Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2002, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2002, Blaðsíða 24
24 Tilvera FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2002 DV P -4 UNITED UTU3028 2B" Nicam Stereó sjónvarp me3 textavarpi, 2 Scart tengjum og fjarstýringu. JVC Glæsilega hönnuð 10Ow hljómtæki með Active Hyperbass iTmjl ^r0, 9eislasPÍIara. segulbandi, stafrænu RDS, útvarpi IUÍU'1 með 30 stöðvaminnum og fjarstýringu. UNITED MIC322Q B&r.. Verð áður kr. 12.990 Lítil og nett hljómtækja- samstæða með segulbandi, útvarpi, geislaspilara, fjarstýringu og hátölurum. 2.1 megapixel digital myndavél með 2 x digital zoom og 1,5“ skjá. 8mb Smart Media kort fylgir. USB Tengimöguleiki og vélin býður upp á 30sek. hreyfimyndatöku. . J VG HVS302 Einfaldur og glæsilegur fjölkerfa DVD spilari sem tekur alla diska og öll kerfi. Fæst svartur eða silfur. rmtta r\ [Cm 5 JVC GRUnDIC AKAI UNITED HITACHI KDL5TER MINNLTA harmaiVkardon UBL * Sjónvarpsmiðstöðin bJbJm RAFTÆKJAUERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 Y'TT'yí jWF'% UMBOÐSMENN UM ALLT LAND ► flíYKJAVÍIURSVAOIO Hagkaup,Smáfalmd.TónbofO. lópavogi VÍSTUfllAMD Hlicmsyn.Akranesi.Kaupfelag Borolirðnga. Boroainesi.Blómsiurvellir. Hellissandi Guðm Hallgrimssoa Grundarlufii VFSTTIflÐlR Kauplélag Siemoumsliarðar, Orangsnesi SOflDUBlAND (F Siemcrimstjarðar. Húimavik KF V Húnveininga. Hvammsianga KF Húnveimnga. Blóndudti Skagtirðmgabuð. Sauðafknjki Flekuo. Dalvik liosgjatinn.Akureyn Oryggi. Husavik Urð. Raufarhóln AUSIUfllAHO KF HéraðsPúa. Fgilssiöðum VersluninVik. Neskaupssiað Kauotua Vapnalirði II Voonltfðmgai Vopnafirði KF Héraðsbúa. Seyðisfirði lurnbrzður. Seyðisluði Sparkajp. (askrúðstirði KASI. HolnHornalirðr SUÐURlAltO Ralmagnsverksiæði (fl. Haalsvelli. Mosleil. Hellu. (A. Sellossi Hás. Þorláksholn. Brimnes. Vesimannaeyium REYXJAAFS: Raleindaiækm. Kellavik. Siapalell. (ellavik. Rallagnavmnusl. Sig Ingvarssonar. Garði. Ralmælti. Halnarlirði J ó lagetraun E£g| Hvað heitir fjallið semjólasveinninn er að skoða? Árið sem senn er á enda er ár fjallsins og DV-jólasveinninn því forvitinn um heiti fjalla vítt og hreitt um landið. Hann er ekki alveg viss hvað fjöllin heita þannig að hann ætlar að biðja ykkur að hjálpa sér. Til að auðvelda ykkur þrautina gefum við þrjá svarmöguleika. Ef þið vitið svarið krossið þið við nafnið á hlutnum, klippið seðlana út úr blaðinu og geymið þá á vísum stað. Safnið saman öllum tíu hlutum getraunarinnar en þeir birtast einn af öðrum fram að jólum. Munið að senda ekki inn lausnirnar fyrr en allar þrautirnar hafa birst. Vinningar flmm til tíu eru bækur frá Eddu - útgáfu hf. Tilhugalíf - Jón Baldvin, Röddin - Arnaldur Indriðason, Nafnlausir vegir - Einar Már Guðmundsson, Leiðin til Rómar - Pétur Gunnarsson, Líf í skáldskap / Halldór Laxness - Ólafur Ragnarsson, LoveStar - Andri Snær Magnason, í upphafi var morðið - Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson, Stolið frá höfundi stafrófsins - Davíð Oddsson, Flateyjargáta - Viktor Ingólfsson, KK Þangað sem vindurinn blæs - Einar Kárason. | jólagetraun I *jL*á\ 10. bhtil j I Q Glnóúmpuar Q Lómagnúpur Q Rupúngamól I L , I I Nafn:______________________________________ I I I I Heimillsfang:______________________________ I I I I Staður:................................. I I I I Síml:______________________________________ I Sendist til: DV, Skaftahlíö 24, 105 Reykjavík Merkt: Jólagetraun DV Háskólabíó - Stelia í framboöi: ★ ★ ★ Sif Gunnarsdóttír skrifar gagnrýni um kvikmyndir. Stella Edda Björgvinsdóttir í hlutverki frambjóðandans. Þeink jú verí næs í fyrsta lagi þá er svolítið dular- fullt að Guðný skyldi frumsýna myndina Stella i framboði daginn sem allur hamagangurinn var eft- ir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri tilkynnti framboð sitt til Alþingis. 1 öðru lagi var ræða Guðnýjar á undan myndinni alveg tU að gera út af við þennan sið leikstjóra að halda þakkarræðu áður en myndin þeirra er sýnd. Drepfyndin. í þriðja lagi - já, í þriðja lagi þá er Stella komin aft- ur. Stella í framboði er náttúrlega framhald af hinni ofurvinsælu Stellu í orlofi sem hefur heillað kynslóðir upp úr skónum. Góð vinkona mín sem var varla fædd þegar sú mynd var frumsýnd get- ur vitnað í hana orðrétt enda finnst henni og vinum hennar vet- urinn ómögulegur ef ekki hefur verið safnast saman a.m.k. einu sinni til að horfa á Stellu (Edda Björgvinsdóttir), Salómon (Þór- hallur Sigurðsson) og öll hin vandræðast í sumarbústaðnum. í Stellu í framboði er Stella skil- in við sinn ómögulega mann (Gestur Einarsson) sem er orðinn fréttamaður sjónvarps, og alveg ótrúlega órakaður sem slíkur - ætli Bogi viti af þessu? Stella sjálf á fyrirtæki með vini sínum Salómon, Framkoma.is, sem sér um almannatengsl, framkomu og fleira frambærilegt. Þau eru að gera það gott með sjónvarpsþátt- um og hvaðeina en síðan gerast al- veg ótrúlegir hlutir og skemmst frá þvi að segja að Salómon dettur í það eftir að hafa verið edrú í sextán ár eða síðan hann fór í or- lof með Stellu og Stella sjálf fer í framboð fyrir annan miðjuflokk- inn sem sækist eftir völdum á Al- þingi. Guðný Halldórsdóttir kann vel að gera gamanmyndir. Persónur bregðast oft verulega einkennilega við aðstæðum svo að áhorfandinn veit ekkert á hverju hann á von og Guðný kann líka þá list að þaul- nýta brandara þannig að þeir verða fyndnari í hvert skipti sem þeir birtast áhorfandanum. Hand- ritið að Stellu í framboði heldur ekki dampi alian tímann og eru átök Salómons i sveitinni og árekstrar hans við flugmanninn Anton (Gísli Rúnar Jónsson) bet- ur skrifuð en flokkapotið í borg- inni. Sögumar í myndinni eru margar, enda mikið um skemmti- legar persónur sem lenda í fyndn- um misskilningi af öllu tagi, en stundum eru sögumar svo margar að myndin tekur á sig blæ smá- sagnasafns. Stella er fyrst og fremst verulega fyndin kvikmynd og eins og í öörum gamanmynd- um Guðnýjar þá er húmorinn þessi séríslenski þar sem hlegið er dátt að óförum annarra - svo það jaðrar við að vera sárt - enda lágu menn hver um annan þveran í bíó af hlátri. Edda Björgvinsdóttir er bara betri og glæsilegri en síðast og Stella í hennar meðförum er alís- lensk athafnakona sem kann að láta tískubylgjuna bera sig uppi. Þórhallur Sigurðsson, betur þekktur sem grínarinn Laddi, er alveg dásamlegur. Það verður eng- inn fullur eins og hann, eða pind- ur, eða glaður, og það er bara hægt að hlæja stjórnlaust að enda- lausum hrakförum hans. Gísli Rúnar er sömuleiðis skemmtileg- ur í gervi Antons, fyrrverandi flugkappa, sem hefur innréttað húsið sitt eins og flugvél, og allar senur í kringum hann eru vel heppnaðar. Kærustuna hans leik- ur Nína Dögg Filippusdóttir og gerir það með prýði. Ótal, ótal margir aðrir fínir leikarar koma við sögu og ómögulegt að nefna þá alla en ég get ekki annaö en þakk- að fyrir fullkomið dansatriði fé- laganna Steins Ármanns og Stef- áns Karls og skemmtilega takta Sigurðar Sigurjónssonar í hlut- verki stjómmálamannsins sem sigldi sinn sjó. Verður Stella í framboði költ- mynd eins og Stella í orlofi? Ómögulegt að segja, en ég trúi ekki öðra en að margur kvik- myndagesturinn gangi um næstu daga og segi „þeink jú verí næs“ í tíma og ótíma. Lelkstjórn og handrlt: Guöný Halldórs- dóttir. Kvikmyndataka: Hálfdán Theo- dórsson. Leikmynd: Þorkell Harðarson. Klipping: Elísabet Ronaldsdóttir. Tónlist: Ragnhidur Gísladóttir. Hljóö Pétur Einars- son. Leikarar: Edda Björgvinsdóttir, Þór- hallur Sigurösson, Gísli Rúnar Jónsson, Rúrik Haraldsson, Björn Jörundur, Örn Árnason, Ólafía Hrönn Jónsdóttir o.fl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.