Dagblaðið - 26.04.1977, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 26.04.1977, Blaðsíða 1
friálst, úháð dagblað 3. ARG. — ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1977 — 93. TBL. RITSTJÓRN SlÐUMULA 12. SlMI 83322. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA, ÞVERHOLTI2, SÍMI 27022. „MALIN STANDA VERR EN FYRIR VIKU „Málin standa mun verr en þau stóðu fyrir viku,“ sagði Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasam- bandsins, um stöðuna í samningunum í morgun. „Það er alveg furðulegt, þeg- ar búió er að ræða vísitölumálið sem höfuðmál í þrjár vikur og eingöngu sem aðalmál í heila viku og búið að leggja tillögur fyrir vinnuveitendur og óska svara, að viðbröðgin séu þessi. Vinnuveitendur vilja nú rann- saka áhrif vísitölunnar og kanna, hvernig ástand þeirra mála, er erlendis og félögin sem óðast að afla sér verkfalls- heimilda." ASÍ-menn sátu í gær frá tvö til sex, að sögn Guðmundar, og biðu svara frá vinnuveitendum, en fengu þá svarið, að ekkert svar kæmi í það sinn. Tillögur ASÍ um vísitöluna Atvinnurekendur voru ekki til viðtals um mánaðarlegar vísitölubætur. Þá komu ASl- menn með tillögur um út- reikning á þriggja mánaða fresti, þannig að allar hækkanir kæmu ekki fyrr en 20.-30. Sætir, langir sumardagar Vorið er áreiðanlega komið fyrir fullt og allt. Fuglar syngja i görðum frá morgni til kvölds.stúlkur verða léttklæddari á gölum uli og pillar gai.gu sunur allur a bak við að horfa á þær. Framundan eru sætir, langir sumardagar. Þá er allt gott — að því tilskildu auðvitað að þessir löngu sætu dagar verði ekki rigningardagar, sem við höfum löngu fengið nóg af. Hörður Vilhjálmsson ljósm. DB tók myndina af þessari fallegu stúlku á gangi i miðborg Reykjavíkur einn góðviðris- daginn fyrir skömmu. 17,5 milljón króna gjaldþrot Tjarnarbóls — 40 þúsund voru til íbúinu Gjaldþrotaskiptameðferð á þrotabúi Tjarnarbóls hf. lauk nýlega eftir hálft þriðja ár. I búinu fundust fjörutíu þúsund krónur — en kröfur námu sam- tals sautján og hálfri milljón. Fékkst ekkert greitt upp i kröfurnar og voru skiptin því látin falla niður sk.v. heimild í lögum frá 1929. Byggingafyrirtækið Tjarnar- ból varð gjaldþrota haustið 1974. Skildi það m.a. eftir ófull- gerðar íbúðir á Seltjarnarnesi í Bygging þessara glæsilegu mestu óreiðu. Hófust gjald- blokka reyndist verktakanum þrotaskiptin 17. október það ekki ábatasöm. — DB-mynd haust. Hörður. -ÓV Reykvíkingar til Hafnarfjarðar til innbrota: ANNAR TEKINN VIÐ AÐ PAKKAINN HLJÓMPLÖTUM — hinn háttaður, og þá hrundu af honum gullhringarnir t nótt var.brotizt inn í hljóm- plötuverzlunina Músík og Sport, Hverfisgötu 25, Hafnar- firði. Lögreglunni var tilkynnt um innbrotið og var snör á stað- inn og gómaði þar mann, sem var í rólegheitum að pakka inn hljómplötum. Lögreglan hafði grun um að e.t.v. væru fleiri riðnir við brotið og fór því að svipast um í bænum. Fann hún brátt mann nokkurn, einkenni- legan í háttalagi. Hann var tek- inn á stöðina og háttaður. Hrundu þá af honum gull- hringir, armbönd og hálsmen. Við athugun kom i ljósiað hann hafði brotizt inn í gullsmíða- verkstæði Láru, Austurgötu 3. Þar hafði hann brotið rúðu í sýningarglugga og hreinsað úr honum. Lögreglan telur líklegt að eitthvert samband sé með mönnum þessum, sem báðir eru úr Reykjavík. J.H. mánaðarins á undan, svo að verðhækkanir dyndu ekki lengur yfir í upphafi timabilins en fengjust ekki bættar fyrr en í lok þess. Þegar þessu var hafnað, kom ASÍ með nýja tillögu þess efnis, að yrðu mikl- ar verðhækkanir snemma eftir að uppbætur væru reiknaðar, fengist það bætt, þegar þær yrðu næst reiknaðar með hærri uppbótum þá. Þetta hafa at- vinnurekendur verið að athuga og telja, að kanna þurfi áhrifin á þjóðarbúið eins og fram kom í viðtali í blaðinu við formann Félags islenzkra iðnrekenda í gær. Samningfundur verður klukkan fjögur í dag. -HH Tillaga um leiðir til 38% kaup- hækkunar handa þeimlægst- launuðu Sjá kjallaragrein Garðars Viborg á bls.ll Álit flestra í skoðanakönnun Dagblaðsins: 4ra manna f jölskylda þarf 150 þúsundá mánuði -Sjábls.4 Fyrstu tilraunir hafnartil að stöðva olíulekann á Norðursjó — sjá erl.fréttirá bls.6-7 Víst náði hann jöfnuviðHort Ungur maður frá Selfossi, Guðni Guðnason, var meðal þeirra er náðu jöfnu við Vlasti- mil Hort í maraþonfjölteflinu um heigina. I blaðinu í gær var nafn Guðna ekki meðal jafn- teflismanna. Það voru mistök, og að sjálfsögðu trúðu félagar hans á Selfossi ekki frásögn hans af frækilegu jafntefli. En sem sagt, Guðni gerði jafntefli. „ÉG Á EFTIR AÐ K0MA AFTUR” —einkaviðtal Dagblaðsins við Vlastimil Hort /7 i — sjá bls.8

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.