Dagblaðið - 26.01.1980, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 26.01.1980, Blaðsíða 13
Flcif'0 ~ FOLK DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 1980. Einn sœnskur í læknum í jrosti og moldviðri Ivan Rebroff til Islands nœsta sumar? tímar? Hinn 12. janúar síðastliðinn voru liðin I50ár frá aftöku þeirra Agnes- ar og Friðriks vegna brunans á Illuga- stöðum og morðsins á Natan Ketils- syni og öðrum manni. Dómarinn í því sögufræga máli var Björn Blöndal sýslumaður í Húnavatnssýslu. Hann er langalang- afi Benedikts Blöndal hæstaréttarlög- manns, sem er verjandi eins hinna á- kærðu í Geirfinnsmálinu, sem nýlega var flutt í Hæstarétti og biður nú dóms. Ætlaþeir að éf ann? Ivan Rebroff söngvari. Sem skilyrði fyrir viðlah setti hann mjómleikaferð til Islands og flösku af íslenzku brennivíni. DB-mynd: Ragnar Th. Sigurðsson. Djassað í Djúpinu G^rfiall maður á níræðisaldri heyrði um uppsagnirnar og vand- ræðin hjá Flugleiðum. Honum var sagt að nú hefði öllum aðstoðarflug- mönnum Loftleiðaarmsins verið sagt upp að einum undanskildum. „Og hvað á að gera við hann,” spurði sá gamli. „Ætla þeiraðét’ann?” Engan tímafyrr en eftir áramót Suðurnesjamaður einn, sem oft hefur haft í heitingum við samborg- ara sína svo að lögreglan hefur þurft að taka i taumana, hringdi skömmu l'yrir jólin til Keflavíkurlögreglunnar. Hann náði varla andanum af ótta cr hann tjáði sig hafa fengið morð- hótunarbréf. í því var honum, að eigin sögn, hótað lífláti þann 30. desember, sania hvert hann færi og reyndi að dýljast, — bréfritari muni láta verða af hótun sinni þennan dag. ,,Og þið verðið að koma i veg fyrir að þelta takist,” öskraði maðurinn dauðskelkaður í símann. ,,Já, en því miður höfum við í svo mörgu að snúast að við getum ekki sinnt þessu fyrr en eflir áramótin!” svaraði lögregluþjónninn með mestu hægð. Sérfræðingar orðnir þekk- ingaraðilar Þekkingaraöilar. Stjórnmálamenn eru hættir að ráðfæra sig við sér- fræðinga, hagfræðinga og aðra. Nú leila þeir til „þekkingaraðila”. Þetta má ráða af frásögnum stjórnmála- manna af gangi margumtalaðra stjórnarmyndunarviðræðna. Ekki benda og hvísla! Börn úr Hlíðaskólanum brugðu sér ■á eina af fyrstu sýningunum á Óvitum Guðrúnar Helgadóttur. 1 Hlíðaskólanum er þó nokkuð af fötl- uðum börnum innan um þau sem ,heiIbrigð mega kallast. Ein Hliða- skólameyja hafði nokkrar áhyggjur af þvi að móðir sín, sem hún bauð með í leikhúsferðina, yrði sér til skammar innan um hina fötluðu.1 Hún lagði þvi út af við hana áður en farið var af slað. „Mamma, þú mátt alls ekki benda og alls ekki hvisla. Þau geta ekkert að þessu gert.” Meyjan unga er 7 ára og móðir hennar hafði á orði að uppeldið i skólum væri greinilega annað en það var, að börnin skyldu vera farin að segja foreldrunum til en ekki öfugt. veðrið væri ekki eins og bezt yrði á kosið. Ekki vildi hann segja meira, svo að Bjarn- leifur flýtti sér inn í heitan Subaru bílinn sinn eftir að hafa smellt af honum þessum tveim myndum. Ánægjan skin af andlitum áhorf- enda en einbeitnin af þeim félögum i Tríói Guðmundar Ingólfssonar. Þeir djömmuðu ásamt fleiri góðum djössurum i Gallerí Djúpinu sem er í kjallara veitingahússins Hornið við Hafnarstræti. Hörður Ijósmyndari sagðist hafa verið heppinn að koma snemma til myndatöku síðasta fimmtudagskvöld. Ef hann hefði verið hálfri klukkustund seinni hefði myndin aðeins orðið af baki áþorfenda. Það er Gtjnnar Hrafns- 'son sem slær rafmagnsbassann lengst til vinstri. Hann var áður við sömu iðju í hljómsveitinni Ljósin í bænum. Þa''ír það Guðmundur Steingrímsson með 'trommurnar og Guðmundur sjálfur við þíanóið. Tveir hinir síðastnefndu hafa v.erið við djassinn kenndir „frá örófi alda”. Á veggjum hanga grafíkverk eftir sex listamenn. -ÓG. — Setti það sem skilyrði fyrir viðtali við Hús og híbýli Unntð er að þvi að fá söngvarann Ivan Rebroff til hljómleikahalds hér á landi næsta sumar. Rebroff setti það meðal annars sem skilyrði fyrir viðtali við timaritið Hús og hibýli að blaðamaðurinn útvegaði einhvern aðila, sem gæti tekið að sér fram- kvæmd hljómleika með honum í júlí. „Við leituðum meðal annars til Listahátiðar með þetta mál,” sagði Þórarinn Jón Magnússon, útgáfu- stjóri Húsa og híbýla. „Timasetning- in hentaði henni hins vegar ekki, þar eð hátíðin verður haldin í júní. Félagasamtök ein i Reykjavík lýstu .sig tilbúin að taka verkið að sér. Rétt er að nafngreina þau ekki á þessu stigi þar eð engir samningar hafa verið undirritaðir.” Ivan Rebroff er þessa dagana að hljóðrita plötu i Þýzkalandi. Að þvi verki loknu fer hann í hljómleikaferð um Norðurlöndin. Þar syngur hann í kirkjum við orgelundirleik. Komi söngvarinn til islands næsta sumar lekur hann balalajkahljómsveit með sér. Það er Magnús Guðmundsson, blaðamaður í Kaupmannahöfn, sem tekur viðtalið við Rebroff fyrir Hús og híbýli. Hann setti tvöskilyrði fyrir því að ræða við Magnús. Annað er það sem greint var hér að framan. Hitt skilyrðið var að blaðamaðurinn læki með sér flösku af íslenzku brennivíni i viðtalið. Ragnar Th. Sigurðsson Ijósmynd- ari DB tók viðtal við Ivan Rebroff fyrir nokkrum árum. Þar kom meðal annars fram að söngvarann hafði „dreymt í fimmtiu ár um að komast til islands.” Hann kunni meira að segja eina setningu á islenzku, sem reyndar hafði skolaz.t svolítiðtil: „Rúgbrauðmeð fluðe”. Aðrir Heiti lækurinn í Nauthóls- vík er auður og yfirgefinn þessa dagana. — Og þó. — Þegar Bjarnleifur Bjarnleifs- son ijósmyndari DB lagði leið sína að læknum í brunakulda og moldviðri á þriðjudaginn rakst hann á berstrípaðan út- lending, sem naut heita vatns- ins i óveðrinu. Maðurinn, sem talaði sænsku, kvað alveg prýðilegt að fá sér bað í læknum þó að FÓLK ■MM—MMHHB

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.