Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2003, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2003, Blaðsíða 15
15 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2003 DV Ekkert vex af engu Nærri fjörutíu árum eft- ir fyrstu sýn kom Söngva- seiöur enn út tárum á sýningu ísfirðinga á þess- um söngleik allra söng- leikja í Þjóðleikhúsinu á sunnudagskvöldið. f raun- inni er verkið óforskamm- að fyrir það hvernig það vindur tilfinningar áhorf- andans með sinni ein- fóldu röð af tilfinninga- þrungnum hátindum: Unga nunnuefnið María sigrar hjörtu þrjósku og bældu von Trapp krakk- anna sjö og kennir þeim að syngja svo hjörtun bólgna af gleði, svo sigrar hún hjarta fóður þeirra, svo giftast þau, og eins og það sé ekki nóg þá sigra þau hjörtu áhorfenda á listahátíð kvöldið sem neyða á föður þeirra í þjónustu þriðja ríkisins og loks sleppa þau á und- ursamlegan hátt undan nasistum yfir til Sviss. Það voru stoltir leik- menn sem lögðu undir sig stóra svið Þjóðleikhússins með þetta verk sem sann- arlega er enginn barna- leikur - þótt það sé auðvitað mesti barnaleikur sem sést hefur á sviði! Eins og ævinlega þegar íslendingum er treyst til að syngja þá stóð hópurinn sig afar vel. Leik- urinn var auðvitað meira mál og ekki náðu allir að hreyfa sig eðlilega um sviðið, en allt sem skipti máli var á sínum stað. Leiklist Þar munaði mestu hvað Guðrún Jóns- dóttir var dásamleg María. Gervið var gott, hún leikur af tilgerðarlausum þokka og syngur áreynslulaust sín erfiðu lög. Frammistaða hennar var ekkert minna en snilld. í kringum hana röðuðu sér börnin sjö, hvert öðru æðislégra. Þau sungu vel, léku vel og hreyföu sig á sviðinu eins og þau heföu aldrei annars staðar verið. Ekki er það síst þeirra þáttur í sýningunni sem kallar fram einlæga aðdáun á vinnu Þór- hildar Þorleifsdóttur leikstjóra, og aldrei held ég að brosfegurri leikarar hafi tekið á móti hyllingu áhorfenda í Þjóðleikhúsinu en þessi böm. Við erum vön því hér syðra að myndar- legustu karlleikararnir komi að vestan og Guðmundur Óskar Reynisson er reffílegur kafteinn von Trapp. Enn þá meira á óvart kemur Ingunn Ósk Sturludóttir í hlutverki abbadísarinnar, og varð hreinlega allt vit- laust í húsinu þegar hún haföi sungið um að láta draumana rætast. Hópatriði, bæði í klaustrinu og veislu von Trapps -voru skín- andi vel útfærð. Grín er alltaf erfiðara áhugamönnum en dramatík en kímileg at- riði með þeim Ingibjörgu Ingadóttur í hlut- verki frú Schröder og Páli Gunnari Lofts- syni sem hentistefnumanninum Max Detweiler voru ágæt. ísfirðingar komu með eigin hljómsveit að vestan sem lék undir af list. Sviðsmynd Messíönu Tómasdóttur fór vel á stóra svið- inu, einfaldar súlur sem mátti snúa til að skipta um umhverfi. Eftirtekt vöktu snjall- ar ljósmyndir á bakvegg sem ítrekuðu stað- setningu atriða, og fleiri smáatriði voru nostursamlega unnin, til dæmis bilhljóðið þegar nasistar hverfa brott tómhentir frá klaustrinu. Ekkert vex af engu, segir á einum stað. Þessi uppsetning ber aðstandendum fagurt vitni en ekki síður metnaðarfullu bæjarfé- lagi sem heldur úti myndarlegri menning- arstarfsemi. Silja Aðalsteinsdóttir Lltli leikklúbburinn og Tónlistarskóli isafjaröar sýna í Þjóöleikhúsinu athyglisveröustu áhugaleiksýningu árs- ins: Söngvaseiöur eftir Rogers og Hammerstein. Leik- handrit eftir Lindsay og Crouse, byggt á ævi Mariu von Trapp. Þýöing: Flosi Ólafsson, Harpa Jónsdóttir. Útsetning tónllstar: Hákon Leifsson. Tónlistarstjóri: Beáta Joó. Hljómsveitarstjóri: Janusz Frach. Lýsing: Sveinbjörn Björnsson. Leikmynd og búningar: Messí- ana Tómasdóttir. Dansar og leikstjórn: Þórhiidur Þor- leifsdóttir. Skuggar af skýjum Richard Vaux: Regnskúr Myndirnar, sem allar bera mjög svo Ijóöræn eöa músíkölsk heiti, eiga aö op- inbera fyrir okkur innstu lögmál náttúrunnar... Fyrr á öldum, allt frá dögum Jans van Goyens til Constable, voru skýjabólstrar myndlistar- mönnum óþrjótandi uppspretta málverka, grafíkmynda og teikninga. Á tímabili upplýsing- arinnar gaumgæfðu listamenn skýjafar til að öðlast skilning á veðurfari en í kjölfar rómantík- urinnar urðu skýin að eins kon- ar samnefnara fyrir óáþreifan- legan ógnarkraft náttúrunnar. í því ljósi má til dæmis skoða óveðursstúdíur Tumers. Annars eru ský viðfangsefhi sem erfitt er að henda reiður á. Eru skýjamyndir landslags- myndir? Sumir vilja raunar flokka ýmsar skýjamyndir listamanna sem löngun eftir trúarlegri fullvissu. Eru ekki skýin við for- dyr Himnaríkis? Ýmis tæknileg vandkvæði fylgja gerð skýjamynda. Landslag er yfirleitt ekki örum breyt'ingum undirorpið - það má ganga að því nokkuð vísu frá degi til dags - en skýja- bólstrar breytast fyrir sjónum okkar. Ljós- myndarinn einn er þess umkominn að fanga ský frá einu augnabliki til annars, aðrir lista- menn geta aldrei skilað frá sér nákvæmlega því sem þeir sjá í skýjunum. Birta og uppljómun En af hverju eru listamenn enn að gaum- gæfa ský? Þá á ég ekki einasta við lærlinga í vatnslitakúnst eða útimálverki heldur sjóaða listamenn á borð við Bandaríkjamanninn Richard Vaux, sem sýndi svokallaðar „Frum- myndir ljósheims" (Archetypal Lightscapes) í Hafnarborg. Þetta er ein af mörgum spurn- ingum sem sækja á þann áhorfanda sem þetta skrifar við skoðun á myndum hans. Fyrsta spumingin er e.t.v. hvers vegna listamaðurinn gerir sér far um að búa til eins konar ljósmyndir um viðfangsefni sitt í stað þess að tjá sig' með öðrum hætti um „birtu og uppljómun ... hið sýnilega og ósýni- lega“, smb. tilvitnun í sýningarskrá. Því við fyrstu sýn, og þangað til hann er leiddur í all- an sannleika um tæknina sem listamaðurinn beitir, stendur áhorfandinn örugglega í þeirri trú að hann sé staddur á ljósmynda- sýningu, e.t.v. hjá einhverjum lærisveini Al- freds gamla Stieglitz. Tæknin er raunar upp- finning Vaux; hann ber kolefnisduft með pensli á rakan pappír eða pappa, bætir svo við vatnslitaeffektum eftir þöifum. Með þess- um hætti býr hann til nostursamleg tilbrigði í ljósmyndastíl um ský, birtuskil, sól og tungl, lauslega byggð á útsýn- inu heima hjá honum á Long Is- land. Gömul rómantík Hvað varðar fyrstu spurninguna sýnist mér sem tæknin, fremur en ímyndunaraflið eða hugmynda- fræðin, kalli á þessa ljósmyndalegu úrvinnslu. Þetta er ekki sagt lista- manninum til hnjóðs en bandarísk- ir listamenn, einkum þeir sem starfa við listaskóla á háskólastigi, hafa tilhneigingu til að setja sama- semmerki milli tækni og inntaks. Að sumu leyti á þetta við verk Vaux; í sýningarskrá eru áhorfendur hvattir til að rýna í myndir hans og velta fyrir sér hvernig þær eru gerðar. En inntakið í þessu tilfelli; til hvers að gaumgæfa ský? Hér örlar á gamalli róman- tík. Myndirnar, sem allar bera mjög svo ljóð- ræn eða músíkölsk heiti, eiga að opinbera fyrir okkur innstu lögmál náttúrunnar og vekja með okkur skilning á því hvernig tengslum okkar við hana er háttað. Að sönnu eru myndirnar augnayndi og vel gerðar. En þegar upp er staðið er eins og ljósmynda- tengd tækni Vaux megni ekki að gæða mynd- irnar þeim mikilfengleika, þeirri blöndu undrunar og ógnar sem nægir til að hreyfa við okkur. Þar hafa aðrir listamenn og önn- ur tækni þegar stolið glæpnum. Aðalsteinn Ingólfsson Sýningu Richards Vaux lauk í gær. ___________________Menning Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir silja@dv.is Það er gaman að segja frá því hér við hliðina á umsögn um Söngvaseið ísfirðinga að dagana 19.-23. júní verður haldin tónlistarhátíð og nám- skeið á ísafirði og í Bol- ungarvík. Hátíðin nefnist „Viö Djúpið“ og þar koma fram Jónas Ingimundarson píanóleikari, sem verður heiðursgestur, Olafur Kjartan Sigurðarson barítónsöngvari, Guðrún Birg- isdóttir flautuleikari og Pétur Jónasson gítarleikari. Munu þau standa fyrir nám- skeiðum í báðum bæjarfélögunum, halda fema tónleika og standa fyrir ýmsum upp- ákomum. Hátíðin er haldin í samvinnu við ísa- fjarðarbæ, Bolungarvíkurkaupstað, Tón- listarskóla ísafjarðar, Tónlistarskóla Bol- ungarvíkur, Listaskóla Rögnvaldar Ólafs- sonar, Hótel ísafjörð, Flugfélag íslands og Bolungarvík - heilsubæ. Menningarborgar- sjóður, sem er í umsjá Listahátíðar í Reykjavík, styrkir tónlistarhátíðina. Skráningu á námskeiðin - sem eru öll- um opin - lýkur 1. júní og er áhugasömum bent á heimasíðu hátíðarinnar, www.viddjupid.is. Fyrirspurnir má senda á netfangið info@viddjupid.is. Átthagar og umhverfi Félag þjóðfræðinga á íslandi og Sagn- fræðingafélag íslands standa fyrir ráð- stefnu á Akureyri dagana 29 - 31. maí í nánu samstarfi við þrjár stofhanir á staðn- um, Háskólann á Akureyri, Minjasafnið á Akureyri og Héraðsskjalasafnið á Akur- eyri. Yfirskrift ráðstefnunnar verður „Átt- hagar og umhverfi. Staðarvitund í sögu(m) og sögnum". —^------------ Dagskráin fer fram í húsi kennaradeildar HA í Þingvallastræti 23. Rúm- lega tuttugu erindi verða ' flutt, en auk sagnfræð- inga og þjóðfræðinga verða bókmennta-, ís- lensku-, fornleifa- og mál- | fræðingar með fyrirlestra á ráðstefnunni, meðal þeirra Gísli Sigurðsson, Eggert Þór Bem- harðsson, Helgi Þorláksson, Loftur Gutt- ormsson og Haraldur Bessason. Fyrir utan erindin verður boðið upp á skoðunarferðir um sögustaði í Eyjafirði. Nánari upplýsingar um dagskrána eru á slóðinni www.akademia.is/thjodfraed- ingar. Ráðstefnan er öllum opin og er að- gangur ókeypis. íbúö í boöi Snorrastofa í Reykholti auglýsir eftir umsóknum um dvöl í íbúð, sem stofnunin hefur til umráða í húsnæði sínu fyrir fræðimenn og listamenn, íslenska sem er- lenda. Um er að ræða íbúð á tveimur hæð- um og er innangengt í aðra hluta húsnæð- is Snorrastofu, þ.e. stórt bókasafn og vinnuaðstöðu annarra gesta. Aö auki býð- ur Snorrastofa upp á tvö glæsileg stúdíó- herbergi í næsta húsi, en þeir sem þar dvelja geta fengið borð og tölvu til afnota í safni Snorrastofu á meöan á dvöl stendur. Umsækjendur sem fást við verkefni er snerta Snorra Sturluson, íslenskar miðald- ir eða sögu og menningu Borgarfjaröar, njóta forgangs. í skriflegri umsókn þarf að koma fram auk almennra upplýsinga um umsækjanda, að hverju viökomandi hyggst vinna og hvaða tímabil sé heppilegast. Umsókn sendist til Snorrastofu, 320 Reykholti (snorrastofa@snorrastofa.is), eða Stofnunar Sigurðar Nordals, Þingholtsstræti 29,101 Reykjavík. Nánari upplýsingar veita forstöðumenn þessara stofnana í síma 435 1491 eða 435 1492 og 893 1492 (Snorrastofa) eða 562 6050 (Stofnun Sigurðar Nordals). Málþing um Þórberg Við minnum á málþing um Þórberg Þórðarson sem haldið verður að Hrollaugsstöðum í Suður- sveit 29 - 30. maí og áður hefur verið sagt frá á menningarsiðu. Stjóm- andi er Gísli Sverrir Árnason, forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar. Hægt er að panta gistingu að Smyrlabjörgum (478 1074) eða Hrollaugsstöðum (478 1905). Við Djúpið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.