Dagblaðið - 06.08.1976, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 06.08.1976, Blaðsíða 1
 w v V f é 2. AR(>. — FÖSTUDACJJR 6. AíitlST 1976 — 171. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12, SÍMI 83322. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA. ÞVERHOLTI 2, SÍMI 27022. (Geirfinnsmqlið:) TEKST SCHUTZ AÐ LEIÐA HIÐ SANNA f UÓS? Karl Schiitz, hinn þýzki rannsóknarmaðnr, sem hingað var fenginn að tilhlutan dóms- málaráöherra. vinnur nú hvern dag að því að kynna sér enn frekar gögn og inálsskjöl í morðmáli Guðntundar Einars- sonar og Geirfinnsmálinu. Hefur hann vinnuaðstöðu í húsakvnnum Sakadóms Reykjavíkur. Auk þess mun hann hafa kannað vettvang at- burða eftir því sem tilefni og tækifæri gefast til. Hinn þýzki rannsóknar- maður vinnur i nánu samstarfi við Örn Höskuldsson saka- dómara. sem hefur haft rannsókn þessara mála með höndum, ásamt mörgunt rann- sóknarlögreglumönnum. Mikill'fjöldi málsskjala hafði érið þýddur á þýzku og sendur Schiltz til Þýzkalands áður en hann kom hingað. Jafnan er túlkur til taks. en Örn Höskuldsson er mælandi á þýzka tungu. Fyrst. pg fremst hefur rannsókn Schiitz he.inzt.að meintu morði á Guðmundi Einarssyni og þeim, er víð það mál koma, eftir heimildum, sem Dagblaðið telur áreiðanleg- ar. Þá munu nú liggja fyrir einhverjar niðurstöður geðrannsóknar, sem að undan- förnu hefur verið gerð á meintum banamönnum Guð- mundar og öðrum þeint, sem taldir eru vitundarmpnn. Sem kunnugt er, sitja fjórir menn, þrír karlar og éin stúlka, í gæzluvarðhaldi vegna þessara mála. A framburði tveggja þessara manna var byggður úrskurður Sakadóms, sem Hæstiréttur staðfesti eftir áfrýjun, um framhald gæzluvarðhalds manna, sem grunaðir voru um aðild að hvarfi og afdrifum Geirfinns Einarssonar. Fólk þetta hefur oftar en einu sinni dregið framburð sinn til baka og eru sum atriði m.iög á reiki og óljós. Þó hafa þeir um önnur atriði þótt svo sarnhljóða, að á þeim hefur þótt byggjandi. Er þess nú> vænzt, að rannsókn og meðferð geðlækna og aðstoð hins þýzka rannsóknarmanns leiði hið sanna í 1 jós. -BS. Umfangsmikil „seðlaútgáfa" einkaaðila — baksíða ÞETTA KALLAR ÞORGEIR HIMINMIGU Svona lítur gosbrunnurinn nýi í Tjörninni út að næturlagi. Það var Sveinn Þormóðsson, ljósmyndari DB, sem festi þessa bandarísku gjöf Luthers Replogle á filmu sina. Reyndar minnir ljósadýrðin svolítið á vofu, eða finnst ykkur ekki? Annars virðist svo sem flest- um finnist nokkur nýlunda að brunninum, og fegurðarauki fyrir Tjörnina og næsta ná- grenni hennar. Nema kannski einn „nágranninn," Þorgeir kvikmyndatökumaður Þor- geirsson, sem býr við nyrðri enda Tjarnarinnar. Hann, og raunar Þjóðviljinn, hafa bundizt samtökum gegn „himinmigu" þessari, en svo nefnir Þorgeir þetta nýja Tjarnargaman í grein í Þjóð- viljanum. Þar segir hann m.a.: „I framhaldi af þessari kynlegu íhlutun bandarísks smekkleysis í tiltölulega náttúrulegt Iands- lag miðbæjarins í Reykjavík og gjöreyðileggingu fyrirbærisins á lífi fuglanna nágranna minna, hefi ég ákveðið að gefa banda- rísku þjóðinni migu af sömu stærð og sama styrkleika." ÍJ Norska olíumölin þakin með íslenzkri ps — baksíða • Hvar er óhœtt að baða sig í sólarlöndum? - bls. 15 • 16 tíma lestar- ferð til Kröf lu Unt tvöleytið í gær var lagt upp frá Húsavík með þ.vngsta st.vkkið til Kröflu- virkjunar sem í síðustu sendingu barst frá Japan. Stykkið vó yfir 60 tonn og vagninn sem það hvíldi á vegur um 25 tonn. Með í förinni voru vagnar sem fluttu stór stykki en ekki þung. En stærð þeirra var slík að þau náðu um 2 metra út fyrir vagninn hvorum megin. Lestinni var því ekki hægt að mæta nema á einstöku stöðum. Lögreglumenn fylgdu lestinni og voru þeir 16 klukkustundir í ferðinni fram og til baka. Hægt er að fara leiðina á tveimur tim- um. —ASt. • Tal í ham í Sviss — sjó skók bls. 16 Ekki er alltsem sýnist: W ÞRATT FYRIR YTRIVELGENGNIHAFA SUMIR EKKI EFNIÁ AÐ GREIÐA VERULEGA SKATTA bb. 9 Larsen hef ur af fur tekið forystuna — sjó bls. 5

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.