Dagblaðið - 26.01.1980, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 26.01.1980, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 1980. Dagblaðið í Noregsheimsókn: k langtímaplaninu er aó verða jafnheilbrigöur og Norömenn — laugardagsrabb við Valla og Ástu, námsmenn í Þrándheimi „Okkur finnst dýrt að lifa hér, sízt ódýrara en heima á íslandi. Við verðum eins og annað námsfólk að lifa spart. Samt nást endar ekki saman með námslánunum einum saman. Lánafyrirkomulagið og kjörin eru slík að menn gætu ætlað að j>að væri höfuðsynd að fara i skóla ogeiga börn!” Valgeir Guðjónsson og Ásta Ragnarsdóttir hafa orðið. Þau eru námsmenn í Þrándheimi i Noregi og hafa verið þar síðan haustið 1978 ásamt syninum Tómasi. Hann nemur félagsráðgjöf, hún uppeldisfræði. Mcðal lesenda er hann Ijklega betur þekktur sem Valli í Spilverkinu en Valli félagsráðgjafi. Leiðir Ástu, Valgeirs og Dag- blaðsins lágu saman í Osló í janúarbyrjun. Þau komu þangað frá Bergen. Þar höfðu þau eytt jólum og áramótum. Síðdegis sama dag og samtal okkar fór fram ætluðu þau að stíga um borð í lest og þjóta eftir sporum alla leið til Þrándheims. Ljúfmannlega var tekið kvabbi um viðtalsstúf, með því skilyrði þó að talsverðu rúmi yrði varið til að fjalla um bág kjör námsmanna erlendis. „Furðu algeng skoðun að náms- menn liggi úti í löndum og drekki brennivín!" „Maður er eins og vesalingur. Það er auðvelt að fá á tilfinninguna að við námsmenn eigum hreint ekki að k^mast upp með að lifa venjulegu lifi,” sagði Valgeir. „Heima er það furðu algeng skoðun meðal fólks að námsnenn liggi úti í löndum og drekki brennivín, á kostnað skatt- borgaranna — auðvitað. Ég sæi margt fólk heima, sem bölvar náms- lánum sem lúxus, ætla að lifa á því sem okkurer ætlað til framfæris.” Þá bentu þau á að erfiðleikar barnafólks í námi væru meiri en þeirra er enga erfingja hafa til að fæða og klæða. Lán hækka ekki við að eiga barn. Tekjur mega að vísu vera hærri án þess að lán skerðist. „Það er ekki gert ráð fyrir því hjá Lánasjóðnum að börn geti veikzt,” sagði Ásta. ,,Ef námsmenn þurfa að sinna barni vegna veikinda og missa úr námi er ekki tekið tillit til þess. Það eru dæmi um synjun á láni vegna veikinda barna.” Valli kroppar i gitar. Samtalið við hann og Ástu fúr fram i húsakynnum Snæfriðar EgiLson og Gunnars E. Kvaran á Stórgötunni i Osló. Snæfrfður lærir iðjuþjálfún. Gunnar er i blaðamannaskóla. Hann er jafnframt fréttaritari útvarpsins i Noregi. DB-myndir ARH. „Umboðsmenn eru hvunndagshetjur!" Ásta og Valgeir hafa enn ekki sagt sitt' síðasta orð um kjör námsmanna og lánamálin. „Kerfið er þannig að manni er hegnt fyrir að vinna. Námsllán duga ekki til framfærslu. Þá er nærtækast að slá lán. Svo er unnið og unnið í frium. Tekjurnar fyrir þá vinnu dragast frá næsta láni. Blankheitin eru aftur komin í sjónmál. Boltinn hleður utan á sig. Þetta er víta- hringur sem erfitt er að komast út úr. Norskir námsmenntaka sumarfri eins og venjulegt fólk. Það þykir bara eðlilegur hlutur. Norskir námsmenn geta líka gengið að sínum lánum vísum á ákveðnum degi. Við þurfum að bíða og bíða. Það þykir nánast eðlilegt. Og þá lendir ekki sizt á umboðsmönnum okkar heima að glíma við Lánasjóðinn. Þeir eru ekki öfundsverðir af hlutskipti sínu. Umboðsmenn eru hvunndags- hetjurnar sem bera þyngstu byrðarnar!” „Djöfull munaði litlu að þeir skoruðu, maður!” Valli var ekki viðmælandi á meðan enski fótboltinn var á skjánum. Bein útsending frá Bretlandseyjum. Drengurinn er meira að segja svo forfallinn sportisti að hann „tippar” I get- raununum. Og vinnur auðvitað aldrei. Tommi þráaðist við að borða matinn sinn á hefðbundinn hátt. Vildi hræra I honum með puttunum og láta þar við sitja. Ásta mamma kom á vettvang og hjálpaði syninum að taka til sin næringuna. 4000 kr. á mánuði í f ramf ærslu Talið berst að framfærslukostnaði i Noregi. Þau segjast Iifa af um 4000 norskum kr. á mánuði (320.000 ísl. kr.). Þar af fara 1000 kr. (80.000 ísl. kr.) í húsaleigu, 500 kr. (40.000 ísl. kr.) i barnapössun og ca 200 kr. (16.000 ísl. kr.) í ferðir. „Við biðum í hálft ár eftir dag- heimilisplássi. Dæmi eru um að menn borgi 2000 kr. (160.000 ísl. kr.) fyrir dagmömmu á mánuði. Við megum teljast heppin.” Do You Like Norway? Loks sá fyrir endann á reiðilestrin- um um námsmannakjör og lánamál. Blaðamaður notaði tækifærið og skaut að saklausri sveita'Aiannsspurn- ingu: Hvernig líkar ykkur við Norð- menn? (samanber: How do you like Iceland-spurninguna sem erlendir túristar á íslandi fá gjarnan í fésið um leið og þeir hafa tyllt báðum löppum á klakann). „Ja, kunnum við ekki bara vel við þá? Jú, jú. Það er allt gott um Norðmenn að segja.” Alltof jákvætt svar! Voru þau virkilega ekki til umræðu að segja eitthvað ljótt um Norðmenn? Eitthvað sem hægt væri að nota í æsilega fyrirsögn? Þauhugsuðu sig um litla stund. Og viti menn: „Norðmenn eru djöfull skynsamir. Fullskynsamir fyrir okkar smekk,” sagði Valgeir. „Ekki nógu sveigjanlegir,” bætti Ásta við. „Þeir taka síðasta „trikk” heim hvernig sem á stendur. Stundvísi er númer eitt,” sagði Valgeir. Hann var orðinn jákvæður aftur. „Fólk er ekkert fyrir að bruðla. Og svo er það heilbrigðið. Á langtíma- planinu mínu er að verða eins heil- brigður og Norðmenn. Ég er til dæmis byrjaður að skokka. Mér líður miklu betur. Alveg satt! Mig skortir bara skokkskó. Námslánin duga hins vegar ekki til að kaupa lágmarks- skokkútbúnað,” sagði Valgeir og glotti.við. TJonum tókst að koma kjaramálum námsmanna snyrtilega að á ný. Þau töluðu um að erfiðast hefði verið sl. vetur að byrja nám og búsetu. „ Við myndum ekki vilja endurtaka síðasta vetur. Eilíft ráp á norska kontóra. Eilífar reddingar. Kerfið i Noregi er stirðara en heima. Þar er oft hægt að bjarga málunum í bili með lempni. Hér þekkist slikt varla. En það bjargar miklu að gott er að vera íslendingur i Noregi. „Blóðkristið fólk" Ásta og Valgeir voru tekin að ókyrrast í sætum sínum þegar hér var komið sögu. Lestin til Þrándheims á förum frá Osló eftir tvo tima og mál að sinna pökkun farangurs. Framundan var 7 tíma hökt á áfanga- stað. Þau gátu þó ekki stillt sig um að skjóta inn fáeinum lokaorðum að skilnaði — mest hóli um Norðmenn: „fslendingar eru alveg sér á báti i Noregi. Okkur er vel tekið hér. Betur en öðrum útlendingum. Þeir þykjast eiga í okkur hvert bein. En þegar að er gáð vita Norðmenn lítið um Island. Furðulega lítið.” Valgeir á síðasta orðið, um leið og hann kveður: „Norðmenn eru ekki likir íslendingum. Þetta er blóðkristið fólk.” -ARH.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.