Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2002, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2002, Blaðsíða 10
10 Fréttir FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2002 DV NÝR DISKUR JJ SOUL BAND “engum Kkir" JAZZ / BLÚS / FÖNK www.jjsoulband.com k Góð kaup! P Toyota Rav 2002 Nýskr.11.2002, 2000cc vél, 5 dyra, sjálfskiptur Álfelgur, ekinn 774 km, geislaspilarl, varadekkshlíf. •»2.690/1 Munið hagstæða rekstrarleigu á notuðum bílum! 575 1230 Opió mán-fös 09-18 og lau 10-16 Grjóthálsi 1 bilaland.is Bergþór Pálsson Söngvari Established In Switzerland 1895 „Margir heillast af útliti og fegurð ROTARY úranna.“ Útsölustaðir: Hclgi Sigurðssm, SJtólavSrðustlg 3. GuUsmiÍja óla, Smáralitui. Jem, KringhmnL Georg Hannah, úrsmiSsir, Keflavik. Vesturhópsskóli í Vestur-Húnavatnssýslu. Steypustöð kaupir Vestu rhópsskóla Um miðjan þennan mánuð var endanlega gengið frá sölu á Vestur- hópsskóla í Vestur-Húnavatnssýslu. Kaupandi var Steypustöð Blönduóss sem átti hæsta tilboðið, 9,8 miUjónir króna, en seljendur voru ríkissjóður og sveitarfélagið Húnaþing vestra sem átti um 15% eignarinnar. Þær eignir sem um er að ræða eru skólahús í landi Þorfinnsstaða í áður Þverárhreppi og tvö íbúðar- hús, 117 fermetrar að stærð hvort. Skólahúsið, sem var að mestu byggt á árunum 1968-70, er liðlega 600 fer- metrar að stærð á einni hæð og í því eru auk kennslustofa, snyrtinga og eldhúss nokkur svefnherbergi því upphaflega var skólinn byggður með heimavist í huga. Hefðbundnu skólastarfi í Vestur- hópsskóla lauk vorið 2000 en bömum úr sveitinni og af Vatnsnesi hefur síðan verið ekið daglega til Hvamms- tanga og að Laugarbakka til kennslu. Nemendur við skólann voru um 25 þegar flest var en voru innan við 10 síðustu árin enda hefur fólki fækkað í sveitinni á undanfórnum árum. Eft- ir sameiningu sveitarfélaganna í sýslunni þótti of dýrt að starfrækja skólann og önnur úrræði, þ.e. dagleg keyrsla með bömin, ódýrari kostur fyrir sveitarfélagið. Því hefur verið lítil starfsemi í skólahúsinu undan- farin tvö ár. Steinar Jónsson, eigandi Steypu- stöðvar Blönduóss, sagði í samtali að skólahúsið væri í allgóðu ástandi. Hann sagði að tilgangurinn með kaupunum væri að reka þar ferðaþjónustu, en sagði að þær hug- myndir væru enn á frumstigi en staðurinn byði upp á ýmsa mögu- leika. Þama nærri væru nokkrir merkilegir sögustaðir, að ógleymd- um fjölsóttum náttúmperlum eins og Hvítserk og Borgarvirki, svo fátt eitt sé nefnt. -ÖÞ Sameining sjávarútflutningsfyrirtækj a: Fiskmiðlun Noröurlands og Salka í eina sæng Fiskmiðlun Norðurlands á Dal- vík hefur keypt 47% hlutafjár í Sölku-sjávarafurðum. í framhaldi af því hefur verið áhveðið að sam- eina Sölku-sjávarafurðir Fiskmiði- un Norðurlands og hafa stjómir beggja fyrirtækjanna samþykkt samrunaáætlun. Fiskmiðlun Norðurlands var stofnuð á Dalvík árið 1987 og hef- ur hin síðari ár sérhæft sig í sölu hausa og skreiðar til Nígeríu og náð þar góðum árangri. Fiskmiðl- un hefur á undanfomum árum flutt út rúmlega helming þess magns sem héðan hefur farið til Nígeríu. Auk þessa flytur fyrir- tækið út frosnar sjávarafurðir. Salka-sjávarafurðir var stofnað árið 2000 en á sögu að rekja til fyr- irtækja sem stofnuð voru fljótlega eftir að frelsi var aukið í útflutn- ingi á salffiski. Salka-sjávarafurð- ir er sérhæft fyrirtæki í sölu á saltfiski og saltfiskafuröum. Einnig flytur Salka-sjávarafurðir út frystan fisk og er sérstaklega sérhæft á Frakklandsmarkað þar sem náðst hefur mjög góður ár- angur. Bæði Salka og Fiskmiðlun hafa einnig verið nokkuð umsvifa- mikil i útflutningi frá Færeyjum. Samanlagt útflutningsverðmæti þessara tveggja fyrirtækja var rúmir 7 milljarðar á síðasta ári. -GG Laun kvenna hækka meira en laun karla: Kaupmáttur launa að aukast Kaupmáttur launa jókst um 1,6% milli 3. ársfjórðungs 2001 og 3. ársfjóröungs 2002 samkvæmt könnun Kjararannsóknamefndar. Regluleg laun hækkuðu um 4,9% á meðan vísitala neysluverðs hækkaði um 3,3%. Launahækkun einstakra starfstétta var á bilinu 3,8% upp í 6,5% og hækkuðu laun sérfræðinga mest á þessum tíma, eða um 6,5%, á meðan laun iðnað- armanna hækkuðu um 3,9% og stjómenda um 3,8%. Laun kvenna hækkuðu meira en karla, eða um 5,2% á móti 4,7% hjá körlum. Laun hækkuðu meira á höfuð- borgarsvæðinu en á landsbyggð- inni, eða um 5,2% á móti 4,5% á landsbyggðinni. Það er athyglis- vert í ljósi þess að atvinnuleysi er meira á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni. Kaupmáttur laima virðist vera að aukast á ný eftir aö hafa dreg- ist saman þrjá ársfjóröunga í röð en á milli 2. ársfjórðungs 2001 og 2. ársfjórðungs 2002 stóðu laun hins vegar nokkum veginn i stað. Vísbendingar eru um að velta sé að aukast samkvæmt virðisauka- skýrslum fyrirtækja og það gæti bent til þess að hagkerfið sé að rétta úr kútnum. -GG Gefbu henni eitthvad unabslegt í jólagjöf Vorum aðfá nýja sendingu af unaðslegum jólagjöfum. Afgreiðslutími fyrir jól: föstudaginn 20/12 10-22 laugardaginn 21/12 10-22 sunnudaginn 22/12 13-22 þorláksmessu 23/12 10-23 aðfangadag 10-13 Rómeó & Júlía Askalind 2, 201 Kópavogur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.