Dagblaðið - 26.01.1980, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 26.01.1980, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 1980. / ' ........................... Verzlunarmenn og kaupmenn eru ekki „svindlarar, brask- arar eða óþarfir milliliðir” V ,,í hinum vestræna heimi hefur það verið mikið og vaxandi áhyggjuefni þeirra sem starfa í at- vinnurekstri hversu slæma imynd almenningur hefur um atvinnulifið. Þeir sem i atvinnurekstri standa eru ímynd auðs og valds og andsjæðingar hins vinnandi manns. Þessi slæma imynd er talin eitt mesta vandamál sem atvinnurekendur og samtök þeirra eiga við aðglíma í dag.” Þessi orð mælti Sigurður Guðmundsson formaður fram- kvæmdanefndar samtakanna Viðskipti og verzlun sem hófu. á miðvikudag tveggja ára starf til kynningar og fræðslu á viðskiptum og verzlun. Að samtökunum standa átta aðilar, Bílgreinasambandið, Fél. isl. stórkaupmanna, Kaupmanna- samtök islands, Landssamband isl. verzlunarmanna, Lífeyrissjóður verzlunarmanna, Verzlunarbanki Íslands, Verzlunarmannafélag Reykjavikur og Verzlunarráð íslands. í samningi aðilanna um kynningarherferðina er ákveðið að leggja l'ram samtals 80 milljónir króna til kynningarstarfsins á tveimur árum. Kynningarherferðin er i höndum sérstakrar framkvæmdanefndar sem Sigurður Gunnarsson er formaður fyrir en Pétur Sveinbjarnarson er framkvæmdastjóri herferðarinnar. í starfsáætlun er gert ráð fyrir að taka I I viðfangsefni fyrir á þessu ári. í febrúar verður innflutnings- verzlunin kynnt. í apríl verður íslenzk smásöluverzlun kynnt og síðar fer fram kynningarstarf um „Starfsmanninn í verzlun” svo dæmi séutekin. Kynningarherferðinni var hleypt af stokkunum með blaðamannafundi i verzlun Silla og Valda i þvi sögu- fræga húsi Aðalstræti 10. Húsið er eitt hið elzta i landinu og geymir Kynningarstarfinu var hleypt af stokkunum 1 gömlu Silla og Valda-búóinni i einu elzta húsi landsins, Aöalstræti 10. Sigurður Gunnarsson flytur ræðu sina. Að baki standa Hjalti Geir Kristjánsson, Magnús L. Sveinsson og lengst til hægri Sigurjón Þórðarson kaupmaður. DB-mynd: Bjarnleifur. merka sögu sem samofin er íslenzku viðskipta- og alhafnalifi, sögu baráttu og bjartsýni. í öðrum skjölum sem gerð hafa verið á vegum kynningarherferðar- innar segir m.a. að viðskipti og verzlun eigi undir högg að sækja á íslandi í dag. Verzlunarmenn. og kaupmenn séu kallaðir „svindlarar, braskarar og ójiarfa milliliðir”. > Það ætla sam- tökin „Viðskipti og verzlun” að afsanna með kynningar- herferð__________________ Reynt er að kippa fótunum undan frjálsri verzlun með áróðri um .„þjófnað og brask” og löggjafinn sé seinn að skilja við hvaða skilyrði viðskipti og verzlun starfa bezt. Þessu áliti er kynningarherferð samtakanna Viðskipti og verzlun ætlað að breyta. Markmiðið er að auka álit verzlunar og viðskiptalífsins og stuðla að aukinni menntun og betri kjörum starfsmanna og l'yrir- lækja. Kynna á almenningi verzlun og viðskipti og auka á :>g bæta sam- starl' vinnuvcitenda og starfsfólks og kynna lífeyrismál meðal sióðlclaga i L.ífeyrissjóði verzhinarmanna. „Þaðer ekki eilthvert fyrirheitið land, sem förinni er ætlað til, heldur höldum við okkur á jörðinni með raunhæf markmið að leiðarljósi. Frjáls viðskipti þýða umfram alll aukið frelsi einstaklingsins,” segir i einum bæklingunum. -A.St. 3969 kærumál til RLR á árinu 1979 Esjan birtist Reykvíkingum I mörgum myndum. Hér má sjá eina þeirra. Mynda- vélin fœrir hana nœr og Viðeyjarstofa sýnist vera höfuðból við rœtur fjalisins. DB-mynd Hörður. Fullnaðarafgreiðslu er lokið í 1769 málanna 3969 mál voru kærð til Rannsóknar- lögreglu rikisins á nýliðnu ári. Er það 322 kærumálum fleira en árið 1978 en þá voru kærurnar 3647. Af málunum 3969 sem kærð voru á sl. ári er fullnaðarafgreiðsla komin i 1769 málum, en rannsókn hinna er á mis- jöfnum stigum. Málin skiptast milli flokka á eflir- farandi hátt. i svigum eru tölur um fullnaðarafgreiðslu kærumála. Innbrol og þjófnaðir 2179(528) Árásir 144(73) Skemmdarverk 92(36) Svik og falsanir 825(694) Vinnuslys Brunar Mannslát Tollalagabrot Önnur mál 127(127) 184(37) 122(122) 55(45) 241(107) Á árinu 1978 voru kærumálin sem l'yrr segir 3647. Þau skiptust þannig milli flokka (i sviga tölur um endanlega afgreidd mál). Innbrot og þjófnaðir 2233 (759), árásir 154 (114), skemmdarverk 90 (29), svik og falsanir 484 (410), vinnuslys 94 (94), brunar 173 (40), mannslát 132 (132), tollalagabrot 45 (43), önnur mál 236(129). -A.St Léttvínsumsókn Homsins yfir á grænu Ijósi í borgarráði: „Ég er jákvæður í málinu” segir Vilmundur Gytfason dómsmálaráðherra „Okkur hefur borizt jákvæð umsögn borgarráðs vegna beiðni Hornsins um leyfi til veitinga á léttum vinum.Vinveilinganefnd á cftirað fjalla um málið. Afstaða hennar ræður úr- slitum. í framhaldi af fyrirspurn Dag- blaðsins um málið hef ég óskaðeftir að afgreiðslu þess verði flýtt i nefndinni,” sagði Vilmundur Gylfason dómsmálaráðherra I gær. Tvö veitingahús í Reykjavik, Askur á Laugavegi og Hornið, hafa óskað .eftir leyfi til veitinga léttra veiga. Borg- arráð hefur gefið Horninu grænt Ijós fyrirsitt leyti. „Ég er sjálfur jákvæður i málinu. Ef umsögn vinveilingarnefndar verður jákvæð mun ég skrifa upp á þetta sam- dægurs,” sagði dómsmálaráðherra. -ARH Crestliner 77/ afgreiðs/u fyrir sumarið aKPh= Alcort/Paceship ^ AMF CRESTLINER, PACESHIP, ALC0RT Einkaumboð á íslandi Höfum fyrirliggjandi allar stærðir hraðbáta með eða án disilvéla. Fíber eða ál. Ódýr- ir og rúmgóðir fjölskyldubátar. Sparneytnir og sterkir „rallbát- ar”. Seglskútur í stærðum frá 11 fet — 26 fet. Greiðsluskilmál- ar. Upplýsingar og pantanir í simum 86065 og 77612 frá kl. 18 til 20.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.