Dagblaðið - 28.08.1976, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 28.08.1976, Blaðsíða 6
Hálfan fjórða mánuð í fangelsi: DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 28. ÁGUST 1976.. NÚ Á RÁÐUNEYTIÐ AÐ SKERA ÚR UM HVORT HANN HELDUR KENNARASTARFINU „Málið er í höndum mennta- málaráðuneytisins sem mun væntanlega afgreiða það eftir helgina“, sagði Ingvar Björns- son, lögfræðingur Einars Bolla- sonar, í samtali við fréttamann blaðsins í gær. v Málið, sem um ræðir, er sú ákvörðun skólanefndar Flens- borgarskóla í Hafnarfirði að neita að endurráða Einar í hálfa kennarastöðu við skól- ann. Talið er að neitun nefndarinnar byggist á þeirri staðreynd að Einar sat í hálfan fjórða mánuð í gæzluvarðhaldi, grunaður um aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar. Einar heldur nú fullu ferðafrelsi en Sakadómur Reykjavíkur hefur ekki leyst hann undan grun um aðild að fyrrnefndu máli. Skólastjóri Flensborgarskóla hafði fyrir sitt leyti ráðið Einar að skólanum í vetur en þegar kom að því að skólanefndin staðfesti ráðninguna fór á áður- greindan veg. Var málið því sent til menntamálaráðuneytis- ins til umsagnar. Er þar nú verið að afla nauðsynlegra upp- lýsinga, m.a. um réttarstöðu Einars. —ÓV Gjaldkeri — Ritari Óskum að ráóa frá 1. sept. gjaldkera með góða bókhalds- og vélritunar- kunnáttu. Einnig frá 15. sept. VÉLRITARA vió innl. og erl. bréfaskriftir hálfan daginn. Uppl. á skrifstofunni en ekki gefnar í síma. Raftœkjaverksmiðjan hf. - Lækjargötu 22, Hafnarfirði. Ráðskona óskast til að sjá um heimili á Austfjörðum. Tilboð sendist sem fyrst á afgreiðslu blaðsins merkt: Eskif jörður Reykjavikurhöfn vill ráða eftirfarandi starfsmenn: —Tvo bryggjusmiði —Fjóra til fimm aðstoðarmenn vió bryggjusmíði o. fl. —Járnsmið. Nánari upplýsingar gefur verkstjóri í síma 28211. Reykjavíkurhöfn. Blaðburðarbörn óskast strax Barmahlið, Miklubraut, Suðurlandsbraut, Hátún, Miðtún, Skúlagötu frá 58 og út Vestmannaeyingar flykkjast niður á bryggju þegar reknetabáturinn kemur að. Mokveiða gullfallega sild steinsnar frá höfninni í Eyjum: ERFITT DAGSVERK, - EN RÍKULEGA LAUNAÐ Trillukarlar í Vestmannaeyjum mokveiða gullfallega síld í reknet á Stakkabótinni sem er ekki nema steinsnar frá höfninni í Eyjum, eöa um 10 mínútna sigling. Sigurbjörn VE—329 kom að í fyrradag með um 20 tunnur sem fengust í 10 net sem látin voru reka yfir nóttina. Er þetta mjög góður afli sem til þessa hefur verið frystur til beitu. Sigurbjörg er eini báturinn sem ennþá stundar þessar rek- netaveiðar. Stakkabótin er vík sem gengur inn í Heimaey austan- verða. Á mánudaginn fóru þeir á Sigurbirni með tvö net í tilrauna- skyni. Þegar þau voru dregin hristu þeir úr þeim 8 tunnur af fallegri síld. Daginn eftir fóru þeir moð 6 net og fengu góðan afla. Eru þeir nú komnir með 10 net sem þeir leggja á kvöldin. Vitja þeir netanna um kl. 9 á morgnana og ekki bregzt aflinn. Ekki hafa þeir enn fengið fast verð á sildina en vist má telja að mannahlutur sé góður, enda mikið verk og erfitt fyrir 2-3 menn að draga og hrista reknet á svona litlum báti en Sigurbjörn er 10 tonn að stærð. Menn flykkjast niður á bryggju þegar Sigurbjörn kemur að með sildina því að hún hefur sem fyrr undarlegt aðdráttafl fyrir alla sem sjóinn stunda og raunar miklu fleiri. Lundapysjan gerir sig heima- komna allt inn á götur Vest- mannaeyjakaupstaðar. Börn og unglingar taka ungfuglinum opn- um örmum. Er það hefðbundinn aldagamall leikur að handsama lundapysjuna, færa hana til

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.