Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1992, Blaðsíða 67

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1992, Blaðsíða 67
SUNNANFARI 67 nauðsynjar. Síðast, en ekki síst var því ætlað að fjalla um bók- menntir, frumsamdar íslenskar og einnig að einhverju leyti er- lendar bókmenntir þýddar á íslensku, svo og greinar um bók- menntir. Var þannig ætlunin að kynna Islendingum nýja strauma í bókmenntum. Sérstaklega var þess getið í 1. tölublaði 1. árgangs, að leitast ætti við að hafa auga með öllum íslenskum bókum, er út komu og dæma þær. Ahersla var lögð á að gera þeim jafn hátt undir höfði. Blaðið átti að vera sem hlutlausast. Fyrsti ritstjóri Sumianfara var Jón Þorkelsson (1859-1924), sem farið hafði ungur til Kaupmannahafnar til að nema íslensk fræði. Hann bjó síðan lengi í Kaupmannahöfn og hefur efalítið drukkið í sig þá bókmenntastrauma, sem yfir gengu, en á þeim tíma var andrúmsloftið þar þrungið spennu um listir og bókmenntir. Samt sem áður markast tímarit hans ekki ákveðið af þeim stefnum og því frjálslyndi, sem boðað var í Danmörku, og engar byltingar eru sýnilegar á síðum þess. Engu að síður er þetta gróskumikið tímabil í íslenskum bókmenntum. Margir höfundar, sem mjög hefur kveðið að í íslenskri bókmenntasögu, eru að þreifa fyrir sér og nota einmitt Sunnanfara til að koma verkum sínum á framfæri. Jón Þorkelsson var tímamótamaður í orðsins fyllstu merkingu. Hann lifði það að flnna að minnsta kosti vinda þriggja bókmenntastefna leika um sig. Hann tilheyrði auk þess þeim hópi, sem kallaðir voru „íslenskir aldamótamenn“ og létu sig stjórnmál miklu varða. Hann lagði mikla áherslu á að greiða götu ungra skálda. í ritstjórnartíð Jóns Þorkelssonar var Sunnanfari þjóðernislegt blað, og vildi hann hlúa að íslenskum siðum og sérkennum, enda var hann mikill áhugamaður um íslenska menningu og bókmennt- ir. Stefán Einarsson segir um hann í bókmenntasögu sinni, að hann sé annar mesti fræðimaður um íslenskar bókmenntir, næstur á eftir Jóni Helgasyni (1899—1986).1 Lengi hafi vakað fyrir mönnum að gefa út myndablað, og mun það hafa verið eitt af markmiðunum með Heimdalli, sem gefmn var út í Kaupmannahöfn 1884, en hann varð ekki langlífur sem kunnugt er. Fyrsta íslenska tímaritið, sem var með myndum og lifði af frumbernskuna var Ný sumargjöf þótt myndirnar væru að vísu fáar að tölu.2 Sunnanfari var fyrst gefinn út sem „mánaðarblað með mynd- um“, eins og undirtitill kveður á um, og síðar sem „skemmti- og fræðiblað með myndum“. Segir svo í 1. tölublaði 1. árgangs:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.