Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2003, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2003, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2003 Skoðun DV Stópsveitin slær í gegn með Reykjavíkurlögum Á tónleikunum f Ráöhúsinu sl. laugardag. Ragnar Bjarnason syngur Vorkvöld í Reykjavík. Á innfelldu myndinni: Sæbjörn Jónsson stjórnandi. „Þaö er með ólíkindum hvernig til hefur tekist meö útsetningar á þessum lögum sem sum hver eru ekki beinlínis samin fyrir stórsveit af þessu tagi.“ Það var troðfullt Ráðhúsið sl. laugardag þegar Stórsveit Reykja- víkur hélt útgáfutónleika í tilefni þess að hljómsveitin hefur sent frá sér nýjan geisladisk með lög- um sem öll tengjast Reykjavík á einhvern hátt. Það var því eftir miklu að slægjast að mæta á stað- inn og heyra hljómsveitina leika undir stjóm Sæbjörns Jónssonar sem er nýhættur sem aðalstjórn- andi sveitarinnar. Sæbjöm á allan heiður af þess- um tónleikum því hann hafði unnið að þessu verkefni áður en hann hætti formlega sem stjóm- andi. Lögin sem þama voru leikin fyrir þessa hljóðfæraskipan voru öll útsett af Veigari Margeirssyni sem búsettur er og starfar í Los Angeles sem kvikmyndatónskáld og útsetjari. Það er með ólíkind- um hvernig til hefur tekist með útsetningar á þessum lögum sem sum hver eru ekki beinlínis sam- in fyrir stórsveit af þessu tagi. Veigar hefur unnið sitt verk af Já, gott er það en hollt er þaö ekki. Leggjum bílunum okkar Karl Kristjánsson hringdi: Ég las viðtal við þá þekktu konu, Sonju B. Helgason, lengi kennd við Nesti ásamt manni sínum. Hún var að hvetja fólk til að leggja bílnum og væri tími til kominn. Ég held að margir muni vera sammála þessu.. Ekki það að bíllinn er enn okkar þarfasti þjónn að flestu leyti. En ofnotkun hans hér á landi er orðin geigvæn- leg. Fólk, sem komið er yfir miðjan aldur, og flestir þeir sem farnir eru að reskjast verulega og hafa notað bílinn ótæpilega, er meira og minna farlama vegna vannotkunar lík- amans. Þetta hefur aukist gíf- urlega með árunum. í þeirri kynslóð, sem nú er að fara að eyða ævikvöldinu, eru margir svo að segja búnir að vera vegna ofnotkunar á bílnum sín- um. Aka eða ganga, um það stendur einfaldlega valið. einstakri alúð og lagt metnað í að skila lögunum þannig að þau féllu í kramið hjá áheyrendum. Áheyrendur létu óspart hrifningu sína í ljós með lófataki hvað eftir annaö. Þeir stóðu einnig upp til að hylia Veigar sérstaklega. Hann var fjarverandi en móðir hans, stödd á tónleikunum, tók við heillaóskum áheyrenda honum til handa. Á þessum tónleikum Stórsveit- arinnar voru leikin lögin Ó borg mín borg, Fyrir sunnan Fríkirkj- una, Síðasti vagninn í Sogamýri, Herra Reykjavík, Braggablús, Við Reykjavíkurtjörn, Gaggó Vest, í Reykjavíkurborg, Hagavagninn, Fröken Reykjavík, Austurstræti og Vorkvöld í Reykjavík. Söngvarar með hljómsveitinni voru: Andrea Gylfadóttir, Egill Ólafsson, Kristjana Stefánsdóttir, Páll Óskar Hjálmtýsson, Páll Rós- inkranz og Ragnar Bjarnason. Einar Arnason skrifar:_________________ Það er ekki á hverjum degi sem hægt er að hrósa stríði, og vissulega eru fæst þakkarverð. Þeim hefur þó verið „troöið" inn á okkur í mann- kynssögutímum og við látin læra um hina mestu herkonunga sögunnar. Einhvern veginn er það þó þannig að manninum virðist eiginlegt að heyja stríð, þau verða ekki fjarlægð úr framvindu lífs á jörðinni. Mörg eru þau stríðin sem hafa líka farið fram hjá okkur flestum og sum alveg farið hjá okkur, t.d. stríð- in í Afríku á undanfórnum árum. Það er líklega vegna þess að þau er ekki hægt að tengja Bandaríkjunum sérstaklega eöa þá forsetum þeirra, þannig að þau séu vatn á myllu ís- lenskra stjórnmála á vinstri kantin- um. Sannleikurinn er þó sá að þau stríð sem háð hafa verið í Afríku- ríkjunum - milli þeirra og innbyröis í þeim - eru þau svakalegustu sem um getur á seinni tímum. En þar eru líka að verki hinar þeldökku þjóðir sem ekki má hallmæla, hvað þá ráð- ast á í orði. Og fyrir því hefur líka gengið dómur á íslandi! Íraksstríðið er að mínu viti eitt þeirra stríða sem eftir á að marka spor í sögunni með því að fá þjóðir til að skilja að ekki á að líða hryðju- verk eða kúgun af neinu tagi. Hefði ekki forseti Bandaríkjanna, George W. Bush, tekið af skarið eftir 11. Ómissandi hlekkir í tónleikum sem þessum. Hinn þekkti útvarpsmaður og lagahöfundur, Jónas Jónasson, var staddur á tónleikunum og var hann klappaður fram úr áheyr- endahópnum eftir flutning á lagi hans, Hagavagninum. Fleiri laga- höfundar virtust ekki hafa verið í salnum að þessu sinni en gaman hefði verið að sjá Ladda (höfund lagsins Austurstrætis) syngja lag- ið sem var einstaklega vel útsett. Án þess að hér verði farið út í einstakar „strófur“, sem voru margar og vel framkvæmdar af nokkrum einstaklingum sveitar- innar, verður látið nægja að hrósa Stórsveitinni sem heild á þessum útgáfutónleikum. Hún flutti lögin af smekkvísi og athyglisvert er hvernig mörg lögin fengu fag- mannlegan brag útsetjarans á lokahnykknum - ekta „bigband sound“ eins og þau gerast best. „Hefði forseti Bandaríkj- anna, George W. Bush, ekki tekið af skarið eftir 11. sept- ember 2001 með því að skera upp herör gegn hryðjuverkamönnum vceri útlitið allt annað og verra í þessum efnum í dag. september 2001 með því að skera upp herör gegn hryðjuverkamönn- um væri útlitið allt annað og verra í þessum efnum í dag. Með Íraksstríð- Ekki verður lokið við svona pistil án þess að minnast þess hljómlistarmanns sem lengst hef- ur starfað með Stórsveitinni - al- veg frá upphafl - Bjöms R. Ein- arssonar, sem varð 80 ára nýlega. Björn á langan og glæstan feril í tónlistarlífi landsmanna og fékk að heyra hug og þakkir áheyr- enda með innilegu lófataki. Sæbjörn Jónsson, lengst af stjórnandi Stórsveitarinnar, er löngu þekktur fyrir alúð þá sem hann sýndi þessari tegund tón- listar. Hann sem stjórnandi og Sigurður Flosason, saxófónleik- ari og kynnir á tónleikunum, eiga miklar þakkir skildar fyrir frá- bæra skemmtun sl. laugardag. Þær þakkir á Stórsveitin sem heild auðvitað líka. Stjórn Stórsveitar Reykjavíkur hefur markað tímamót með þessu framlagi á flutningi íslenskra tón- smíða. inu vannst tvennt; annars vegar var felldur harðstjóri og mikill þjóðar- skelfir í írak og þjóðin frelsuð, hins vegar vaxandi samstaða þjóða heims og alvara með að kveða niður tilraunir til hryðjuverka vítt og breitt um heim. Nú eru flestar þær þjóðir, sem ekki tóku undir ákvörðun Breta og Bandaríkjamanna í þessum efnum, famar að sjá að Íraksstríðið mun verða til góðs þegar öllu er á botn- inn hvolft. Ég segi: Ekki fleiri stríð en stöðvum uppvöðslusama harð- stjóra og hryðjuverkamenn hvar- vetna með öllum ráðum. Íraksstríöið markar spor í sögunni Þjóöir munu skilja betur mikilvægi þess aö líöa ekki kúgun eöa hryöjuverk af neinu tagi. Vændi út úp neyð? Heiðrún skrifar: Nú er búið að dæma konu eina úr Firðin- um - já, og sambýlismann hennar eða eig- inmann - fyrir að eiga aðild að vændis- rekstri. Ég man ekki bet- ur en kona þessi hafi fengist í sjónvarpsvið- tal til að lýsa því hvernig fátækt hafi leitt hana út í vændi. Og landsmenn, svo trúgjarnir sem þeir eru, sýndu samúð sína með því að leggja henni lið í skrifum og innhringingum á útvarps- stöðvamar. Nú er þetta allt upp- lýst og parið flúið til Danmerkur. En bíðum nú við; eigum við enn að trúa því að íslenskar konur leiðist út í vændi vegna fátæktar? Ætlar íslenski femínistahópurinn að fá okkur til að trúa þessari bá- bilju? Nei, hér er einfaldlega ekki sú fátækt, og sem betur fer. Nýjustu „umsvifin" Gísli Gislason skrifar: Við íslendingar erum sífellt að fá fréttir af nýjum og nýjum fyr- irtækjum sem sækja alveg ein- staklega stíft að komast til lands- ins til að hefja viðskipti eða setja á stofn rekstur. Maður gleymir seint túlípanaframleiðslunni sem einhver bjartsýnismaðurinn vildi setja upp í Hveragerði. Allt í vaskinn. Eða öllum stóru vænt- ingunum um ferskvatnsfram- leiðslu. Er mikið eftir af þeim? Og nú er komin í ljós ein þekkt og mikil vísindastofnun sem hyggur á umsvif á íslandi; DNA- örflögur til að geta skoðað tug- þúsundir gena í einni tilraun. Ætti þetta ekki að vera á færi deCODE? Maður spyr sig bara. En við skulum bara bíða - og vænta. Það skaðar ekki. Marklausap yfiplýsingap Ólafur Sveinsson skrifar: Nú gera tölv- umar það kleift að búa til ný bóhalds- kerfi inni í þeim sem fyrir eru, án þess að Á leið í gæslu- upp þurfi að varðhald - f komast fyrr en „goðri tru . seint og um síðir. Og þegar þar við bætist að hægt er að gera ný og ný afrit og endurbætur á þeim utan fyrir- tækjanna eru fyrirtækin sjálf illa sett nema með daglegu innra eft- irliti sem þýðir í raun vantraust á helstu yfirmönnum bókhalds- kerfis viðkomandi fyrirtækis. í nýjasta Landssímamálinu er ekki hægt að ásaka Ríkisendurskoðun um vanhæfni þar sem meintur fjárdráttur á sér stað utan Sím- ans sjálfs. Maður sér þó ekki trú- verðugleika í neinum ummælum hinna handteknu. Það stoðar heldur ekki að hrópa „harmleik- ur, harmleikur“ eða að yfirlýsing- ar um að hafa verið „í góðri trú“. Það hrín ekki á okkur, almenn- um launþegum og skattgreiðend- um. Við viljum að hér sé tekið á málum án tillits til aðstandenda og vinahóps í þjóðfélaginu. Það er orðið of mikið af þessum sjálftökugaurum í fyrirtækja- rekstri hér á landi. Ég er ekki að tala um neina hefnd. Bara rétt- læti og skjót vinnubrögð í svona málum. - Þau eru of mörg málin sem hafa dregist á langinn og svo „gufað upp“ á endanum. Erlendis hugsan- lega, ekki hér. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangiö: gra@dv.is- Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar með bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.