Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2002, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2002, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2002 Eréttir Álver í Reyðarfirði: Þarf ekki að fara i nýtt umhverfismat m .. . , - Alcoa fagnar ákvörðun Skipulagsstofnunar Skipulagsstofnun telur ekki ástæðu til að senda breytt áform um byggingu álvers í Reyðarfirði í um- hverfismat. Úrskurður Skipulags- stofnunar frá 31. ágúst 2001, um mat á umhverfisáhrifum 420 þúsund tonna álvers Reyðaráls, gildir því áfram fyrir 320 þúsund tonna álver sem Alcoa hyggst reisa í Reyðar- firði. Alcoa fagnar þeirri ákvörðun Skipulágsstofhunar. Mike Baltzell, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Alcoa segir að verk- smiðjan við Reyðarfjörð muni gegna lykilhlutverki í áætlunum Alcoa um að færa frekar út í kviam- ar í framleiðslu áls. „Við leggjum nú áherslu á að lækka framleiðslu- kostnað á sama tíma og við náum fram hámarksframleiðni. Á sama tíma og við erum að skoða ný verk- efni víðs vegar um heiminn munum við halda áfram að kanna hag- Alver Alcoa í Reyðarfirðí Þessi mynd sýnir hvernig fýrirhugaö álver kemur til meö aö líta út. kvæmni þeirra álvera sem við starf- rækjum nú, sér í lagi í Bandaríkjun- um þar sem dýr orka og starfsafl hafa dregið úr samkeppnishæfni margra álvera.“ Niðurstaða Skiplagsstofnunar þýð- ir að ekki verða tafir frá fyrri áætl- unum um framkvæmdatíma vegna álversáforma. Er nú beðið niður- stöðu stjórnar Alcoa sem búist er við að samþykki í byrjun janúar vegna fyrirliggjandi samninga við Lands- virkjun og fleiri aðila hérlendis. Áætlað er að þegar álver Alcoa hefur verið reist muni 455 einstak- lingar vinna beint fyrir Alcoa en að auki muni 295 störf skapast í tengsl- um við álverið. Alls er því gert ráð fyrir að 750 ný störf skapist á svæð- inu. Reiknað er með því að alit að 1.800 störf muni í heild skapast með- an á byggingu álversins stendur. Lokið er yfirferð lögfræðinga og annarra sérfræðinga á samningun- um sem náðust milli Alcoa, Lands- virkjunar, sveitarfélaga og ríkisins 13. desember. Var málið tekið fyrir á stjórnarfundi Landsvirkjunar síð- degis í gær þar sem samningur var áritaður. Verða samningar nú send- ir áfram til Bandaríkjanna til árit- unar og síðan lagðir fyrir stjómir samningsaðila. -HKr. Þriðja íkveikjan í Hjaltabakka á einu ári: Ibúar telja að kveikt hafi verið í - tilraun til íkveikju virðist hafa verið gerð á fleiri stöðum Það var nöturleg aðkoma að fjöl- býlishúsinu Hjaltabakka 10 í Neðra- Breiðholti eftir brunann í húsinu aðfaranótt flmmtudags. Að sögn íbúa er talið að um íkveikju hafl verið að ræða í kjailara, bæði í Hjaltabakka 8 og 10. Þá munu einnig hafa veriö ummerki um til- raun til íkveikju í Hjaltabakka 12 og 14. Ef rétt reynist að um íkveikju hafi verið að ræða er þetta í þriðja skiptið á tiltölulega skömmum tíma sem slikt gerist í þessari blokk. Lög- regla hefur málið til rannsóknar og ekkert hefur enn verið staðfest um orsakir brunans. Ibúar og starfsmenn hreinsunar- og flutningsfyrirtækja voru i gær og Upptök eldsins voru í kjallara í kjallara hússins er langur gangur og eldur hefur greinilega hlaupiö mjög hratt eftir einangrun á hita- veitulögnum. Hún er úr svampi og myndaöist kolsvartur og baneitraöur reykur þegar hún brann. DV-MYNDIR HARl Mikil þrif og mikill þvottur Starfsmenn frá fyrirtækinu Þrif og þvottur höfðu í nógu aö snúast, enda meira en heföbundin jólahreingerning. fyrradag í óðaönn að þrífa og flytja á brott húsgögn og annað búnað eft- ir brunann í fyrrinótt. Kona á efstu hæð i Hjaltabakka 8 sagðist hafa verið búin að skreyta og gera allt fint fyrir jólin. „Það var ekkert ann- að eftir en að skreyta jólatréð,“ sagði hún, en nú var öll íbúðin und- irlögð af sóti. í kjallara blokkarinnar, sem er U- laga, er gangur sem er opinn á milli allra stigaganga. Reykur og eldur á þvi greiða leið um allt húsið. Eldur náði þó ekki að breiðast út upp á íbúðahæðimar en skemmdir af völdum reyks eru sums staðar vem- legar I allt að 18 íbúðum í Hjalta- bakka 8, 10 og 12. Einhver reykur mun einnig hafa komst í íbúðir í Að hjálpa nágrönnunum Guömundur Halldórsson, 10 ára, á heima á Hjaltabakka 4. Hann var kominn til aö hjálpa nágrönnum sín- um aö taka saman húsbúnaö og annaö dót svo hægt væri aö þrífa. Hjaltabakka 6. Alls eru 52 íbúðir í blokkinni allri. Greinileg ummerki eru um eldinn í geymslum kjallara á milli þriggja stigaganga sem hlaupið hefur eftir einangrun úr svampi sem er utan um hitaveitu- lagnir. Smiðir á vegum tryggingafé- laganna, sem þama voru að skoða verksummerki, sögðust aldrei hafa séð svona einangrun. Töldu þeir lík- legt að slíkt væri kolólöglegt í dag. Að sögn Finnboga Karfssonar, íbúa á efstu hæð í Hjaltabakka 10, er þetta í þriðja skiptið sem kveikt virðist vera í síðan hann flutti í hús- ið fyrir fjóram árum. Fleiri íbúar í blokkinni höfðu sömu sögu að segja. „Það var íkveikja í kjailara við stigagang númer 14 í febrúar," sagði Finnbogi. „Síöan var kveikt í hér í hjólageymslunni hjá okkur 1 númer 10 fyrir þrem vikum. Við vorum ný- búin að taka til í geymslunni þegar kveikt var í. Þá fylltist allt af reyk en einn íbúanna brást snarlega við og slökkti eldinn. Maður var því óvenju rólegur þeg- ar reykskynjarinn fór í gang í nótt og ég hélt að nágranni okkar myndi redda þessu eins og síðast. Ég varð fyrst var við að sjónvarpið datt út og síðan fór reykskynjarinn i gang.“ Ingólfur Kristjánsson, sem býr í næstu íbúð við Finnboga, sagði að kolsvartur reykjarmökkur hefði ver- ið í stigaganginum og ómögulegt að flýja þar út. Því hafi ekki verið um annað að ræða en fara út á svalirnar. Finnbogi sagði sér ekki hafa ver- ið farið að standa á sama enda var svartur reykurinn farinn að liðast inn í íbúðina með hurðinni. Hann hefði því farið út á svalir eins og aðrir ibúar. Þaðan hefði slökkvilið- ið bjargað fólki fumlaust og örugg- lega. -HKr. VAGNHOFÐA 23 • SIIVII 590 2000 • WWW.BENNI.IS ijíiyii/íiJJ 5 REYKJAVIK AKUREYRI . Sólarlag í kvöld 15.30 15.15- Sólarupprás á morgun 11.22 11.07 Síödegisflóð 19.35 00.Ö8 Árdegisflóö á morgun 07.52 11.25 Slydda eða rigning Suðaustan 10-15 og slydda eða rigning sunnan- og vestanlands á morgun en hægari og úrkomuminna norðaustan til. 'Jj£lJJJ Slydda eða rigning Suöaustan 10-15 og slydda eða rigning-sunnan- og vestanlands á morgun en hægari og úrkomuminna noröaustan til. Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur HHi 1* Hiti 1” w Hiti 1“ til 6* ti(6° «16° Vindur 3-8 m/s Vindur: 3-8 "V* Vindur: 3-8%* * * * f§ Vœtusamt en fremur mllt veður en dálrtil slydda eöa snjókoma norðvestan til. Vœtusamt en fremur milt veður en dálrtll slydda eða snjókoma norðvestan tll. Vætusamt en fremurmift veðui en dálrtil slydda eða snjókoma norðvestan tH. m /q Logn 0-0,2 Andvari 0,3-1,5 Kul 1,6-3,3 Gola 3,4-5,4 Stinningsgola 5,5-7,9 Kaldi . 8,0-10,7 Stinningskaldi 10,8-13,8 Allhvasst 13,9-17,1 Hvassviöri 17,2-20,7 Stormur 20,8-24,4 Rok 24,5-28,4 Ofsaveöur 28,5-32,6 Fárviöri > = 32,7 vmmm / ’ AKUREYRI snjóél -2 BERGSSTAÐIR alskýjað -1 BOLUNGARVÍK úrkoma í grennd 2 EGILSSTAÐIR alskýjaö -3 KIRKJUBÆJARKL. súld 4 KEFLAVÍK súld 0 RAUFARHÖFN alskýjað -2 REYKJAVÍK skýjaö 3 STÓRHÖFÐI skýjað 3 BERGEN hálfskýjaö 3 HELSINKI alskýjað 1 KAUPMANNAHÖFN skýjaö 1 ÓSLÓ skýjað 0 STOKKHÓLMUR 4 ÞÓRSHÖFN úrkoma í grennd 1 ÞRÁNDHEIMUR snjóél -1 ALGARVE þokumóða 16 AMSTERDAM alskýjaö 0 BARCELONA alskýjaö 14 BERLIN CHICAGO alskýjað 1 DUBLIN súld 8 HALIFAX haglél 1 FRANKFURT þoka -4 HAMBORG þokumóða 0 JAN MAYEN skafrenningur -11 LONDON súld 4 LÚXEMBORG frostúði -1 MALLORCA skýjað 15 MONTREAL alskýjaö 1 NARSSARSSUAQ skýjaö 2 NEW YORK þokumóöa 11 ORLANDO alskýjað 21 PARÍS þokumóða 7 VÍN léttskýjaö -6 WASHINGTON rigning 11 WINNIPEG -5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.