Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2003, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2003, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2003 Grindavík keppm i hveriu orði Gréta tekur við KR Gréta María Grétarsdóttir hefur veriö ráöin þjálfari KR í Intersport-deild kvenna í körfuknattleik til næstu tveggja ára. Gréta María, sem hefur leikið með KR-liðinu síðustu fjögur ár, tekur við af Ósvaldi Knudsen, sem er á leið til Bandaríkjanna í nám. Ólíklegt þykir að Gréta leiki mikið með liðinu á næstu leiktíð þar sem hún sleit krossbönd í hné undir lok nýafstað- ins tímabils. -vig 1- 0 Gunnar Þór Pétursson (30., skot beint úr aukaspymu eftir að brotið var á Finni). 2- 0 Haukur Ingi Guðnason (51., skot innan teigs eftir sendingu frá Birni Viðari). Fylkir (4-3-3) Kjartan Sturluson ......3 Kristján Valdimarsson .... 4 Þórhallur Dan Jóhannsson 4 Valur Fannar Gíslason. ... 4 Gunnar Þór Péturson.....4 Ólafur Ingi Skúlason....3 Finnur Kolbeinsson......4 (71. Jón B. Hermannsson .. 3) Hrafnkell Helgason .....3 (71. Helgi Valur Danielsson 3) Björn Viðar Ásbjömsson .. 4 Haukur Ingi Guðnason ... 4 Ólafur Páll Snorrason .... 2 (57. Thedór Óskarsson .... 3) Dómari: Bragi Bergmann (4). Ahorfendur: 1514 Gul sniðld: Fylkir: Þórhallur Dan. Grindavík: Kekic, Sharpe. Rauð spjöld: Ray Jónsson. Skot (á mark): 8 (4) - 5 (2) Horn: 0-2 Aukaspyrnur: 13-16 Rangstöóur: 4-4 Varin skot: Kjartan 2 - Ólafur 4. Grindavík (4-3-3) Ólafur Gottskálksson....3 Óðinn Ámason ...........3 Senisa Kekic ...........3 Ólafur öm Bjarnason .... 4 Gestur Gylfason.........3 Eysteinn Hauksson ......2 (74. Alfreö Jóhannsson ....-) Guðmundur Bjamason ... 3 Lee Sharpe .............3 Paul McShane ...........2 Óli Stefán Flóventsson .... 1 Ray Jónsson ............2 óaói leiKs Maður leiksins hjá DVSporti: Valur Fannar Gíslason, Fylki Sakna Grétars mikið Lee Sharpe ógnaði ágætlega í fyrri hálfleik og dreifði spilinu vel. í síðari hálfleik fór minna fyrir hon- um og hann hvarf á köflum. Sharpe lék nú betur en í fyrsta leiknum en á samt nokkuð í land. Grindvíking- ar eru að leika langt undir getu og verða heldur betur að spýta í lófana ef þeir ætla sér á annað borð að vera í toppbaráttunni. Það sem fyrst þarf að taka til hendinni er hvað sóknina áhærir. Það vantar allt bit í hana og alveg ljóst að liðið saknar Grétars Ólafs Hjartasonar. Það veit enginn hvað átt hefur fyrr en misst hefur og þvi fá Grindvíkingar að kynnast þegar hans nýtur ekki við. Það mætti að ósekju færa Senisa Kekic framar á völlinn, þar myndi hann njóta sín betur en svona aftarlega. Ólafur Örn Bjarnason komst einna best frá leiknum hjá Grindvíking- um. -JKS á langt í land ennþá Fylkismenn tylltu sér upp að hliðinni á Valsmönnum i efsta sæt- inu í Landsbankadeildinni í knatt- spyrnu í gærkvöld þegar liðið sigr- aði Grindvíkinga, 2-0, í viðureign á Árbæjarvelli. Hlutskipti þessara liða er ólík þegar tveimur umferðum er lokið, Fylkisliðið hefur unnið fyrstu tvo leikina en Grindvíkingar eru enn án stiga. Þetta hlýtur að vera Suðurnesjaliðinu áhyggjuefni en það er langt frá að leika með þeim hætti sem búist var við fyrir mótið. Grindvíkingar hafa aðeins skorað eitt mark og kom það úr vítaspyrnu í fyrstu umferð. Það er alveg ljóst að Bjarni Jó- hannsson, þjálfari liðsins, hefur verk að vinna á næstunni. Hann hef- ur vissulega mannskapinn til staðar til að rétta skútuna og koma henni inn á réttar brautir. Það er eins og það vanti allt sjálfstraust í liðið og óneitanlega vill leikur þess snúast um Lee Sharpe þótt þaö hafi ekki verið með eins áberandi hætti í þessum leik og þeim fyrsta gegn Valsmönnum. Einu verða menn aö gera sér grein fyrir, að einn maður vinnur ekki leiki, það er liðsheildin sem leggur grunninn að leiknum og því verða Grindvíkingar að átta sig á áður en lengra verður farið inn í mótið. Liö Fylkis til alls líklegt Fylkisliðið er til alls líklegt í sum- ar. Það er sterkur heildarsvipur á því og þetta lið getur farið langt. Það var fátt sem gladdi augað í fyrri hálfleik í Árbænum í gærkvöld. Áð- ur en fyrsta markið kom áttu liðin sitt tækifærið hvort sem hæglega hefðu getað komið mörk upp úr. Haukur Ingi Guðnason átti gott skot úr markteignum en Ólafur Gott- skálksson varði vel í marki Grind- víkinga. Skömmu síðar komst Anthony Ray Jónsson í ákjósanlegt færi eftir frábæra sendingu Lee Sharpe inn fyrir vöm Fylkismanna. Ray hafði ekki heppnina með sér og skaut yfir markið úr teignum. Gullmark hjá Gunnari Þór í næstu sókn komust Fylkismenn yfir í leiknum og það ekki með marki af verri endanum. Gunnar Þór Pétursson framkvæmdi auka- spyrnu af um 20 metra færi og bolt- inn söng efst í vinstra horni marks- ins. Sannkallað glæsilegt mark sem Ólafur Gottskálksson átti aldrei möguleika á að verja. Eftir markið léku Grindvíkingar ágætlega saman úti á vellinum en þegar nálgaöist mark Fylkismanna runnu söknir þeirra út í sandinn. Vörn Fylkis var föst fyrir og hvergi veikan blett aö finna í henni. Þegar sex mínútur vora liðnar af síðari hálíleik má segja að Haukur Ingi Guðnason hafi gefið Grindvík- ingum rothöggið. Hann fékk boltann á eigin vallarhelmingi og einlék honum allt inn í vítateig Grindvik- FylkMrindavík 2-0 (1-0) Arbæjarvöllur 26. maí 2003 - 2. umferð inga. Þar lét hann skot ríða af og skoraði gott.mark fram hjá Ólafi í markinu. Þarna sýndi Haukur Ingi enn eina ferðina hve eldsnöggur hann er og í raun stórhættulegur hvaða vörn sem er þegar hann nær sér á skrið. Eftir þetta mark var fátt sem gladdi augað. Fylkismenn drógu sig i fyrstu nokkuð til baka og fyrir vik- ið fengu Grindvíkingar meira svig- rúm. Allt kom fyrir ekki og þeir höfðu ekki erindi sem erfiði því vörn Fylkis var þétt fyrir og gaf ekk- ert færi á sér. Tólf mínútum fyrir leikslok var Anthony Ray Jónssyni vikið af leik- velli fyrir að hrinda Kristjáni Valdi- marssyni varnarmanni. Kristján braut á Anthony Ray úti á kantin- um. Sá síðarnefndi brást ókvæða við og fékk fyrir vikið umsvifalaust að líta rauða spjaldið hjá Braga Berg- mann dómara. Fylkismenn voru stundum hættu- legir þegar þeir beittu langspyrnum fram á völlinn á Hauk Inga og Jón Björgvin Hermannsson var ekki flarri því að bæta við þriðja mark- inu en skot hans fór yfir af stuttu færi. Valur Fannar Gíslason og Þórhall- ur Dan Jóhannsson voru traustir í vörninni hjá Fylki. Helgi Valur Dan- íelsson kom inn á í síðari hálfleik og á hann örugglega eftir að styrkja lið- ið sem var þó ekki árennilegt fyrir. Kristján Valdimarsson skilaði einnig sínu vel sem og Gunnar Þór Pétursson. Haukur Ingi Guðnason skilaði sinni vinnu með sóma. Fbp ekki fp - segir Aöalsteinn Víglundsson, þjálfari „Það er ekki hægt að vera sátt- ari og ég get augljóslega ekki far- ið fram á meira en sex stig úr tveimur fyrstu leikjunum," sagði Aðalsteinn Víglundsson, léttur i lundu, við DV-Sport eftir leikinn. Hann kvaðst hafa kortlagt Grindavíkur- liðið aö mörgu leyti fyrir leik- inn í gær- kvöld. „Það ein- kennir svolítið Grindavíkur- liðið að þeir halda boltan- um vel innan liðsins en í dag skorti hug- myndaflugið í sóknarleiknum. í raun og veru fannst mér þeir aldrei ná að ógna markinu að neinu ráði. Grindavík á mikið inni og þegar liðið smellur í gang eins og þeir gerðu t.d. í fyrra þá er erfitt að eiga við þá. En þeir hafa sina galla og við nýttum okkur þá i kvöld,“ sagði Aðalsteinn um leið og hann lýsti yfir ánægju sinni með varnarleik Fylkis. „Við spilum ekki jafn vel á móti Fram en Grindavík er öðru- vísi andstæðingar. Auk þess eru Finnur (Kolbeinsson) og Hrafn- kell (Helgason) ekki komnir í sitt allra besta form og þá vantaði hlaupadrottninguna á miðjuna," sagði Aðalsteinn glottandi og átti þá við Sverri Sverrisson sem eignaðist son á meðan á leiknum stóð. Er meö góðan hóp Þrátt fyrir að Sverrir hafi ver- ið fjarverandi er hópurinn ekki verri en svo að menn eins og ný- liðinn Helgi Valur Daníelsson verða að gera sér sæti á vara- mannabekknum að góðu. „Ég er með mjög breiðan hóp og geri mér fyllilega grein fyrir því. Ég er í þeirri stöðu að geta sett inn á menn sem leysa hlut- verkin jafn vel og þeir sem voru inn á fyrir. En allir léku vel i dag og þegar menn spila vel þá halda þeir stöðu sinni - það er ekki spurning," sagði Aðalsteinn. Haukur Ingi Guönason byrjar vel og svo viröist sem hraöi hans henti ykkar leikstíl fullkomlega? Hann gerir það vissulega og er ■5m'mi Aðalsteinn Víglundsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.