Dagblaðið - 11.05.1976, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 11.05.1976, Blaðsíða 8
8 DACBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUK 11. MAl 1976. Lausir úr gcezlu en ennþá grunaðir: Ferðin sem aldrei var farin Kinari Bollasyni. Maynúsi Uoó- poldssvni. Valdimar Ólsen o« Sipurbirni Kiríkssyni. sem látnir voru lausir úr pæzluvaróhaldi i fyrrakvöld. hefur „að ákvöróun rannsóknardómara verið pert aó sæta eftirliti liipreplu oj> takmörk- unum á feróafrelsi i þápu rann- sóknar" (leirfinnsmálsins svokall- aóa. Svo sepir i frf'ltatilkynninpu frá Sakadómi Keyk.javíkur um ný.justu atburói op atriði. sem fram hafa komió vió rannsókn málsins. Aðalvitnið játar morðið Helzta vitni löpreplunnar til þessa. óuórún Krla BoIIadóttir. sem úrskuróuó var i 60 dafta sæzluvaróhald fyrir viku síóan. játaói fyrir helfji aó hafa s.jálf mvrt Geirfinn Einarsson á at- hafnasvæói Dráttarbrautarinnar í Keflavík aó kviildi 19. nóventber 1974. Sefíist Erla nú hafa skotið mann — er hún tel.ji hala verió óeirfinn Einarsson — einu skoti að undirlafji sambýlismanns sins ofj barnsföóur. Sævars M. Ciesielskis. Sjóferðin aldrei farin I fréttatilkynninfju sakadóms. sem barst blaóinu i jjær. er ekki ntinnzt einu orói á sjóferðina sem áóur hafói verió skýrt frá aó h’afi oróió hinzta för óeirfinns Einars- sonar. Aftur á móti heldur Erla. aó því er sofjir í tilkynninfjunni. þvi stöóufjt fram aó f jórmenninfj- arnir. sem látnir voru lausir i fyrrakvöld. hafi verió í Dráttar- brautinni þetta kvöld. Kristján Vióar Vióarsson. sem er einn banamanna (’.uómundar Einars- sonar. ber hió sama. Aftur á móti hefur reynzt m.jöfj erfitt aó fá Sævar til aó tala ofj er rann- ar. aó hann viti mun nieira en hann er fústil aósejj.ja. 1 fréltatilkynnintjunni er ekki heldur minnzt á tilfjanfj farar þoirra Erlu, Kristjáns ofj Sævars til Keflavíkur þetta umrædda kvöld. en f.jórói maóurinn með þeim i bílnum — sem enn er ekki vitað hver er þrátt f.vrir að nokkrir menn séu fjrunaóir þar um — kann aó fjeta varpaó l.jósi á þaó. Þá er ekki vikió einu orói að þvi hvaó hefur orðió um lík Ceir- finns. Sœvar með riffil Orórétt sefjir svo i fréttatil- kynninfju Sakadóms um atburðina í Dráttarbrautinni í Keflavík þettakvöld: „Samkvæmt frásöfjnum þeirra Krist.jáns Vióars ofj Erlu urðu þau vitni aó áfjreininfji ojj átökum milli manna. Telur Kristján Viðar sifj þar hafa séð til manna. sem eltu ofj umkrinfjdu mann einn ófj þjörmuóu síðan að honum meö höfjfjum ofj barsmíðum ofj jafnvel efjfjvopnum. Hafi maður þessi verið oröinn m.jöfj illa á sifj kominn ofj blóðuKur er hann sá hann siðast. Þá hafi einhver.jir manna þessara hins vejjar stufjfj- að sér frá ok Sævar Marinó farið með sifj að bifreið þeirra. Telur Kristján Viðar sifj minnast þess. að er þeir voru komnir i bifreið- ina. hafi hann séð riffil í höndum Sævars Marinós. en Erlu sá hann þá ekki. Þá hefir Erla nú nýlega skýrt svo frá, aö Sævar Marinó hafi. er þetta gekk yfir. verið með riffil í höndunum og haldió honum mjög aó sér os nánast lagt hann í hendur hennar og sagt henni f.vrir verkum um það hvernig hún sk.vldi beita honum gegn nærstöddum manni, sem þá var þegar mjög illa á sig kominn. „Sortnaði fyrir augum..." Hafi hún síðan að fyrirmælum Sævars Marinós beint þesu vopni að manninum og hleypt af. Hafi henni þá sortnað fyrir augum, misst b.vssuna í hendur Sævars Marinós, sem stóð fast að baki hennar, en síðan hlaupið á brott og falið sig, og síðan komizt til Hafnarfjarðar og Reykjavíkur eins og áður hefir verið skýrt frá. Eftir myndum að dæma telur Erla næsta sennilegt, að sá, sem fyrir þessu varð, hafi verið Geir- finnur Einarsson.” Þá segir í tilkynningu Saka- dóms, að þau Sævar, Kristján, Erla og Tryggvi Rúnar Leifsson (sem tók þátt i morðinu á Guðmundu Einarssyni), séu öll í gæzluvarðhaldi ,,og jafnframt gert að sæta sérfræðilegri rann- sókn á líkamlegu og andlegu heil- brigði og er sú rannsókn hafin fyrir nokkru.” Hver veit? í lok tilkynningarinnar leitar Sakadómur til almennings og biður um aðstoð: „Ástæða er til að ætla, að menn þeir sem staddir voru í Dráttar- braut Keflavíkur umrætt sinn hafi skýrt einhverjum frá því. Þá er ástæða til að ætla að þeir Sævar Marinó, Tr.vggvi Rúnar og Kristján Viðar hafi skýrt ein- hverjum frá afdrifum Guðmund- ar Einarssonar. Er hér með skorað á þá, sem slíka vitneskju hafa, að gefa sig þegar fram við rannsóknarlög- regluna." —ÖV. sóknarlögreglan þeirrar skoðun- Athafnasvæði Dráttarbrautarinnar í Keflavík: hverjir voru þarna 19. nóvember 1974? DB-mynd: ÖV. Magnús Leópoldsson: Missti íbúðina meðan hann satí varð- hakfinu „Þetta hefur f.vrst og fremst verið mikil bið.” sagði Magnús Leópoldsson í viðtali vió Dag- blaðiö. Hann kváöst ekki hafa niikiö um þetta mál aö segja eöa gæzluvaróhaldió. „Eg var muninn á brott snemma morguns seint i janúar og ér rétt kominn út. Eg er nú eigin- lega aö hitta fjölsk.vldu mína eftir allan jtennan tíma." sagöi Magnús. „Þaó er ómetanlegt aó finna allti j)á hlý.ju. sent vinir manns sýna manni i orói og verki. þótt á ýmsu hali gengiö þennan tima. Eg er svona aö átta mig á því aö ekki v.arö hjá því komiz.t aö sel.ja ibúöina." sagöi Magnús. „en úr þvi sem komiö er. varöar |>ö mestu aö máliö upplýsist og af mannt sé létl |)essu fargi. aó ekki sé lalaö um |)á sem næslir manni standa." sagöi Magnús I .eópoldsson — BS Geirfinnsmdlið: w SAKSOKNARIVILDIFRAMLENGJA VARÐHALDIÐ Embætti ríkissaksóknara mun hafa krafizt framlenging- ar á varöhaldsúrskurði þeirra fjögurra manna, sem látnir voru lausir i f.vrrakvöld i sam- bandi við rannsóknina á hvarfi Geirfinns Einarssonar. Saka- dómarinn í málinu, Örn Höskuldsson, varö ekki við þeirri kröfu, eins og fram kemur í fréttum af þessu máli annars staðar i blaðinu. Siðastliðinn föstudag var enn einn maður úrskurðaóur i gæzluvarðhald i tengslum við rannsókn þessa máls. Er það leigubilstjóri úr Reykjavík. Engin "grein hefur verið gerð fyrir því, hver rök eru fyrir þeirri ákvörðun. — BS „DÁSAMLEGT AÐ SJÁ SÓUNA AFTUR EFTIR MARGA MÁNUÐI" — segir Einar Bollason eftir 105 daga gœzluvarðhaldsvist Einar Bollason, kenn- ari í Hafnarfirði, kom heim til sín laust fyrir klukkan eitt í fyrrinótt eftir að hafa setið í gœzluvarðhaldi í þrjá og hálfan mánuð. „Eg sat uppi með fjölsk.vld- unni fram undir morgun og sá sólina koma upp í fyrsta skipti i marga mánuði," sagöi Einar Bollason i samtali vió frétta- mann blaðsins i gærkvöld. „Eftir aö hafa verið þrj'á og hálfan mánuó i burtu frá fjöl- skyldunni. alltaf i þessari bió og óvissu. er ösköp eólilegt aó taugarnar þurfi einhvern tinia til að jafna sig,” sagði Einar um heilsufar sitt og líðan. Hann kvað þó f.jarri því að hann hefði verið látinn sæta harðræði i varðháldinu. „Eg átti hfeint alls enga von á þvi aö verða sleppt lausum meö lilliti til þess sem á undan var gengið." sagði Einar. „þótt maöur hafi auðvitað alltaf alið meö sér von um það. Raunar man ég ekki nákvæmlega hveimig þetta gekk f.vrir sig nema hvaó aó það var bókaö og lesió aö á grundveli þessa og liins þá væri okkur hér meó sleppl. Þaó var ekkert sérstakt drama í kringum þaó en ánægjulegt engu aó síöur. Maöur b.jó sig frekar undir þaö versta og re.vndi aö b.vggja sig upp þannig.” Einar Bollason kvaðst ekki vera þeirrar skoðunar að mál- inu væri nú lokið hvað sig snerti. „Það erekki auðvelt að seg.ja til um það.” sagði hann. „en málinu er náttúrlega ekki lokið fyrr en það er fvllilega og endanlega upplýst og rannsókn að fullu lokið. Ég ber fulla trú og traust til þeirra sem hafa þessa rannsókn meó höndum og hef ekki ástæðu til að ætla annaó en aö þeir leggi sig alla fram vió að upplýsa málið." Einar sagðist ekki hafa á reióum höndunt skýringu á því hvers vegna vitnin (þeirra á tneðal er hálfsystir hans) bæ'ru enn aó f.jórmenningarnir. sem látnir yoru láusir í fyrrakvöld. Einar Bollason: „Maður bjó sig frekar undir það versta...” DB-mynd: BB hefðu verið i Dráttarbrautinni í Keflavík að kvöldi 19. nóvem- ber 1974. „Mér þykir í sjálfu sér ekki óeðlilegt aó rannsóknarlögregl- an fari varlega í yfirlýsingum sinum svona í fyrstu umferð,” sagði hann. „en niaður vonar bara að næsta yfirlýsing verði heldur huggulegri. Baráttan er f.vrst að byrja núna. en það er gdtt að vita af öllum þeitn góðu vi num sem hafa komið eða haft samband á annan hátl." — ÓV. „BÚINN AÐ SOFA MIKIÐ TIL FRÁ í JANÚAR" — segir Valdimar Ólsen í viðtali við DB „Það er gaman aö geta horft út um gluggann og séö voriö sent maöur vissi aö var komiö." sagöi Valdimar Olsen i viötáli viö Dagblaóiö i gær. Valdimar er einn þeirra manna sem látinn var laus úr gtezluvaröhaldi í fyrrakvöld en hann var handlekinn snemma morguns hinn 26. janúar sl. vegna rannsóknarinnar á hvarfi Geirfinns Einarssonar. „Eg get í sjállu sér ekkert sagt um þetta furöulega mál. né heldur þaö hvernig ég er kominn inn i þaö. Hió santa befi ég raunar um Magnús Leó- poldsson og Sigurbjörn Eiriks- son aö segja. Eg veit auövitaö vel hver Einar Bollason er þótt viö séum ekki meira en ntál- kunnugir, ef svo má segja." sagöi Valdiinar. „Eg er svona aö átta mig á hlutunum eftir aö vera búinn aö sofa mikiö til frá þvi i janúar. Eg sé aö landhelgin er á sínum staö. búiö aö stofna nýtt flugfélag og luekka bensiniö svo eitlhvaö sé nefnl. Eg vissi þó að þaö var verkfall. Það var vegna þess aö engin mjólk var til. Þá var mér sagt frá því." sagöi Valdimar Ólsen. Varöandi þetta mál. sem að vonum hefur verið svo m.jög til umræöu. kvaöst Valdimar aöeins eiga þá ósk að það skýröist sem allra fyrst. — BS

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.