Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2003, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2003, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2003 LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2003 25 Gremmelur Aðfararnótt 17. septemberárið 1981 svipti 28 ára maður annan mann lífi með því að stinga hann með tvennum skærum og hníf, um eða yfir 20 stungur ofan til á bringu og ofanvert á kvið, þar á meðal í gegnum hjartað og lifur og inn í lungu og maga. Að síðustu rak hann svo önnur skærin á kaf í vinstri augntóft þannig að þau stóðu langt inn í heila. I vitnisburði sinum sagði morðinginn að hann og fórnarlambið hefðu farið heim til þess síðarnefndaá Grenimel 24 og gert sér þar glaðan dag. Hann hefði hins vegar vaknað upp við að maðurinn hafði við hann samfarir f endaþarm. Morðinginn sagðist þá þurfa að fara á klósettið og var leyft það. Þegar fram var komið náði hann sér í vopn, sneri til baka og framdi morðið. Morðinginn hlaut 8 ára fangelsi. Leifsgata Aðfaranótt miðvikudagsins 14. júlf 1999 var 47 ára karlmaður myrtur með búrhníf í íbúð sinni á Leifsgötu. Morðið uppgötvaðist hálfum sólar- hring síðar þegar nágranni hafði samband við lögreglu. Böndin bárust fljótt að manni sem hafði verið handtekinn um nóttina, blóðugur í mið- bænum. Hann var hins vegar flúinn af landi brott, hafði flogið til Kaupmannahafnar undir fölsku nafni. Hann var handtekinn þar í borg 18. júlí. ( fyrstu játaði maðurinn á sig morðið og bar því við að hann og fórnarlambið hefðu átt óútkljáð pen- ingamál. Þeir hefðu neytt fíkniefna saman og deilur stigmagnast þar til fórnarlambið lá í valn- um. Maðurinn játaði einnig á sig verknaðinn i tímaritsviðtali en fyrir dómi kvaðst hann saklaus. Hann var engu að síður dæmdur til 16 ára fang- elsisvistar. Lynghagi Þann 17. nóvember 1988 klukkan 10.55 kom lögreglan að líki manns þar sem hann hafði legið tvo daga í stofunni í íbúð sinni á Lynghaga 11. Maðurinn, sem var 67 ára, lá á bakinu og sneri höfðinu upp að vegg sem búið var að rita á með blóði stórum stöfum „BADER MEINHOF" og vlsir að krossi hermdarverka- manna PLO fyrir framan orðin. Á hálsi hins látna var langur og djúpur skurður sem virtist vera eftir egg- járn, tíu hnífstungur voru á bakinu, til viðbótar við stungur við nára, getnaðarlim og lófa. Þá var einnig búið að rista á við brjósthol. Morðinginn, sem var 38 árai, var handtekinn kl. 18.00 sama dag. Hann hafði litið á verknaðinn sem nauðsynlegan þátt í verkefni sínu gegn meintu samsæri ýmissa nafntogaðra ein- staklinga. Hann kvaðst hafa þurft að drepa sál þess látna og því hefðu aðferðirnar verið svona hrottaleg- ar. Ákærður var úrskurðaður geðveikur og dæmdur til að sæta öryggisgæslu á viðeigandi hæli. Skúlagata Að kvöldi föstudagsins 13. september 1985 áreitti sextán ára unglingspiltur annan strák, sem var ári yngri. Sá var með blettaskalla og var þess vegna ávallt með húfu á höfði. Sá fyrrnefndi tók húfuna nokkrum sinnum af þeim yngri og kastaði henni (burtu. Eftir að sá eldri hafði sparkað í bak- ið á honum, gerði sá yngri honum grein fyrir þv( að ef hann tæki húfuna af sér einu sinni enn myndi hann drepa hann. Sá eldri hló og reif húf- una aftur af honum. Unglingurinn stóð við yfirlýs- inguna og stakk þann eldri í hjartastað. Atburður- inn átti sér stað fyrir utan skemmtistaðinn Villta tryllta Villa við Skúlagötu. Strákurinn var dæmdur í 4 ára skilorðsbundið fangelsi. Snorrabraut ® Aðfaranótt sunnudagsins 22. ágúst 1993 kom lögreglan að manni liggjandi í blóði sínu í kjallar- anum á Snorrabraut 36. Maðurinn hafði verið stunginn með fiskhníf. Tvær konur tóku á móti lögreglunni og var önnur þeirra sambýliskona hins látna og hin fyrrum sambýliskona morðingja mannsins. Morðinginn hafði frétt á Keisaranum að fyrrum sambýliskona hans væri stödd í Ibúð á Snorrabrautinni. Hann fylltist afbrýðisemi, fór inn á Snorrbraut, óð inn i íbúðina og myrti manninn. Þetta var ( annað sinn sem morðinginn svipti annan mann lífi. I þetta sinn rauf hann skilorð vegna dóms fyrir fyrra morðið. Hann hlaut 20 ára dóm. Heiðmörk Aðfaranótt 2. október 1997 var maður ginnt- ur upp í Heiðmörk af ungum tvíburum sem hugðust ræna hann. Mennirnir höfðu hist á skemmtistað og plötuðu tviburarnir manninn með sér með því að þeir ætluðu á annan skemmtistað. I Heiðmörk lagði maðurinn á flótta en árásarmennirnir náðu honum og greip annar tvíburanna stóran stein og barði með honum hvað eftir annað í höfuð hans þrátt fyrir að hann bæði sér vægðar. Árásarmennirnir höfðu upp úr krafsinu nokkur þúsund krónur en þegar þeir óku af stað keyrði hinn bróðirinn yfir manninn. Sá sem lamdi manninn með steini var dæmdur í 16 ára fangelsi. Hann hafði verið greindur með geð- klofa á byrjunarstigi en ekki var orðið við óskum um að hann yrði vistaður á réttargeðdeildinni á Sogni. Hinn bróðirinn var í héraðsdómi dæmdur til 8 ára fangelsisvistar en dómurinn var þyngdur í 12 ár i Hæstarétti. Engíhialli Aðfaranótt 27. mai 2000 maí hrinti ungur maður 21 árs stúlku fram af svölum á tíunda hæð fjölbýlishúss við Engihjalla í Kópavogi. Þau höfðu hist úti á lífinu um nóttina. Atburðarásin fram að verknaðinum þótti nokkuð óljós en fyrir dómstól- um þótti sannað að hann hefði hrint henni vísvit- andi fram af svölunum í gremju yfir þvi að hún vildi ekki þýðast hann. Hann var dæmdur í 14ára fangelsi í héraðsdómi en Hæstiréttur þyngdi refs- inguna í 16 ár. Fókus DV DV Fókus Háteigsvegur Atburðurinn sem lýst er her átti si Atburðurinn sem lýst erHer átti sér stað árið 1947, laugardagskvöldið 3. maí, í bragga nr. 1 við Háteigs- veg. Maður braust inn í skálann vopnaður saxi í þeim tilgangi að ráðast á hvern þann sem fyrir honum yrði. (skálanum voru tvö börn, 8 ára stúlka og barn á öðru ári. Móðir barnanna var í öðru húsi örskammt hjá en faðirinn hafði nýlega brugðið sér úr skálanum. Morðinginn réðst fyrst á yngra barnið og banaði því með mörgum stungum. [ því kom stúlkan að honum og ætlaði að hjálpa barninu. Þá réðst morðinginn á hana og skar og særði hana illa. Henni tókst við illan leik að komast út. Hún hljóp til móður sinnar og gerði henni við- vart áður en það leið yfir hana. Móðirin fór að skálanum og varð þá fyrir árás morðingjans. Eftir mikil átök slapp móðirin og náði í hjálp. Lögreglan kom á vettvang og handtók morðingjann. Yngra barnið lést en móð- irin og stúlkan jöfnuðu sig eftir að hafa dvalið um skeið á sjúkrahúsi. Við vitnaleiðslur sagðist glæpamaður- inn hafa verið einmana og vitað að lögreglan kæmi að hirða hann ef hann gerðist morðingi. Hann var dæmd- ur til þess að sæta öruggri gæslu ævilangt. Espigerði ^ Föstudaginn 3. desember 1999 varð eitur- lyfjasjúklingur áttræðri konu að bana með hníf í Espigerði 4. Ættmenni mannsins bjuggu í sama húsi en engin tengsl höfðu verið á milli hans og fórnarlambsins. Tilviljun réð því að konan varð fórnarlamb hans. Hann sagði lögreglu að hann hefði viljað drepa einhvern til að hafa ástæðu fyr- ir vanlíðan sinni sem stafaði af langvinnri eitur- lyfjaneyslu. Maðurinn var dæmdur til 16 ára fang- elsisvistar. Laugalækur Klukkan 7.15 að morqni fimmt S morgni fimmtudagsins 18.janúar 1968 var lögreglan kvödd að bilastæði við Laugalæk, nokkuð fyrir norð- an Sundlaugaveg, þar sem eitthvað þótti athugavert við öku- mann leigubifreiðar sem þar var. Við athugun kom í Ijós að maðurinn, sem var 42 ára, var látinn eftir að hafa verið skotinn í hnakkann. Þrátt fyrir mikil réttarhöld var enginn maður sak- felldurfyrirmorðið. Hverfisgata 20 1. apríl 1979 drap 36 ára maður 57 ára mann með því að stinga hann með hníf í síðu og veita skurði á maga og brjósti og að lokum tvo skurði á hálsi. Fórnarlambið hafði ögrað morðingjanum með þvi að spyrja hvort hann þyrði að drepa sig. Ódæðisverkið var framið í íbúð hins látna á efstu hæð húss- ins á Hverfisgötu 34. Laugavegur @ Árið 1929, þann 30. november um klukkan 9 að morgni, kom lögreglan að liki í herbergi á bifreiðaverkstæði við Laugaveg. Hauskúpa hins látna var mölbrotin, enda voru um 20 sár á höfðinu. Áverkar voru á hálsinum, blóðslettur um allt herbergið og blóðpollur og heilaslettur um höfuð líksins. Skammt frá líkinu lá blóðug koparstöng sem hafði verið notuð við morðið. Peningakassi hafði einnig verið sprengdur upp og úr honum stolið. Það sem kom lögreglunni á sporið í leit sinni að morðingjanum var að inni í herberginu fundust bilstjóragleraugu á gólf- inu sem enginn kannaðist við. Lögreglan taldi víst að morðinginn hefði verið kunnugur stað- háttum og því hóf hún rannsókn á þeim sem unnu eða höfðu unnið á verkstæðinu. Heima hjá morðingjanum fann lögreglan ný gleraugu og ný verkamannaföt sem voru enn þá í pakkn- ingunum frá versluninni. Eftir að fleiri sönnunargögn fundust játaði morðinginn á sig verkn- aðinn. Hann sagðist hafa ætlað að ræna verkstæðið og klæðst verkamannafötunum og verið með gleraugun til þess að þekkjast síður ef maðurinn inni vaknaði. Þegar fórnarlambið vakn- aði við bröltið i morðingjanum sagðist hann hafa gripið til koparstangarinnar sem var á verk- stæðinu. Vitnisburður hans þótti ekki sannfærandi. Morðinginn hlaut 19 ára fangelsisdóm. Aðfaranótt laugardagsins 25. maí 2002 veittust tveir rúmlega tvítugir piltar að pilti á svip- uðum aldri í Hafnarstræti með þeim afleiðingum að hann lét lítið. (ákæru kom fram að þeir hefðu slegiö hann mörg hnefahögg í andlitið, skallað hann og sparkað í höfuð hans með hné. Einnig að hafa margsinnis sparkað af afli í höfuð hans með hné og fæti eftir að hann féll I göt- una. Þeir voru dæmdir í tveggja og þriggja ára fangelsi. Sá sem fékk þyngri dóminn var að auki dæmdur fyrir tvær aðrar líkamsárásir. Hafnarstræti Öskjuhlíð (?) Þann 8. nóvember 2000 var 27 ára karlmaður myrtur af viðskiptafélaga sínum í Öskjuhlíð. Þegar ekkert spurðist til unga mannsins um daginn vöknuðu strax grunsemdir um að eitthvað óvenjulegt væri á ferðinni. Hvarf hans var frá upphafi rannsakað sem sakamál. Bíll unga mannsins fannst við Hótel Loftleiðir og þótti sýnt að hann hefði verið færður þangað eftir að farið var að grennslast fyrir um ferðir hans. Blóð fannst í bifreiðinni. Gífurleg leit var skipulögð að manninum og tóku vinir og kunningjar hans þátt í henni, meðal annars viðskiptafélagi hans sem lýsti í DV yfir örvilnan sinni yfir hvarfi vinar síns. Tæpri viku eftir að ungi maðurinn hvarf var viðskiptafélaginn handtekinn, enda taldi lögregla að hann hefði logið til um mikilvæg atriði er vörðuðu hvarf mannsins. Játaði hann fljótlega á sig morðið og að hafa falið líkið í hraunsprungu á Reykjanesi. Morðinginn var háður fíkniefn- um og fjármál hans voru í miklum ólestri. Kom til deilna þeirra á milli í Öskjuhlíð vegna skuldbindinga sem hann hafði tekið á sig vegna verslunar sem þeir voru að opna. Morðinginn sagði að fát hefði komið á sig og hann barið unga manninn til bana með hamri. Hann var dæmdur til 16 ára fangelsisvistar. Stóragerði Þann 25. apnl 1990 um aprll 1990 um klukkan 7.05 að morgni hleypti ungur starfsmaður Esso-stöðvar- innar í Stóragerði tveimur mönnum, öðrum 28 ára og hinum 36 ára, inn I stöðina til að gefa þeim kaffi. Ætlun mannanna var hins vegar að ræna stöðina. Annar þeirra sló þungum hlut í höfuð starfsmannsins sem féll til jarðar. Starfsmaðurinn veitti ekki mótspyrnu þar sem hann óttaðist mjög um lífsitt. Þessu næstslógu mennirnir hann aftur í hnakkann og tóku síðan til við að stinga hann mörgum stungum með melspíru í brjóst og bak. Annar morðinginn lýsti þessu svo að hann hefði talið að melspírunni væri stungið í gegnum fórnarlambið hvað eftir annað þar sem dynkir heyrðust við hverja stungu. Eftir þetta rændu morðingjarnir stöðina. Annar þeirra fékk 17 ára fangelsisdóm en hinn 16 ára. Klapparstígur Þann 10. janúar 1988, snemma januar 1988, snemma morguns, svipti 52 ára maður 27 ára eiginkonu sína lífi á heimili þeirra í risíbúð á Klapparstig 11. Hann mis- þyrmdi henni með spörkum í andlit og höfuð og vafði siðan köðlum um hálsinn á henni þannig að skjaldbrjóstið brotnaði og hún kafnaði. Morðing- inn ætlaði að láta þetta líta út sem konan hefði framið sjálfsmorð en sannleikurinn kom í Ijós eft- ir að líkið var rannsakað. Hann var dæmdur í 10 ára fangelsi. Tómasarhagi Um klukkan 4.30 að nóttu nm mmtudaginn 9. maí 1968 var maður skotinn til bana á 2. hæð hússins að Tómasarhaga 25. Heimilisfólkið hafði vaknað við að maður braust inn í íbúðina og þeg- ar það kom að skaut innbrotsmaðurinn eigin- manninn nokkrum skotum fyrir framan eigin- konu sína dóttur og son. Eiginkonan þekkti morðingjann í sjón og með nafni. Lögreglan var því fljót að hafa uppi á honum. Við vitnaleiðslur kom fram að morðinginn hefði hatað fórnar- lambið lengi. Hann hafði ákveðið að fara til mannsins með byssu að vopni, annað hvort til að hræða hann eða vinna honum tjón. Eftir að hafa bankað á dyrnar án þess að fá svar varð hann ævareiður, braust inn og framdi ódæðið. Morð- inginn var dæmdur til 16 ára fangelsisvistar. Hverfisgata 19. júlí 1977 drápu tveir menn, 45 og 46 ára, fimmtugan karlmann í fangageymslu lögregl- unnar á Hverfisgötu 113 þar sem fjórir menn voru geymdir. Þeir kyrktu manninn, þar sem hann svaf ölvunarsvefni í klefanum, með því að herða belti að hálsi hans. Gleymst hafði að taka beltið af öðrum þeirra áður en honum var stung- ið inn. Þeir hlutu báðir 8 ára dóm. Þann 23. júh 2000 fannst maður látinn í íbúð við Leifsgötu. Hann var 47 ára og var 38 ára kona handtekin og ákærð fyrir að drepa hann með því að herða bindi að hálsinum á honum. Þau höfðu setið að drykkju í íbúðinni ásamt íbúðareiganda og kannaðist konan við að hafa lent í átökum við manninn. Héraðsdómur dæmdi konuna i 14 ára fangelsi en Hæstiréttur mildaði refsinguna í 12 ár. Víðimelur Aðfaranótt 18.febrúar2002 réðst 24ára karl- maður á 51 árs mann á Víðimel. Veitti hann manninum fjölmarga höggáverka á höfuð með kjötexi og slaghamri. Líklegt var talið að árás- armaðurinn hefði rekist á fórnarlambið af tilvilj- um, en árásarmaðurinn var undir áhrifum fíkni- efna þegar verknaðurinn var framinn. Hann var dæmdur í 16 ára fangelsi. Bankastræti Um klukkan 4 laugardagsnóttina 2. mars 1991 ákváðu tvö ungmenni, 17 ára strákur og 15 ára stelpa, að ræna mann. Stúlkan lokkaði hann inn í húsasund við undirgang hússins Banka- stræti 14 þar sem strákurinn tók á móti honum og lamdi hann í höfuðið. Fórnarlambið féll til jarðar og skall með höfuðið í þrep sem liggja hægra megin þegar gengið er inn í portið og að íbúð á annarri hæð. Eftir það rændu þau mann- inn. Áverkarnir leiddu manninn til dauða. Drengurinn fékk 5 ára fangelsi en stúlkan fékk 3 ár. Laugarnesvegur 1. október 1961 ákváðu hjón á Laugarnesvegi 118 að stunda ástarleiki á svefnbekk frammi í stofu svo þau vektu ekki krakkana. Eiginkonan var drukkin og varð á að hrópa í sífellu nafn ann- ars manns en eiginmannsins. Við það rann æði á eiginmanninn sem barði konuna svo illa að dauði hlaust af. Börnin höfðu vaknað við átökin. Maður- inn hélt þeim þó frá stofunni þar sem atburður- inn hafði átt sér stað. Hann hlaut 6 ára fangelsi fyrir verknaðinn. Kötlufell Sunnudaginn 25. janúar 1981 myrti 27 ára kona 38 ára eiginmann sinn með því að hella bensíni yfir hann og kveikja í þar sem hann svaf ölvunarsvefni í íbúð á 3. hæð til vinstri í fjölbýlis- húsinu Kötlufelli 11. Með þessu stefndi hún um leið lífi annarra íbúa hússins í hættu. Hjónin bjuggu í íbúðinni ásamt tveimur ungum börnum sínum, 5 ára dreng og 6 ára stúlku, sem konan fór með út úr íbúðinni skömmu fyrir verknaðinn. Sambúðarörðugleikar höfðu verið í hjónaband- inu vegna ofneyslu mannsins á áfengi og konan taldi þetta einu leiðina til að losna við eiginmann- Inn. Þess má geta að hún sneri aftur til íbúðarinn- ar nokkru eftir íkveikjuna til að leita hjálpar en það var orðið of seint. Hún hlaut 14árafangelsis- dóm. Kvisthagi Að morgni 7. janúar 1967 braust 39 ára mað- ur inn í hús fyrrverandi eiginkonu sinnar á Kvist- haga 25 með því að brjóta rúðu i útihurðinni með buffhamri. [ húsinu var konan stödd ásamt börn- um og annarri konu. Eftir langt og ofsafengið rifr- ildi við fyrrverandi konu sína réðst hann á hana og reyndi að hýða hana. Hin konan réðst á mann- inn en hann skar hana þá í fótinn með kjöthníf sem hann hafði meðferðis. Þegar sonur hans fór úr íbúðinni, um klukkan 8.05, réðst hann svo á eiginkonuna fyrrverandi og stakk hana til bana með hnífnum. Hann dró hana síðan inn i baðher- bergið og setti líkið í baðkarið. Þegar þarna var komið höfðu nágrannar konunnar hringt á lög- reglu. Morðinginn tók á móti lögreglunni á tröppum hússins. Hann hlaut 16 ára fangelsis- dóm. Morðí Reykjavíkurborg á sér fjölmargar hliðar. AUa jafna er hún hlýleg og falleg, lífleg og skemmti- leg. En það eru ekki allar þessar hliðar jafn fagr- ar. Að meðaltali eru framin tvö morð á ári á ís- landi og flest þeirra eru framin í höfuðborginni. Flest eru morðin hrottafengin eins og sjá má á þessari úttekt sem sýnir að fólk er ekki eins óhult í borginni sinni og það vill eflaust halda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.