Dagblaðið - 24.02.1978, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 24.02.1978, Blaðsíða 1
A l I :i. Arg. - - FÖSTUDAGUR 24. FEBRUAR 1978 — 42. TBL. ‘ritstjörn sidumula 12. AltGLYSINGAR OG AFGRKIDSLA ÞVERIIOLTI 11. — AÐALS ÍMI 27022. f Fyrstuaðgerðir launþega- samtakanna: Verzlunarmanna félagReykjavíkur ekki með ölöglegt allsherjar- verkfall 1. og 2. marz „Þeir fá þá nóg aö gera ef þeir ætla aö láta dæma okkur fyrir ólöglegt verkfall," sagði ónafngreindur verkalýðsleið- togi í viðtali við Dagblaðið í morgun. Hann sagði að launþegasamtökin stefndu að ólöglegu allsherjarverkfalli næstkomandi miðviku- og fimmtudag, 1. og 2. marz. Gert er ráð fyrir, að þetta verði niðurstaða fundar mið- stjórnar ASl um hádegið í dag. „Þetta verða aðeins fyrstu að- gerðir okkar,“ sagði þessi for- ystumaður. Bandaiag starfs- manna ríkis og bæja og Far- manna og fiskimannasam- bandið munu standa að þessu ásamt ASl en þetta er enn í athugun hjá Bandalagi háskóla- manna. Ætlunin er að stöðva atvinnulífið þessa daga, þótt að- gerðirnar séu ólöglegar, þar sem samningar renna ekki út fyrr en 1. apríl. Flest öll verka- lýðsfélög landsins hafa sagt upp samningum. Launþegasam- tökin hafa síðustu daga haldið svæðaráðstefnur um landið og þar verið einhugur um harðar aðgerðir. Eftir allsherjarverkfallið verða sennilega skyndiverkföll á ýmsum stöðum. „Við förum ekki fram á neitt annað en að staðið sé við þá samninga sem voru undirritaðir," sagði for- ystumaðurinn. ■ Greinilegt er, að forystu- menn Verzlunarmannafélags Reykjavíkur eru ekki á þátt- töku. f hinum ólöglegu aðgerð- um. „Forystumenn VR munu ekki hvetja einn eða neinn til ólöglegra aðgerða," sagði Magnús L. Sveinsson, fram- kvæmdastjóri VR, í morgun. „Það verður mál hvers og eins. hvort hann gerir það.“ Hins végar taldi Magnús, að VR mundi segja upp samningum og yrði það samþykkt á félags- fundi á mánudag. Trúnaðar- mannaráð mun bera fram til- lögu um það. I því felst að sjálf- sögðu andstaða við Guðmund H. Garðarsson, formann félags- ins, sem stóð á Alþingi að sam- þykkt stjórnarfrumvarpsins sem öll lætin eru út af. - HH Banaði eigin- manni sínum í rifrildi Heiftarlegu rifrildi ungra hjóna sem voru að skilja lyktaði með manndrápi aðfaranótt sl. sunnudags. Það var um kl. hálf tvö um nóttina að hringt var frá Skóla- vörðustíg 21 A, og beðið um sjúkrabíl. Þegar komið var á stað- inn kom í l.jós- að þar var ungur maður með hnífsstungu i brjósti. Var hann þegar fiuttur á gjör- gæzludeild Borgarspítalans þar sem hann lést eftir tvo tíma. Hann hét Arelius Viggósson. fæddur 2. október 1955. Eiginkona hans. Jenny Grettis- dóttir. f. 24. mars 1952. var flutt til yfirhevrslu hjá lögreglunni og játaði hún þegar að hafa veitt Areliusi hnífsstunguna. Sagði hún svo frá. að þau hefðu hitzt á dansleik þá um kvöldið og farið síðan heim þar sem þau bjuggu áður saman. til að ræða sín mál. Kom 1i! deilu á milli þeirra og lyktaði henni þannig. að Jenný greip hníf .og lagði til Areliusar. Hringdi hún síðan á sjúkrabíl. þegar henni varð ljóst hversu alvarleg stungan var. Jennv Gréttisdóttir var úr- skurðuð til að sæta gæzluvarð- haldi í allt að 60 daga og jafn- framt gert að gangast undir geð- rannsókn. OV Tillögur um nýja landbún- aðarstefnu Magnús Finnsson, leiðtogi blaðamáhna i k^arádeilunni. þakkar sáttasemjara rikisins. Torfa Hjartarsyni, fyrir hans þátt i lausn deilunnar snemma í morgun. — DB-mynd R.Th. Sig. Blaðamenn og útgefendur sömdu í morgun — og dagblöðin koma aftur eftir vikuhlé—BAKSÍÐA 'í þessu húsi var voðaverkið framið um síðustu helgi. DB-mvnd Bjarnleifur. Kraf la í fyrsta gír af níu mögulegum — sjá bls. 6 Er ekkert lengur í leynum á milli karls og konu? — sjá lesendabréf á bls. 2 og 3 Carter hótar að stoppa kolaverkfallið V-Þjóðverjar eyða mest allra erlendis — sjá erl. fréttir á bls. 4 og 5 „Ríkið” í fréttum: Gerðuaðsúg að vínbúðinni -sjábls.6 Óð gegnum hurð á vínbúð — baksíða Sífellt girnast nætur- hrafnar vörurnar í „ríkinu". Rúða er brotin en þá kveður við þjófabjöllukerfi hússins. ‘Fljótlega var búið aö negla fvrir brotnu rúðuna. I

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.