Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2002, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2002, Blaðsíða 27
27 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2002 DV Tilvera Tracey Ullman 43 ára Breska gamanleik- konan Tracey Ullman á afmæli í dag. Ullman hóf feril sinn sem poppsöngkona og náði að koma einu lagi, They Don’s Know, í efstu sæti vin- sældalista um allan heim. Hún hafði leikið í breskum gamanmyndaflokk- um áður en hún fékk sinn eigin sjón- varpsþátt í Bandaríkjunum, The Tracey Ullman Show. Það var í þess- um þáttum sem Simpson-fjölskyldan kom fyrst fram í 30 sekúndna atriðum á milli atriða hjá Ullman. Eiginmaður hennar er framleiðandinn Allan McKeown og eiga þau tvö börn. Tviburarmr (2 ■v i Gildir fyrir iaugardaginn 21. desember Vatnsberinn (20. ian.-18. febr.): ■ Þú ættir að huga að | ~M persónulegum málum " þínum í dag og lofa öðrum að bjarga sér á eigin spýtur. Happatölur þínar eru 6, 13 og 15. Fiskarnir(19. febr.-20. marsl: Hætta er á að ákveðin Imanneskja komi af stað deilum ef margir hittast á sama stað. Reyndu að halda þig utan þeirra. Happatölur þínar eru 7, 18 og 23. Hrúturlnn (21. mars-19. apríi); . Ferðalag gengur að fóskum og ástæða er til að ætla að _ rómantík sé á næsta leiti. Þér gengur ekki eins vel í vinnunni. Nautið (20. apríl-20. mai): l Vinur þinn er hjálpsamur en ekki notfæra þér hjálpsemi hans án þess að endurgjalda hana. Happatölur þinar eru 14, 29 og 37. Tvíburarnir (21. maí-21. iúní): Þín bíður annasamur 'dagur bæði heima og í vinnunni. Fjölskyldan ætti að verá saman í kvöld. Happatölur þfnar eru 3, 31 og 32. Krabblnn (22. iúní-22. iúlí): Þú mætir mikilli | góðvild í dag og færð ' hjálp við erfitt ____ verkefni. Vinur þinn hefur um mikið að hugsa og þarf á þér að halda. Llónlð (23. iúlí- 22. áeústi: . Enginn veit jafiivel og þú hvemig best er að haga deginum 1 vinnunni svo þú skalt ekki láta aðra segja þér fyrir verkum. Mevian (23. áeúst-22, sept.l: ív. Vertujákvæður í garð -*\V^ þeirra sem vilja 'lLhjálpa þér en tekst ^ • f það kannski ekki vel. Kvöldið verður ánægjulegt. Happatölur þínar eru 6,17 og 32. Vogin (23. sept.-23. okt.l: J Þér er umhugað um Oy fjölskyldu þína og hún \ f nýtur athygli þinnar í r f dag. Notaðu kvöldið fyrir sjálfan þig. Happatölur þínar eru 5, 9 og 38. Sporðdrekinn (24. oKt.-2l. nóv.): Einhver er óánægður með frammistöðu ^þína í ákveðnum í viðskiptum. Sýndu fólki að þú vitir þínu viti. Happatölur þínar eru 2, 15 og 31. Bogmaðurlnn (22. nóv.-2i. des.l: .Aðstæður gera þér 'kleift að hrinda breytingum í fram- kvæmd án þess að þú þurtir að hafa mikið fyrir þvi. Happatölur þínar eru 7,11 og 35. Steingeitln (22. des.-19. iant; ^ ^ í dag virðast viðskipti ekki ætla að ganga frJr\ vel en ef þú ferð varlega og hlustar á ráð reyndra manna gengur allt að óskum. Ljósadýrðin og veisluhöld- in heiðin - segir Eyvindur P. Eiríksson, rithöfundur og Vestfjarðagoöi „Jólablótið er eitt af fjórum höf- uðblótum ásatrúarmanna og hald- ið til að fagna sólinni,“ segir Ey- vindur P. Eiriksson, rithöfundur og Vestfjarðagoði. „Þetta er sólar- blót á vetrarsólstöðum og haldið til að heiðra minningu forfeðra okkar og trú þeirra á sólina." Ey- vindir segir að þessu sjónarmiði vaxi stöðugt fiskur um hrygg. „Satt best að segja var kirkjan ekki mikið fyrir hátíðir meðan vald hennar var sem mest þannig að öll þessi ljósadýrð og veislu- höld eru í raun úr heiðni þó að fólk hugsi ekki mikið út í það.“ Táradalur eingyðistrúar- innar Eyvindir segir að því miður hafl allt verið svo dapurlegt og svart á meðan eingyðistrúin var sem sterkust. „Þetta var táradalur og menn áttu eingöngu að stefna í sæluna á himni og neita sér um allan munað og aga líkamann. Heiðnir menn hafa aldrei hugsað þannig og vita að fólk vill hafa það gott. Við höldum líka upp á sumar- daginn fyrsta, það er reyndar eini dagurinn sem við höfum fengið að hafa í friði, til að fagna vorinu. Síðan er blót á Þórsdegi í níundu viku sumars og annað fyrsta vetr- ardag þegar við þökkum fyrir sumarið og fognum vetrinum." Lýsir friði með öllum mónnum „ Jólin eru eldgömul hátið, Róm- verjar héldu til dæmis Satúrnus- arhátið á þessum árstíma og því var praktískt fyrir kirkjuna að skella fæðingardegi Krists á sama tíma. Hátíðin hefst með því að Jónína Kristín Berg allsherjargoði helgar blótið, stað og stund og lýsir friði með öllum mönnum og öllu lífi, síðan kveðum við gjaman inn á milli vísur úr Eddu, Völuspá og Hávamálum. Homið er látið ganga með helgum vökva og menn drekka til goða, vætta eða forfeðra sinna eða annars sem þeir hafa í heiðri.“ Á meðan á veislunni stendur logar eldur og þeir sem viija geta komið upp og tekið stóra homið og hafa orðið á meðan. „Sá sem hefur orðið hefur orðið.“ Eyvind- ur segist telja að það verði um hundrað manns á blótinu og mik- ið um dýrðir. „Menn lesa upp Ijóð og flytja erindi. Allsherjargoðinn heldur yfirleitt tölu og ýmsir kappar stiga á stokk. Ég reikna líka með að HUmar Öm Hilmars- son, Steindór Andersen og strák- amir mínir, þeir Erpur og Eyjólf- ur, komi fram ef ekkert óvænt kemur upp á hjá þeim.“ -Kip Gamall eldiviður Kárí Viimundarson segir aö sumar bækurnar séu frá því í byrjun næstsíöustu aldar. „Þær hafa efalaust veriö notaðar til aö kveikja upp í koiunum." Aö sögn Eyvindar P. Eiríkssonar Vestfjaröagoöa halda ásatrúarmenn sólarblót laugardagskvöldið 21. desember. „Jólin eru eldgömul hátíö, Rómverjar héldu til dæmis Satúrnusarhátíð á þessum árstíma og því var praktískt fyrir kirkj- una aö skella fæöingardegi Krists á sama tíma. “ Verð frá Skipholti 35 • Sími 588 1955 Gamlar bækur í kolageymslu Iðnaðarmennimir sem eru að vinna við SólvaUagötu í Reykjavík ráku upp stór augu þegar þeir brutu niður vegg og komu inn í gamla kolageymslu. í geymslunni var stafii af gömlum dagblöðum, bókum og sendibréfum. Kári Vilmundar- son, sem fann góssið, segir að elstu bækumar séu frá því rétt eftir næst- síðustu aldamót og því eitt hundrað ára gamlar og að elsta sendibréfiö sé frá 1935. „Ég veit ekki hvort bæk- umar eru eitthvað merkUegar, þær eru Uestar danskar eða franskar. Dagblöðunum hefur verið snyrti- lega raðað, þau elstu eru neðst þannig að það má lesa sig niður í gegnum söguna. Blöðin og bækum- ar hafa aö öUum líkindum verið notaöar tU að kveikja upp í kolun- um á sínum tíma en gleymst þegar hitaveita var sett í húsið.“ -Kip Allir íþróttaviðburáir í beinni á risaskjám. Pool. Eóður matseðill. Tökum að okkur hópa, starfsmannafélög. Stórt og gott dansgólf. Bæjarlind 4 • 201 Kópavagur • Sími 544 5514

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.