Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2002, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2002, Blaðsíða 13
13 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2002 DV Þetta helst HEILDARVIÐSKIPTI 2700 m.kr. Hlutabréf 800 m.kr. Ríkisvíxlar 900 m.kr. MESTU VIÐSKIPTI Tryggingamiöstöðin 380 m.kr. i 0 Baugur 260 m.kr. Islandsbanki 38 m.kr. MESTA HÆKKUN OÍAV 9,4% ■ O Nýherji 2,7% ; O Flugleiðir 2,2% MESTA LÆKKUN OSÍF 2,6% ©Eimskip 2,5% ©Tryggingamiöstöðin 1% ÚRVALSVÍSITALAN 1327 : - Breyting o -0,01% Verðbólga svipuð og í EES-ríkjum Mikil lækkun verðbólgunnar á ís- landi hefur fært verðlagsþróun nær því sem gerist í rikjum EES-land- anna. Þannig var samræmd vísitala neysluverðs í ríkjum EES 2,3% á ís- landi en 2,1% að meðaltali í ríkjum EES og 2,2% á evrusvæðinu. Samræmd vísitala neysluverðs í EES-ríkjum var óbreytt frá því októ- ber en lækkaði á sama tíma á ís- landi um 0,2%. Mesta verðbólga á evrópska efna- hagssvæöinu á þessu tólf mánaða tímabili var á írlandi 4,7% og í Portúgal 4,1%. Verðbólgan var minnst 1,0% í Þýskalandi og 1,1% í Belgíu. Olíuverð ekki hærra í tvö ár Ekkert lát virðist vera á hækkun- um olíuverðs á heimsmarkaði en verð á hráolíutunnunni fór i 30,9 Bandaríkjadali í viðskiptum eftir lokun markaða í fyrradag. Verðið hefur ekki farið yfir 30 dollara frá því í byrjun febrúar 2001 eða í tæp tvö ár. Olíuverðið hefur hækkað um liðlega 11% á einni viku miðað við lokaverðið í fyrradag. í Morgun- punktum Kaupþings í gær kemur fram aö hækkanimar nú megi rekja til vaxandi ótta við að Bandarikja- menn geri innrás i írak en Bush Bandaríkjaforseti hefur lýst því yfir að 1.200 blaðsiðna skýrsla Öryggis- ráðs Sameinuðu þjóðanna um vopnaeign íraka sé ófullnægjandi. Jafnvel er búist við að yfirmaður vopnaeftirlitsnefndarinnar muni lýsa því yfir á næstunni að írakar hafi ekki gert fulla grein fyrir vopnaeign sinni. Telja margir að það muni gefa Bandaríkjamönnum tækifæri til að réttlæta innrás í landið. Aðrir atburðir hafa verið eins og olía á eld á þróun heims- markaðsverðs á olíu eins og verkfoll í Venesúela og nýlegur fundur OPEC þar sem aðildarríkin ákváðu að minnka framleiðslukvóta frá og með 1. janúar næstkomandi. Viðskipti Umsjón: Viöskiptablaöiö Kaupmáttur launa eykst á ný Kaupmáttur launa jókst um 1,6% milli þriðja ársfjórðungs 2001 og 2002. Á tímabilinu hækkuðu laun um 4,9% en hækkun verðlags var öllu minni, eða 3,3%. Þetta kemur fram í niðurstöðum kjarakönnunar Kjararannsóknanefndar fyrir þriðja ársfjórðung þessa árs. Hraðinn í kaupmáttaráukning- unni hefur farið vaxandi frá upp- hafi árs vegna mikillar hjöðnunar verðbólgunnar. Þannig dróst kaup- máttur á fyrsta ársfjórðungi ársins, miðað við sama timabil í fyrra, sam- an um tæp 3% en fór síðan vaxandi á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tímabil í fyrra þegar kaup- máttaraukning nam 0,1%. í Morg- unkornum íslandsbanka kemur fram að líkllegt sé að kaupmáttur launa haldi áfram að aukast á næstu mánuðum sem ætti að leiða tii aukinnar neyslu og fjárfestingar heimilanna í landinu. í morgun birti Hagstofa íslands launavisitölu sína fyrir nóvember og hækkaði hún um 0,1% frá október. Sam- kvæmt vísitölunni hafa laun hækk- að um 5,7% á síðustu tólf mánuðum en verðbólgan á sama tíma nam 2,2%. Kaupmáttur hefur því sam- kvæmt mælingum Hagstofunnar aukist um 3,5% á síðustu tólf mán- uðum. Launahækkun starfsstétta var á bilinu 3,8% til 6,5%. Heldur dró úr launamisrétti milli kynja þar sem laun kvenna hækkuðu um 5,2% en karla um 4,7%. Laun á höfuðborgar- svæði hækkuðu um 5,2% en laun utan höfuðborgarsvæðis um 4,5% sem er nokkuð athyglisvert í ljósi meira atvinnuleysis á höfuöborgar- svæðinu. Laun hækkuðu almennt samkvæmt kjarasamningum um 3% þann 1. janú- ar 2002 auk þess sem sérstök hækkun varð á launatöxtum. L0EWE AC0NDA 40 • 100 Hz • Super Black Line myndlampi • Widescreen Flatur skjár • 3 x Scarttengi RCA Hljóðútgangur *RCA og Super-VHS Tengi fyrir heymatól fslenskt textavarp meó 3500 síðum 4 Hátalarar, 2 x 40W • PIP (Mynd f mynd) 5 ára ábyrgð á myndlampa 104.5 X 76.5x63.5 » Þyngd 92 kg kr.479 kr. 209.900.- LOEWE Planus 29" 100 Hz Super Black Line myndlampi 2 x Scart tengi • RCA Hljóðútgangur RCA og Super-VHS tengi að framan Tengi fyrir heymatól Islenskt textavarp með 390 síðum 6 Hátalarar, 2 x 40W • PIP (Mynd I mynd) 5 ára ábyrgð á myndlampa 81.6 x 60.2 x 49.2 (BxHxD) • Þyngd 42.5 kg kr. 134.900.- LOEWE Calida 29" 100 Hz Super Black Line myndlampi2 x Scart tengi RCA Hljóðútgangur RCA og Super-VHS tengi að framan Tengi fyrir heymatól Islenskt textavarp með 420 síðna minni 2 Hátalarar, 2 x 25W PIP (Mynd í mynd) 5 ára ábyrgð á myndlampa 68x62x50.5 Þyngd 42.5 kg kr. 134.900.- LOEWE Profil+ 29" Super Flatline myndlampi Ratur skjár • 2 x Scart tengi RCA Hljóðútgangur RCA og Super-VHS tengi að framan Tengi fyrir heymatól Islenskt textavarp með 420 síðna minni 2 Hátalarar, 2 x 20W 5 ára ábyrgð á myndlampa 80x57.5x48.5 (BxHxD) Þyngd 38.5 kg kr. 98.900. - „Allt það bestakemur frá Þýskalandi. AEG heimilistækin, Beck's bjórinn og L0EWE sjónvarpstækin” (Elke Stahmer f.1941 í Kiel í Þýskalandi) LOEWE Planus 32" 100 Hz Super Black Line myndlampi • Widescreen 3 x Scart tengi • RCA Hlióðútgangur RCA og Super-VHS að framan Tengi fyrir heymatól Tlslenskt textavarp með 1750 síðna minni 6 Hátalarar, 2 x 40W • PIP (Mynd i mynd) 5 ára ábyrgð á myndlampa 99x59x57.5 (BxHxD) Þyngd 52.5 kg LOEWE. LOEWE Aconda L0EWE Planus LOEWE Calida BRÆÐURNIR roj ©ORMSSON RðDIONAUST LÁGMÚLA 8 • SÍMI 530 2800 FURUVÖLLUM 5 • AKUREYRI »51^1462 1300 I ]

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.