Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2002, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2002, Blaðsíða 43
að fjalla um ReykjavíkurflugvöU í Bylgjufréttum og deilurnar varðandi staðsetningu hans í framtíðinni. Jók hún sífellt lestrarhraðann eftir þvi sem á fréttina leið, þar til hún fór á endanum fram úr sjálfri sér og sagði undir lok fréttarinnar: „Vinstri greiningin hreint fram- boð hefur boðað til fundar um flug- vallarmálið ..." Augnaðgerðin Það var óhemju mikið að gera á Vísi í tengslum við alþingiskosning- arnar 1979. Birtar voru myndir af öll- um helstu frambjóðendum flokkanna um allt land og annaðist Jens Alex- andersson á Ijósmyndadeildinni úr- vinnslu myndanna fyrir blaðið. Þurfti hann vitaskuld að lagfæra eitt og annað, svo að prentgæði þeirra yrðu sem best, og dó þá aldrei ráða- laus. Mitt í þessu kosningaamstri fékk Jens í hendur andlitsmynd af fram- bjóðanda úti á landi, sem virtist alls ekki nægilega vakandi yfir framhoði sínu að mati ljósmyndarans, enda var annað auga hans lokað. Jens tók sig því til og „opnaði“ það, vitaskuld með tækni þessa tíma. Skemmst er frá því að segja, að „uppskurðurinn" tókst vel, en daginn sem þessi mynd birtist í Vísi voru símalínumar hins vegar rauðglóandi á skrifstofu blaðs- ins. Umræddur frambjóðandi var nefnilega eineygður. íkomamir Það var einnig í morgunþætti Bylgjunnar. Þorgeir Ástvaldsson, annar stjórnandi þáttarins, las upp úr Morgunblaösfrétt í rauðabítið og greindi þannig frá innihaldi hennar í fyrstu, að hlustendur héldu vafalítið að undur og stórmerki hefðu gerst í Rússlandi. Samkvæmt upplestri hans, þá höfðu nýlega fundist fjögur hundruð ára gamlir íkornar þar í landi og hafði hann lesið meira en helming fréttarinnar þegar honum urðu ljós mistök sín. í fréttinni var nefnilega ekkert minnst á þessa dýrategund, heldur fjallaöi hún um fund á fjögurra alda gömlum íkon- um, en það munu vera grísk-kaþólsk- ar helgimyndir. Svín og mjólk Ævar Kjartansson, þulur og dag- skrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarp- inu til margra ára, átti einhverju sinni að lesa auglýsingu frá Kjötbúð Tómasar, þess eðlis, að þar fengjust í fréttam cr þetta helst ný svínarif. Ævari urðu hins vegar á smávægileg mistök við lesturinn og hljómaði auglýsingin svo: „Nýtt svínarí! Kjötbúð Tómasar." Skemmst er frá því að segja, að kjötbúðin fylltist á augabragði af fólki á öllum aldri, enda vildi enginn missa af svínaríinu og ekki harmaði starfsfólk búðarinnar þennan mis- lestur Ævars - sem vonlegt var, mið- að við athyglina sem þessi auglýsing vakti. Kalið Eitt vorið þegar miklar fréttir bár- ust úr Eyjafirði um verulegt kal í túnum var Stefán Jónsson, frétta- maður hjá Ríkisútvarpinu, orðinn svo leiður á að skrifa um kal- skemmdirnar, að í einni frétt breytti hann orðalaginu og skrifaði að það væri „mikið tal í kúnum“. Jón Múli las þetta síðan upp fyrir alþjóð án þess að hika. Klámsstaðir Ósjaldan voru sagðar fréttir i út- varpinu af ræktunarafrekum Klem- enzar á Sámsstöðum. Þegar Stefán Jónsson fréttamaður pantaði símtöl við Klemenz í 02, þá bað hann ávallt um Semens á Klámsstöðum - og fékk samband. Hauslausir Kóreumenn Jörundur Áki Sveinsson knatt- spyrnuþjálfari var einn af fjölmörg- um fótboltaspekingum sem íþrótta- fréttamenn Stöðvar 2 og Sýnar höfðu sér til halds og trausts í lýsingum frá siðustu heimsmeistarakeppni í knattspyrnu. Hafði hann vitaskuld margt til málanna að leggja, eins og þetta, sem skaust út úr honum í viðureign Suður-Kóreu og Póllands: „Þótt Kóreumennirnir séu höfðinu styttri þá eru þeir að vinna alla skallaboltana." Ragnheiður Ásta syngur með Pavarotti Ragnheiður Ásta Pétursdóttir var einhverju sinni á vakt þegar leikið var lagið „0 sole mio“ með Luciano Pavarotti. Ragnheiður Ásta lifði sig inn í tónlistina og söng með af hjart- ans lyst inni í stúdíóinu. Þegar lagið var að enda tók hún eftir þvi að hún hafði gleymt að setja hlétakkann á, græna ljósið hafði logað allan tím- ann og söngur hennar því borist út til hlustenda um leið og söngur Pavarottis. En gamall og reyndur þulur lætur slíkt ekki á sig fá. Ragn- heiður Ásta afkynnti ofur rólega: „Luciano Pavarotti og fleiri sungu „0 sole mio“. Raggi Bjama Hinn ástsæli dægurlagasöngvari, Ragnar Bjarnason, stjórnaði um tíma útvarpsþætti á FM 957. Fékk hann ýmsa góða gesti í spjall og kom það eitt sinn í hlut Júlíusar Vífils Ingv- arssonar óperusöngvara. Var glatt á hjalla hjá Ragga og Júlíusi, hinn síð- arnefndi reytti af sér hvern brandar- ann af öðrum úr óperuheiminum og veltust þeir um af hlátri, allt þar til þættinum var í þann veginn að ljúka. Þá gerðist Raggi alvörugefinn og sagði: „Svona í lokin, Július, segðu mér nú frá einhverju sniðugu sem skeði i óperunni!“ Nokkur mismæli sjónvarps- fréttamanna - í beinni útsend- ingu Heimir Már Pétursson; „Heilbrigðisráðherra tók ákvörðunina að höfðu samrœði við lœkna. “ Kolfmna Baldvinsdðttir: „Ekki er vitað um upptök eldsins, en fólk sem bjó í næsta húsi kallaði á slökkviliðið frá Patreksfirði, sem er 60 kílómetra frá, og var slökkvilið- ið brunnið þegar það kom.“ Telma Tómasson; „Fœrð hefur hvergi komið í veg fyrir að kjósendur kœmust á kjör- stað. “ Auöun Georg Ólafsson: „Kvennalistinn heldur áfram eng- um þingmanni.“ Haukur Hólm; „Eins og sést, er ekkert að sjá. “ Sagt í blindbyl á Hellisheiði. Elís Poulsen, fréttaritari Stöðvar 2 í Færeyjum: „Allir limir eru harðir í verkfall- inu.“ Er ekki færeyskan dásamleg? Edda Andrésdóttir; „Og talandi um snáka, hingað er mœttur Halldór Runólfsson yf- irdýralœknir til að rœða um hrossasóttina. “ Það er svo Sigmundur Ernir Rún- arsson sem slær botninn í þetta með eftirfarandi áminningu: „Við minnum á ellefu fréttir sem hefjast stundvíslega klukkan 22.30.“ LAUCARDAGUR 21. DESEMBER 2002 Hcí/cjct rb/ticJ DV 4~7 I Europris bjóðum eingöngu svínakjöt nýreyktir 1. fl. gæði Nýtt svínakjöt í úrtfali StfínalunJir Nautalundir Kalkúnn Hátíðakjúklingur 1.fl. nýir og ófrosnir úrbeinaður úrbeinað 6 strengja Stór handmáluð Mörg mótív í gylltum ramma 70 x 80 cm mnmmmm HAMBORGARHRYGGIR SVINABOGAR OLIUMALVERK OPIO í dag 10-22 Sunnuaag 10-22 Þorláksmessu 10-23 Aðfangadag 10-14 iim 250gr. €1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.