Dagblaðið - 07.08.1976, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 07.08.1976, Blaðsíða 1
2. ARG. — L.UKiARDAGUR 7. ÁGUST 1971» — 172. TBL RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12, SÍMI 83322, AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA, ÞVERHOLTI 2, SÍMI 27022 Eftir allan verðbólgueldinn: w w NU ER TIUÞUSUND—KALL- INN ALVEG Á NÆSTA LEITI Tíu þúsund króna seðillinn er án efa mjög skammt undan Landsbankinn er nú með i prentun gögn fyrir gjaldkera bankans þar sem hann er nefndur efstur á blaði. Hins vegar fæst ekki staðfesting á því hjá Seðlabankanum hvenær hinn nýi seðill sér dagsins ljós eða hvenær útgáfa hans hefst. ,,Við erum ekki einu sinni búnir að fá leyfi fyrir honum hvað þá að ákveðið sé hvernig hann verðú'r sk'reyttur," sagði Björn Tryggvason aðstoðar- bankastjóri í viðtali við DB. „Við höfum að vísu fengið frumtillögu um þennan nýja seðil frá prentsmiðju Wilkin- son í Englandi, sem prentar alla okkar seðla," sagði Björn. En tillagan frá Englandi eerir ráð fyrir myndum sem enn hafa ekki verið vaidar. Björn skýrði okkur frá því að seðlaútgáfan skiptist nokkuð í tvö horn. í henni væri „Vil- hjálmstímabil" og því tilheyrðu t.d. 100 og 1000 krónu seðlarnir. Hins vegar væri „Jóhannesar- tímabil" og því tilheyrðu t.d. 500 og 5000 kr. seðlarnir. í seðlaútgáfunni er þegar búið að taka fyrir helztu at- vinnuvegina, sjávarútveg og landbúnað. Einnig væri á 5000 kr. seðlinum táknmynd fyrir raforku auk myndar af Einari Benediktssyni. Þannig flyttu seðlarnir sögulegt yfirlit. Á 500 króna seðlinum er „lifandi mynd“ úr atvinnulífinu. Hún er af skipverjum á Gissuri hvíta að störfum á þilfari. „Má ætla,“ sagði Björn, ,,að þeir hafi orðið nokkuð hissa á því að sjá mynd af sjálfum sér á seðlunum. En myndin er góð.“ Tíu þúsund króna seðillinn mun að sjálfsögðu auðvelda peningaviðskipti fólks í óða- verðbólgu líðandi stundar. — ASt. 'í-si.::".;-: 1 -• kf- Pw, <'• - BISKUPARNIR RIFUST HRESSILEGA — segir eini blaðamaðurinn sem fylgdist með biskupaþinqinu íReykjavík Aðeins einn blaðamaður var viðstaddur upphaf biskupa- þingsins í Reykjavík. Þar sátu 32 norrænir biskupar á rök- stólum, segir blaðamaður Dagens Nyheter í Stokkhólmi, sem segist hafa verið eini fréttamaðurinn á staðnum. Strax i upphafi segir hann að mikill ágreiningur og erjur hafi orðið út af því hvort leyfa ætti fréttamönnum fjölmiðla þing- setu eður ei. Greidd voru at- kvæði 18 á móti 13 með. Eftir klukkutíma þras segir hann að ákveðið hafi verið með atkvæðagreiðslu að loka þing- inu fyrir fréttamönnum, sem höfðu þó ekki beinlínis sýnt mikinn áhuga, utan sá sænski, sem kominn var um langan veg. Hinsvegar töluðu sænsku bisk- uparnir mjög um þörf þess að vera opnir gagnvart fjölmiðl- um. íslenzku vígslubiskuparnir tveir, sr. Sigurður Pálsson og sr. Pétur Sigurgeirsson greiddu atkvæði með veru fréttamanna, en blaðinu er ekki kunnugt um afstöðu biskupsins, sr. Sigur- bjarnar Einarssonar og náói ekki tali af honum í gærkvöldi. Á fundum biskupanna mun aðalágreiningsefnið hafa verið samband ríkis og kirkju. Enda þótt blaðamanni DN hafi ekki verið leyfð þingseta fengu frúr biskupanna að hlýða á málflutninginn, og þótti þeim sænska það allsúrt í broti. — jbp \ Ekki einhlítt að vera tann- lœknir til að fó miklar tekjur - bls. 7 um skattaólagninguna HANN GYLFI (ÆGISSON) — hressilegt viðtal — bls. 14 og 15 Ætlarðu í kirkju um helgina? Líklega verður engin messa um þessa helgi í litlu kirkjunni á myndinni. Hún er b.vggð af áhugasömum höndum á smíðavelli í Kópavogi. Undralandi. Skemmtileg húsasmiði hjá unga fólkinu! En ællirðu að heimsækja guðshús um helgina visum við nánar á hls. 17. þar er að finna skrá yfir messur sunnudagsins.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.