Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2002, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2002, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2002 Fréttir E»V Skoðanakönnun DV um fylgi stjórnmálaflokkanna í Reykjavík: Framsókn mannlaus - Sjálfstæðisflokkur og Samfylking með jafn mikið fylgi Framsóknarflokkurinn fengi engan mann kjörinn í Reykjavíkurkjördæm- unum sem þýðir að Halldór Ásgríms- son, formaður flokksins, er úti í kuld- anum ef kosið væri nú. Framsókn geldur mikið afhroð frá sams konar könnun DV í júlí. Fylgi Sjálfstæðis- flokks og Samfylkingar er jafn mikið sem einnig verða að teljast stórpólitísk tíðindi í höfuðborgarkjördæmunum. Borgarstjóri, taki hún 5. sætið í Reykjavík-norður, er inni. Stjórnar- flokkamir tapa samanlagt 16,8 pró- sentustigum frá því í könnun DV í júlí. Þetta eru helstu niðurstöður skoð- anakönnunar DV sem gerð var á mið- vikudagskvöld. Úrtakið var 600 manns, jafnt skipt á rniili norður- og suðurkjördæmis, sem og kynja. Óákveðnir í báðum kjör- dæmum samanlagt reyndust 25,3 pró- sent og 7,3 prósent neituðu að svara eða samtals 32,6 prósent. Ekki er mark- tækur munur á kjördæmunum hvað þetta varðar. Þegar litið er til samanlagðs fylgis úr báðum kjördæmum og þeirra sem afstöðu tóku sögðust 5,7 prósent ætla að kjósa Framsóknarflokkinn, 38,9 pró- sent Sjálfstæðisflokkinn, 1,2 prósent Frjálslynda flokkinn, 37,6 prósent Sam- fylkinguna og 15,6 prósent Vinstri- hreyfmguna - grænt framboð. Tölum- Fylgi flokkanna i Reykjavík Mars 2002 I I JÚIÍ2002 I I Desember 2002 ar má sjá í meðfylgjandi grafi og sam- anburðartölur úr fyrri könnunum að auki Samanlagt hefur fylgi stjómarflokk- anna hrapað um 16,8 prósentustig frá því í könnun DV í júlí. Reykjavík-norður í Reykjavikurkjördæmi-norður sögðust 7,1 prósent ætla að kjósa Fram- sókn, 39,3 prósent Sjálfstæðisflokkinn, 2 prósent Frjédslynda, 36,2 prósent Samfylkinguna og 14,3 prósent Vinstri- græna. Miðað við könnun DV í kjör- dæminu í júlí hefur fylgi Framsóknar hrapað um 2,7 prósentustig, fylgi Sjálf- stæðisflokks um 9,8 prósentustig og fylgi Frjálslyndra um 5 prósentustig. Fylgi Samfylkingar hefur hins vegar vaxið um 11,9 prósentustig og fylgi Vinstri-grænna um 5,9 prósentustig. Miðað við flölda atkvæða í könnun- inni fengi Framsókn engan mann kjör- inn i Reykjavíkurkjördæmi-norður, Sjálfstæðisflokkur 5 menn, Samfylking 5 menn og Vinstri-grænir einn mann kjörinn. Fyrsti maður Framsóknar og 2. maður Vinstri-grænna eru jafhir og næstir inn. Reykjavík-suður í Reykjavíkurkjördæmi-suður sögð- ust 4,3 prósent ætla að kjósa Fram- sókn, 38,5 prósent Sjálfstæðisflokkinn, 0,5 prósent Frjáislynda, 38,9 prósent Samfylkinguna og 16,8 prósent Vinstri- græna. Miðað við könnun DV í kjör- dæminu í júlí hefur fylgi Framsóknar hrapað um 7,4 prósentustig, fylgi Sjálf- stæðisflokks um 11,7 prósentustig og fylgi Frjálslyndra um 2,3 prósentustig. Fylgi Samfylkingar hefur hins vegar vaxið um 12,1 prósentustig og fylgi Vinstri-grænna um 10,2 prósentustig. Miðað við fjölda atkvæða i könnun- inni fengi Framsókn engan mann kjör- inn í Reykjavíkurkjördæmi-suður, Sjálfstæðisflokkur 4 menn, Samfylking 5 menn og Vinstri-grænir 2 menn kjörna. Fimmti maður Sjálfstæðis- flokks er næstur inn. -hlh Jólaveðrið: Rauðleitt í borg en snjór vestra „Veðurspáin fyrir höfuðborgarsvæð- ið er frekar rauöleit," sagði Þorsteinn Jónsson veðurfræðingur i samtali við DV í morgun. Jólaspáin liggur fyrir og næstu daga er gert ráð fyrir austlæg- um áttum og viðast vætu á landinu. Vestflrðingar eru þeir sem helst geta gert sér vonir um jólasnjó og ekki er loku fyrir skotið að snjóa fari á Norð- urlandi á annan í jólum. Á Þorláksmessu er spáir Veðurstof- an suðlægri átt og rigningu víðast, en NA-átt með slyddu eða snjókomu á Vestfjörðum. Hiti verður frá frost- marki og upp í sex stig. Á aðfangadag er gert ráð fyrir austlægum áttum og vætu og mildu veðri. Á jóladag verður NA-átt með slyddu eða snjókoma á Norðurlandi vestra. Rigning og austlægar áttir verða ríkj- andi í öðrum landshlutum með kóln- andi veðri. Á annan í jólum má búast við snjó- komu norðanlands, en bjartviðri annars staðar með fremur svölu veðri. -sbs Árekstur í nótt: Tveir slösuðust Haröur árekstur fólksbíls og jeppa varð á mótum Hringbrautar og Hofs- vallagötu um hálftvöleytið í nótt. Tveir farþegar voru í báðum bílum og slös- uðust farþegar fólksbflsins en tækjabfl þurfti tO að klippa annan þeirra út og var hann fluttur á spítala með sjúkra- bfl. Farþegi fólksbiíreiðarinnar var einnig fluttur á sjúkrahús tO athugun- ar en með lögreglubO. Meiðsl fólksins eru þó talin minni háttar að sögn lög- reglunnar í Reykjavík. Farþega jeppa- bifreiðarinnar sakaði þó ekki. Fólks- bifreiðin er talin ónýt. -ss FYRIR GRAFFARANN Peysur T-bolir Beanies Litir Tappar Gjafabréf Grettisgata 64 Sími 551-2874 Mest seldu plöturnar í Hagkaupum Jól í Arbænum DV-MYND GVA Fjórir dagar eru tiljóla og landsmenn að komast í jólaskap. Ljósadýrðin er falleg i Árbænum ' þessa dagana eins og myndin ber meö sér. Yfirburðir Irafárs írafári ógnar enginn þessa dag- ana. Yfirburðir Allt sem ég sé eru miklir og er hún með næstum tvö- falt meiri sölu í vikunni heldur en Sól að morgni með Bubba Morthens, sem situr í öðru sæti sölulistans frá Hagkaupum. Það er' kunnuglegur hópur á toppnum. Auk írafárs og Bubba þá eru það KK, XXX Rottwefler, PáO Rósinkrans og Ríó tríó sem selja plötur sínar í stór- um upplögum. Ungstimið Jóhanna Guðrún tekur stærsta stökkið niður á við - lækkar sig um fjórtán sæti. Það hefur komið fram í fréttum að plötusala er mjög mikil i desem- ber og sjálfsagt á salan eftir að aukast þessa síðustu daga fyrir jól. Fjöldinn af nýjum út- gefnum plötum er mik- 01 og það eru aðeins nokkrar sem standa upp úr hvað varðar sölu. Margar aðrar standa þó undir útgáf- unni og vel það. Það vekur athygli að aðeins ein klassísk plata og engin djassplata kom- ast inn á topp tuttugu, en margt er um nýjar athyglisverðar plötur í þessum flokkum sem fengið hafa góða gagn- rýni. -HK Metsölulisti wmm E Sala geisladiska 12. - 18. des. I O írafár - Allt sem ég sé O Bubbl - Sól aó morgnl „...AO 0 Ríó tríó - Það skánar varla úr þessu A0 O XXX Rottweiler - Þú skuldar I A0 0 Páll Rósinkranz - Nobody Knows 0 0 KK - Paradís I Y 0 0 í svörtum fötum - f svörtum fötum A 0 SSSBSS^' ■.aWT'MSSg&SBBSiBS 0 BJörgvin - Ég tala um þig A © 0 fslensku dívurnar - Frostrósirnar A® © Papar - Riggarobb Á © 0 Nirvana - Nirvana: Best of Á © 0 Daysleeper - EveAlice © 0 Pottþétt 30 Á Á © Kristlnn Slgmundsson - Uppáhalds lögin © © Jóhanna Guörún - Jól meö Jóhönnu to © Slgur Rós - ( ) © Stuðmenn: Á stóra sviðinu Y® © Jennlfer Uopez - This Is Me... jf © Megas - 1972-2002 Á Á 0 Hera - Not Your Typel Y® fátækt Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, sagði í gær að hann ætlaði að hugleiða það hvem- ig hann geti orðið að liði í baráttu hjálparsamtaka gegn fátækt á ís- landi. Forsetinn heimsótti Mæðra- styrksnefnd sem í gær lauk jólaút- hlutun sinni á matvælum, fatnaði og leikföngum. Launahækkanir Kjaradómur hefur ákveðið að laun þeirra sem undir hann heyra, annarra en forseta íslands, hækki um 7% um áramótin. Laun forset- ans hækka um 3%. Vilja frestun virkjunar Alþjóða fuglaverndarsamtökin Bird Life International skora á ís- lensk stjórnvöld að fresta fram- kvæmdum við fyrirhugaða Kára- hnjúkavirkjun. Kvennaspaugstofa Edda Björgvinsdóttir leikkona og nokkrar þekktar grínleikkonur eru farnar að vinna að grínþáttum fyrir sjónvarp. Horfur eru á því að sjón- varpsáhorfendur fái notið eins kon- ar kvennaspaugstofu á skjánum næsta haust. 90 bílainnbrot Brotist hefur verið inn í 90 bíla í Reykjavik það sem af er desember. Sumir hlutir sem stolið hefur verið úr bílum hafa verið að verðmæti allt að ein milljón króna. Borgin hafni Kárahnjúkavirkjun Ólafur F. Magnússon, borgarfull- trúi F-listans, telur raforkuverðið sem Landsvirkjun samdi um við Alcoa vera of lágt. Hann vill að borgin hafni þátttöku í Kárahnjúka- verkefninu. Vilja skýringar Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. hefur sent Fjár- málaeftirlitinu bréf í umboði fimm stofnfjáreigenda 1 SPRON þar sem hann óskar eftir upplýsingum um hvort leitað hafl verið samþykkis Fjármálaeftirlitsins við kaupum SPRON á öllu hlutafé Kaupþings hf. í Frjálsa fjárfestingarbankanum hf. og hvaða afgreiðslu erindið hafl fengið. Aukin kjúklingaframleiösla Framleiðsla á kjúklingum í nóv- ember nam 511 tonnum sem er 89,7% meira en i nóvember i fyrra. Salan nam 414 tonnum þannig að um 19% framleiðslunnar fóru beint í frystigeymslur. Á síðustu 12 mán- uðum hefur sala á kjúklingum auk- ist um 15,1%, en framleiðslan hefur aukist um 54,6%. -HKr. Forseti gegn I helgarblað Viðskipti og ofbeldi í Helgarblaði DV er rætt við Björgólf Thor Björgólfsson sem er einn þeirra sem fengu viðskipta- verðlaun DV og Stöðvar 2 á dögun- um. Björgólfur tal- ar um fórnir, sam- starf Samsonar- hópsins og aflvaka sína í baráttu við- skiptanna. í blaðinu er einnig rætt við Ragnhildi Gísladótt- ur, tónskáld og söngkonu, um gald- urinn við að semja smelli og Hrafn- hildur Víglundsdóttir segir átakan- lega sögu sína af ofbeldi og barátt- unni við að losna úr klóm þess. í blaðinu er einnig rætt við Gerði Kristnýju um Tyrkjarán og þjóðhá- tíðir og fjallað ítarlega um jólasiði og jólastemningu nær og fjær.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.