Dagblaðið - 01.12.1979, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 01.12.1979, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 1979. ÞAÐ ÞYfHRAÐ BERJAST Auður Haralds Hvunndagshetjan. Þtjár öruggar aöferöir til að eignast óskiigetin böm. Iðunn 1979.296 bb. Auður Haralds er rúmlega þrítug. Hún er Reykvíkingur, blaðamaður og ógift móðir þriggja óskilgetinna barna. Hvunndagshetjan er fyrsta bók hennar, en vonandi ekki sú síðasta. í þessari bók talar Auður í eigin persónu og segir frá lífi sínu fram á skrifandi stund, með mis- mikilli áherslu á einstökum tíma- bilum. Ekki bara kynferðismál Á kápusiðu og í fyrsta kafla bókarinnar lætur Auður að því liggja að bókin sé skrifuð sem svar við þeirri algengu spurningu fólks, hvernig henni hafi dottið í hug, og hvernig hún hafi farið að því, að eignast þessi óskilgetnu börn. Frá barneignunum, aðdraganda þeirra og kringumstæðum öllum, segir að vísu í bókinni, en hún er samtímis annað og meira. Þess er ekki getið hver hafi gert kápumynd en hún er ákaflega villandi og gefur beinlínis ranga hugmynd um efni bókarinnar. Hún gefur í skyn að bókin fjalli fyrst og fremst um kynferðismál, ogeinnig að Auður hafi slysast til að eignast börnin vegna þess að sú ákveðna tegund getnaðarvarna sem myndin sýnir hafi brugðist. Aðferðirnar þrjár séu sem sagt fólgnar í því að nota þessar getnaðarvarnir. Þetta á sér ekki nokkra stoð i sjálfri bókinni, og er varla hægt að skilja öðruvísi en sem sölubragð hjá forlaginu. Að mál kvenna og kynferðismál séu eitt og hið sama er þvi miður algengur for- dómur, og raunar einn af þeim sem Auður kveður niður í bók sinni. Dýrkeypt reynsla Hvunndagshetjan skiptist í þrjá meginhluta. Fyrsti hlutinn sem er þeirra miklu lengstur heitir „Tvær öruggar aðferðir til öflunar óskil- getinna barna”, og segir þar frá æskuárum Auðar og uppeldi i Reykjavík á sjötta áratugnum, breytingu hennar úr barni í konu, og að lokum frá barneignunuiii tveimur. Öll er frásögn Auðar borin uppi af óvanalega sterkri félagslegri vitund. Hún sýnir greinilega fram á hvernig það er þjóðfélagið sem mótar ein- staklinginn og treður honum í á- kveðin hlutverk, og að þar eru ekki nein óljós náttúrulögmál að verki. Á bernskuheimili Auðar mátti aldrei tala um neitt sem skipti máli. Ef örlaði á sjálfstæðri hugsun hjá henni var hún annaðhvort kölluð fifl eða afgreidd með nokkrum vel völdum málsháttum. Foreldrar hennar leggj- ast á móti því að hún fari í langskóla- nám, þar sem markmið kvenna í líf- inu hljóti að vera það eitt að giftast. Þótt hún neyðist til að láta af draumum sínum um nám og ferðalög er í henni þrjóska sem gerir að hún semur sig aldrei að hinu hefðbundna kvenhlutverki. En það er ekki fyrr en eftir tvær misheppnaðar sambúðar- tilraunir, eftir að hafa eignast tvö böm og orðið að reyna svik barnsfeðranna og ábyrgðarleysi þjóðfélagsins gagnvart einstæðum mæðram, að hún gerir sér raunveru- lega grein fyrir þeirri kúgun, sem hún hefur orðið fyrir. Nokkuð dýrkeypt reynsla það, en líklega ekkert einsdæmi. Hetja eða hóra Annar hluti bókarinnar heitir „Tilurð hvunndagshetju og þriðja aðferðin”. Segir þar frá viðbrögðum umhverfisins, hins almenna borgara, gagnvart einstæðri konu eins og henni með tvö óskilgetin börn. Hún er að öllu leyti talin afbrigðileg, annaðhvort hetjan eða hóran, nema hvort tveggja sé. Hún eignast þriðja barnið í trássi við barnsföðurinn sem heimtar fóstureyðingu. Eitt af þvíat- hyglisverðasta við frásögn Auðar er það hverníg'henni tekst að koma saman öllum þráðum. Þar eru engir lausir endar, engum spurningum ósvarað. Hún eignast ekki börnin af neinum sérstökum hugsjónaá- stæðum, heldur einfaldlega vegna jjess að hún getur ekki notað þær getnaðarvarnir sem á boðstólum eru, og fóstureyðing finnst henni jafn- gilda morði. m.a. við að svara þeirri spurningu af hverju hún gifti sig ekki. Hún segir: „Ég gifti mig ekki af því að sjálfs- virðing mín og sjálfstæði era eineggja tviburasystur og sé önnur styggð finnst hinni sér ögrað. Ég er orðin eins og nýlenduríkin smáu sem eftir langa baráttu vilja ekki verða lepp- ríki annarra.” (268). Þrátt fyrir margháttaða erfiðleika, sárindi og félagslega útskúfun velur Auður að vera frjáls. í stað þolanda er hún ■ orðin að geranda i sínu eigin lifi, þ.e.a.s. að svo miklu leyti sem aðstæður frekast leyfa. Alvarlegt uppgjör Saga hennar er því ekki bara svar við spurningu um barneignir, heldur fyrst og fremst saga um bælingu og upfreisn, um lífsbaráttu þess sem er öðruvísi. Hún er alvarlegt uppgjör við for- dóma og lífslygi íslensks samtíma, eitt það hugrakkasta og beinskeytt- asta sem ég hef lesið. í þessari bók leggur Auður allt undir, foreldra sína og fjölskyldu, jafnt sem barnsfeður og elskhuga, að ógleymdri sjálfri sér og börnunum sínum þremur. Hún gerir uppskátt um fjölmörg svið mannlegs lífs (eða eigum við heldur að segja kvenlegs lífs) sem aldrei er talað um á opinberum vettvangi. Bókin er vel og fjörlega skrifuð, af fádæma yfirsýn og vel að merkja án beiskju. Það er langt síðan ég hef lesið jafnáhrifamikla og einlæga bók. Hafi Auður Haralds hjartans þökk fyrir trúnaðinn. Hjónaband eða frelsi Bók menntir í þriðja og síðasta hlutanum, sem ber nafnið „Núna” leitast Auður HELGA KRESS JÖLASKÓR Nr. 1 TviHtk Nr. 18—23 Kr. 11J00.- Nr.2 BNgm/bNtt Nr. 22-20 Frékr. 11.474.- Nr.3. TvUMr Ljótk/dökkk Nr. 22-27 Kr. 11.474. Nr.4. Rautt/baige Nr. 22-26 MBdð innlegg Frikr. 13.998. SKÚGLUGGINN RAUÐARÁRSTÍG 16. SÍM111788. PÚSTSENDUM DOMU OG HERRA JYRTING HAI^pgpiÐSLUSTOFAN LAUGATEIG 28. S. 37640 ÚTBOÐ Áburðarverksmiðja ríkisins óskar eftir tilboðum í stálþil og festingar fyrir bryggju í Gufunesi. Tilboð skulu hafa borist Áburðarverksmiðjunni í síðasta lagi þriðjudaginn 8. janúar 1980 kl. 12. Útboðsgögn eru fáanleg á skrifstofu verk- smiðjunnar í Gufunesi, sími 32000, án gjalds. Fíberbretti á eftirtaidar brfreiöar Bronco-hliðar Barracuda Spoilerar ú Dodge Vegu Opel Escort Vega o.fl. húdd-scope og ristarlok ú margar teg. Britax Rall-jakkur Hagstætt verð. Speglar og margt fl. OPfÐ 1-6. BÍLASPORT LAUGAVEG1168. S/M/.28870. lokað KL 12.00 í DAG • ‘íií Verzlunarmannafélags Samk-mt -^fnnÍka íslands á aö l«ka Reykjavíkur og VPhádegi i dag. h f verzlanir ' - ”• s,::: er athygB félagsins. — VERZLUNARMANNAFÉLAG REYKJAVÍKUR

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.