Dagblaðið - 27.09.1976, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 27.09.1976, Blaðsíða 1
dagblað 2. AR<;. — MÁNl'DAfil'R 27. SEPTKíWBER 1!»76— 115. TBL. RITSTJORN SÍÐUMÚLA 12, SÍMI 83322, AUGLVSINGAR OG AFGREIÐSLA, ÞVERHOLTl 2, SÍMI 27022 r Sigölduframkvœmdir: ENDASPRETTURIÆÐISGENGNU KAPPHLAUPIVIÐ FROSTIN N Æðisgengió kapphlaup við frostin er nú hafið í Sigöldu- framkvæmdum. Það er alveg undir veðurfari næstu vikna komið, hvort hin fyrsta af þrem túrbínum raforkuversins fer í gang um næstu áramót. Sá þáttur verksins sem snýr að vélaruppsetningu er samkvæmt áætlun en ýmsar steypufram- kvæmdir, m.a. í sambandi við stíflur og fleira, eru síðbúnari en áætlað var. Allt bendir nú til þess, að hið júgóslavneska verktakafyrir- tæki, ENERGOPROJEKT, stefni nú að því að ljúka þessari steypuvinnu, svo að ein túrbina geti farið í gang og virkjunin þannig komizt í gagnið áður en vetur og frost ganga í garð. Að því búnu ma búast við að fyrirtækið láti gera úttekt á verkinu, hverfi frá því, og Landsvirkjun taki við. Skýr þáttaskil markast af því, þegar virkjunin verður nothæf með einni túrbínu, þótt enn verði þá mikið verk óunnið. Næstu vikur verða samfellt kapphlaup til þess að vinna upp þá þætti verksins, sem nokkur dráttur hefur á orðið. -BS. gSDTS" , - an 1 JplIIlI . V NSlj I1 I K ^M X Unnið að sildarlöndun úr Jóni Finnssyni i morgun. DB-mynd Sveinn Þorm. „Fóar en fallegar síldartorfur ó veiðisvœðinu austur af Eyjum" — segir Gisli Jóhannesson skipstjóri á Jóni Finnssyni ,,Það eru fallegar en fáar sildartorfur á aðalveiðisvæðinu austur af Vestmannaeyjum,“ sagði Gísli Jóhannesson skip- stjóri á Jóni Finnssyni GK 506, er DB ræddi við hann í morgun. Jón Finnsson var þá nýlega kominn inn með um 150 lestir af síld. Gísli sagði að i gær hefði verið góð veiði fyrir austan og hefðu um sjö bátar verið að veiðuni. Síldin er á.unt 32ja faðma botndýpi. í inorgun var tekin stikkprufa af afla báts sem kom til Reykjavíkur og reyndist sá bátur hafa 82% aflans yfir 33 sentimetra. Því næst var Gísli spurður að því hve mikið hann ætti eftir að afla til að fylla kvótann, sem er 210 lestir. ..Við eigum 10—15 lestir eftir, en það er svo lítið að það tekur því ekki að vera að fara út til að ná því inn,“ svaraði hann. Jón Finnson verður því verk- efnalaus, þar til loðnuveiðin hefst. Nokkrar lagfæringar verða nú gerðar á bátnum. Gísli sagðist vonast til þess að hann gæti fengið bátinn stækkaðan um 150 tonn og að settar yrðu hliðarskrúfur á hanri fyrir loðnuveiðarnar. -AT. Klausturhólauppboðíð: Dýrasta bókin f ór ó 95 þús. kr. Dýrusta bókin á listmuna- uppixiði Klauslurhóla fór á kr. 1)5.000.00 en samtals fóru 130 bækur á rúmlega eina milljón króna, að viðbæltum söluskatti. Speeituen lslandite hislorieum ete.. el'lir Arngrim Jónsson lærða. seldist á kr. 95.000.00, bókina keypti Bjarni Vilhjálmsson þjóðskjalavörður. Bókin vurgefin út i Amsterdam árið 1643. Dcn Norsk-Islandske Skjaldedígtning. Finnur Jóns- son. Kaupmannahöfn. 1912- 1915. I'ór á kr. 45.000,00. Flat- eyjarhók. 1-1II. Ghristiania 1860-1868 seldisl f.vrir kr. 42.000. Landfræðisaga Íslands, 1-lV eftir Þorvald Thoroddsen fór á kr. 36.000.00. Huld. Safn alþýðlegra fræða islenzkra. á kr. 24 þús.. Heljarslóðaorusta Benedikts Gröndals, Khh. 1861, seldist á kr. 10 þús., Járnsíða eða Hákonarbók, Havniæ 1847 l'ór á kr. 20 þús„ Kennaratal iTI. Olafs Þ. Kristjánssonar 1958-65, fór á kr. 13 þús. -BS.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.