Dagblaðið - 28.04.1980, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 28.04.1980, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 28. APRlL 1980. 9 Erlendar fréttir REUTER Berlinguer og Hua vinir Enrico Berlinguer formaður kommúnistafiokks ítaliu sagði að aðalágreiningur flokks hans og kommúnistaflokks Kína varðaði hugmyndir Kínverja um samfylk- ingu Kina, Vestur-Evrópu, Bandaríkjanna, Japan og ann- arra rikja gegn Sovétríkjunum. Berlinguer kom í gær frá Kína eftir 10 daga heimsókn þar sem gengið var frá tengslum flokk- anna eftir 17 ára stirða sambúð. Hann heimsótti sömuleiðis Norður-Kóreu og kvaðst ánægð- ur með árangur viðræðna á báðum stöðum. „Ágreiningur okkar og Kínverja hindrar ekki áframhaldandi árangursrík sam- skipti og viðleitni til samstarfs,” sagði Berlinguer. Stjórn Kína harmaði i gær til- raun Bandaríkjanna að frelsa gíslana i Teheran og kallaði hana ,,brot á sjálfsákvörðunarrétti írans.” Kina hvatti íran og Bandarikin til að gera út um mál sín með varúð svo að „þeir sem eru með leynd markmið i huga fái ekki tækifæri.” Eiga Kínverjar þar án efa við Sovétrík in. Mikill og d júpstæður ágreiningur ráðherra í Bandaríkjast jórn staðf estur — alvarlegt áfall fyrir Jimmy Carter forseta: w VANCE UTANRIKIS- rAðherra HÆTHR Cyrus Vance utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur tilkynnt Carter forseta afsögn sína úr embætti. Ákvörðun ráðherrans verður tilkynnt opinberlega í dag eða á morgun, sam- kvæmt fréttum í morgun. Ekki er vitað hvort Carter hefur fallizt á beiðni Vance um að verða leystur frá embætti. Af opinberri hálfu var i fyrstu fátt eða ekkert sagt um orðróminn þegar hann komst á kreik. Talsmenn Hvíta hússins vildu ekkert segja og sömu sögu var að segja um nána samstarfs- menn og blaðafulltrúa utanríkisráð- herrans. Ónafngreindur embættis- maður staðfesti síðan fregnirnar og sagði ástæðuna fyrir ákvörðun Vance vera ágreining hans og Carters for- seta í stefnunni gagnvart íran, og þá fyrst og fremst varðandi haförina misheppnuðu í lok síðastliðinnar viku. Cyrus Vance var mótfallinn hugmyndum um hernaðaríhlutun í íran og átti ekki þátt í því að reynt vár að frelsa gislana í Teheran. Frelsunarförin rann út i sandinn, sem kunnugt er, vegna tæknilegrar bil- unar í þremur af átta þyrlum í leið- angrinum. Átta Bandaríkjamenn fórust og fimm slösuðust þegar tvær flugvélar rákust á eftir að Carter forseti fyrirskipaði að hætt skyldi við aðgerðir og sneri leiðangursmönnum til baka 500 km frá Teheran. Ákvörðun Vance var að sögn til- kynnt jafnnvel áður en endanleg ákvörðun Carters um íran-herferðina lá fyrir. Undanfarið hefur lítið borið á ráðherranum í fjölmiðlum og voru getgátur um að hann og Carter greindi alvarlega á i íran-málinu. Fyrr í þessum mánuði mótmælti Vance hugmyndum forsetans um að setja viðskiptabann á íran seiji næði til matvæla og lyfja. Vance hefur sömuleiðis gert athugasemdir i þá átt að Brzezinski, ráðgjafi Carters í öryggismálum, ráði of mikið ferðinni í mótun utanríkisstefnu Bandaríkj- anna. Cyrus Vance, 63 ára gamall, er einn vinasti ráðherra í Bandaríkja- stjórn. Af.sögn hans er mikið áfaJl fyrir Carter. Vance var á Flórída í helgarfrii. þegar forsetinn og ráðgjafar hans ákváðu herleiðangurinn til írans. Warren Christopher aðstoðarutan- ríkisráðherra mótmælti hugmyndun- um fyrir hönd Vance en árangurs- laust. Vance lagðist sjálfur gegn hugmyndununt við ' konmna til Washington. Carter neitaði hins vegar að taka ákvörðun sína til endurskoðunar. Búizt er við að Warren Christopher taki við utanríkisráðherraembættinu, til bráðabirgða að minnsta kosti. ◄ Jimmv Carter og Cyrus Vance á fréttamannafundinum 3. desembcr 1976 þegar forsetinn kynnti utan- ríkisráðherraefni stjórnar sinnar. „Nýtt met Irana í siðleysi”: Líkin tíl sýn- isíTeheran Bandarikjastjóm segir að íranir hafi sett nýtt met í siðleysi með þvi uppátæki að hafa lík átta bandarískra hermanna til sýnis opinberlega í Teheran í gær. Menn- imir fórust i misheppnaðir herför til frels- unar gislanna í bandaríska sendiráðinu á föstudaginn. Jody Powell, blaðafulltrúi Bandarikja- Stjómar, sagði að erfitt væri að ímynda sér að sannfærðir fylgismennmúhameðstrúar tækju þátt í athæfi á borð við líksýning- amar. Opinberir talsmenn í Washington segja að Carter hafi mótað langtímastefnu í íran-málinu í ljósi hrakfaranna á föstu- daginn. Enn frekari refsiaðgerðir, bæði pólitískar og efnahagslegar, verði reyndar. Reynt verði að fá Vestur-Evrópuríki og Japan til frekar samstarfs gegn íran. Þá ’sögðu talsmenn Carters að hann útíloki engar leiðir, þar á meðal hemaðarað- gerðir, til að frelsa gíslana. mMFmioM VERKFALLISVIÞJOÐ „Við krefjumst hærra kaups og beui vinnuaðstöðu,” segir á kröfuspjaldinu sem erlendir verkamenn í Kaupmannahöfn halda á loftí. Bæði í Danmörku og Svi- þjóð er hart deilt um kaup og kjör verka- fólks þessa dagana. Um helgina vom sam- göngur i Sviþjóð hvort sem var í loftí, á sjó eða með járnbrautum á landi lamaðar vegna verkfalls 14.000 opinberra starfs- manna og annarra starfsmanna við sam- göngutæki landsins. Verkfallið, svo og verkbann sem nær til 12.000 starfsmanna ríkis og bæja, stöðvaði allt farþegaflug innanlands, tmflaði skólahald og starfsemi skóla og sjúkrahúsa. Sömuleiðis féllu niður útsendingar sjónvarps að undan- skildum fréttalestri. Kröfur opinberra starfsmanna hljóða upp á 12% kaup- hæk kun. Allt ísennl BARNAVAGN, BURÐARRÚM OG KERRA Póstsendum um land allt Höfum ennfremur kerrur, leik- grindur, stóla, klœðaborð, vöggur og göngugrindur. Allt mjög vandaðar vörur frá hinu þekkta ameríska fyrirtæki „HEDSTROM" Mikið úrval af fatnaði og gjafavör um handa ungbörnum. Móðurást Hamraborg 7 Kópavogi — Sími 45288.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.