Dagblaðið - 15.01.1980, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 15.01.1980, Blaðsíða 1
irjálst, nháð dagblað 6. ÁRG. ÞRIÐJUDAGGR 15. JANUAR 1980. — 12. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLVSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11,—AÐAI.SÍMI 27022. Eimskip og Bifröst í eina sæng, ekkert farmgjaldastríð lengur og Eimskip eitt um hituna: Eimskip hækkar farmgjöld til Bandaríkianna um 18% „Við fengum héimild fyrir 18% hækkun farmgjalda 3. júlí sl. og hækkunin gekk í gildi á Evrópuleið- inni þá þegar. Það hefur hins vegar dregizt að setja hækkunina í gildi á Ameríkuleiðinni. Hún kemur væntanlega til framkvæmda upp úr næstu mánaðamótum,” sagði Valtýr Hákonarson skrifstofustjóri Eimskipafélags íslands við Dag- blaðið í morgun. Á síðasta ári geisaði farmgjalda- strið á flutningaleiðum til og frá Bandaríkjunum á milli Eimskips og Bifrastar. Það er skýringin á því að Eimskip notfærði sér ekki heimild til fargjaldahækkunar síðari helming ársins 1979. Fyrir nokkrum vikum hófust viðræður um samstarf / sameiningu Bifrastar og Eimskips og lyktaði þeim með undirritun kaupsamnings Eimskips á Bifröst og íslenzkum kaupskipum skömmu fyrir jól. Herma fregnir að Eimskip hafi yfir- tekið rekstur félaganna frá ára- mótum sl. Talsmenn skipafélaganna hafa alfarið neitað að staðfesta fregnirnar. Samkomulagið mun hafa verið undirritað með fyrirvara um sam- þykki hluthafa í Bifröst og heimildar- menn segja að þegar hafi verið tryggð meirihlutasamþykkt við samruna við Eimskip. Hluthafafundur i Bifröst verður haldinn í janúarlok. Valtýr Hákonarson vildi ekkert um það segja hvort samruni skipafélag- anna væri ástæðan fyrir þvi að Eimskip telur óhætt að hækka farm- gjöldin i samræmi við heimildir. Sagði hækkanirnar „fyrst og fremst nauðsynlegar vegna olíuhækkunar.” Eimskip fékk aftur leyfi til hækk- unar farmgjalda 12. desember sl. og þá um 9%. Sú hækkun tók gildi strax á Evrópuleiðinni, en ákvörðun um það hvenær hún tekur gildi á Banda- ríkjaleiðinni hefur ekki verið tekin að sögn Valtýs. -ARH. íslenzkum arki- tektum gert ókleift að taka þátt í hönnun flugstöðvarbygg- ingarinnar á Keflavíkurflugvelli - sjá bls. 8 Norðlendingar gaufa meira við hitt kynið en áður - sjá bls. 8 Vatnsnudd í Læragjá - sjá bls. 2 Innyfli vítamínauðug — sjá DB á Neytenda- markaði á bls. 4 Vinsældaval DB og Vikunnar: Atkvæðaseðlar eru þegar teknir að streyma inn i Vinsældavali Dagblaðs- ins og Vikunnar. Fólk hvaðanæva af landinu hefur greitt eftirlætispoppur- unum sinum atkvæði, — þó er áber- andi að þátttakan er einna bezt hjá fólki á Reykjavíkursvæðinu. Það er þvi ekki annað til ráða en hvetja fólk á landsbyggðinni til að taka sig nú saman í andlitinu og kjósa og vona um leið að Sunnlendingar haldi upp- teknum hætti. Atkvæðaseðillinn er birturábls. 151 dag. Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, og R. Sietzen, forstjóri Luxair, ,taka höndum saman’ fyrir viðræðurnar i ráðherra- bústaðnum I morgun. Örn Johnson er I bakgrunninum. - DB-mynd: R.Th. Forstjóri Luxair: OPNIR FYRIR SAM- STARFl VIÐ FLUGLEÐIR „Auðvitað er það okkur stórhags- munamál að farþegaflutningar Flug- leiða til og frá Luxemburg stórskerð- ist ekki þar sem félagið hefur flut.t allt að 40% ferðamanna til landsins og þvi eru allir möguleikar á einhvers konar samstarfi til viðræðu, þ.á m. stofnun nýs flugfélags,” sagði R. Sietzen, forstjóri Luxair, í viðtali við DB í morgun skömmu áður en flugmálayfirvöld Luxemburg og Is- lands og stjórnendur Flugleiða og Luxair hófu fund i ráðherrabústaðn- um í morgun. Taldi hann þetta mál mundu bera á góma i einhverri mynd í viðræðun- um, en annars væri hugmyndin laus í reipunum enn. Þetta mál yrði vafa- laust einnig rætt á stjórijarfundi Cargolux 24. jan. nk. Samgönguráð- herra, varautanríkisráðherra, flug- málastjóri og ráðuneytisfulltrúi eru i Luxemburgarnefndinni auk Sietzen og tiu íslendingar eru i islenzku nefndinni, fimm Flugleiðamenn og fimm embættismenn. - GS Krabbi af síga- rettureykingum nálgast að verða farsótt Nýjar olíulindir í Mexícó — sjá erl. fréttir á bls. 6-7 Komst til USA - eftir túr á togara — sjá íþróttir í opnu Rætt við fram- bjóðenduma Albert Guðmunds- son og Pétur Thorsteinsson - sjá bls. 5 Guðmundar- og Geirfinnsmál: Fíkniefni og áfengi rauður þráður í voða- verkunum — þyngstu refsingar krafizt - sjá bls. 9

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.