Dagblaðið - 21.03.1977, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 21.03.1977, Blaðsíða 17
IiAtiBLAÐIÐ. MANUDAGUR 21. MARZ 1977. 17 d íþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróftir i> Loks Ármanns- sigur í körfunni yfir í leikhléi 49-23. Blikarnir áttu aldrei minnsta möguleika gegn nýkrýndum bikarmeisturum, sem léku án Einars Bollasonar. Gunnar Jóakimsson skoraði flest stig KR, 29. Fyrir Blikana skoraði Óskar Baldursson mest — 18 stig. í gærkvöld léku Blikarnir við Val — og enn tapaði Breiðablik stórt, nú 67-103. UMFN komst ærlega í gang Körfuknattleikur 1. deild. UMFN — Valur, 105-60 Njarðvíkingar komust loks ær- lega í gang eftir heldur slaka leiki undanfarið og sigruðu Vals- menn suður í Njarðvík með 105-60 en því miður kemur þessi sigur þeim ekki að haldi — mögu- leikarnir á íslandsmeistaratitlin- um eru gengnir þeim úr greipum. Fyrri háifleikur var fremur jafn þótt UMFN hefði yfirleitt nokk- urra stiga forystu. „Þetta er bezti leikur sem ég hef séð til íslenzks liðs, — seinni hálfleikurinn," sagði Vladan Marcovitch, þjálfari UMFN, sem sat reyndar á áhorf- endabekkjunum en lið hans tók öll völd í sinar hendur og jók bilið úr 37-32 í hléi í 105, eða um 40 stig. Drýgstan þátt í því átti Kári Marisson sem skoraði 21 stig og Brynjar Sigmundsson, 19 stig. Einnig voru drjúgir að vanda þeir Geir Þorsteinsson, Jónas Jóhannesson, Þorsteinn Bjarna- son sem skoruðu á annan tug stiga. Nokkuð hitnaði í koiunum undir lokin og var Torfa Magnús- syni vísað út úr húsinu en hann kom síðar, í gervi vatnsbera, inn í saiinn til að brynna féiögum sínum en var umsvifalaust vísað út aftur af dómurum leiksins. emm/gó. CASI0-LCÚR Verð frá kr. 28.350. CASIO-LC armbandsúr býður uppá: • Klukkust., mín., 10 sek., 5 sek., 1 sek. • Fyrir hádegi / eftir hádegi. • Mánuður, dagur, vikudag- ur. • Sjálfvirk dagatalsieiðrétt- ing um mánaðamót. • Nákvæmni +4-12 sek. á mánuði. • Ljóshnappur til aflestrar í myrkri. • Rafhlaða sem endist ca 15 mán. • 15 sek. verk að skipta um rafhlöðu. • Ryðfrítt stál. • 1 árs ábyrgð og viðgerða- þjónusta. STALTÆKI, Vesturveri. Sími 27510. —og íslandsmeistarar FH og Haukar skildu jöfn 21-21 í 1. deild íslandsmótsins Hafnarfjarðarliðin FH og Haukar skiidu jöfn á laugardag í 1. deild íslandsmótsins i hand- knattleik, 21-21 og skoruðu Islandsmeistararnir jöfnunar- mark sitt úr vítakasti þegar aðeins 9 sekúndur voru til loka leiksins. Jafntefli voru réttlát úr- slit í jöfnum og spennandi leik sem iðulega var nokkuð vel leik- inn en þess á milli gerðu leik- menn sig seka um slæm mistök. FH fékk sannkallaða óska- byrjun — kom Haukum í opna skjöldu á byrjun með hraða sín- um og hve fljótir leikmenn voru fram.Þannig skoraði FH fjögur fyrstu mörk leiksins og hefóu mörg lið brotnað við slíkt mótlæti — en ekki Haukar. Þeir skoruðu fyrsta mark sitt á 8. mínútu og um miðjan fyrri hálfleik höfðu þeir náð að jafna 5-5. Sannarlega yel gert — þeir tóku sig saman í andlitinu og börðust vel og að baki þeim stóð Gunnar Einarsson sig vel í markinu. Það sem eftir var af fyrri hálf- leik var ákaflega jafnt með liðunum — FH komst að vísu tví- vegis tvö mörk yfir en Haukar höfðu engu að síður forustu í leik- hléi 13-12 — og var 13. mark Hauka eitthvert hið furðulegasta sem sézt hefur í íslenzkum hand- knattleik — skorað þegar aðeins 14 sekúndur voru til leikhlés. Gunnar Einarsson kastaði knett- inum langt fram en Birgir Finn- bogason komst inn í sendingu — einn leikmanna Hauka stóð fyrir framan Birgi, sem ætlaði að kasta knettinum fram — hann stóð á punktalínu. En Birgir hætti sk.vndilega við — ætlaði að snúa sér í hring en á ótrúlegan hátt missti hann knöttinn sem fór i mannlaust markið, 13-12 Haukum í vil, ótrúlegasta sjálfsmark sem sézt hefur í 1. deild. Siðari hálfleikur var ákaflega jafn — á 3. minútu var staðan 14-14 og síðan 16-16. Þá náði FH hins vegar tveggja marka forustu 18-16. Haukar virtust vera að brotna — gerðu sig seka um ákaf- lega slæm mistök en enn tóku þeir sig saman í andlitinu og þegar 10 mínútur voru til leiks- loka höfðu þeir náð að jafna 18- 18. Aftur náði FH tveggja marka forustu 20-18 en seigla Haukanna vann upp leikreynslu FH — á 27. mínútu höfðu þeir enn jafnað 20- 20 og spennan í hámarki og áhorf- endur með á nótunum. Sigurgeir Marteinsson skoraði 21. mark Hauka á 29. mínútu — FH með knöttinn og leiktíminn að renna út — Þórarinn Ragnarsson fór inn úr horninu að því er virtist óhindraður en Gunnar Einarsson varði. Gunnar Kjartansson annar dómari stóð alveg við atvikið og dæmdi innkast — en Ölafur Steingrímsson, sem stóð langt úti á velli dæmdi vítakast og hans dómur réð — FH slapp með skrekkinn á hinu umdeilda vita- kasti en úrslitin 21-21 voru sann- gjörn þegar á heildina var litið. Ilörður Sigmarsson var að venju langdrýgstur Hauka — skoraði 10 mörk, þar af 6 úr vít- um. Ölafur Ólafsson, Ingimar Haraldsson og Stefán Jónsson skoruðu 2 mörk hver. Guðmundur Haraldsson, Svavar Geirsson, Þor- geir Haraldsson, Sigurgeir Mar- teinsson og jú, nota bene, Birgir Finnbogason, skoruðu eitt mark hver. Viðar Símonarson skoraði flest mörk FH — 6 2 víti. Geir Hall- steinsson og Þórarinn Ragnarss. skoruðu 4 hvor, Janus Guðlaugs- son og Sæmundur Stefánsson 3 mörk hvor. Leikinn dæmdu Gunnar Kjart- ansson og Ólafur Steingrímsson. h halls. núþriústig Valur vann tvo mikilsverða sigra í 1. deild íslandsmótsins í handknattleik kvenna um helg- ina. Á laugardag léku Valsstúlk- urnar við FH og sigruðu 15-14. Síðan lék Valur við Armann I gærkvöld og enn var Valssigur — nú 15-10. Fram vann einnig sinn leik um helgina — sigraði FH öruggléga 19-9 eftir að staðan í leikhléi hafði verið jöfn — 7-7. Staðan í 1. deild er nú: Valur 11 10 1 0 158-93 21 Fram 10 9 0 1 136-93 18 Þór 12 7 0 5 131-118 14 FH 10 4 1 5 116-117 9 Ármann 10 4 1 5 103-111 9 KR 11 4 0 7 110-118 8 Víkingur 10 2 0 8 97-146 4 Breiðablik 11 1 1 9 99-162 3 Fram nú af hættu- svæði 1. deildar —sigraði Gröttu 21-16 í 1. deild íslandsmótsins f handknattleik—og hefur nií f jórum stigum meir en Þróttur Fram hefur nú þokað sér af mesta hættusvæði 1. deildar Islandsmótsins í handknattleik eftir sigur gegn Gróttu í iþrótta- húsinu í Hafnarfirði á laugardag 21-16. Fram hefur nú hlotið 7 stig —aðeins stigi minna en ÍR og fjórum stigum meir en Þróttur, sem líklega mun keppa við KR unt sjöunda sætið i 1. deild að ári. Grótta virðist hins vegar dæmd til að falla — liðið er hvorki fugl né fiskur, áberandi lakara en önnur lið 1. deiidar. Leikur Fram og Gróttu á laugardag var jafn lengst af og það var ekki fvrr en langt var liðið á síðari hálfeik að Fram náði afgerandi forustu og tryggði sigur. Grótta byrjaði á að skora fýrsta mark leiksins en jafnt var á öllum tölum upp í 5-5 — þá náði Frani tveggja ntarka forustu 7-5. Þá voru eftir sjö minútur af f.vrri hálfleik en Grótta skoraði þrjú síðustu ntörk hálfleiksins — Fram ekkert og Grótta hafði yfir í leikhléi 8-7. Framan af síðari hálfleik náði Grótta tveggja marka forustu, 11- 9 og síðan 12-10 en á 18. mínútu var staðan jöfn — 15-15. Þá náði Fram að skora fjögur mörk í röð á stuttum tima — breyta stöðunni í 19-15 og úrslit voru ráðin — sigur F'raih 21-16. Leikur liðanna á laugardag var slakur — bæði lið vantar til- finnanlega það sem mest prýðir sterk handknattleikslið — góðar skyttur og sterka línumenn. Hins vegar hefur Andrés Bridde komið sterkur upp í tveimur síðustu leikjum Fram, skorað fallegmörk auk þess að vera öruggur i víta- köstum. Pálmi Pálmason er hins vegar i mikilli lægð. Þeir Arnar Guðlaugsson og Jón Árni Rúnars- son skoruðu góð mörk á mikilvæg- um augnablikum og tryggðu liði sínu sigur. Hjá Gróttu bar mest á Birni Péturssyni — átti sinn bezta leik í langan tíma. Árni Indriðason stóð að venju fyrir sínu — barðist vel bæði í vörn og sókn. Mörk Fram skoruðu: Andrés Bridde 7 — 4 víti. Pálmi Pálma- son skoraði 4 mörk — 1 víti. Sigurbergur Sigsteinsson, Jón Árni Rúnarsson og Arnar Guð- laugsson skoruðu 3 mörk hver. Arni Sverrisson skoraði 1 mark. Björn Pétursson skoraði 6 mörk Gróttu — 3 víti. Gunnar Lúðvíks- son skoraði 4 mörk, Arni Indriða- son og Þór Ottesen 2 hvor. Grétar Vilmundarson og Georg Magnús- son skoruðu 1 mark hvor. Leikinn dæmdu Kristján Örn og Geir Thorsteinsson — auðdæntdan leik dæmdu þeir vel. Eftir fjóra tapleiki í röð tókst íslandsmeisturum Armanns loks að binda enda á tapferil sinn þegar Armann sigraði Fram í 1. deild körfuknattleiksins í gær, 91-84. Ekki var leikur liðanna góður, nei síður en svo, en þó að Artnann eigi nú ekki möguleika á íslandsmeistaratitlinum hlýtur sigurinn í gær engu síður að vera kærkominn. Leikurinn var lengst af i jafn- vægi, Ármann hafði yfir í leikhléi 44-41 og um miðjan síðari hálfleik varð Jón Sigurðsson að fara af leikvelli með 5 villur. Þetta virtist ætla að brjóta Ármenninga, Símon Ólafsson var heldur ekki mpð þar sem hann meiddist ný- lega og verður ekki meira með. Skömmu eftir að Jón fór af leik- velli komst Fram í fyrsta sinn yfir — en Ármann reyndist sterkara á lokasprettinum og sigraði 91-84. Atli Arason skoraði flest stig Ármanns, 23, Jón Björgvinsson 19 og Jón Sigurðsson 15. Birgir örn Birgis lék með Ármanni og kom reynsla hans og yfirvegun Is- landsmeisturunumtil góða á loka- sprettinum. Guómundur Böðvarsson skoraði flest stig Fram, 17, Jónas Ketilsson og Þorvaldur Geá’sson 16 hvor. KR sigraði Breiðablik á föstu- dag með 105-69 eftir að hafa haft Forusta Vals Geir Hallsteinsson með knöttinn í baráttu við Hörð Sigmarsson, Haukum, en Guðm. Stefánsson fylgist með. DB-mynd Bjarnleifur. FH jaf naði úr vafa- sömu vfti í lokin!

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.