Dagblaðið - 06.06.1977, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 06.06.1977, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 6. JUNl 1977. rr:: Hátíð í skjólgóðum lautum Nauthólsvíkur Mikill inannfjoldi fylgdist með hatioanoidunum i Nauthólsvik i gær. Jt ). *v h tó M tlSi* /m/ , iijt •Ht -' 'í&r *, ^ f ®ll 0M nrt Aldrei meira iírval af r LOFT- OG VEGGUOSUM Utanbæjarmenn! Lrtiö við íleiðinni Landsins mesta lampaúrval UÓS & ORKA Sudurlandsbraut 12 sími 84488 Ekki fylgdust margir með ávarpi sjávarútvegsráðherra, Matthíasar Bjarnasonar, sem hann flutti í Nauthólsvík í gær. DB-myndir Ragnar Th. Mikill mannfjöldi fylgdist með hátíðahöldum sjómannadagsins í Nauthólsvik í gærdag. Veður var bjart og sólskin en andvarinn af norðri var nokkuð svalur. Þrátt fyrir það var víða gott skjól í Nauthólsvíkinni og mannfjöldinn undi sér hið bezta. Hátíðahöldin voru með hefð- bundnu sniði, aldnir sjómenn voru heiðraðir og sjávarútvegs- ráðherra flutti ávarp. Siðan fór fram kappróður karla og kvenna. Hlutskarpastir karla voru sveit Slippfélagsins, en af hálfu kvenn- anna var sveit Sláturfélags Súður- lands hlutskörpust. Hraðbátaeig- endur sýndu listir sínar og reyndu með sér og hin nýja þyrla Landhelgisgæzlunnar flaug yfir svæðið. Fyrirhugaður hafði verið koddaslagur en það hafði fjarað svo mikið út að hætta varð við slaginn. í fyrradag var vígt hið nýja dvalarheimili DAS í Hafnarfirði. Viðstaddir voru m.a. sjávarút- vegsráðherra og biskup íslands. Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur út um allt land í gær og var það gert með hefðbundnu sniði. -JH BREYTINGAR A LEIÐAKERFISVR í BREIÐHOLTI Breytingar á leiðakerfi SVR í Breiðholti tóku gildi 1. júní. Leiðir 14 og 15 voru lagðar niður, bætt við vagni á leið 11, leið 13 verður gerð að hraðferð allan dag- inn með 30 mín. tíðni er ekur að Lækjartorgi og hættir viðkomu á Hlemmi. Leið 11 hættir þannig að aka Arnarbakkahringinn og í stað þess ekið inn að Breiðholtskjöri: Síðan verður ekið upp að Öldm selsskóla annars vegar og Flúða- seli hins vegar. Vagninn verður á 15 mín. tíðni fyrir Breiðholt I. Leið 12 verður eins og nú nema biðtimi verður styttur í Suður- hólum, en lengdur á Hlemmi. Ekið verður um Stekkjarbakka, Alfabakka-Reykjanesbraut í stað Stekkjarbakka-Breiðholts- brautar-Reykjanesbrautar. Leið 13 ekur f gegnum Breiðholt I á leið í Breiðholt III og hefur tímajöfnun við Suður- hóla. Hætt verður að láta vagninn aka Hverfisgötu að Hlemmi og suður Snorrabraut. í staó þess aki vagninn Lækjargötu-Vonar- stræti-Suðurgötu-Hringbraut. Með akstri um Suðurgötu næst tenging við Háskólasvæðið og hluta af vesturbænum. Hér er um reynsluakstur að ræða á tímabilinu 1. júní— 1. okt. Ný leiðabók er væntanleg, en yfir- vinnubannið tefur hana nokkuð. - JH Hópferðin austur á Þjórsárbakka yf irsjón —segir forstöðumaður Upptökuheimilisins í Kópavogi „Ákvörðunin um að leyfa hópi stráka frá Upptökuheimil- inu í Kópavogi að fara undir eftirliti til hvítasunnumótsins á Þjórsárbökkum var yfirsjón. Það sjáum við nú eftir á,“ sagói Kristján Sigurðsson forstöðu- maður Upptökuheimilis ríkis- ins í Kópavogi er hann ræddi málið við DB vegna fréttar um þessa för. „Við reiknuðum ekki með að mótshaldið yrði svona laust í reipunum. Áður hefur tekizt vel með ferðir unglinga frá heimilinu til útiskemmtana, t.d. á skátamótið á Úlfljótsvatni í fyrra.“ Kristján vildi koma fram skýringum við tvennt í frásögn DB frá ferð vistmanna á Upp- tökuheimilinu. Hann kvað föi- ina ekki farna á kostnað skatt- borgara. Ávísunin frá Upptöku- heimilinu sem aðgangseyririnn var greiddur með, er að hluta til ógreidd vinnulaun til ung- mennanna, en heimilinu er leyft að greiða þeim kaup fyrir vinnu sem þeir inna af höndum, t.d. málningarvinnu og lagfæringu á lóð. Kaupið er þá 170 kr. á tímann. Að hluta var svo um lán að ræða til ein- stakra vistmanna. I öðru lagi vildi Kristján taka fram að stúlkan sem tekin var eystra og komið fyrir i Kópavogi aðfaranótt laugar- dags fyrir hvítasunnu og var aftur komin austur daginn eftir, er ekki vistmaður á Upp- tökuheimilinu. Sagði Kristján það leiðan misskilning að ætla að „lokaða deildin" í grennd Upptökuheimilsins væri eigin- legur hluti þess. Þessari lok- uðu gæzlustöð hefði verið troðið upp á forráðamenn heim- ilisins. Þar væri aðeins um að ræða gæzlu unglinga sem eng- inn vildi taka við og lögreglan væri í vandræðum með. Væru þeir þar sjaldnast nema nokkrar klukkustundir og væru leystir út að morgni eins og tiðkaðist þá er fólk lenti í fangageymslum lögreglu. Kristján sagði að þvi miður hefði hvítasunnuferðin verið mistök. Brotlegum eftirlits- mönnum hefði verið refsað. Oft væri starfið erfitt því til heim- ilisins kæmu vistmenn ekki fyrr en flest ánnað hefði verið reynt án árangurs, og vanda- málin væru mörg. DB hefur haft af því spurnir að menntamálaráðuneytið. sem Upptökuheimilið heyrir undir. rannsaki nú sérstaklega atburö- ina unt hvítasunnuna. -ASt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.