Dagblaðið - 19.01.1980, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 19.01.1980, Blaðsíða 1
6. ÁRG. — LAUGARDAGUR 19. JAN. 1980.16. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11.—AÐALSÍMI 27022. 15 prósent fiskverðs- k æl u íl 1 I 1 'I íd fet u n ii 1 í -m 1 1 J> um krónutölu en fyrirkomulagið em i í lausu 1 ofti Miðað við að fiskvinnslan verði enn sem fyrr rekin á núlli, með tilliti til gengissigs að undanförnu, spár um gengissig á næstunni og markaðs- horfur, er nú talað um að fiskvinnsl- an greiði 15% I fiskverðshækkun sem reyndar átti að liggja fyrir um ára- mót. Blaðið hefur þetta eftir traustum Les sögur og Ijóð pg talar mörg tungumál auk íslenzku - kynning á Bryn- hiidi Jóhannsdóttur eiginkonu forseta- frambjóðandans Alberts Guðmunds- sonar — sjá bls. 5 • Fyrrí játningar fengnar með ólöglegum hætti — sýknu krafizt fyrir Kristján Viðar Sævár Ciecielski hefur setið manna lengst í gæzluvarðhaldi hérlendis Krístján Viðar pg Sævar Marínó munuifytja sínar vamarræður - sjá Ws. 7 Akurfellsmálið brátt til ríkissaksóknara - sjá bls. 7 ______________ heimildum og jafnframt að oft áður hafi borið mun meira á milli krónu- talna samningsaðila, fiskvinnslunn- ar, útgerðarinnar og sjómanna. Óvissuþættirnir eru hins vegar væntanlegar lagabreytingar um Afia- tryggingasjóð, útflutningsgjöld og olíugjald eða hvernig þær breytingar spila saman og i hvaða hlutföllum þær koma útgerðinni til góða annars vegar og sjómönnum hins vegar. Otgerðarmenn hafa slegið því fram að miðað við 15% hækkun vilji þeir áfram 9% olíugjald áður en komi til skipta með áhöfn og hin 6% komi svo til skipta á venjulegan hátt á milli sjómanna og útgerðar. Benda þeir á að líta beri á afgerandi aukinn afla á sóknareiningu í fyrra sem kjarabætur sjómanna. Þessum rökum neita sjómenn og benda m.a. á aö ekki er búið að ákveða þorskaflakvótann fyrir árið og loðnukvótinn sé mjög skertur miðað við fyrri ár. Viíja þeir olíu- gjaldið lækkað til útgerðarinnar og mismunurinn komi til skipta. Á móti því benda útgerðarmenn á að verði olíugjaldið lækkað þurfi geysilega mikla almenna fiskverðs- hækkun svo útgerðin fái fram þá hækkun sem þarf. Um leið hækki laun sjómanna þá langt umfram al- mennar launahækkanir þannig að þeir fari í raun að hagnast á olíu- kreppunni. -GS Þá truflast væntanlega ekki framgangur trúarinnar á Hellisheiði. Tækið beið þolinmótt i sólinni i gær. DB-mynd Hörður. Rödd hrópandans í eyðimörkinni Þegar sól stóð hæst á himni i gær fór Þórður Tyrfingsson, annar þeirra er fann sjónvarpstækið á Hellisheiði sem frægt er orðið á síðum DB.með tækið aftur upp á heiðina og kom því fyrir skammt frá þeim stað sem hann fann það á. ,,Ég vil ekki verða til þess ,,að trufla framgang trúarinnar” fyrst stað- setning tækisins þarna er sögð af trúar- legum rótum og lögreglan vildi helzt ekkert hafa með tækið að gera,” sagði Þórður í spjalli við DB. Þórður starfar hjá Vegagerðinni og var með lög og reglur við höndina. „í 69. grein vegalaga segir svo m.a. að byggingar, leiðslur eða önnur mann- virki, föst eða laus, má ekki staðsetja, nema leyfi vegamálastjóra komi til, nær vegi en 15 metra frá miðlinu þjóð- brautar og 30 metra frá miölínu stofn- brautar,” sagði Þórður. ,,Þar sem tækið var og er er stofnbraut. Þvi stilltum við tækinu nú ekki upp á vegarkanti, þar sem það var, heldur utar, en þó á áberandi stað. Vonandi geta allir sem vilja á annað borð vakna til trúarlegra þenkinga við að sjá tækið gert það frá þeim stað þar sem það er núna,” sagði Þórður. Tækið er spölkorn ofan við brún brekkunnar ofan við Skíðaskálann í Hveradölum. Snýr það skermi til Reykjavikur. Um trúarflokkinn sem óþekkt rödd tjáði okkur að staðið heföi að uppsetn- — sjónvarps- tækið getur nú aftur boðað trú á Hellisheiðinni ingu tækisins höfum við ekki frekari upplýsingar. Hins vegar hringdi kona að nafni Særún Sigurðardóttir til blaðsins í gær. Kvaðst hún daglega eiga leið um Hellis- heiðina og hún hefði upphaflega fleygt tækinu þarna. Það hefði verið orðið ónýtt og eins gott að losa sig við það þarna elns og á einhverjum öðrum stað. Málið er sem sagt stöðugt að verðadularfyllra. -A.St.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.