Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1988, Blaðsíða 52

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1988, Blaðsíða 52
52 FINNBOGI GUÐMUNDSSON Vmis nýsigögn og gögn geymd á segulbandi væru háð þeim búnaði, er þyrfti til þess að mönnum nýttist að þessum gögnum. Hætt væri að framleiða sum þessara tækja og varahlutir fengjust ekki í þau. Þjálfun sérmenntaðs viðgerðarfólks væri hvarvetna vandamál, ekki sízt þar sem gera skyldi stórátak á skömmum tíma. Hann nefndi, að Deutsche Biicherei í Leipzig hefði komið upp sérstakri þjálfunarstöð, og innan austurríska þjóðbókasafnsins er stofnun, er þjálfar forverði og hefur gert lengi. Ekki er nema um áratugur síðan tekið var alvar- lega á þessum málum í Bandaríkjunum. Afsýring pappírs er ein mikilvirkasta leiðin til að bjarga verulegu magni bóka, og er sú aðferð komin á nokkurn rekspöl í Kanada, Austurríki, Frakklandi og Bandaríkjunum. í Kanada er ætlunin að afsýra um 40 þús. bindi árlega fyrir hálfan fjórða eða hálfan fimmta kanadískan dal hvert. Library of Congress stefnir að afsýringu 500 þús. binda árlega, kostnaður 4 V2 dalur á bindi, þar af 3 V2 fyrir sjálfa afsýringuna. Takist að afsýra árlega eina milljón binda, lækkar kostnaðurinn í 2 dali á bindi. Þá var vitaskuld vikið að filmun gagna, töku þeirra á bönd og loks diska, sem væru langmikilvirkastir, rúmuðu 10-15 þús. myndir öðrum megin. Sú leið væri þó enn á tilraunastigi, og ekki fullséð, hve mikið hún muni kosta. Library of Congress hefur um langt árabil gengizt fyrir filmun ýmissa gagna í Asíu. En sú miðstöð er starfrækt í bandaríska sendiráðinu í Nýju Delhi, og eru þar filmuð um þessar mundir 143 dagblöð (newspapers), 145 tímarit og 53 stjórnartíðindi (gazettes) frá 21 landi. Negativt eintak er sent til Washington, og þegar það hefur verið kannað og staðfest, er frumritum oftast fleygt. Nefnt var, að the Research Libraries Group í Bandaríkjunum ynni nú skipulega að fdmun bandarískra rita 1870-1920 og kínversks efnis frá tímabilinu 1880-1949. Rætt var um höfundarétt, 100 þjóða samkomulag um hann. Meginregla æviskeið + 50 ár. Sama verk getur verið frjálst í einu landi og óheimilt í öðru. Höfundarétturinn er flókið mál, og verður að meta einstök atriði eftir þeirri tækni, sem beitt er við gerð eintaka, og þeim notum, sem þau eru ætluð til. Þá er hvers konar háski, sem gögnum safnanna kann að vera búinn af eldi og vatni, og eru vatnsskaðar ílestir og mestir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.