Dagblaðið - 11.04.1980, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 11.04.1980, Blaðsíða 1
)trjálst, Júháð fdatfblað Hardur ágreiningur ístjómariiðinu: FRAMSÓKN STÖÐVAR LÁNSFJÁRÁÆTLUNINA Þinglið Framsóknar hefur stöðvað framgang lánsfjáráætlunar ríkis- stjórnarinnar. Um hana standa harðar deilur. Ákafar umræður hafa verið um málið i þingflokki Framsóknar. Drög liggja fyrir um lánsfjáráætl- un þar sem gert er ráð fyrir að er- lendar Iántökur verði í ár 94,5 millj- arðar króna. Við myndun ríkis- stjórnarinnar töldu framsóknarmenn að erlendar lántökur mættu ekki fara fram úr 70—80 milljörðum. Hluti af lánsfjáráætlun hefur verið lagður fram á Alþingi. Þar er mælt fyrir um 36,5 milljarða lántökur, þar af 21,4 milljarða i erlendum lánum. Þingflokkur Framsóknar samþykkti þetta, og töldu þingmenn að þeir gætu siðan skorið í „siðari hluta” lánsfjáráætlunar og haldið lántökun- um í um 80 milljarða. Svo kom á dag- inn, þegar drög komu að síðari hlut- anum, að þar var mestallt talið „fast” og óbreytanlegt. Þar er meðal annars um stór lán að ræða vegna framkvæmda, sem þegar hafa verið ákveðnar. Meðal annars eiga yfir 30 milljarðar að fara til Hrauneyjafoss- virkjunar, 9 milljarðar í járnblendið, rúmir 7 milljarðar til flugvélakaupa, 3 milljarðar til landbúnaðarins, 9 milljarðar til hita- og fjarvarma- veitna og svo framvegis. Ýmsir þing- menn Framsóknar urðu reiðir við og töldu sig hafa verið ginnta til að sam- þykkja „fyrri hluta” lánsfjáráætlun- ar, sem þeir hefðu getað breytt, hefðu þeir vitað, hve fastur „seinni hlutinn” yrði. Framsóknarmenn hafa því enn neitað að fallast á drögin um lánsfjáráætlun. -HH. Allarnýjustu kóngafréttirnar Dönsku blöðin eru komin — og I þeim eru að sjálfsögðu allar nýjustu fréttirnar af danska kóngafólkinu, þeim Margréti og Henrik, Friðrik og Jóakim og vra öllum hinum prinsunum og greifunum. Að ógleymdum prjónauppskriftum, matarupp- skriftum og fleiru. DB-mynd: Hörður. Þrír f lokkar keppnisbáta íSjóralli '80 — og undirtúningur í fullum gangi — sjá bls. 8 Á að kaupa 1-2IKARUS- vagna í tilraunaskyni? sjábls.9 Verkamennflýja Norðursjóinn — sjá erl. fréttir á bls. 6 og 7 „Ég er bara Pétur Péturs- sonaf Skaganum" — opnuviðtal við Pétur íblaðinuídag ábls. 12ogl7 Stórsigurá Norðmönnum íPolarCup — sjábls. 18 Vaxandi óróleiki í verkalýðshreyfingunni: Ósæmilegt að krefjast hækkunar upp allan launastigann — segir Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasambandsins — sjá nánar á bls. 5 6. ÁRG. - FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1980 - 83. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11.—AÐALSÍMI 27022.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.