Dagblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 10.01.1980, Blaðsíða 1
6. ÁRG. — FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1980—8. TBI,. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11.—AÐALSÍMl 27022. Flugleiðir fækka enn ferðum á N-Atiantshafsleiðinni: Fella niður Chicagoflug í eina viku Vegna sivaxandi rekstrarörðug- leika Flugleiða á Norður-At- lantshafsleiðinni hefur nú verið á- kveðið að fækka ferðuni fram á vor, frá þvi sem gert var ráð fyrir i upp- haflegu vetraráætiuninni. Skv. upplýsingum Sveins Sæmundssonar, biaðafulltrúa Flugleiða, tekur breytingin gildi um miðjan þennan mánuð og verður í gildi i 2 mánuði, eða fram i miðjan marz. Er þetta langdaufasti flutningatími á leiðinni, skv. reynslu niargra undanfarinna ára. i vetraráætluninni frá i haust var gert ráð fyrir þrem ferðum til New York um ísland vikulega og upp í fimm ferðir, vissa álagsdaga. Nú verða tvær ferðir, eða fækkun um eina ferð. Þá gerði upphaflega vetrar- áætlunin ráð fyrir tveim ferðum um ísland til Chicago, en þær verða cin til tvær og alveg lagðar niður vikuna 4. til 10. febrúar. Beina flugið yfir hafið verður óbreytt frá þvi sem það var þegar það hófst um miðjan des., si. eða tvær ferðir í viku á milli Luxemburg og Chicago og ein ferð á sömu leið með viðkomu í Baitimore. Að sögn Sveins nýta nú öll flug- félög alla möguleika til að hækka sætanýtingu sina. í þvi augnamiði hafa Flugleiðir gripið til þess að sameina tvö og tvö flug, ef nýtingar horfur eru slæmar. Frá því að vetrar- áætlunin hófst taldist honum til að 17 til 18 ferðir hafi verið felldar niður rneð þeim hætti. -GS. TVEIR HÆTTU r _____r ATY — sem aftur er kominn til gæzlustarfa á hafinu Varðskipið Týr hélt til hafs í gær- morgun eftir að sr. Pétur Sigurgeirs- son hafði annazt stutta helgiathöfn um borð. Voru skipverjar óðum að jafna sig eftir það áfall sem at- burðirnir um borð á mánudaginn ollu. Tveir vikadrengir gáfust þó upp á frekari skipsvist. Þeir höfðu orðið vitni að atburðarásinni í göngum skipsins eftir að hildarleiknum lauk i eldhúsinu og annar átti ef til vill fótum fjör að launa. Síðdegis í gær komu þeir til Reykjavíkur með Gæzluvélinni á- samt Jóni Magnússyni lögfræðingi Gæzlunnar. Hann vildi með engu móti að við piltana yrðu höfð nokkur orðask ipti. Sjóprófum lauk í gær. Ásgeir Pétur Ásgeirsson dómforseti mun nú ganga frá gögnum málsins sem eru orðin mörg og mikil og senda saksóknara. -A.St. Ragnar H. Ragnarsson axlar pokann sinn á flugvellinum í gærkvöld og Þórir Bjartmar Harðarson, aðeins 16 ára gamall, hætti einnig. Þetta var fyrsta ferð Þóris með Tý — en hún mun áreiðanlega seint gleymast honum. DB-mynd: Hörður. Einstæður fundur í Svarfaðardal: HLUON ARA GAMLAR B IBFARINNAN í GOSBERGI Lögreglan á s/óð r posthússráninu í Sandgerði? Þjófurínn um rafmagns- töflugatinn í pósthúsid? — rannsóknarlögreglan krefst gæzluvarðhalds yfir íbúa á efrí hæð hússins í fyrradag handtóku lögreglu- maður þessi yrði úrskurðaður í hússins þar sem pósthúsið í Sand- anum sú skoðun að pósthússræning- úr anddyri efri hæðar hússins inn í menn, sem unnið hafa að rannsókn gæzluvarðhald til 30. janúar. Tók - 1 : 1“r: * l'"r* ,”t"1 "A "“*u"-* • -"r pósthússránsins í Sandgerði, heima- dómarinn sér sólarhringsfrest til að mann um tvitugt. í gær gerði Rann- skoða gögn málsins fyrir dómsupp- sóknarlögregla ríkisins kröfu um það kvaðningu. fyrir Sakadómi Gullbringusýslu að Þessi ungi maður býr á efri hæð gerði er til húsa. Var hann tekinn ásamt öðrum manni til yfirheyrslu skömmu eftir pósthússránið en sleppt síðan. Fram hefur komið hjá póstmeistar- inn hafi annaðhvort haft lykil að pósthúsinu eða komizt þangað inn með öðru móti. Nú mun hafa komið í ljós við vett- vangsrannsókn að hægt er að komast pósthúsið um rafmagnstöflugat í vegg. Er hugsanlegt talið að ræningi pósthússfjárins hafi getað notfært sér þessa leið. - A.St.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.