alla sigra, hvemig sem þeir korna," sagði Michael Owen eftir leikinn. Hartson hetja Celtic Celtic komst áfram á mörkum skoruðum á útivelli þrátt fyrir tap gegn spænska liðinu Celta Vigo, 2-1, á útivelli. Framherjinn rauð- birkni, John Hartson, var hetja Celtic en hann skoraði markið mikilvæga fyrir skoska liðið seint í fyrri hálfleik. Frábær árangur hjá Celtic og sönnun þess að Mart- in O’Neill, knattspymustjóri liðs- ins, er að gera frábæra Wuti með þetta lið. -ósk Austrls Switnriind -Candldttt Knattspyrnusamband Evrópu hefur útnefnt Austurríki og Sviss sem gestgjafa 11. Evrópukeppninnar í knattspyrnu JEFA EUR02008 sem fram fer' iúní 2008' Kostnaður: 50,000 »40,000 0 Salzburg-leikvangurinn »32,700 ir evra sem samsvarar meira e n 9,3 milljörðum 0 Nýi Tívolí-leikvangurinn »32,000 íslenskra króna. J 0 ZQrich-leikvangurinn »30,000 100 km '^HSalzburg Vín 0 0 Leikvangur Heilags JaTtobs 0 Wankdorf-leikvangurinn 33,000 40,000 QGenfar-leikvangur »30,000 Leikvangar: H Emst Happel-leikvangurinn 0 Nýi Waidmannsdorf-leikv. Þegar formleg umsókn var kynnt hljóöaði heildar- kostnaður keppninnar upp á meira en 110 milljón- ‘Áætlaö Baselp áhorfendarýml 0Bern Zurich llnnsbruck AUSTURRIKI Klagenfurt Uj SVISS Genf J Félög: Austurríki: Efsta deildin samanstendur af 10 atvinnumannaliöum. Sagan: ■ Austurríki og Sviss halda bæöi reglulega stór vetraríþróttamót. Sviss hélt fimmtu heimsmeistara- keppnina í knattspymu áriö 1954. Svlss: Efsta deildin samanstendur af 12 atvinnumannaliöum auk þess sem önnur tólf liö, bæöi atvinnu- og áhugamannaliö, skipa aöra deildina. ■Heimkynni Knattspymusambands Evrópu og Alþjóöa knattspymusarrv bandsins eru í Sviss. Sviss hélt úrslitakeppni evrópumóts U-21 ðrs landsliða á þessu ári. • Austurríki og Sviss höföu betur gegn umsókn- um frá Noröurlöndunum fjórum, Skotlandi og íríandi, Tyrklandi og Grikklandi, Króatíu og Bosníu, Ungverjalandi og Rússlandi. REUTERS#

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.