Dagblaðið - 23.01.1980, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 23.01.1980, Blaðsíða 1
i I ) 6. ARG: — MIÐVIKUDAGUR 23. JAN. 1980 — 19. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AIJGI.ÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 1 l.-AÐAI.SÍMI 2702?. i Þungaskattur og kílómetragjald hækkað umfram lagaheimildir? — Ihtir dísilbílar orðnir dýrari í rekstrí en samsvarandi bensínknúnir bílar — sjá bls. 8 TVÆR 0L0GLEG- AR LEIGUMIÐL- ANIR STARFANDI — óheimiR samkvæmt lögum að taka fé af fólki í húsnæðisleit „Við höfum kært þetta fyrirtæki oftar en einu sinni bæði fyrir lögreglu og félagsmálaráðuneytinu, en ekkert virðist vera að gert,” sagði Jón frá Pálmholti, formaður Leigjendasanr- takanna, í samtali við DB. Eins og skýrt var frá í DB í gær er nú starfrækt að Hverfisgötu 76 leigu- miðlun sem ekki hefur fengið löggild- ingu frá lögreglustjóra. Einnig hefur þar verið starfrækt atvinnumiðlun sem samkvæmt lögum í landinu er óheimil. ,,Það hefur komið til okkar fjöldi fólks og kvartað undan leigumiðlun- inni að Hverfisgötu 76 og við höfum i höndunum Ijósrit af kvittunum þessa fólks. Samkvæmt lögum er bannað að taka fé af fólki í húsnæðisleit. Við vitum nú um tvær leigumiðlanir í borginni sem starfa án löggildingar og taka fé af fólki. Er það allt upp i fimmtán þúsund krónur sem fólk er látið greiða,” sagði Jón frá Pálm- holti. - ELA Rannsóknariögreglan kannar nú málið „l.ögreglan mun gera sinar ráð- stafanir þannig að engin ólögleg leigumiðlun verði starfrækt hér,” sagði William Möller, fulltrúi lög- reglustjóra, í samtali við DB i morg- un. ,,Auk þess er Rannsóknarlögregla ríkisins að athuga hvaðajtarfsemi fer fram á þessum stað. Við fengum kæru frá Leigjendasamtökunum um ólöglega leigumiðlun. Stuttu seinna var sótt um löggildingu frá lögmanni. Það þarf að fullnægja ýmsum skil- yrðum til að reka leigumiðlun og leyfið var til athugunar bæði hér og hjá ráðuneytinu,” sagði William enn- fremur. ,,Nú hefur leyfið hins vegar verið afturkallað frá lögmanninum. Rann- sóknarlögregla rikisins er komin í málið og mun athuga það t,elur ”ELA Hörkuárekstur í Hafnarfirdi — þrír á slysadeild Þrir menn voru fluttir í sjúkrahús í nótt frá árekstursstað í Hafnarfirði. Hlutu allir andlits- og höfuðmeiðsl en ekki verulega alvarleg, að því er talið er. Áreksturinn varð á fyrsta timanum í nótt á mótum Hjallabrautar og Reykja- víkurvegar. Voru báðir bilarnir á Reykjavikurvegi og óku í gagnstæðar áttir. Sá er frá Hafnarfirði kom sveigði á gatnamótunum inn á Hjallabraut og i veg fyrir hinn. Áreksturinn varð geysi- Benedikt Gröndal með forseta Islands i morgun. DB-mynd Hörður. Benedikt út í óvissuna ,,Ég mun byrja á að óska eftir fundi með formönnum allra hinna flokk- anna, einum í einu. Fyrirfram er því ekkert ákveðið um fyrirkomulag viðræðnanna,” sagði Benedikt Gröndal forsætisráðherra eftir þriggja stundarfjórðunga fund með forseta í morgun. Hann fól Benedikt umboð til myndunar meirihlutastjórnar. „Forseti setti mér engin tímatak- mörk. Hann vonast þó til þess, eins og fleiri, að þetta gangi fljótt fyrir sig.” Benedikt vildi ekkert láta hafa eftir sér um þau ummæli Svavars Gests- sonar í gær, að fullreynt væri í bili að mynda ríkisstjórn Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og Alþýðubanda- lags. -ARH. harður og valt annar bíllinn. Báðir bíl- arnir eru mjög illa farnir. Ökumaður bilsins sem frá Hafnarfirði kom var með nokkurra klukkustunda gamalt bilpróf. - A.Sl. Stjómmálamerai í morgun: Aðeins „Stef- am'a” eftír annars utanþingsstjóm „Mér sýnist fullreynt að Alþýðu- bandalagið ætlar sér ekki í rikis- stjórn. Nú er aðeins eftir mögu- leikinn á „Stefaníu”, stjórn Sjálf- stæðis-, Framsóknar- og Alþýðu- flokks. Annars sé ég ekki annað en utanþingsstjórn,” sagði einn forystu- manna Sjálfstæðisflokksins i morgun. Aðrir tóku undir þá skoðun. Þessi sjálfstæðismaður taldi sæmi- lega góða möguleika á myndun „Stefaniu”. Það væri ,,á blaði” hvað sameinaði þessa þrjá flokka. Þó væri óvarlegt að fullyrða neitt utn málið að svo stöddu. Benedikt Gröndal hyggst leggja til- lögur i efnahagsmálum fyrir fiokk- ana alla. Gert er ráð fyrir að tillög- urnar verði með þeim hætti að Alþýðubandalagið hafni þeim fljót- lega. Verði „Stefanía” mynduð, er alls óvist að Benedikt verði forsælisráð- herra. Sjálfstæðis- og framsóknar- menn hafa ýmislegt við það að athuga. -HH

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.