Dagblaðið - 03.04.1981, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 03.04.1981, Blaðsíða 12
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1981. DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1981. 12 2K i íþrótfir Iþróftir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir I Fram sló Val út í bikarkeppni HSÍ26-24: EKKILENGUR NEISTI í LEIK VALSLIÐSINS Lett hja Víkingum íslandsmeistarar Víkings tóku Árbæ- inga í kennslustund í handknattleik á fjölum Laugardalshallarinnar í gær- kvöld f 8-liða úrslitum bikarkeppni HSÍ. Úrslit Víkingur 28, Fylkir 17. Vík- ingar komust fljótt í 4—1, síðan 12—5 og staðan í hálfleik var 14—7. I s.h. juku Vikingar muninn í 11 mörk. Aldrei nein keppni. Mörk Víkings skoruðu Þorbergur Aðalstcinsson 11/1, Ólafur Jónsson 4, Páll Björgvinsson 3, Steinar Birgisson 3, Guðm. Guðmundsson 2, Óskar Þor steinsson 2/1, Brynjar Stefánsson 1, Stefán Halldórsson 1 og Árni Indriða- son 1. Krístján Sigmundsson varði tvö af þremur vítaköstum Fylkis. Mörk Fylkis Gunnar Baldursson 8/1, Stefán Gunnarsson 3, Ásmundur Kristinsson 2, Guðm. Kristinsson 2, Haukur Har- aldsson 1 og Andrés Magnússon 1. - hsím. Fram vann sanngjarnan sigur á Val í 8-liða úrslitum bikarkeppni HSI i Laugardalshöll í gærkvöld, 26—24. Sigur Fram var öruggari en þessar tölur gefa til kynna. Fjögurra marka munur, 25—21, þegar tæpar þrjár mínútur voru til leiksloka. Snjall leikur Atla Hilmarssonar, Björgvins Björgvins- sonar og Hannesar Leifssonar lagði grunn að sigri Fram. Varnarleikur og markvarzla beggja liða var hins vegar slakur allan tímann eins og markatöl- urnar gefa til kynna. Eftir að Jón Pétur Jónsson hafði skorað fyrsta mark leiksins fyrir Val náði Fram fljótt forustu. Komst í 3—1 en Fram gekk illa að ná afgerandi for- ustu. Hafði þó oft möguleika til að komast fjórum til fimm mörkum yfir. Mestur munur þrjú mörk en undir lok hálfleiksins tókst Val að minnka mun- inn niður í eitt mark, 13—12. Val tókst fljótt að jafna í 14—14 í s.h. en það vantaði neistann í leik Vals- manna. Eftir aðjafntvar 16—lökomst Valur i annað skipti í leiknum yfir, 17—16. Fram sneri þó fljótt dæminu við sér í hag. Komst í 22—19 þegar átta íslandsmótið í badminton á Akranesi: Keppendur 80 f rá átta félögum Reykjavikur- íslands- og bikarmeistarar Þróttar. Fremst eru Leifur Harðarson fyrirliði og Valdemar Jónasson. I miðröð frá vinstri Jón Árnason, Jón Friðrik Jóhannsson, Gunnar Árnason og Skúli Sveinsson. Aftast cru Haukur Magnússon, Barði Valdimarsson, Sveinn Hreinsson og Guðmundur E. Pálsson sem jafnframt er nýkjörinn formaður Þróttar. DB-mynd: S. ÞREFALT HJÁ ÞRÓTH — en ÍS-stúlkumar komu ívegfyrir aö kvennalið Víkings léki það eftir Þróttur varð bikarmeistari í blaki, karla- flokki, er liðið vann ÍS örugglega með þremur hrinum gegn engri í Hagaskóla í gær- kvöldi. Þar með vann liðið sinn þriðja titil i vetur, fyrir í safninu voru Reykjavíkur- og íslandsmeistaratitillinn. Fyrsta hrinan í úrslitaleiknum í gærkvöldi var tilþrifalítil og Þróttur vann hana örugg- lega 15—9. Á sömu leið virtist ætla að fara í næstu hrinu, Þróttur komst í 6—0 og 11—5 en þá tók ÍS við sér og náði forystu 13—11 og skyndilega var komin spenna í leikinn. En Þróttarar voru seigir, sigu hægt og rólega fram úr og unnu 15—13. Þriðju hrinuna unnu þeir með yfirburðum, 15—5, og þar með leikinn. Þróttur og lS léku einnig um síðustu helgi, i síðasta leik 1. deildar. Þá voru Stúdentar mun hressari heldur en í gær og veittu Þrótturum harða keppni en ekki tókst þeim að hindra að þeir færu út úr íslandsmótinu með fullt hús stiga því Þróttur vann 3—2, 15—11,9—15, 15—17, 15—7,og 15—5. Lokastaðan í 1. deild karla varð þessi: Þróttur 16 16 0 48—11 32 (S 16 10 6 38—25 20 Víkingur 16 8 8 33—29 16 UMFL Fram UMFL og Fram þurfa að leika aukaleik um fallið en enn hefur ekki verið ákveðið hvenær sá leikur fer fram. Ungmennasamband Eyjafjarðar, UMSE, varð sigurvegari i 2. deild þegar liðið vann ÍBV í hörkuspennandi leik, 3—2, eins og þegar hefur verið skýrt frá. Fjögur lið, tvö efstu liðin í hvorum riðli deildarinnar, léku í úrslitakeppni og varð lokastaðan í henni þessi: UMSE 2 2 0 6—3 4 ÍBV 2 11 5—3 2 ÍMA 2 1 13-4 2 Þróttur b 2 0 2 2—6 0 Rétt er að taka fram að enn er tveim leikj- um ólokið í Norðausturlandsriðlinum. UMSE og ÍMA eiga bæði eftir að fara á Norðfjörð og leika við heimamenn en móta- nefnd Blaksambandsins taldi ekki rétt að fresta úrslitakeppninni vegna þessa þar sem leikirnir hafa engin áhrif á stöðu efstu liðanna i riðlinum. Víkingsstúlkurnar höfðu gert sér vonir um HJ0RTUR SETTIMET — hljóp 50 m grind á 6,7 sek ígærkvöld Hjörtur Gíslason, KR, setti í gærkvöld íslandsmet í 50 m grindahlaupi og hljóp á 6,7 sek. Það fór því eins og við spáðum hér í DB að metið þeirra Valbjarnar, Stefáns og Elías- ar stæði ekki lengi. Annar varð Gísli Sigurðs- son, UMSS, á 6,9. Jón Oddsson stökk 7,20 í langstökki og Hjörtur náði þar 6,57 — svona upp á grín. Þá má geta góðs tíma Gunnars Kristjáns- sonar, stórefnilegs pilts, í 50 m grind. Tími hans var 7,5 sek. aðeins 0,2 sek. frá meti Stefáns Hallgrímssonar í drengjaflokki. Í síðustu viku átti Guðrún Ingólfsdóttir kast upp á 14,11 metra í kúlunni en steig út úr hringnum. Þá er ung stúlka, Pálína Auður Lárusdóttir, líkleg til afreka í kúlunni í sumar og hefur á skömmum tíma bætt sig um hálfan annan metra. Kastaði 9,50 metra í sl. viku. -SSv. KSImeð námskeið A-stigs námskeið verður haldið 10. og 11. apríl 1981, ef næg þátttaka fæst. Umsóknir berist skrifstou KSÍ, box 1011, fyrir þriðjudaginn 7. apríl, ásamt kr. 150,00. Almennt námskeið verður þann 12. apríl. Nánar auglýst síðar. að vinna þrefalt eins og Þróttarar en IS-stúlk- urnar gerðu drauminn að engu i gærkvöldi er þær lögðu Víking í úrslitaleik bikarkeppninnar. ÍS vann 3—2, (16—14, 12—15, 15—7, 8—15 og 15—8) og komu þau úrslit mjög á óvart en engu að síður var sigurinn sanngjarn því ÍS sýndi mjög ákveðinn leik gegn frekar döðru Víkings- liði' -KMU. íslandsmeistaramót í badminton fer fram um helgina á Akranesi. Mótið hefst með setningu formanns BSÍ, Rafns Viggóssonar, kl. 12 á laugardag. Verður leikið fram í undanúrslit á Fimleikasýning íFirðinum Fimleikafélagið Björk gengst fyrir fimleikasýningu í íþróttahúsinu í Hafn- arfirði á sunnudag kl. 17.00. Þátttak- endur um 50 drengir og stúlkur á aldr- inum 5—17 ára. Meðal þeirra er íslandsmeistarinn Brynhildur Skarphéðinsdóttir. Sýningin er liður i Menningarvöku Hafnarfjaröar. Þar verða hópsýningar og einstaklingsæfingar. laugardag. Sunnudag kl. 10 f.h. fara fram undanúrslit og síöan leikið til úr- slita kl. 2e.h. Keppt verður i ölluip flokkum; meistaraflokki, A-flokki, öðlinga- flokki og æðsta flokki. Þátttakendur verða um 80 frá eftirtöldum félögum: TBR, KR, Val, Gróttu, BH, ÍA, USHÖ og TBA. Allir beztu badmintonleikarar lands- ins eru meðal þátttakenda. Má búast við hörkuspennandi leikjum í einliða- leik karla milli núverandi íslands- meistara, Brodda Kristjánssonar, Jóhanns Kjartanssonar, Guðmundar Adolfssonar og fleiri, einnig í tvíliða- leik karla. Iþrottir Þrátt fyrir tap í gær eru Víkingsstúlkurnar þó allténd Reykja- víkur- og íslandsmeistarar. Frá vinstri Jóhanna Guðjónsdóttir, Anna Garðarsdóttir, Ólöf Ámundadóttir, Sigurhanna Sigfús- dóttir, Jóna Óskarsdóttir, Ásdís Jónsdóttir, Ingibjörg Helga- dóttir, Hólmfrfður Garðarsdóttir, Hermína Gunnarsdóttir, Ni Fengguo þjálfari og Sunneva Jónsdóttir, stjórnarmaöur blak- deildar Víkings. DB-mynd: Bjarnleifur. mínútur voru til leiksloka. En Brynjar Harðarson misnotaði annað vítakast sitt í leiknum — skaut framhjá — og svo tókst Bjarna Guðmundssyni ekki að skora úr hraðaupphlaupi eftir að hafa skorað tvö mörk með stuttu milli- bili rétt á undan, 22—21. í stað þess að jafna fyrir Val barst knötturinn upp að marki Vals. Jón Árni Rúnarsson skoraði og fljótt á eftir fylgdu tvö mörk Framara, 25—21. Úrslit ráðin og sann- gjarn sigur Fram-liðsins. Mörk Fram í leiknum skoruðu Hannes 8, Atli 7, Björgvin 5, Jón Árni 3, Björn Eiríksson 1, Hermann Björns- son 1/1 og Erlendur Dvíðsson 1. Fram fékk eitt víti í leiknum — Valsmenn fimm. Einum leikmanni Fram, Jó- hanni Kristinssyni, var vikið af velli. Á meðan skoruðu Valsmenn tvö mörk. Engum Valsmanni var vikið af velli. Það hefur verið eitthvað meira en lítið að hjá Valsliðinu í vetur og leikur- inn í gærkvöld var þar engin undan- tekning. Nú brást varnarleikurinn meira að segja herfilega. Markvarzla Þorláks Kjartanssonar heldur nöturleg. Bjarni var beztur en það merkilega var að hann hvarf alveg á milli. Steindór Gunnarsson og Brynjar Harðarson einnig sæmilegir en Brynjar brást illa í tveimur vítaköstum af fjórum sem hann tók. Átti skot í stöng — og framhjá í því fjórða. Mörk Vals skoruðu: Bjarni 6, Brynjar 6/2, Stefán Halldórsson 4, Jón Pétur 3/1, Steindór 2, Þorbjörn Guð- mundsson 2 og Gunnar Lúðvíksson eitt. Einum leik er nú ólokið í átta-liða úr- slitum milli Aftureldingar og Þróttar. Leikið verður á Varmá og við höfum frétt að leikurinn verði háður á laugardag. Það ætti þvi að verða dregið til undanúrslitanna um helgina. - hsím. Kvennalandsliðið á æfingu i Höllinni i gær. Tvær voru farnar er Ijósmyndarinn kom á staðinn og fjórar komust ekki vegna vinnu eða náms. F.v.: Sigurbergur þjálfari, Jóhanna H., Erna, Gyða, Katrín, Eiríka, Ingunn, Margrét, Olga, Jóhanna P. og Sigrún Bl. DB-mynd Bjarnleifur. Mætum til leiks með öðru hugarfari en úti í Noregi —segir fyríiiiði kvennalandsliðsins, sem mætir Norðmönnum um helgina „Við gerum betur gegn norsku stelp- unum hér heima en í Noregi. Þetta er ekki neitt ósigrandi lið — síður en svo,” sagði fyrirliði íslenska kvenna- landsliðsins, Katrín Danivalsdóttir, á blaðamannafundi sem boðað var til i vikunni. „Við verðum bara að leika bolta við okkar hæfi, hægari en þær reyndar, og þá gengur þetta upp. Við vorum að reyna að halda í við þær þarna úti en réðum ekki við það. Nú held ég að okkur sé öllum Ijóst hvernig þetta komi til með að verða og við förum í leikinn með allt öðru hugarfari en þarna úti. Leikum bolta við okkar hæfi og spilum upp á opin færi.” Á morgun kl. 17 og á sunnudag kl. 20 mætir kvennalandsliðið stöllum sín- um frá Noregi í tveimur landsleikjum í handknattleik. Fyrri leikurinn er siðari leikur liðanna í undankeppni HM en úrslitakeppnin fer fram í Danmörku í haust. Norsku stúlkurnar unnu fyrri leikinn 17—9 og þar var það fyrst og fremst slakur fyrri hálfleikur sem gerði útslagið en þær norsku leiddu 9—3 í hálfleik. Norska landsliðið er skipað mjög sterkum stúlkum. Þær hafa á undan- förnum vikum unnið t.d. Ungverja, □NAR VARÐI4 VIIIKR! —og HK sló vesturbæjarliðið út úr bikamum, 17-15, í gærkvöld HK kom heldur betur á óvart í gær- kvöldi er liðið, geysilega vel stutt af tryggum áhangendahóp, lagði KR-inga að velli, 17—15, í íþróttahúsinu að Varmá. Sigur HK var í alla staði sann- gjarn. Liðið barðist af eldmóði leikinn á enda og ekki skemmdi fyrir að i markinu var Einar Þorvarðarson KR- ingum erfiður og varði fjögur vítaköst en tvö til viðbótar fóru í súginn hjá KR. Liðið nýtti þvi ekkert vítakasta sinna. Reyndar skoraði Björn eftir að hafa skotið í stöng úr einu þeirra og fengið knöttinn aftur. Jafnræði var með liðunum allan fyrri hálfleikinn og munurinn aldrei nema 2 mörk. KR komst aðeins einu sinni yfir i leiknum, 8—7, eftir að HK hafði leitt 7—5 skömmu áður. í hálfleik leiddi Kópavogsliðið svo 9—8. í seinni hálfleik komst HK fljótt í þriggja marka mun, 13—10, og hélt honum leiktímann á enda og átti KR aldrei möguleika á að jafna. Baráttan í HK-liðinu eins og hún bezt getur orðið og Hilmar Sigurgíslason bókstaflega öskraði sína menn áfram. Ekki var laust við að mótlætið færi í taugar sumra leikmanna KR, en það dugði skammt. HK lék yfirvegað og ætlaði Bakari hengdur fyrírsmið! í frétt okkar hér á iþróttasíðunni í fyrradag urðu okkur á þau mistök að hengja bakara fyrir smið eins og svo er oft að orði komizt. Greindum við frá undarlegum viðbrögðum formanns Bláfjallanefndar við ósk frá Skíðaráði Reykjavíkur. Það var hins vegar íþróttafulltrúí Reykjavíkurborgar sem var hinn seki i þessu tilviki en ekki for- maður Bláfjallanefndar og vonumst við til að mannorð hans hafi ekki beðið hnekki af. -SSv. sér greinilega ekkert annað en sigurinn og hafði hann sanngjarnt að lokum. Bezti maður HK var án efa mark- vörðurinn Einar Þorvarðarson, sem varði um 20 skot í leiknum. Hreint frábær allan leikinn. Þá áttu þeir Ragnar Ólafsson og Hilmar Sigurgísla- ,son báðir góðan leik. Hjá KR var enginn sem stóð upp úr og markvarzla þeirra Brynjars og Péturs léleg. Mörkin. HK: Ragnar Ólafsson 7/2, Sigurður Sveinsson 3, Hilmar Sigur- gíslason 3, Kristinn Ólafsson 2 og Berg- sveinn Þórarinsson 2. KR: Haukur Ottesen 4, Haukur Geirmundsson 4, Alfreð Gíslason 3, Friðrik Þorbjörns- son 2, Björn Pétursson og Konráð Jónsson 1 hvor. KR fékk sex víti í leiknum — ekkert nýtt en hins vegar skorað einu sinni Þærleika gegn Noregi Eftirtaldar stúlkur munu mæta norskum stöllum sínum í tveimur landsleikjum um hclgina. Þetta eru fyrstu landsleikir hér heima — utan ieikja við Færeyinga — hjá konunum í nákvæmlega 4 ár. Jóhanna Pálsdóttir, Val Gyða Úlfarsdóttir, FH Kolbrún Jóhannsdóttir, Fram Katrín Danivalsdóttir, FH Margrét Theodórsdóttir, FH Kristjana Aradóttir, FH GuðríðurGuðjónsdóttir, Fram Jóhanna Halldórsdóttir, Fram Oddný Sigsteinsdóttir, Fram Sigrún Blomsterberg, Fram Erna Lúðvíksdótir, Val Sigrún Bergmundsdóttir, Val Eirika Ásgrímsóttir, Víking Ingunn Bernódusdóttir, Víking Erla Rafnsdóttir, ÍR eftir stangarskot. HK fékk tvö víti og nýtti þau bæði. Þremur leikmönnum úr hvoru liði var vísað af leikvelli. Dómarar voru þeir Stefán Arnaldsson og Ólafur Haraldsson og dæmdu vel. -gb/-SSv. Boltinh byrjar að rúlla á mánudag Þá byrjar boltinn að rúlla í knatt- spyrnunni. Reykjavíkurmótið hefst á mánudag, 6. apríl, með leik Þróttar og Vals á Melavellinum. Leikurinn hefst kl. 19.00 og það verður leiktíminn að minnsta kosti fyrstu vikuna. Flóðljósin á Melavellinum eru biluð. Sjö lið taka þátt í keppni meistara- flokks auk Vals og Þróttar, Ármann, Fram, Fylkir, KR og Víkingur. Núver- andi Reykjavíkurmeistari er Vikingur. Sigraði í fyrra eftir aukaleik við Þrótt. Aukastig verða gefin sem áður fyrir þrjú mörk skoruð. Jafntefli gildir ekki og ef jafntefli verður eftir venjulegan leiktíma ráðast úrslit í „bráðabana” — vítaspyrnukeppni. Eins og áður segir verður fyrsti leikurinn á mánudag. Daginn eftir, 7. april, leika Ármann og Fram. Fimmtu- daginn 9. apríl leika Þróttur og Fylkir Kylfingaraf stað umhelgina Fyrirsögnin hér að ofan er ekki apríl- gabb, nei af og frá. Golfklúbbur Reykjavíkur hefur ákveðið að efna til fyrsta móts sumarsins að Korpúlfsstöð- um á sunnudag kl. 13.30. Nefnist það Vorleikur. Þá er og í bigerð að halda mót um páskana verði veður skaplegt. og laugardaginn 11. apríl leika Víkingur og KR. Sá leikur hefst kl. 14.00. Aðrir leikir í vikunni kl. 19.00 þó annað sé gefið upp í mótabók KRR. Ástæðan er flóðljósin eins og áður er getið. Keppni í 1. flokki hefst 10. apríl og keppni í yngri flokkunum 24. apríl. -hsim. Búlgari og Dani — allt á útivöllum og norskur kvennahandknattleikur er hlutfallslega mun sterkari en hjá körl- unum enda leggja Norðmenn mikið i kvennalandslið sitt. Til marks um áhugann á leiknum við ísland mættu um 900 manns til að sjá hann og var þá leikið í Haugasundi. „Það var allt of mikið álag á ötlum hópnum í þessari ferð til Noregs um daginn,” sagði Sigurbergur Sigsteins- son, þjálfari liðsins. „Það voru allir á taugum, jafnt innan vallar sem utan. Staðreyndin er sú að þessar stelpur hafa allt of litla reynslu í landsleikjum og æfingar í kvennahandknattleiknum hérlendis eru allt of máttlausar, stelp- urnar vantar meiri hörku. Það sem þær norsku höfðu fyrst og fremst fram yfir okkur var meiri snerpa. Það er þvi aðaltakmark okkar á laugardag að reyna að koma í veg fyrir hraðaupp- hlaup þeirra, sem eru geysilega vel útfærð. Viðverðum að , nætta að rétta þeim boltann.” í leikjunum úti voru það helzt skytturnar sem brugðust en vörn og einkum markvarzlan kom vel út. Skytt- urnar fengu á móti sér vörn sem þær hafa ekki áður þekkt og það gerði það að verkum að þær hættu að reyna um tima. Stelpurnar eru hins vegar dýrmætri reynslu ríkari að þessu sinni og með góðum stuðningi áhorfenda ættu þær að geta staðið vel uppi t hárinu á þeim norsku. Að ætlast til sigurs er e.t.v. til of mikils mælzt en hins vegar verður að setja markið hátt — ekki þó of hátt — til að árangur náist. Þetta er samstilltur hópur sem ekki gefst upp fyrr en í fulla hnefana. Hafa saf nað á sjö- unda tug þúsunda „I vetur hafa stelpurnar í kvenna- landsliðinu safnað vel á sjöunda tug þúsunda nýkróna og það er víst að ekki þýddi að bjóða karlalandsliðinu upp á slíkt,” sagði einn nefndarmanna i landsliðsnefnd kvenna. „Ég held ég megi segja að stclpurnar standi nær al- gerlega, ef ekki að fullu, undir kostnaði við úthald liðsins og það er meira cn hægt er að segja um marga,” sagði hinn sami ennfremur. Enn vantar þó 15—20.000 nýkrónur upp á að dæmið gangi upp, en með góðri aðsókn á lcikina mætti þó koma verulfga til móts við þær tölur. Man. City leikur hérálandi Man. City, kanttspyrnuliðið fræga frá Englandi, mun leika tvo leiki hér á landi í sumar. Fyrri leikurinn verður við Þór á Akureyri 12. ágúst. Daginn eftir verður leikið við islenzkt úrvalslið — landsliðið — á Laugardalsvelli.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.