Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2002, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2002, Blaðsíða 10
10 DV LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2002 Útgáfufélag: Útgáfufélagið DV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Aóalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aöstoóarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Skaftahlíö 24,105 Rvík, simi: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5749 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plótugerö og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Kirkja án ábyrgðar Bandaríski kardinálinn Bernard Law er á leið i klaustur til að hugsa sitt ráð. Þessi æðsti yfirmaður kaþólikka í helsta vígi þeirra vestanhafs væri betur kominn innan rimla fangelsis. Þar á hann heima ásamt fjölda annarra klerka sem hafa ýmist ekki þorað að taka á málum barna- níðinga innan kirkjunnar eða eru sjálfir fastir í forinni. Boston og nágrenni hefur nötrað af reiði út í kirkjunnar menn. Hneykslið er viðbjóðslegt. Kaþólska kirkjan er i sárum. Og kann ekki að skammast sín. Það tók Bernard Law óhemjulangan tima að segja af sér og i reynd ætlaði hann sér aldrei að taka ábyrgð á ógeðsleg- um ofbeldisverkum undirmanna sinna í Boston og viðar í ríkjunum norðan New York. Þeir hafa hver af öðrum verið staðnir að kynferðisglæpum gegn ungum drengjum og framan af var lagt slikt ofurkapp á að fela málavöxtu og hylma yfir hneykslismálin af yfirmönnum kirkjunnar að leggja má að jöfnu við glæpinn sjálfan. Það ríkja viða mið- aldir enn þá. Myrkar miðaldir. Sagan af Law sýnir ábyrgðarleysi kaþólsku kirkjunnar. Hún þorir ekki að horfast í augu við gjörðir sínar. Vissu- lega var slegið á hendurnar á Bernard Law þegar hann heimsótti Vatikanið á dögunum þar sem hann baðst enn og aftur fyrirgefningar þeirra sem eiga um sárt að binda „vegna vangetu hans og mistaka.“ Hann kvaðst ætla að íhuga eigin framtið. „Eftir jólin ætla ég að fara í stutt fri með nokkrum vina minna úr prestastétt en siðan ætla ég að dvelja um hrið í klaustri.“ Mistök Laws kölluðu óbærilegar kvalir yfir fjölda drengja víða um Massachusetts og nágrannaríki. Á meðan hann tók ekki á málum barnaníðinganna í eigin stétt héldu þeir miskunnarlaust áfram óeðli sínu og ofbeldi - og svo var um mánuði og ár. Sér er nú hver ábyrgðin. Og svo á bara að skella sér i klaustur eftir fríið til að hugsa sín mál. Og sjálfur páfinn ítrekar sem fyrr að ofbeldi gegn börnum verði aldrei liðið innan kaþólsku kirkjunnar. Sannleikur- inn er hins vegar allt annar. Kaþólska kirkjan hefur einmitt liðið barnaníðinga um áratugi og líklega aldir. Hún hefur margsinnis vikið sér undan ábyrgð i þessum efnum eins og fjöldi dæma sýnir, jafnt vestan hafs sem austan. Nægir þar að nefna hrikalega sögu frá suðaustanverðu írlandi. Þangað réðst glysgjarn og galvaskur prestur á áttunda áratugnum til lítils kaupstað- ar sem heitir Fethard-on-Sea. Hann hét Sean Fortune. Og fyrirfór sér mörgum árum seinna með 66 kærur fyrir fram- an sig. Saga þessa illmennis sýnir vel hvernig kaþólska kirkjan hengir haus í alvarlegustu hneykslismálum sínum. For- tune var sendur til Fethard-on-Sea enda þótt fyrir lægi vit- neskja kirkjunnar manna um ódæðisverk hans í annarri sókn. Hann tók strax til við fyrri iðju sína á nýjum stað og er vitað til þess að hann hafi nauðgað og svivirt tugi drengja í bænum á næstu árum. Þegar loksins var kvartað til biskups kvaðst sá hinn sami „ekki geta trúað sliku upp á hempuklæddan mann.“ Það tók kaþólsku kirkjuna átján ár að svipta Fortune kjól og kalli. Allan tímann vissu yfirmenn hans af svo gróf- um ofbeldisverkum hans. Um tíma var hann sendur á fjöl- miðlanámskeið til Lundúna af biskupi sínum á meðan hörðustu andmælin heyrðust frá söfnuðinum en að tveim- ur árum loknum var hann sendur í aðra sókn á írlandi. Og byrjaði aftur. Fortune svipti sig lífi þegar lögreglan tók til sinna ráða. Eftir lifir kirkjan og klaustrin sem enn eru skjól fyrir Law og hans líka. Sigmundur Ernir Framsókn í vörn Auðvitað treysta Samfylkingar á að Alfreð Þorsteinsson verji stöðu sína sem stjórnarformaður Orkuveitu Reykja- víkur með því að tryggja áframhaldandi samstarf innan R-listans. Auðvitað trúa þeir ekki að Árni Þór Sigurðsson, fulltrúi vinstri-grænna, fórni embætti forseta borgar- stjórnar. JfJMw ÓliBjörn -•■4'*/ Kárason jgfefej. aöalrítstjórí Framsóknarflokkurinn á í vök aö verjast í höfuðborginni, þrátt fyrir að formaður flokksins, Hall- dór Ásgrímsson, hafi ákveðið að taka sæti á framboðslista flokksins í norðurkjördæmi fyrir komandi kosningar. Niðurstaða skoðana- könnunar DV um fylgi flokkanna leiðir í ljós að hugsanlegt sé að Halldór Ásgrímsson nái ekki kjöri þróist mál ekki á betri veg. Um það verður ekki deilt að póli- tiskur árangur R-listans hefur ver- ið mikill undanfarin ár og þar hef- ur hlutur Ingibjargar Sólrúnar að líkindum ráðið úrslitum. Þrisvar sinnum í röð hefur kosningabanda- lag vinstri manna haft Sjálfstæðis- flokkinn undir í borgarstjórnar- kosningum. En samstarf vinstri manna hefur ekki verið án fórna. Halldór Ásgrímsson hefur opin- berlega lýst áhyggjum sínum af því að innra starf framsóknarmanna í Reykjavík hafi liðið fyrir þátttök- una í R-listanum. í ágúst árið 2000 skrifaði ég pistil um stöðuna í borg- inni í kjölfar DV-yfirheyrslu yfir Aifreð Þorsteinssyni, eins áhrifa- mesta stjórnmálamannsins innan Framsóknar og eindregins stuðn- ingsmanns samstarfsins innan R- listans. Þar sagði meðal annars: „Á síðustu misserum hefur mátt merkja efasemdir meðal margra framsóknarmanna um hversu heppilegt samstarfið innan R-list- ans er fyrir Framsóknarflokkinn. Margir eru á þvi að innra starf flokksins í Reykjavík sé lamað og verði hvorki fugl né fiskur ef fram- sóknarmenn taka ekki beinan þátt í sveitarstjórnarmálum í höfuð- borginni með sjálfstæðu framboði. Halldór Ásgrímsson er einn þeirra sem hafa efasemdir um að stjóm- málaflokkur sem vill starfa á lands- visu og taka þátt í mótun samfé- lagsins skuli ekki starfa með eðli- legum hætti í stærsta og mikilvæg- asta sveitarfélaginu. Þessu er Al- freð Þorsteinsson ekki sammála, vegsemd hans hefur aldrei orðið jafnmikil innan Framsóknarflokks- ins og hann hefur talið eðlilegt. Vegsemd hefur Alfreð hins vegar sótt til vinstrimanna og fyrir það er hann þakklátur. Framsóknarklemma Framsóknarmenn í Reykjavík eru augljóslega í töluverðri klemmu. Þátttaka þeirra í R-listan- um hefur fært þeim völd og áhrif í höfuðborginni sem þeir hefðu ann- ars ekki haft og pólitík gengur út á að ná völdum og hafa stöðu til að hafa áhrif á umhverfi sitt. En um leið hafa þeir tekið þátt i að „ala“ upp nýjan og öflugan leiðtoga fyrir annan stjórnmálaflokk - stjórn- málaflokk sem sækir í mörgu á sömu mið og framsóknarmenn í landsmálum. Klemman sem framsóknarmenn eru í, og raunar vinstri-grænir einnig, er mikil. Eftir tæplega níu ár I pólitísku samfloti við vinstri flokkana I höfuðborginni og að því er virðist jafnlanga vanrækslu í innra starfi kann svo að fara að þeir nái ekki inn kjördæmakjörn- um þingmanni í Reykjavík. Og áfallið er enn meira þegar haft er í huga að formaður flokksins er í framboði. En jafnvel þó framsókn- armenn brytust út úr R-listanum til að styrkja innra starf flokksins, kann slíkt að valda þeim enn meiri erfiðleikum og verða vatn á myllu andstæðinga flokksins. Brestir Framboð Ingibjargar Sólrúnar er áfall fyrir samstarf þríflokksins sem myndar R-listann. Um það þarf enginn að efast að límingin sem haldið hefur saman sundurlausum hópi er annars vegar andstaðan við Sjálfstæðisflokkinn og hins vegar trúin og traustiö á hinn sterka for- ingja - á Ingibjörgu Sólrúnu. Traustið er farið og trúnaðurinn er enginn eftir atburði síðustu daga. Þegar þetta er skrifað bendir fátt til þess að vinstri mönnum takist að laga þá bresti sem myndast hafa í samstarf þeirra í höfuðborginni. Þó eru griðarlegir pólitískir hags- munir í húfi samhliða persónuleg- um hagsmunum einstakra borgar- fulltrúa. Auðvitað treysta Samfylk- ingar á að Alfreð Þorsteinsson verji stöðu sína sem stjómarformaður Orkuveitu Reykjavíkur með því að tryggja áframhaldandi samstarf innan R-listans. Auðvitað trúa þeir ekki að Árni Þór Sigurðsson, full- trúi vinstri-grænna, fómi embætti forseta borgarstjómar. Samfylking- ar treysta og trúa því að Alfreð og Árni Þór sætti sig við orðinn hlut í rólegheitum jólanna. Vandinn virðist hins vegar vera sá að brestimir innan R-listans rista dýpra en framboð Ingibjargar Sólrúnar. Ekki er hægt að draga aðrar ályktanir af orðum Halldórs Ásgrímssonar hér í DV síðastliðinn flmmtudag en að efasemdir hans um R-listann séu djúpstæðar og að ákvörðun Ingibjargar Sólrúnar staðfesti þær enn frekar: „I öðra lagi eru miklar áhyggjur af því hvemig fulltrúar Samfylkingarinn- ar i borgarstjóm íjandskapast út í fyrirhugaðar orku- og stóriðjufram- kvæmdir. Við teljum að þær varði ekki einungis landsbyggðina held- ur ekki síður hagsmuni höfuðborg- arinnar. Það er vaxandi atvinnu- leysi og ef á að vera hægt að standa undir auknum kröfum hér á höfuð- borgarsvæðinu á sviði heilsugæslu, mennta- og samgöngumála verða auknar þjóðartekjur að koma til. Okkur finnst skorta verulega á að fulltrúar Samfylkingarinnar skynji hagsmuni höfuðborgarinnar í þessu stóra máli. Af þessu höfum við miklar áhyggjur." Framsóknarflokkurinn i Reykja- vík glímir við vanda sem formaður flokksins verður að leysa til að tryggja flokknum eðlilegt gengi í komandi kosningum. Auðvitað er þetta ekki í fyrsta skipti sem fram- sóknarmenn í höfuðborginni eiga í vök að verjast, en vömin hefur að líkindum aldrei verið erfiðari en einmitt nú. Framboð Ingibjargar Sólrúnar er ekki orsök vandans heldur eykur aðeins á hann. SkoOanakonnun JJV um tylgi stjornmalatlokkanna 1 Keykjavik: Halldór úti en Ingibjörg inni Framsóknarflokkurinn fengi engan mann kjörinn i Reykjavíkurkjördæmunum sem þýöir aö Halldór Ásgrimsson, formaöur flokksins, er úti i kuldanum ef kosiö væri nú. Fylgi Sjálfstæöisflokks og Samfylkingar er nánast jafn mikiö sem einnig verður aö teljast stórpólitisk tiöindi í höfúöborgarkjör- dæmunum. Ingibjörg Sólrún Gisladóttir borgarstjóri, taki hún 5. sætið I Reykjavík- norður, er inni. Þessar niöurstööur skoöanakönnunar DV, sem gerö var á miövikudag, voru born- ar undir Halldór Ásgrimsson I morgun. Af viöbrögöum hans er ljóst aö þingframboö Ingibjargar hefúr ýft öldumar i R-listasam- starflnu. „Þaö er alveg ljöst aö meö þeirri ákvörö- un Samfylkingarinnar aö ætla sér aö draga R-listasamstarflö beint inn i kosningabaráttu Samfylkingarinnar munu skerpast mjög línur flokkanna 1 Reykjavik," sagöi Halldór viö DV I morgun. Þegar litiö er til samaniagös fýlgis úr báöum kjördæmum og þeirra sem af- stööu tóku sögöust 5,7 prósent ætla aö kjósa Framsóknarflokkinn, 38,9 prósent Sjálfstæöisflokkinn, 1,2 prósent Frjálslynda flokk- inn, 37,6 prósent Samfylkinguna og 15,6 prósent Vinstrihreyfinguna - grænt framboð. Bryndís Hlööversdóttir, þingflokksformaöur Samfylkingarinnar, sagöi ákveöna vísbendingu felast f niöurstööum könnunarinnar. „Samfylkingin hefúr veriö aö eflast þótt all- ar skoöanakannanir eigi aö taka meö fyrir- vara. Þetta er þó ákveðin visbending en þaö er ekki nokkur vafi aö framboð Ingibjargar Sólrúnar og umræöan um það hefúr styrkt Samfylkinguna enn frekar í Reykjavík. Viö höldum keik inn i næsta ár,“ sagði Bryndís viö DV í morgun. Mikill órói og titringur hefur veriö innan R-listans frá þvi Ingibjörg Sólrún tilkynnti ákvöröun sína um aö taka 5. sæti á framboðslista Samfýlkingarinnar i ReykjavikurKjördæmi-noröur. 1 sameiginlegri yfirlýsingu framsóknarmanna og vinstri-grænna segir aö ákvöröunin samrýmist samkomulagi sem R-listinn ákvöröun sinni um að taka Samfylkingarinnar í Reykjavlk hefúr borgarstjóri því í raun ákveöið aö hverfa úr stóli borgarstjóra." -hlh m NÁNARI UMFJÖLLUN Á BLS. 2, 4,16 OG BAKSÍDU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.