Dagblaðið - 19.09.1981, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 19.09.1981, Blaðsíða 1
9 7. ÁRG. — LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1981 - 212. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMULA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 1 l.-AÐALSÍMI 27022. eða í gærmorgun. Þegar vinnufélagar hans komu heim á Grenimel í gær- morgun svaraði enginn ítrekuðum hringingum á dyrabjöllu og því var brugðið á það ráð að leita til næsta ná- granna sem komst inn í ibúðina og sá hvers kyns var. Var aðkoman mjög Ijót og greinilegt að þar höfðu orðið tais- verð átök. Lögreglan var þegar kvödd til. Fannst Hans þá liggja.tdi á gólfi í íbúðinni og skærin, sem hann hafði verið myrtur með, þar hjá. Vitað er að Hans Fritz Joachim átti von á gestum sl. miðvikudagskvöld. Hraðaði hann störfum sínum í vinnu þess vegna. Ekki var vitað með vissu í gærkvöld hverjir voru gestir Hans þetta kvöld en líklegast er talið að hann hafi verið myrtur í framhaldi af því sam- kvæmi. -ÓV/BS. 15ÁRÁ ÍSLANDI Hans Fritz Joachim Wiedbusch, sem fannst myrtur í íbúð sinni í Reykjavík í gærmorgun, kom fyrst til íslands á miðju ári 1966. Hafði hann þá lokið námi í blómaskreytingum í Hamborg og starfað síðar við þekkta blómaverzl- un í Osló i Noregi. Hann fæddist i Þýzkalandi 10. ágúst 1936 og var þvi nýlega orðinn 45 ára gamall. Fljótlega eftir að hann kom til landsins réðst hann til starfa hjá Blómum og ávöxtum og starfaði hjá því fyrirtæki í samfleytt fjórtán ár. Gat hann sér þar gott orð, þótti bæði fær í starfi og traustur starfsmaður. Síðastliðið haust réðst Hans Wied- busch til verzlunarinnar Blómavals i Sigtúni I Reykjavík og starfaði þar til dauðadags. Hann var ókvæntur og átti enga ættingja hér en fjölmarga vini. Vitað er að í Austur-Þýzkalandi átti hann tvo bræður sem hann hafði ítrekað reynt að hjálpa til að komast til íslands. Til þess fékkst aldrei leyfi stjórnvalda í Austur-Þýzkalandi. -ÓV/BS. Lögreglan leitar nú ákaft morðingja austur-þýzka blómaskreytingamanns- ins Hans Fritz Joachims Wiedbusch, Grenimel 24 i Reykjavík. Hann fannst myrtur á heimili sínu laust fyrir kl. 10 í gærmorgun, stunginn mörgum stungum. Samkvæmt upplýsingum Dagblaðsins mun morðvopnið hafa verið skæri. Það var íbúi í kjallara hússins sem fyrst kom að Hans Wiedbusch. Hann kom ekki til vinnu sinnar í Blómavali við Sigtún kl. 15 á fimmtudaginn, eins og til stóð, og lét ekki vita af sér. Þegar hann kom ekki til vinnu í gærmorgun fóru vinnuveitendur hans að hafa áhyggjur þar sem Hans var mjög sam- vizkusamur starfsmaður og lét aldrei bregðast að tilkynna forföll. Þá hafði hann ekki svarað í síma á fimmtudag Hans Frite Joachim Wiedbusch blómaskreytingamaður við vinnu sina i Blómavali í Reykjavik skömmu fyrir síðustu jól. Þar haföi hann unrúð i tæpt ár. DB-mynd: Einar Ólason. segir rannsóknarlögreglustjori Stöðugar yfirheyrslur voru hjá Rannsóknarlögreglu rikisins í gær og i gærkvöld þegar leitað var morð- ingja Hans Wiedbusch. „Enginn er ennþá hafður fyrir beinni sök,” sagði Halívarður Einvarðsson, rannsókn- arlögreglustjóri ríkisins, um kvöld- matarleytið þegar DB hafði samband við hann. Hallvarður gat þess að bæði íslendingar og útlendir menn sættu yfirheyrslunum. Rannsóknaraðilum er kunnugt að Hans Wiedbusch umgekkst öðrum fremur ákveðinn hóp karlmanna í Reykjavik. Rannsóknin beinist ekki sízt að því að kanna hverjir i þeim hópi hafi síðastir manna umgengizt hann. Þegar eftir að líkið fannst á Greni- mel 24 í gærmorgun voru starfsmenn tæknideildar, Rannsóknarlögreglu rikisins kallaðir til, svo og réttar- læknar. Þá þegar var ekki hægt að timasetja dauða hans en réttarkrufn- ing mun leiða allnákvæmum líkum að því hvenær honum var ráðinn bani. Hallvarður Einvarðsson sagði í samtali við fréttamann blaðsins i gær að tæknideild RLR stæði i þessu máli andspænis erfiðri vettvangsrannsókn sem ef til vill kynni að ráða úrslitum í þessumá.i. -ÓV/BS. Húsiðað Grenimei24iReykjavík þarsemHans Wiedbusch fannstmyrturí gærmorgun. íbúð hans var á fyrstu hæð jtar sem biúndugardínur eru fyrir giuggum. ibúii kjallara kom fyrstur á vettvang i gærmorgun. DB-mynd: Sig. Þorri. ENGINN HAFÐUR ENN FYRIR BEINNISÖK SUMARMYND1981 - ÚRSUT UM NÆSTU HELGI

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.