Dagblaðið - 14.06.1979, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 14.06.1979, Blaðsíða 20
20 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ1979 Norðanátt og sólskin á sunnan- verðu landinu en skýjað fyrír norðant og sums staöar slydda, en lœgir I kvöld. Klukkan sex ( morgun var hitinn ( ReykjavBt S stíg og léttskýjað, Gufu- skálar 4 stíg og skýjað, Galtarviti V stíg og slydduól, Akureyrí 2 stíg og al- skýjað, Raufartiöfn 1 stíg og slyddu- ól, Dalatangi 4 stíg og skýjað, Höfn 7 stíg og hálfskýjað, Vestmannaeyjar 3 stíg og lóttskýjað. Kaupmannahöfn 13 stíg og rigning, Osló 10 stíg og þokumóða, Stokk- hólmur 13 stig og alskýjað, London! 13 stíg og abkýjað, Hamborg 13 stíg og skýjað, Parte 13 stíg og hátfskýjað,; Madríd 15 stíg og skýjað, Mallorka 18 stíg og skýjað, Lissabon 15 stíg og hálfskýjað, New York 18 stíg og heið- Kristín Egilsdóttir var fædd að Laxamýri i Þingeyjarsýslu 22. nóvember 1897. Hún var dóttir hjónanna Arnþrúðar Sigurðardóttur og Egils Sigurjónssonar, gullsmiðs og bónda. Kristín andaðist 5. júní 1979. Hún verður jarðsett í dag kl. 3 frá Fossvogskirkju. Gísli Sigurðsson, bóndi, Búlandi í Skaftártungu, lézt I2. júní. Sveinn Sigurður Haraldsson frá Tandrastöðum í Norðfirði lézt I2. júní. Haraldur Weyse Hallgrímsson, fyrr- verandi bakari, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 15. júní kl. 3. Guðmundur Marteinsson, Öldutúni 2 Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn I5. júní kl. 2 e.h. Sólvcig Jóhannsdóttir Ásvallagötu 65, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 15. júní kl. 13.30. Jóhann Karlsson fyrrv. stórkaupmaður verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 15. júní kl. 13.30. Alexander Magnússon, Faxabraut I Keflavík, verður jarðsunginn frá Kefla- víkurkirkju föstudaginn 15. júní kl. 2 e.h. Illlllllllllllllllllll ökukennsla — æfingatimar — bifhjóla- próf. Kenni á Simca 1508 GT. Nemendur greiða aðeins tekna tíma. Nemendur geta byrjað strax. Ökuskóli og öll próf gögn ef óskað er. Magnús Helgason, sími 66660. ökukennsla á Saab 99. Uppl. og tímapantanir í símum 31754 og 34222 eða hjá auglþj. DB í síma 27022. Gunnlaugur Stephensen. H—456 Takið eftir! Takið eftir! Ef þú erl að hugsa um að laka ökupróf eða endurnýja gamalt þá get ég aftur bætt við nokkrum nemendum sem vilju byrja strax. Kenni á mjög þægilegan og góðan bil, Mazda 929, Jý-306. Góður ökuskóli og öll prófgögn. Einnig gelur þú fengið að greiða kennsluna með afborgunum ef þú vilt. Nánari uppl. i síma 24158. Kristján Sigur&son öku- kennari. ökukennsla-xfmgatfmar. Kenni á Datsun 180B árg. ’78, sérstak- lega lipran og þægilegan bil. Útvega öll prófgögn, ökuskóli. Nokkrir nemendur geta byrjað strax. Greiðslukjör. Sigurður Gislason ökukennari, sími 75224. Ökukennsla-æfingatimar-hæfnisvottorð. Nemendur greiða aðeins tekna tíma. ökuskóli og öll prófgögn ásamt litmynd í ökusklrteini óski nemandi þess. Jóhann G. Guðjónsson. Uppl. I síma 38265, 21098 og 17384. Samhjálp Almenn samkoma i Filadelfiu Hátúni 2 kl. 20.30 i kvöld. Vitnisburöur og söngur. Ræðumaöur Óli Ágústsson. Allir hjartanlega velkomnir. Grensáskirkja Almenn samkoma verður i safnaðarheimilinu i kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Fundir Verkakvennafélagið Framsókn Félagsfundur verður fimmtudaginn 14. júni kl. 8.30 síðd. I Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Fundarefni: Kjaramálin, frummælandi Jóhannes Siggeirsson. Sýniðskirteini við innganginn. Freeport klúbburinn Fundur i kvöld á venjulegum staö og tima. Langholtssafnaðar Spiluð verður félagsvist í safnaðarheimilinu við Sól- heima i kvöld kl. 9 og verða slik spilakvöld framvegis á fimmtudagskvöldum í sumar til ágóða fyrir kirkju- bygginguna. Safnaðarstjórn. (ilili Knattspyrna Fimmtudagur 14. júni Kvennafl. Kópavogsvöllur — UBK:FH kl. 20. Bikarkeppni 2. fl. Vallargerðisvöllur — UBK:KR kl. 20. 2. fl. B Ármannsvöllur — Ármann:Vikingur kl. 20. 3. fl. C Grundarfjarðarv. — Grundarfjörður:lBÍ kl. 20. 3. fl. D KA-völlur - KA:Þór kl. 20. 4. fl. A Ármannsvöllur — Ármann:KR kl. 19. 4. fl. A Vallargerðisvöllur — UBK:Fylkir kl. 18. 4. fl. A Vikingsvöllur — Víkingur:Þróttur kl. 20. 4. fl. B Hvaleyrarholtsvöllur — Haukar.FH kl. 20. 4. fl. B Akranesvöllur — lA.Lciknir kl. 20. 4. fl. B Stjörnuvöllur — Stjarnan: Afturelding kl. 20. 4. fl. B Heiðarvöllur - lK:ÍR kl. 20. 4. fl. C Bolungarvikurv. — Bolungarvík’.Vestri kl. 20. 5. fl. C lsafjarðarvöllur — Vestri:Bolungarvík kl. 20. Ferðaféalg íslands Föstudagur 15. júni Kl. 20.00: Þórsmerkurferð, gist i húsi. Farscðlar á skrifstofunni. Laugardagur 16. júni 1. Kl. 08.00: Gönguferð á Heklu (2 dagarl, gist í tjöldum. Farðseðlar á skrifstofunni. 2. Kl. 13.00: Esjuganga (fjall ársins). Næstsiðasta ferðin á þessu vori. Gengið frá melunum fyrir austan Esjuberg. Þátttakcndur geta komið þangað á eigin bílum og slegizt þar i förina. Gjald kr. 200.-, en kr. 1.500.- með rútunni frá Umferðarmiðstöðinni. 3. Kl. 20.00: Miönæturganga á Skarðsheiöi. Stórfeng- legur útsýnisstaður i miðnætursól. Fararstjóri: Þorsteinn Bjarnar. Verð kr. 3.000.- greitt við bilinn. Um næstu helgi. Grimseyjarferð i miðnætursól, ferð til Drangeyjar og um Skagafjaröardali, útilega í Marardal, o.fl. Nánari upplýsingar á skrifstofunni. Iðkiö gönguferðir, kynnizt landinu. Ferðaf élag íslands Undanfarin ár hefur Feröafélag Islands efnt á hverju sumri til ferða á Homstrandir. Aðalerfiðleikarnir við framkvæmd þeirra ferða hefur verið útvegun farkosts frá lsafiröi og norður á Hornstrandir. En í sumar verður breyting á. Útgerð m/s Fagraness hefur ákveðið að láta skipið sigla eftir fastri áætlun til Aöal víkur, Hornvikur og inn i Furufjörð í júli og fram í ágúst. Við þessar breyttu aðstæður hefur áætlun Ferða félagsins fyrir Hornstrandaferðir á þessu sumri verið breytt þannig: 1. 6. júli kl. 14.00 vcrður farið til Hornvíkur frá lsa firði og dvalið þar til 13. júlí. 2. 6. júli kl. 14.00 verður farið frá Isafirði, siglt fyrir Horn og inn í Furufjörð. Þeir sem fara i þessa ferö ganga þaðan til Hornvikur og koma til baka með hópnum sem þar dvelst. 3. 13. júli kl. 14.00 verður farið frá lsafirði til Aðal víkur og til baka föstudaginn 20. júlí. 4. 13. júli kl. 14.00 verður farið til Hornvikurogdvalið þar i viku, eða til 20. júli. Þá kemur Fagranesiö og tekur þá sem dvelja í Aðalvík og Hornvík. 5. 20.—27. júlí: Hornvik eða Aðalvik eða Fljótavikur. Þeir sem taka þátt i þessum ferðum verða að hafa með sér allan viðleguútbúnað og dvelja i tjöldum allan tímann. Þeir, sem fara til Hornvíkur og Aðalvikur tjalda einu sinni og fara í allar skoðunarferðir að morgni en koma aftur í tjaldstað að kvöldi. Þátttakendur geta hagað ferðum sinum að vild til lsa fjarðar, tekið þátt í hópferð flugleiðis frá Reykjavík, eða komið á eigin bilum þangað og slegizt i hópinn á bryggjunni á ísafirði. Nánari upplýsingar um tilhögun ferða þessara eru veittar á skrifstofu Ferðafélags Islands, Öldugötu 3. simi 11798og 19533. ‘Útivistarferflir Föstud. 15. júní kl. 20: Mýrdalur—Hjörleifshöfði—Hafursey o.fl. Gist í húsi, fararstj. Jón 1. Bjarnason. Föstud. 22. júni: Drangey—Málmey—Þórðarhöfði um Jónsmessuna. Hornstrandir í júli, margir möguleikar. Farseðlar og nánari upplýsinga á skrifst. Lækjarg. 6a, simi 14606. Fimmtud. kl. 20: Létt kvöldganga austan Elliðavatns. Verð kr. 1000, fritt f. börn m/fullorðnum. Farið frá BSl bensinsölu. Útivist. Frá Snæf ellingafélaginu Félag Snæfellinga og Hnappdæla i Reykjavík gengst fyrir hópferð á bændahátíð Snæfellinga að Breiöabliki 23. júni nk. Þeir sem óska að taka þátt i ferðalaginu tilkynni þátttöku sina Þorgilsi í síma 19276 eða stjórn, félagsins fyrir 17. júní nk. StjórnmélðfuncUr L____ ______á Sjálfstæðisflokkurinn Vestmannaeyjum Fundur í fulltrúaráði Sjálfstæðisfélaganna fimmtudaginn 14. júní nk. kl. 20.30 i sam- komuhúsinu, litla sal. Fundarefni: 1. Stjórnmálaviðhorfið, málshefjandi Guðmundur H. Garðarsson alþm. 2. önnur mál. Kaffi. Fulltrúaráðsmeðlimir eru hvattir til að mæta vel og stundvislcga. Ljóðatónleikar í Vestmannaeyjum John Speight baritónsöngvari og Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir pianóleikari halda ljóðatónleika i félagsheimilinu við Heiðarveg fimmtudaginn 14. júní kl. 20.30. Á efnisskránni eru íslenzk þjóðlög i útsetn- ingu Þorkels Sigurbjörnssonar, lög eftir Fauré og Ravel, auk þess munu þau flytja hinn þekkta Ijóða flokk Schumanns, Dichterliebe, við Ijóð Heine. Aðgöngumiðar seldir við innganginn. Aðalfundur Starfsmannafélags Loftleiða verður haldinn laugardaginn 16. júní 79, að Nesvík kl. 14.00. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. önnur mál. Aðalfundur Orlofsdvalar hf verður haldinn laugardaginn 16. júni að Nesvík kl. 16. Venjuleg aðalfundarstörf. Verzlunarfólk Suðurnesjum Aðalfundur Verzlunarmannafélags Suðurnesja verður haldinn fimmtudaginn 14. júní nk. kl. 20.00 i félagsheimilinu Stapa i Njarövík. Dagskrá: Venjuleg aöalfundarstörf. Félag farstöðvaeigenda FR deild 4 Reykjavik FR 5000 - simi 34200. Skrif stofa félagsins aö Siðumúla 22 er opin alla daga frá kl. 17.00—19.00, aðauki frá kl. 20.00-22.00 á fimmtu dagskvöldum. Áfengisvarnanefnd kvenna í Reykjavík og Hafnarfirði Aöalfundur Áfengisvarnanefndar kvenna i Reykjavik og Hafnarfirði, sem haldinn var nýlega, skorar á borgaryfirvöld að leggja ekki niður Útidcild Reykja- vikurborgar. Þar sem nú er barnaár telur nefndin ekki viðeigandi að hætta þessari starfsemi. scm hefur verið unnin i þágu barna og. unglinga og brýn þorf er fyrir. Ljóðakvöld í Stúdentakjallaranum Á föstudag verður ljóðakvöld i Stúdentakjallaran um i Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut. Fjölmörg ungskáld munu lesa úr verkum sinum. þ.á m. Einar Kárason, Sigfús Bjartmarsson, Svein björn Halldórsson, Einar Már (eitt síðasta tækifærið til að heyra i honum hérlendis um nokkra hriðl. og Hreinn. Einnig verður leikin tónlist af hljómplötum og létt vín vcrður á boðstólum. Búizt er við að upplcsturinn hefjist um níuleytiö. Nokkur breyting hefur verið gerðá Stúdentakjallar- anum og þar hafa verið haldin fjölsótt djasskvöld undanfarnar vikur. Ljóðakvöldið er á vegum funda- og menningar málanefndar Stúdentaráðs. Kynnisferð fyrir eldri borgara um Reykjavík og nágrenni Félag sjálfstæðismanna i austurbæ og Norðurmýri efnir til kynnisfcrðar um Reykjavik og nágrenni næst- komandi laugardag, 16. júni. Farið verður um bæinn, út á Seltjarnarnes, síðan verður ekið út á Álftanes. Kaffiveitingar verða i Hrafnistu i Hafnarfirði og staðurinn skoðaður undir leiðsögn Péturs Sigurðs • sonar forstjóra. Þátttaka tilkynnist i síma 82900 milli kl. 9 og 5 fyrir föstudagskvöld. Lagt verður af stað frá Templarahöllinni við Eiriks- götu kl. hálftvöeftir hádegi. Sendiráð Bandaríkjanna Tilkynning Sendiráð Bandarikjanna, Laufásvegi 21, og Menning arstofnun Bandaríkjanna, Neshaga 16, tilkynna breyttan opnunartíma frá 7. júní til 31. ágúst. Opið alla virka daga nema laugardaga frá kl. 8 til 12 og 13 til 17. Frá Langholtsssöfnuði í Reykjavík Vetrarstarfi safnaðarfélaganna í Langholtssöfnuði er nú að Ijúka. Enn er kirkjubyggingin aðalverkefnið i nútíð og framtið. Fjársöfnun hefur þvi verið mikil og félögin lagt fram nokkrar milljónir. En betur má ef duga skal og er nú heitið á allt safnaðarfólk til samtaka svo að unnt verði að koma kirkjunni undir þak sem allra fyrst. Giróreikningurinn stendur öllum opinn og gjöfum er veitt móttaka hjá prestum og i safnaðarheimili. Til tiðinda má telja að á liðnum vetri var stofnaður minningarsjóður um frú Ingibjörgu Þórðardóttur, fyrstu prestfrú safnaðarins, og var stofnféð að upphæð ein milljón króna. Þetta fé hefur nú verið lagt á banka með ha»tu vöxtum. En þeim skal varið til eflingar liknar- og menningarstarfa bæði utan safnaðar og innan á hverjum tima. Sjóðstjórnin mun svo áfram veita viðtöku fé til aukningar þessum sjóði. Hún er skipuð formönnum Kvenfélags og Bræðrafélags safnaðarins, formanni sóknarnefndar, presti og einum fulltrúa afkomenda frú Ingibjargarogsr. Árelíusar Níelssonar. Árlega skal minnt á þennan minningarsjóð og eflingu hans á vegum Langholtssafnaðar. Kappreiðar Sörla Skráning kappreiðahesta i kappreiðar Sörla sem verða haldnar laugardaginn 16. júni kl. 2 e.h. cr i simum 50985, 50250 og 53462 til miðvikudagskvölds 13. júni. Keppt verður í 150 m skeiði, 250 m skeiði, 250 m ung- hrossahlaupi, 300 m stökki. Umferðarfræðsla Brúðuleikhús og kvikmyndasýning fyrir 5—6 ára börn í Kópavogi. Fræðslan fer fram sem hér segir: 14. júni Snælandsskóli Kársnesskóli 18. júní Kópavogsskóli Digranesskóli kl. 09.30 og 11.00 kl. 14.00 og 16.00 kl. 09.30 og 11.00 kl. 14.00 og 16.00 Lögreglan í Kópavogi. Umferðarráð. Keppni milli norrænna dans- ara á aldrinum 16—22 ára. Dagana 4.—14. júni er haldin dans- og tónlistarhátið i borginni Kuopio i Finnlandi. Þar sýna margir helztu dansflokkar i Evrópu ýmis verk, svo sem Finnski óperuballettinn, Rúmenski óperuballettinn, Tans Forum frá Köln, þar sem Sveinbjörg Alexanders er cinn helzti dansarinn, og Raatikko flokkurinn sem sýnir nýjan ballett eftir Mario Kuusela sem nýlega samdi ballettinn Tófuskinnið fyrir Islenzka dans- flokkinn. Vegna 10 ára afmælis þessara hátiðahalda i Kuopio er efnt til keppni milli norrænna dansara á aldrinum 16—22 ára. Fyrir hönd lslands keppir þar Auður Bjarnadóttir sem undanfarna 16 mánuði hefur verið i leyfi frá Islenzka dansflokknum og starfað við óperu- ballettinn í Múnchen. Þar eru um 80 dansarar og var Auður ráðin sem sólóisti strax frá byrjun og hefur dansað í fjölda verka. Mótdansari Auðar i þessari keppni verður dansari frá Milnchen óperunni. Einn dómaranna er islenzkur, Ingibjörg Björnsdóttir. Hinn 7. júní afhenti Karel Krische, tékkneski sendi fulltrúinn i Reykjavik, Ragnari Arnalds menntamála- ráðherra tónsmiö eftir tékkneska tónskáldiö Jan Spálený en tónverkiðer helgað 33 ára afmæli islenzka lýöveldisins. Frumgerð verksins mun varðveitt í Landsbókasafni islandsen afrit i tónlistardeild Rikisútvarpsins. Stúdentar M.H. vorið 1974 Haldið verður upp á fimm ára stúdentsafmælið með balli að Hótel Esju föstudaginn 15. júní kl. 20. stundvislega. Nefndin. rteimsending tilbúinna máltíða til aldraðra og öryrkja Stjórn Reykjavíkurdeildar RKl hefur ákveðið að hefja aftur heimsendingu tilbúinna máltiöa til aldr- aðra og öryrkja i Reykjavík. Tilhögun verður nú önnur en áður var þar eð mat- urínn er frystur. Maturinn verður sendur út einu sinni í viku og verða minnst þrjár máltíðir sendar heim. Maturinn verður seldur á kostnaðarverði frá fram- leiðanda en heimsendingarkostnaður og önnur um- fjöllun varðandi matarsendingarnar er framlag deildarinnar vegna þessarar þjónustu. Stjóm Reykja- vikurdeildar hóf þessa þjónustu við aldrað fólk og öryrkja fyrir nokkrum árum og mæltist hún vel fyrir. Þetta var þá algert nýmæli sem ekki hafði þekkzt áður hér á landi. Þeir sem óska að njóta þessarar þjónustu geta fengið allar nánari upplýsingar á skrifstofu Reykja- víkurdeildar RKÍ, Öldugötu 4, simi 28222, og er þar veitt móttaka á pöntun á matnum. Kœrkomin gjöf Dr. Sven B. Jansson, fyrrverandi þjóöminja- vörður Svia, sem var hér á fyrirlestraferð nýlega færði Listasafni lslands höfðinglega gjöf. Er hér um að ræða oliumálverk af sjómanni eftir Gunnlaug Scheving, málað 1934. Þegar Jansson dvaldist hér á árunum fyrir seinni heimsstyrjöldina keypti hann málverk þetta. Gjöf þessi er Iistasafninu afar kærkomin, ekki aðeins fyrir það hversu gott verkiö er, heldur einnig vegna þess að safnið á mjög lítiö af verku.n Gunn- laugs Schevings frá þessum tíma. Frá menntamálaráðuneytinu Gengið GENGISSKRÁNING Feröamanna- Nr. 108 13. júní1979 gjaldeyrir Eining KL 12.00 Kaup Sala Kaup Sala 1 BandarBtjadollar 340,80 341,60* 374,88 375,76* 1 Steriingspund 714,15 715,85* 785,57 787,44* 1 Kanadadollar 290,55 291,25* 319,61 320,38* 100 Danskar krónur 6182,90 6197,40* 6801,19 6817,14* 100 Norskar krónur 6549,20 6564,60* 7204,12 7221,06* 100 Sœnskar krónur 7774,60 7792,90* 8552,06 8572,19* 100 Finnsk mörk 8522,15 8542,15* 9374,37 9386,37* 100 Franskir frankar 7699,95 7718,05* 8469,95 8489,86* 100 Belg.frankar 1110,80 1113,40* 1221,88 1224,74* 100 Svissn. frankar 19680,65 19726,85* 21648,72 21699,54* 100 Gyllini 16282,85 16321,05* 17911,14 17953,16* 100 V-Þýzkmörk 17835,90 17877,80* 19619,49 19665,58* 100 Lfrur 39,95 40,05* 43,95 44,06* 100 Austurr. Sch. 2419,60 2425,30* 2661,56 2667,83* 100 Escudos 683,50 685,10* 751,85 753,61* 100 Pesetar 515,65 516,85* 567,22 568,54* 100 Yen 154,77 155,14 170,25 170,65 •Breyting frá slðustu skráningu. Sfmsvarí vegna gengisskráninga 22190., Lausar kennarastöður Til umsóknar eru eftirfarandi stöður við Grunn- skóla Bolungarvíkur: 1. Staða íþróttakennara 2. Staða mynd- og handmenntarkennara 3. Almennar kennarastöður Umsóknarfrestur er til 25. júní. Upplýsingar gefa skólastjóri Gunnar Ragnarsson, sími (94)7288 og Ólafur Kristjánsson í síma (94)7175.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.