Dagblaðið - 20.06.1977, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 20.06.1977, Blaðsíða 1
3. ARG. — MANUDAGUR 20. JtíNÍ 1977 — 128. TBL. RIT.STJÓRN SlÐUMÚLA 12, AUGLÝSINGAR ÞVEPHOLTI 11," AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 2 — AOALSÍMI 2702Z, HÆTT VIÐ ALLSHERJAR- VERKFALLIÐ? —samkomulag við verzlunarmenn og prentara í nótt — iðnaðarmenn vilja hærri krónuhækkun en hinir ,,Mér þykir sennilegt að alls- herjarverkfallið á morgun verði ekki látið koma til fram- kvæmda," sagði einn „topp“samningamaðurinn í morgun. Deilur um kjör upp- mælingamanna standa enn í vegi fyrir undirritun samninga en óvíst að allsherjarverkfall verði, þótt þau mál yrðu enn eftir i kvöld. Iðnaðarmennirnir vilja halda álögum sínum í hlutföllum, sem þýðir að þeir fengju meiri hækkun í krónutölu en aðrir hafa fengið. Vinnuveitendur þeirra vitna til láglauna- stefnunnar og vilja ekki sam- þykkja þessi hlutföll. Þetta var enn óafgreitt í morgun, þegar fundi var hætt. Hins vegar er í aðalatriðum búið að semja við verzlunarmenn. í nótt var sam- komulag um, að í haust yrði fulltrúatala í stjórn lífeyris- sjóðsins jöfn eins og verzlunar- menn höfðu krafizt. Önnur mál verzlunarmanna eru talin mest spurning um frágang. Er því að neita má búið að ganga frá þeirra málum. i nótt gamdist um sérkröfur prentara á grundvelli 2,5 prósenta reglunnar. Tilmæli um afboðun verk- falls í dag, sem átti að verða hjá fjölda félaga víða um land, voru samþykkt á fundi aðalnefndar ASl fyrir miðnættið. Eftir það voru verkföllin í dag afboðuð, þó ekki í Vestmannaeyjum og hjá verzlunarmannafélaginu á ísafirði. Samningamenn töldu í morgun fremur ólíklegt að unnt yrði að ganga svo frá samningum að undirritun yrði í dag, en þó ekki óhugsandi. Samningafundir hafa staðið mestallá helgina. Fundur stóð til sex í gærmorgun og hófst aftur klukkan eitt í gærdag og stóð til klukkan 'fimm í morgun. HH NIÐURGREIÐSLUR AUKNAR UM 1,5 VrSITÖLUSTIG — lækkar verðá mjólk og kjöti Niðurgreiðslur verða auknar og greitt niður eitt og hálft vísitölustig í viðbót. Þetta er hluti af „pakka“ ríkisstjórnarinnar tii lausnar kjaradeilunni, sem verður birtur í dag. Niður- greiðslurnar munu verða bæði á mjólk og kjöti. Þær eru taldar kosta um milljarð. Skattalækkanir koma til með þeim hætti, að nýtt skattþrep með 30% skatti kemur til. Fólk mun greiða 20% skatt af nokkru hærri nettótekjum en áður, upp í 1,4 milljónir fýrir hjón. Þá tekur við 30% þrepið, á nettótekjum hjóna frá 1,4 milljónum til 2ja milljóna og frá milljón upp í 1,4 milljónir fyrir einstaklinga. Einhleypir tekjutryggingar- þegar, sem búa einir á eigin fvegum, eins og það er orðað, fá 10 þúsund krónur á mánuði í „heimilisuppbót". „Frítekjumarkið" um lífeyri, það er þær aðrar tekjur, sem fólk má hafa án þess að lífeyrir skerðist, hækkar úr 120 þúsundum í 180 þúsund. Bætur almannatrygginga hækka 1. júlí til samræmis við kauphækkunina nú_ Stefnt verður að endurbötum á lífeyrissjóðiöterfinu og á nýskipan að taka gildi 1980.' Ríkisstjórnin mun skipa nefndir um vinnuvernd og húsnæðismál. Meira fé mun fara til verka- mannabústaða. Öryggi á vinnustöðum og hollustuhættir munu sérstaklega kannaðir. Alþýðusambandsmenn tóku þessum aðgerðum ríkis- stjórnarinnar vel, þegar DB ræddi við þá um þau mál í gær. -HH. Þar söng og hvein og bensínið rann eins og vatn: Níu ára trylli- tæki sigraði Margt vígalegra tækja kom saman að Hrauni í Ölfusi til sand- spyrnukeppni þar í gær á vegum Kvartmíluklúbbsins. Einna mesta athygli vakti Triumph árgerð 1968 með 8 strokka 289 cub. Ford vél og vann hann í fólksbíla- flokki. Fór hann 100 metra braut á 7,49 sekúndum og hlaut fæst refsistig í sínum flokki, 806. Ökumaður var Kristinn Kristinsson. sem i fyrra keppti á Bronco en þá keppti kona á Triumpnum. Nanar segir fra keppninni í blaðinu á morgun. — G.S. DB-mynd: Jakob Guðmtmds- son. Þjóðhátíðarhelgin kostaði fjögur mannslíf — Siá baksíðu Hitaveitan íHveragerði erað eyðileggjast — Sjábls.9 „EIGUMVIÐ EKKI AÐ FARA AÐ HÆTTA?” „Eigum við ekki að fara ao nætta þessu?" Sú spurning er vafalaust efst í hugum flestra samningamanna eftir rúmlega þriggja mánaða samningaþóf. Fundir „æðstu manna", svo sem fjögurra, með sáttasemjara áttu mestan þátt í að leysa aðalmálin. Mál aðalnefn'dar A^í eru frágengin en sérhópar eftir. Ys og þys voru á fundunum eftir miðnættið í gær og mikið „makkað“-. Efri myndin Björn Jónsson forseti ASÍ og Björgvin Sigurðsson fyrrum formaður Vinnuveitendasambandsins og neðri myndin: Ólafur Jónsson framkvæm'dastjóri Vinnuveit- endasambandsins og Torfi Hjartarson ríkissáttasemjari. -Ljósm. Sv. Þ. A

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.