Dagblaðið - 16.08.1977, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 16.08.1977, Blaðsíða 1
Harmleik- urinn í Rauðhólum Enn er allt óljóst um tildrög harmleiksins í Rauðhólum síð- degis í gær, þegar Einar Hjörtur Gústafsson, 22ja ára, varð jafngamalli unnustu sinni, Halldóru Astvaldsdóttur, að bana með nokkrum riffilskot- um i háls og höfuð. Einar Hjörtur liggur nú á gjörgæzludeild Borgarspítal- ans, en hann reyndi að ráða sjálfum sér bana með riffilskoti undir hjartað og slagæða- skurðum á úlnliði. Skotið geig- aði og fór í gegnum Einar Hjört án þess að valda honum alvar- legu sári. Rannsóknarlögregla ríkisins gat í morgun ekki gefið upplýs- ingar um hvernig þennan voða- atburð bar að, enda hefur lítið verið hægt að yfirheyra Einar Hjört, sem er illa haldinn bæði andlega og líkamlega. Er því óvist hvort Halldóra lét lífið í bílnum sem þau voru á, eða hvort lík hennar var flutt þangað eftir skotárásina. Tildrög voðaverksins í Rauðhólum enn óljós Það var laust fyrir kl. 17.30 í gær að eldri hjón úr Reykjavik, sem dvalizt hafa á sumrum við Elliðavatn, komu að ljósblárri Peugeot-bifreið með sænsku skrásetningarnúmeri við fjár- girðingu við afleggjarann að Rauðhólum. Sat Einar Hjörtur f framsæti bifreiðarinnar og var mjög af honum dregið. í fram- sætinu við hlið hans var lík Halldóru, sem hann hafði sveipað teppi. Skömmu síðar bar þar að Reyni bónda Sveins- son á Elliðavatni með 14 ára gamalli dóttur sinni. Sáu þau þegar hvers kyns var og þegar þau komu að Peugeot- bifreiðinni stundi Einar Hjörtur upp: „Ég skaut mig.“ Þriðja bílinn bar þar að í sömu svifum og sendi Reynir hann þegar af stað til að gera viðvart á Arbæjarstöð lögregl- unnar. Gerði Reynir sfðan ráð- stafanir til að hefta blóðrásina úr úlnliðum Einars Hjartar, en Þarna sátu Einar Kjörtur og Halldóra þegar að var komið siðdegis i gær. Hún var þá látin og mjög af honum dregið. DB-myndir: Ragnar Th. Sig. Rannsóknariögreglumenn vinna að hélt sfðan heim að Elnoavatni og itrekaði hjálparbeiðni til lög- reglunnar og sjúkraliðs. Komu lögreglumenn og sjúkraliðar að örskömmu sfðar og fluttu lfk Halldóru burtu og Einar Hjört.. Þegar lögreglumenn komu að var Einar með 22ja kalibera riffil, með 6 skota magasfni, 1 höndunum, en veitti enga mót- spyrnu og leyndi engu um það sem gerzt hafði, að sögn rann- sóknarlögreglunnar í morgun. Þau Halldóra og Einar Hjörtur hafa verið búsett í Nyköping f Svíþjóð síðan í maí í fyrra. Þau komu hingað til lands með Smyrli sl. laugardag, en bflinn keypti Einar Hjörtur í Nyköping 14. júní í sumar, skv. upplýsingum lögreglunnar í Stokkhólmi. Ætluðu þau að halda aftur utan næstu daga, en akstursleyfi bifreiðarinnar hér- lendis á sænsku númerunum rennur út 15. september næst- komandi. -ÓV/BS- við Rauðhóla f gær. Skotvopnið, 22ja kalibera, rússneskur riffill, settur i farangurs- geymslu bifreiðar Rannsóknarlögreglu ríkisins. Skattskrárnar á Austurlandi og Norðurlandi vestra: SKOTARí EFSTU SÆTUM hæstu gjöld einstaklinga á þvf skatt- svæði. Hann vildi ekki gefa upp tölur, en kvað þær sendar Skýrsluvélum rfkisins, þar eð um útlending væri að ræða. Coop- er veiðir f Vfðidalsá. Gjöldin eru áætluð á þá báða. Skattskrár Austurlands og Norður- lands vestra komu út í dag. Nánar verð- ur greint frá hæstu gjaldendum í Dag- blaðinu á morgun. -AT/JH- Skozkir laxveiðikóngar bera hæstu gjöld einstaklinga á Austurlandi og Norðurlandi vestra þetta árið. Brian Booth major og gestgjafa Karls rfkisarfa Bretlands er gert að greiða 13.340.098 krónur f heildargjöld, þar af 9.857.600 f tekjuskatt. — Booth veiðir f Hofsá f Vopnafirði. Ragnar Jóhannesson skattstjóri Norð- urlands vestra staðfesti f samtali við DB f morgun að J.A. Cooper bæri að greiða Stórslysíveltu á Skúlagötu Einhver óskiljanleg sfysa- alda reið yfir umferðina f Reykjavfk f gær. Árekstr- arnir og óhöppin urðu yfir 20 talsins og slys og meiðsli urðu I nfu tilfellum. Alvarlegast varð slys á mótum Kalkofnsvegar og Skúlagötu. Þar var rúmlega fimmtugur maður á ferð f Chevrolet bfl sfnum. Öku hraðinn var gffurlegur og missti hann vald á bflnum á beygjunni, lenti á Fiskifé- lagshúsinu og síðan á staur. Maðurinn er mikið slasaður og þvi fáar skýringar enn á slysinu. Er maðurinn i gjör- gæzludeild, m.a. mjaðma- grindarbrotinn. -ASt. Iríálst úháð dagUað 3. ARG. — ÞRIÐJUDAGUR 16. AGtJSTi 197Í 176. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMCLA 12. AUGLÝSINGAR ÞVERHOLTI 11, AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 2 — {\ÐALSlMI 2702_2, DB-strákar á æfingu hjá meist- urum Vals—sjá n>r<ttir

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.