Helgarblaðið - 05.06.1992, Blaðsíða 18

Helgarblaðið - 05.06.1992, Blaðsíða 18
Helgar 18 blaðið Garðrunnar sem gefast vel t síðasta pistli gat ég nokkurra trjátegunda sem þola vel ís- lenska veðráttu. Nú held ég áfram á sömu braut og tíni til runnagróður sem búinn er sama þoli. Garðar byggjast ekld upp af trjánum einum saman. Það þarf lægri trjágróð- ur til að mynda þá umgjörð og það skjól sem við viljum hafa við hús okkar. Listinn er ekki tæmandi en þetta er góð byrj- un. Síðar er hægt að velja við- kvæmari og ef til vill stásslegri tegundir. Kínakvistur Spiraea gemmata Hávaxinn og spengilegur runni með fínlegu laufi og sveigðum greinum sem þaktar verða hvítum blómsveipum á miðju sumri. Blómgast á ársgamlar greinar. Harðgerður runni sem vel getur hentað við sumarbústaði ekki síður en í heimagörðum. Loðkvistur Spiraea mollifolia Loðkvistur er afar nettur og form- fagur runni með fagurlega sveigðum, allt að tveggja metra háum greinum sem þekjast hvítum blómasveipum um mitt sumarið. Laufin eru fremur smá með silfurglitrandi silkiló báð- um megin. Loðkvistur er harðgerður og dafnar vel í ræktaðri, vel fram- ræstri garðmold á sólríkum stað i garðinum. Rósakvistur ‘Alpina’ Spiraea x japonica var. alpina Dvergvaxinn smárunni. Afar blað- fallegur, blómsæll og harðger. Blóm- in fjólurauð í sveipum á nýjum greinum. Nýr vöxtur eflist ef runninn er klipptur niður snemma á vor- Léttu þér störfin 6 manna ELFA-DELCA uppþvottavélin kostar aðeins 33.155,- stgr. Tekur borðbúnað fyrir 6 - þurrkar, skammtar sjálf þvottaefni. 7 kerfi. Getur staðið á borði, má einnig byggja inn í skáp. íslenskar leiðbeiningar. Greiðslukjör. Einar Farestveit&Co.hf. Borgartúni 28, símar: (91) 622900 og 622901 - Næg bílastæði Áætlun Hríseyjar- ferjunnar Sævars Hrísey - Árskógssandur - alla daga. Frá Hrísey: Frá Árskógssandi: kl. 09:00 11:00 13:00 15:00 17:00 19:00 21:00 23:00 kl. 09:30 11:30 13:30 15:30 17:30 19:30 21:30 23:30 Áætlun Sævars er á Árskógssand sem er við leið 82, 35 km. norðan Akureyrar. Sigling tekur 15 mínútur. Yerið velkomin. Farsímanúmer Sævars er 985-22211. Upplýsingar um áætlun í síma 96-61797. in.Dafnar best i sendnum, frjóum jarðvegi á sólríkum stað. Borgar vel fýrir létta áburðargjöf og ríkulegan búfjáráburð. Sigurkvistur Spiraea x sigurkvistur Laglegur runni með útsveigðum greinum. Ber hvít bióm á ársgamlar Hafsteinn Hafliðason greinar í júní. Harðger og blaðfalleg- ur. Dafnar best í vel ræktaðri mold á sólrikum stað en þolir samt nokkum skugga af öðrum trjágróðri. Birkikvistur Spiraea x birkikvistur Gamalkunnur og vinsæll kvistur sem dafnar prýðisvel um allt land. Lágvaxinn og þéttur með fagur- grænu laufi og hvítum blómsveipum á ársgömlum greinum. Haustlitir einkar fjölbreyttir og fallegir. Dafnar best í góðri garðmold á sólríkum stað. Launar vel fyrir búfjáráburð ár- lega og skiptingu fimmta til sjötta hvert ár. Bogsýrena Syringa reflexa Allt að þriggja metra hár runni með útsveigðar, gráleitar greinar. Blöðin eru aflöng og oddhvöss, dökkgræn að ofan en grágræn og ló- hærð neðantil. Blómin eru í skúfum, rauðleit að utan en allt að því hvít að innan með daufri sýrenuangan.Dafn- ar sæmilega og blómgast bærilega víða um land ef ekki skortir vætu, kalk og kalíum í jarðveginn. Skelja- sandur og ríflegir skammtar af sauð- ataði í kring um runnana ávaxta sig ríkulega þegar bogsýrena á í hlut. Gljásýrena Syringa josikaea Stórvaxinn runni, oft 4-5 metra hár, með sterklegum greinum. Blöð- in eru gróf og giansandi dökkgræn. Blómgast upp úr miðju sumri með stórum rauðfjólubláum blómskúfúm á öllum greinaendum. Afar tilkomu- mikil þegar hún er í blóma. Harð- gerð og þolin planta sem dafnar best í djúpum, vel ræktuðum jarðvegi sem ekki má skorta kalk. Skógartoppur Lonicera periclymenum Skógartoppur er klifúrrunni með gagnstæðum, tungulaga, blágrænum laufblöðum og gulleitum ilmsætum blómum í stórum klösum þegar líður á sumarið. Þarf lóðrétta vírþræði til að klifra upp eftir. Notið ekki gam eða grindur sem burðarás fyrir skóg- artopp. Einungis vírstrengir sem strekktir em tryggilega með 20 sm millibili og um 15sm frá veggjum em nægilega traustir fyrir þunga hans. Skógartoppur getur líka klifrað upp eftir öðmm trjám og blómstrað í krónum þeirra, trjánum að meina- lausu. En til þess þarf að leiða grein- ar skógartoppsins upp eftir trjábolun- um þar til þær hafa náð taki á tijá- greinunum af sjálfsdáðum. Skógar- toppur blómgast aðeins á greinar sem orðnar em tveggja ára eða eldri. Þess vegna verður að klippa þær með varúð fyrstu árin. Skógartoppur er harðgerður og dafnar vel í frjórri garðmold. Hann þolir skugga en kemur sér oftastnær sjálfúr upp í sólskinið. Fallegur og blómsæll mnni sem verðskuldar alla fyrirhöfn. Dúntoppur Lonicera xylosteum Skuggþolinn, allhraðsprottinn, gi- sinn og grófvaxinn mnni með gróskumiklu laufi og gulleitum smá- blómum.Stundum koma rauð ber á runnana þegar haustar. Þau era einskis nýt til manneldis og ögn eitr- uð en vinsæl af þröstunum. Dúntoppur er afar harðgerður og nýtist vel sem undirgróður í skjól- belti og skógarlundi með stálpuðum tijám. Hann þrífst vel í allskonar þurrlendi en miður þar sem jörð er deig. Agætur til að fylla leiðinleg, skuggaskot í görðum. Blátoppur Lonicera caerulea Rúmlega eins metra hár mnni með mörgum grönnum greinum. Afar þéttvaxinn og nettur sé honum hald- ið við með klippingu reglulega, en getur annars orðið gisinn og gleiður með aldrinum. Laufið er frísklega dökkgrænt og oftast örlar fyrir blá- leitri slikju á því. Blómin em ljós, lítil og óvemleg, berin em smá og blá. VESTNORRÆNT KVENNAÞING 1992 F0ROYAR • ÍSLAND • KALAALLIT NUNAAT Á EGILSSTÖÐUM 20. - 23. ÁGÚST Yfírskrift þingsins er Vinnumarkaðurinn, en jafnframt hefur hver þingdagur sérstakt þema: Föstudagur: Vinnumarkaðurinn og menntun. Laugardagur: Hafið - Umhverfismál. Sunnudagur: Konur og möguleikar þeirra til áhrifa. Auk hefðbundinna þingstarfa verða fyrirlestrar og kynningarbásar frá ýmsum félagasamtökum, menningardagskrá, íþróttir fyrir alla og margt fleira. Þátttökueyðublöð liggja frammi hjá Jafnréttisráði, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, ASÍ, Grensásvegi 16a, BSRB, Grettisgötu 89, Ferðamiðstöð Austurlands á Egilsstöðum, auk bæjarskrifstofa á eftirtöldum stöðum: Keflavik, Akranesi, ísafirði, Blönduósi, Akureyri, Neskaupsstað, Höfn Hornafirði, Vestmannaeyjum, Selfossi. Hægt er að fá nánari upplýsingar og eyðublöð send frá Jafnréttisráði, símar 91-27877 og 91-27420.

x

Helgarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.