Helgarblaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 5

Helgarblaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 5
Helgar 5 blaðið Fjandinn hafi það. Ég ætla að stela vörubílnum mín- um aftur af Mumma! Ég á hann og hann hefur engan rétt til að hafa hann! / ÍA'sr Ég fel mig hérna bak við rólurnar og þegar Mummi lítur í aðra átt hleyp ég til, gríp bílinn og hraða mér í burtu. Það ættu að vera nokkrir Rauðakrosskassar á öllum róluvöllum, svo maður geti læðst upp að illmennunum án þess að sjást. ■ Ypsilon í Eið Jón Oddsson hæstaréttarlög- maður hélt erindi um mengun- ina á Heiðarfjalli á fundi hjá Herstöðvaandstæðingum ný- lega. Hann ræddi samskipti sín við Eið Guðnason umhverfisráðherra, en Jón er lögfræðingur landeig- enda við Hciðarfjall. Sagði Jón um umhverfisráðherra að það væri athugandi hvort ekki ætti að gera sérstaka undanþágu á ís- lenskunni og skrá nafn ráðherrans með ypsiloni. Tólf þúsund vinnuslys á ári hverju Starf vinnueftirlitsmanns felst aðallega í almennu eft- irliti með aðbúnaði, holl- ustuþáttum og öryggi á vinnustöðum. Hins vegar skiptir það miklu máli varð- andi vinnuvemd að fólk sé sjálft meðvitað um eigin að- búnað og öryggi á vinnu- stöðum, segir Gylii Már Guðjónsson, eftirlitsmaður hjá Vinnueftirliti ríksins. Ætla má að á ári hverju verði hérlendis um tólf þúsund vinnuslys. Það eru margfalt fieiri slys en þau sem tilkynnt eru til Vinnueftirlitsins á ári hverju þrátt fyrir að mikið hafi verið gert til þess að brýna fyrir at- vinnurekendum að tilkynna til Vinnueftirlitsins öll slys; ekki að- eins þau alvarlegu, heldur einnig minniháttar óhöpp. Vanræksla í þeim efnum getur haft áhrif á bóta- skyldu og því mikilvægt fyrir báða aðila, starfsmanninn og atvinnurek- andinn, að slys eða óhöpp séu til- Vinnueftirlitsmaður kynnt til viðkomandi aðila. Athug- un sem gerð var á Slysadeild Borg- arspítalans á sínum tíma rennir stoðum undir það að sú tala, tólf þúsund vinnuslys á ári, sé ekki fjarri sanni. Til marks um það má nefna að á árinu 1990 barst 761 til- kynning um vinnuslys til eftirlits- ins. Samkvæmt skráningu Vinnu- eftirlitsins létust átján einstaklingar í vinnuslysum á árabilinu 1986- 1990 og eru þá frátalin þau dauða- slys sem urðu við vinnu á legi og í lofti. Þá tilkynnti Heymar- og tal- meinastöð Islands Vinnueflirlitinu um 3.570 einstaklinga sem höfðu tapað heym vegna hávaða við vinnu á árabilinu 1981-1991. Ef niðurstöðúr þeirrar rannsóknar sem gerð var á Slysadeild Borgar- spítalans eru bomar saman við nið- urstöður rannsókna sem gerðar hafa verið með hliðstæðum aðferðum í Danmörku, kemur í ljós að vinnu- slys em tíðari hér á landi. 1 Reykja- vík urðu 1060 karlar og 250 konur, miðað við 10 þúsund starfandi menn, fyrir vinnuslysum á ári, en í Arósum í Danmörku slösuðust 860 karlar og 220 konur, miðað við 10 þúsund starfandi menn. Hins vegar hefúr komið í ljós við samanburð á tilkynntum atvinnusjúkdómum, sem gerður var á Norðurlöndunum á tímabilinu 1980-1985, að þeir séu í sama mæli þar og hérlendis. Þótt ekki hafi farið fram rann- sóknir á kostnaði vegna vinnuslysa og atvinnusjúkdóma hér á landi er engu að síður talið að kostnaðurinn sé umtalsverður. Samkvæmt grein- argerð sem Alþjóðavinnumálaskrif- stofan í Genf hefur látið taka saman um kostnað vegna vinnuslysa og at- vinnusjúkdóma í nokkrum iðnríkj- um varð niðurstaðan sú að þessi kostnaður virðist vera á bilinu 1%- 3% af vergri landsframleiðslu. Miðað við þessar niðurstöður er kostnaðurinn hérlendis vegna vinnuslysa og atvinnusjúkdóma á bilinu 3,8-11,4 miljarðar króna. Vinnuverndarár Núgildandi lög um aðbúnað, hollustu og öryggi á vinnustöðum eru frá 1981 en fyrstu sérlögin um vinnuvemdarmál voru sett árið 1928. Þótt ýmislegt hafi áunnist í vinnuvemdarmálum eru mörg verk- efni framundan. Það helsta er yfir- standandi vinnuvemdarár sem hófst í mars síðastliðnum og stendur til sama mánaðar að ári í löndum Evr- ópubandalagsins og EFTA. Mark- mið vinnuvemdarársins er að alls staðar í stómm og smáum fyrir- tækjum sé hugað að því að aðbún- aður sé góður, komið sé í veg fyrir vinnuslys og atvinnusjúkdóma og stuðlað að vellíðan hins vinnandi manns. Aðalþema vinnuvemdarárs- ins eru fjögur: ■ Hreint loft á vinnustað ■ Öryggi á vinnustað ■ Vellíðan á vinnustað ■ Vamir gegn hávaða og titringi á vinnustað. Þótt menn hafi vitað það í þrjár aldir að vinna getur valdið heilsu- tjóni, er mikilvægi andlegrar líðan- ar fólks í vinnu nýlegt áhersluatriði í vinnuvemd. Á síðasta áratug liafa menn gefið því æ meiri gaum og er ekki vafi á að í framtíðinni mun meira verða um þetta hugsað en hingað til. Meðal þess sem unnið verður sérstaklega að hérlendis á vinnu- vemdarárinu er að lögð verður sér- stök áhersla á að efla innra starf fyrirtækjanna. Á hveijum vinnustað þar sem eru tíu starfsmenn eða fleiri verði skipaður öryggisvörður og öryggistrúnaðarmaður, en ör- yggisnefndir í þeim fyrirtækjum þar sem starfsmenn em fimmtíu eða fieiri og er þetta í samræmi við gildandi lög. Slysavarnir En að hverju huga vinnueftirlits- menn þegar þeir fara á vinnustaði? Gylfi Már segir að þegar á vinnu- staðina sé komið, í lians tilfelli á byggingarsvæði, sé lögð áhersla á að tryggja að komið sé í veg fyrir fallhættu og unnið á góðum og traustum vinnupöllum; að gengið sé vel frá stigum og stigagötum; að gengið sé vel og tryggilega frá gmnnum og skurðum svo að bömum og öðrum stafi ekki hætta af. Jafnframt er litið á aðstöðu starfs- manna; að hún sé snyrtileg og hreinlæt- isaðastaða sé fyrir hendi. Síðast en ekki síst ganga eftirlits- menn eftir því að menn noti hjálma, ör- yggisskó og að hlífar séu á vélum og verk- fæmm, svo nokkuð sé nefnt. Gylfi Már er tré- smiður að mennt og hafði unnið við iðn sína áður en hann gerðist opinber starfs- maður. Ástæðu þess að hann réðst til Vinnueftirlitsins þann 1. maí 1988 má rekja til sérstaks vinnu- vemdarátaks sem í var ráðist í bygging- ariðnaðinum sökum fjölda alvar- legra fallslysa sem orðið höfðu í at- vinnugreininni árið 1987 og á fyrri hluta árs 1988. Þetta átak skilaði meðal annars þeim árangri að vinnupallar hafa batnað og alvar- legum fallslysum fækkað að sama skapi. Reyndar má segja að hluta skýringarinnar á fækkun slysa í at- vinnugreininni megi rekja til þess að álag á byggingarmönnum hefur minnkað frá því sem það var á þessurn góðæristímum. Þá var vinnutími byggingamianna mun lengri en gerist og gengur um þess- ar mundir auk þess sem mikið álag fylgir því einatt að vinna mikið í ákvæðisvinnu. „Það eykur auðvitað slysahættuna þegar menn eru famir Þessi abbúna&ur starfsmanna á vinnustaS er ekki til fyrirmyndar og trúlega vildu fáir vinna hjá atvinnurekanda sem bý&ur upp á annaá eins. Gylfi Már Guájánsson vinnueftirlitsmabur. Mynd: Kristinn. að lýjast og vinna mikið undir pressu. Sem dæmi um áherslu Vinnuefl- irlitsins á slysavamir má nefna að í fyrra settu eflirlitsmenn stofnunar- innar fram um 15.400 fyrirmæli og ábendingar um slysavamir. En hvað gerist, sé ekki farið að ábend- ingum Vinnueflirlitsins og hefúr eftirlitið eitthvert vald? Gylfi Már segir að Vinnueftirlitið geti stöðvað vinnu tafarlaust þar sem hælta er á ferðum. Láti menn sér ekki segjast er kallað á lögreglu. Það er þó mjög fátítt. Aflur á móti er mun algengara að eftirlitið banni notkun véla eða vinnupalla þar til viðeigandi ráðstafanir hafa verið gerðar sem tryggja öryggi starfs- manna. Meiri þolinmæði gætir varðandi aðstöðu starfsmanna á vinnustað. Aðstaðan er ekki inn- sigluð fyrr en atvinnurekandinn hefur hunsað ábendingar Vinnueft- irlitsins í tvígang og er þá vinnan einnig stöðvuð. Gylfi segir að þetta hafi þeir því miður þurft að gera í tugatali. En skýrar reglur kveða á um það að viðunandi starfsmanna- aðstaða sé fyrir hendi á byggingar- vinnustöðum. Þar eð verkaskipting byggingarfulltrúa og Vinnueflirlits- ins í þessum málum hefur ekki ver- ið nægilega skýr, hafa þessir aðilar komið sér saman um hvemig staðið skuli að eflirliti og úttektarskyldu með starfsmannaaðstöðu á bygg- ingarstað. Þegar er farið að vinna samkvæim þessu í Reykjavík, Kópavogi, Ákureyri, Hveragerði og jafhvel víðar. Engu að síður telur Gylfi að aðstaða byggingarmanna á vinnustað sé enn nokkuð lakari hér- lendis en gerist og gengur meðal nágrannaþjóðanna. Gylfi segir að þeir hjá Vinnueft- irlitinu vilji fyrst og fremst vinna sem leiðbeinendur og aðstoðar- menn til að byggja upp öryggi á vinnustöðum í stað þess að hafa á sér einhverja lögregluímynd. I sínu starfi koma vinnueftirlits- menn víða við og meðal þess sem Gylfi þarf að hafa eftirlit með má nefna byggingar- og verktakastarf- semi, trésmíðaverkstæði, gmnn- skóla, sérskóla og verklegar fram- kvæmdir sveitarfélaga. Þar eð hann starfar í Reykjavíkurumdæmi er svæðið nokkuð yfirgripsmikið, eða sjálf höfuðborgin, Seltjamames, Kópavogur, Hafnaríjörður, Garða- bær, Mosfellsbær, Álftanes, Kjalar- nes og Kjós. Auk þess að sinna eft- irliti með vinnustöðum vinna eftir- litsmenn að ýmsum úttektum á starfsmannaaðstöðu, á vinnupöll- um, úttektum vegna slysa eða kvartana og sinna kennslu á hinum ýmsu námskeiðum sem haldin em. Fimmtudagurinn 30. apríl

x

Helgarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.