Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2002, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2002, Blaðsíða 14
14 Útlönd FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2002 DV Bandaríkjamenn segja íraka brotlega við ályktanir SÞ: Fá ekki stuöning frá öðrum ríkjum REUTERSMYND Stríðsundirbúningur í fullum gangi Liösmenn bandaríska flughersins gæta aö flugvél sinni í herstöö í Tyrkiandi. Allt veröur aö vera klárt fyrir hugsanlegt stríö gegn írak. Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur í bili komiö í veg fyrir aö leiötogi stjórnarflokksins geti oröiö forsætisráðherra. Erdogan ekki for- sætisráðherra Til átaka gæti komið milli nýrrar ríkisstjómar Réttlætis- og þróunar- flokksins i Tyrklandi við veraldlegt valdakerfi landsins eftir að forset- inn beitti neitunarvaldi sínu á lög sem hefðu heimilað Tayyip Erdog- an, leiðtoga flokksins, að verða for- sætisráðherra. Ahmet Necdet Sezer forseti hafn- aði breytingum sem gera áttu á stjórnarskrá Tyrklands sem meinar Erdogan að setjast á forsætisráð- herrastólinn þar sem hann hlaut dóm árið 1999 fyrir íslamskan und- irróður. Flokkur Erdogans fékk hreinan meirihluta á þingi í kosn- ingunum fyrir skömmu. Líklegt er talið að baráttan milli stjómarflokksins og forsetans gæti orðið til að spilla fyrir pólitískum stöðugleika í Tyrklandi sem hefur sótt um inngöngu í Evrópusam- bandið. Réttlætis- og þróunarflokkurinn hefur heitið því að nota þingmeiri- hluta sinn til að fá breytingamar á stjómarskránni aftur samþykktar. George W. Bush Bandaríkjafor- seti ætlar aö tjá sig opinberlega um vopnaskýrslu íraka í dag, í fyrsta sinn síðan stjóm hans tilkynnti að írösk stjómvöid hefðu gerst brotleg við ályktanir Öryggisráðs Samein- uðu þjóðanna sem skylduðu þau að greina frá gjöreyðingarvopnaáform- um sínum og draga ekkert undan. Bandarískjamenn voru hinir einu sem gengu svona langt. Meira að segja Bretar, sem hafa verið dygg- ustu bandamenn þeirra í undirbún- ingi stríðsaðgerða gegn írk, vildu ekki túlka nærri tólf þúsund síðna skýrslu íraka sem brot á ályktunun- um. Brot af þessu tagi gæti verið notað sem átylla til að fara í stríð. Stjómvöld í Bagdad vísuðu full- yrðingum Bandaríkjamanna þegar í stað á bug. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að á næstu vikum yrði skorið úr um hvort írakar ætli að fara að ályktun- um SÞ sem miða að því að losa þá við öfl gjöreyðingarvopn sem þeir kunna að eiga í fórum sínum. Hann sagði að ef írakar héldu áfram að vera ósamvinnuþýðir myndi það leiða til þess að ekki fyndist frið- samleg leið út úr deilunni. John Negroponte, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ, varð fyrstur manna í gær til að lýsa því yfír að írakar hefðu brotið gegn ályktunun- um. Hann sagði að írakar væru að ljúga þegar þeir segðust ekki vera að reyna að komast yfir gjöreyðing- arvopn. Hans Blix, yfirmaður vopnaeftir- lits SÞ, sagði að í skýrslu íraka vantaði gögn um sýkla- og efna- vopn, svo sem miltisbrand. Orð hans renndu stoðum undir grein- ingu Negropontes á skýrslunni. Blix sagðist hins vegar ekki hafa neinar sannanir fyrir því að írakar ættu enn gjöreyðingarvopn og skor- aði á önnur ríki, einkum þó Banda- ríkin, að leggja fram sannanir fyrir fuflyrðingum sínum. Undirbúningur fyrir hugsanlegar hemaðaraðgerðir er í fullum gangi. Um hundrað þúsund hermenn geta verið komnir til Persaflóans í febrú- ar og tugum þúsunda hefur verið sagt að vera viðbúnir því að fara fljótlega eftir áramót. Vill keppa við Lott Trent Lott, sem á í vök að veijast vegna kynþáttahyggjuum- mæla sinna á dögun- um, hefur nú fengið keppinaut um leið- togaembætti repúblik- ana í öldungadeild Bandaríkjaþings. Sá heitir Bifl Frist og er frá Tennessee. Píkusögur gera usla Fjórir þingmenn á landsþingi Færeyja gerðu árangurslausa til- raun við afgreiðslu fjárlaga að fá minnkað framlag til leikfélags sem hefur sett hið vinsæla leikrit Píku- sögur á svið í Þórshöfn. Kvartettinn hittist í dag Svokallaður kvartett friðflytjenda í Mið-Austurlöndum, ESB, Rúss- land, SÞ og Bandaríkin, hittist í Washington í dag til að ræða friðar- viðleitni fyrir botni Miðjarðarhafs. Bandaríkjamenn vilja einir slá öllu á frest um sinn. Versnandi ástand Rúmlega tvær milljónir Angóla- manna munu þurfa á matvælaað- stoð að halda á næsta ári til að kom- ast af, að því er starfsmenn mat- vælahjálpar SÞ segja. Saumað að Chavez Stjórnarand- stæðingar í Venes- úela ætla ekki að fara að úrskurði hæstaréttar og hefja aftur vinnu i olíuiðnaðinum, heldm- ætla þeir að herða baráttu sína á götum úti fyrir því að Hugo Chavez forseti segi af sér embætti. Saumað að Þorláksmessuskata! Verið velkomin Verslum í fiskbúðunum - Ferskari • Hollar i • Ódýrari - Fiskbúðin Árbjörg, Hringbraut 119 Fiskbúðin Vör, Höfðabakka 1 Fiskbúðin Gallerý Fiskur, Nethyl 2 Fiskbúðin Sundlaugavegi 12 Fiskbúðin Hafberg, Gnoðarvogi 44 Fiskbúðin Reykjavíkurvegi 3, Hafnarfirði Fiskbúðin Hófgerði 30, Kópavogi Fiskbúðin Freyjugötu 1 Fiskbúðin Vegamót, Nesvegi 100 Fiskbúðin Sjávaraallerý, Háaleitisbraut 58-60 Fiskbúð Einars, Háteigsvegi 2

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.