Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2003, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2003 DV Fréttir Landssíminn velur utanaðkomandi endurskoðanda vegna fjárdráttarins: Málið m mjög alvar- legumaugum Vegna fréttaflutnings liðinna daga, þar sem m.a. er gefið til kynna að upp hefði átt að komast um umfangsmikinn fjárdrátt og bókhaldssvik við venjubundið innra eftirlit eða eftir atvikum ytri endurskoðun hefur Landssím- inn sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að málið sé litið mjög alvarlegum augum. Um sé að ræða persónulegan harmleik þeirra sem að málinu koma en að málið sé enn á frumstigi og óljóst um umfang þess. Tekið er fram að einn hinna grunuðu sé fyrrum að- algjaldkeri félagsins og hafi því gegnt mikilvægum trúnaðarstörf- um. Fyrir liggi að átt hafi verið við miðlægan bókhaldshugbúnað með kerfisbundnum hætti og þar með hafi villum og rangfærslum verið komið fyrir í bókhaldi fé- lagsins gagngert í því skyni að hylja slóð þeirra greiðslna sem til athugunar séu. Við slíkar aðstæð- ur sé óvíst að venjubundnar end- urskoðunaraðferðir hefðu komið upp um slík ásetningsbrot. Málið er í nú höndum efnahags- brotadeildar ríkislögreglustjóra og rannsóknarhagsmunir miklir. Þetta hamlar því að Landssíminn geti tekið þátt í umfjöllun fjöl- miðla. Segir í tilkynningunni að þeim sé einungis kleift að vinna með lögreglunni í að upplýsa mál- ið sem og að yfirfara vinnubrögð þeirra ef vera mætti til að fyrir- byggja slíka atburði. A stjórnarfundi sl. föstudag var ákveðið að fela forstjóra að ráða utanaðkomandi löggiltan endur- skoðanda að fara yfir verkferla. í gær var síðan Ólafur Nilsson, lög- giltur endurskoðandi, ráðinn til starfans. Jafnframt hefur stjómin óskað eftir því við endurskoðendur fyr- Brynjólfur Bjarnason. Olafur Nilsson. irtækisins, Ríkisendurskoðun, að þeir skili greinargerð um málið. Að gefnu tilefni vill Landssím- inn taka fram að lánveitingar fyr- irtækisins hafi afmarkast við dótt- ur- og hlutdeildarfélög, að fengnu samþykki stjórnar félagsins. Jafn- framt hafi fyrirtækið ávaxtað laust fé á hverjum tíma í gegnum viðurkenndar fjármálastofnanir. Að síðustu séu dæmi um skuld- breytingar vegna vanskila ein- stakra viðskiptamanna. -EKÁ Ríkisendurskoöandi vegna fjárdráttarins: Ekkert eftirlíts- kerfi er 100 prósent fullkomið Kveikjan að því að innra eftirlit Landssímans komst að fjárdrættinum sem fyrr- verandi aðalgjaldkeri fyrir- tækisins hefur játað á sig var fyrirspum frá skattyfirvöld- um en þau voru að rannsaka fyrirtæki mannanna tveggja sem grunaðir eru um hlut- deild í verknaðinum. í kjöl- farið tók innri endurskoðun Landssímans út ákveðna þætti bók- halds þess og eftir að böndin bárust að aðalgjaldkeranum var honum samstundis sagt upp störfum. Talið er að gjaldkerinn hafi dregið sér allt að 150 milljónir króna á fjögurra ára tímabili. Menn hafa velt fyrir sér hvort Ríkisendurskoðun og innra eftirlit Landssímans hafi brugðist hlut- verki sínu þar sem málið komst ekki upp fyrr en eftir fyrirspurn frá þriðja aðila. Sigurður Þórðarson ríkisendur- skoðandi sagði í samtali við DV í gær að ekkert eftirlitskerfi væri svo fullkomið að það héldi 100%. Hann sagði þó að þegar svona mál kæmu upp væri hægt að segja að allir hlut- aðeigandi aöilar hefðu brugðist á einhvem hátt. Hann benti hins veg- ar á að málið yrði að skoða í heild og að fjárhæðimar sem um ræddi væm aðeins brot af heildar- veltu Símans og að tölurnar skekktu ekki upplýsingar um fjárhag og rekstur Landssím- ans. Hann sagði að Ríkisend- urskoðun væri að rannsaka málið og myndi síðan gefa stjórnendum Landssímans skýrslu að rannsókn lokinni. Heiðrún Jónsdóttir, upplýs- ingafulltrúi Landssímans, sagði að auðvitað þyrfti að skoða hvað betur hefði mátt fara til þess að fyrirbyggja að slíkt kæmi upp aft- ur. „Við erum ekki að skorast und- an ábyrgð. Tjónið er hjá okkur og við þurfum að skoða verkferli okkar í heild.“ Hún sagði aö menn yrðu aö hafa í huga að brotin hefðu verið framin á kerfisbundinn hátt og á löngum tíma og að slóðin hefði ver- ið vel falin. Hún viðurkenndi þó að það væri öllum hollt að líta í eigin barm og athuga hvað hefði farið úr- skeiðis. Eins og fram hefur komið í DV hafa mennirnir tveir sem grunaðir em um hlutdeild í fjárdrættinum borið því við að þeir hafi verið í góðri trú þegar þeir tóku við allt að 100 milljónum króna frá fyrrum að- algjaldkeranum og talið að um lán frá Landssímanum hafi verið að ræða. -EKÁ Siguröur Þóröarson. Stuttar fréttir Gæslumál í athugun Ríkislögreglu- stjóri kannar nú gæslumál á Bessa- stöðum í kjölfar þess að tveir menn frá Popp-tíví komust fram hjá lögreglumönnum á Bessastöðum. At- vikið átti sér stað skömmu fyrir ríkisráðsfund sl. fóstudag. Sjálfur mun forsetinn hafa sagt að hann kæri sig ekki um strangari gæslu. Vilja kaupa þrotabú Fyrirtækið Marval ehf. hefur lýst áhuga á kaupum á þrotabúi íslandsfugls. Jafnvel verður geng- ið frá samningi í dag. DV-MYND GVA Borgin í sumarlitlna Voriö er tími framkvæmda. Þaö gildir á Kirkjutorgi eins og annars staöar. Þessi vaski málari setti lit á varnargrindur umhverfis aspir borgarinnar. ■j u leiðsla mun samkvæmt því hefjast á fyrsta ársfjórðungi 2005. Gert er ráð fyrir að um 200 manns muni starfa við verksmiðjuna. Víkur- fréttir greindu frá. Gripu í tómt Eggjatínslumenn gripu í tómt þegar þeir hófu eggjaleit á hefð- bundnum tíma í Hornbjargi í lið- inni viku. Fuglafræðingur telur að fulginn hafl ekki nóg æti til að hefja varp. bb.is greindi frá. Tap hjá LífAust Heildareignir Lífeyrissjóðs Austurlands minnkuðu um ríflega 800 milljónir frá árinu 2001 til 2002. Tap af flárfestingum á sama tíma nam ríflega 1300 milljónum. Uppselt á Kanawa Miðar á tónleika söngkonunnar Kiri Te Kanawa seldust upp á tveimur stundum. Ekki er Ijóst hvort efnt veröur til aukatónleika. Tekur til starfa Kaupþing Búnaðarbanki hf. tek- ur til starfa í dag. Stálpípum flýtt Stálpípufyrirtækiö IPT hefur gengið frá samkomulagi við Reykjanesbæ sem flýtir fram- kvæmdum við uppbyggingu stál- pípuverksmiðju í Helguvík. Fram- Valdís klippip nýjustu mynd Jims Carreys Einn þekktasti íslendingurinn í kvikmyndabransan- um er klipparinn Valdís Óskarsdótt- ir. Hún hefur ný- verið lokið við að klippa nýjustu kvikmynd Thomas Vinterbergs, It’s All about Love, og er nú stödd i New York þar sem hún er að klippa kvikmyndina Eternal Sunshine of the Spotless Mind sem Michel Gondry leikstýrir og er eftir handriti Charlie Kaufmans (Being John Malcovich, Adaptation). Mynd þessi er í stærri kantinum með fjöldann allan af þekktum leikur- um. Aðalhlutverkin leika Jim Car- rey og Kate Winslet. Leika þau hjón sem reyna að bjarga hjóna- bandinu með því að fara í aðgerð sem gerir það að verkum að allar slæmar minningar þurrkast út. Aðrir leikarar í myndinni eru Eli- jah Wood, Kirsten Dunst, Tom Wilkinson og Mark Ruffalo. Þess má geta að leikstjórinn Michel Gondry er ekki ókunnugur íslendingum. Hann gerði fyrir fáum árum nokkur tónlistarmyndbönd með Björk. Etemal Sunshine of the Spotless Mind er önnur bandaríska stórmyndin sem Valdís klippir. Áður hafði hún klippt Finding Forrester, sem Gus Van Sant leik- stýrði, sá hinn sami sem hampaði Gullpálmanum í Cannes á sunnu- daginn. -HK Mætip til þing- starfa í haust Það vakti at- hygli við setningu Alþingis í gær að Ingibjörg Sólrún Gisladóttir tók sæti á þinginu í forföllum Guðrún- ar Ögmundsdóttur sem er í opinber- um erindagjörðum erlendis. „Ég er stödd í portúgalska þing- inu ásamt mörgum öðrum þing- mönnum víðs vegar úr Evrópu að ræða kynheilbrigði og fleiri skyld mál. Ég verð héma þar til á flmmtu- dag, svo ég nær ekki að setjast inn á þing fyrr en það kemur saman aftur í haust. Ég varð að gefa svar við því hvort ég vildi taka þátt í þessum umræðum svo snemma að ég ákvað að slá tiL Ég hef verið í samstarfi við þingmenn í Evrópu um þessi mál um alllangan tíma, er eini þing- maðurinn frá Islandi sem er boðinn, sem er mikill heiður fyrir mig,“ sagði Guðrún Ögmundsdóttir. - Þú ert þá ekkert að vikja fyrir Ingibjörgu Sólrúnu í þinginu? „Nei, ég mæti galvösk til þing- starfa í haust, þú getur rétt ímynd- að þér það.“ -GG Guðrún Ogmundsdóttir. Valdís Óskarsdóttir. Lögbrot við lóðaúthlutun Félagsmálaráðuneytið telur Kópavogsbæ hafa brotið gegn meginreglum stjórnsýsluréttar við úthlutun lóða í Vatnsendalandi á síðasta ári. Skóflustunga við Síðuskóla Fyrsta skóflustungan að íþrótta- húsi og viðbyggingu Síðuskóla á Akureyri var tekin í gær. Kostn- aður við byggingarnar er áætlað- ur um 400 milljónir. -aþ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.