Dagblaðið - 30.08.1976, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 30.08.1976, Blaðsíða 1
fríálst, úháð dagblað 2. ÁRG. — MÁNUDAGUR 30. ÁGÚST 1976 — 191. TBI RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12, SÍMI 83322, AUGLVSINGAR OG AFGREIÐSLA, ÞVERHOLTI 2. SlMI 27022 — segir rannsóknarlögreglon Moröiö á Miklubraut 26 á fimmtudaginn er enn óupplýst Maðurinn, sem úrskuröaöur var í allt að 30 daga gæzluvarð- hald á laugardaginn, neitar allri aðild að málinu. Hann er liðlega fertugur Reykvíkingur, sem í fyrrahaust var grunaður um stórþjófnað, en sekt hans tókst ekki að sanna. Gísli Guðmundsson rann- sóknarlögreglumaður sagði í samtali við fróttamann blaðsins að rannsókn morðmálsins hefði þegar i upphafi beinzt að hugsanlegum tengslum rnorð- V ■■■ ingjans við þá sem i húsinu bjuggu og hefði athyglin þá beinzt að þessum manni. Við yfirheyrslur yfir honum hafi komið í ljós ósamræmi í fram- burði hans og vitna um dvalar- stað hans og ferðir á þeim tima, sem taliö er að morðið hafi verið framið. „Okkur sýnist hann ekki hafa gefið viðhlít- andi skýringar á ferðum sínurn," sagði Gisli, „en engu að síður má ekki einblína á þenn- an eina mann. Morðinginn gæti enn gengið laus á meðal okkar.“ Sérfræðingar rannsóknarlög- reglunnar telja nú, að dauða Lovísu Kristjánsdóttur hafi getað borið að hvenær sem er á tímanum frá um kl. 11 —11.30 á morgni fimmtudagsins. „Við vitum um ferðir hennar um kl. ellefu,“ sagði Gisli 1 samtali við fréttamann DB, „en síðan ekki söguna meir.“ Ekki hefur verið sannað að maðurinn, sem nú situr í gæzlu- varðhaldi, hafi haft lykil að íbúðinni, þar sem Lovísa Krist- jánsdóttir var myrt. Kann því að vera að hún hafi sjálf hleypt banamanni sínum inn í húsið. Annar maður var handtekinn Þyrla varnarliðsins brá skjótl við er hjálparheiðnin barst og dró skiphrotsmennina um borð. Ilér ganga þeir frá þyrlunni á Re.vkjavíkurflugvelli, vafðir teppum. og færður til yfirheyrslu í gær- kvöld. Hann var enn í haldi laust fyrir hádegið, þegar blað- ið hafði samband við rann- sóknarlögregluna, en hafði ekki verið úrskurðaður í gæzlu- varðhald. Til þess manns, sem býr í nágrenni við morðstaðinn, sást á fimmtudaginn, þar sem hann þvoði af sér blóð á al- menningssalerni í Reykjavík. — ÓV- Ef þau hafa rétt fyrir sér fœr Kólumbus ó baukinn — sjá grein um Severinhjónin og siglingu Brendans til Ameriku — bls. 20-21 GAMLIR GOÐIR HLUTIR A LEIÐ í BRÆÐSLUOFNINN — litazt um á brotajárnshaugum — bls. 14-15 Oswald vœri frjáls maður ef hann vœri á lífi i dag segir þekktur bandariskur lögfrœðingur — bls. 22 Kostar sérvizka Huges 277 milljarða? " Tjaldur sökk i þann mund er þyrla bjargaði áhöfninni - bis. 4 NORDLI HEIMTUR UR HÖNDUM ÞINGEYINGA Oddvar Nordli heimtur úr höndum Þingeyinga: Fyrir- fólkið fór víða um í gær, farið var í heimsókn að Mývatni og mannvirkin við Kröflu skoðuð. Þá var farið að Goðafossi. Mikið hlíðviðri var á þessum slóðum og fóru menn sér svo hægt að fella varð niður móttökuathöfn í Lystigarðinum á Akureyri. Sjá nánar létta frásögn Hansen/F.Ax. á baksíðu. Fötin gengin út Jakkinn og frakkinn, sem rannsóknarlögreglan fann á Miklatúni á fimmtudaginn þegar leitað.var að vopni sem hugsanlega hefði verið notað við morðið á Lovísu Kristjáns- dóttur, eru nú komnir í réttar hendur, morðmálinu alveg ó- viðkomandi. Eigandi fatanna hafði verið við drykkju ásamt a.m.k. einum félaga sínum. Þegar eigandinn hugðist halda heim' fór hann í föt af félaga sínum en tók eigin jakka og frakka með í öryggis- skyni. Eitthvað þótti honum óviðkunnanlegt að fara með allt heim til sín.svo hann komsínum eigin fötum fyrir í garðinum og skildi þar eftir. —ÓV. HÆSTARETTARLOGMAÐUR KÆRÐUR FTRIR ÞJÓFNAÐ 0G ÁVÍSANAMISFERU — sjá kjalluragrein Halldórs Halldórssonar — bls. 12-13 [Annar maður í haldi vegna morðsins á Miklubraut:J~ „Morðinginn gœti enn gengið laus" Neyðarblys á Húnaflóa? — Mikil leit en ekkert fannst - bis. n * 1111 > Erkibiskup settur út af sakramenti? — Erlendar fréttir ' f ............ ÍR bikar- meistari FRÍ i fimmta sinn — sjá iþróttir bls. 16-17-18-19

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.